Lesum fyrir börnin okkar Sverrir Norland skrifar 10. maí 2023 14:30 Um daginn hittum við konan mín yndislegan deildarstjóra á leikskóla yngra barnsins okkar. Ég hjó eftir því að deildarstjórinn nefndi sérstaklega að það sæist á syni okkar að við læsum fyrir hann. Í lestrarstund sæti hann spakur og hlustaði af áhuga, sem væri ekki algilt um krakka nútildags, margir þeirra hefðu ekki lengur eirð í sér til að hlusta á fullorðna lesa fyrir þá. Ég er einn þeirra sem er alltaf með áhyggjur af öllu, heiminn á herðum mér, og hausinn tók strax að hringsnúast: Er athyglisbresturinn virkilega orðinn svo skæður strax í leikskólanum? Bæði börnin okkar dá og dýrka að láta lesa fyrir sig og hafa alltaf gert. Hvaða barn gerir það ekki? Að eiga nána stund með foreldrum sínum og hafa þá alveg fyrir sig, mömmu eða pabba – að hlusta á sögur, fræðast um heiminn, spjalla á innilegum nótum. Þetta er það sem menn gera, og hafa alltaf gert, saman. Þannig tengist fólk tilfinningaböndum. Jú, auðvitað væri nokkuð til í því, sagði deildarstjórinn en vandinn nú á dögum lægi ekki síður hjá foreldrunum en börnunum. Mikið álag væri á pabba og mömmu, þau væru þreytt, margt fólk þyrfti að djöflast í vinnu langt umfram venjulegan vinnudag og þá væri freistandi að henda börnunum bara ofan í YouTube-gryfjuna. Geyma þau í klóm algóritmans sem aldrei sefur. Og ekki nóg með það, sagði deildarstjórinn, vandinn væri enn flóknari. Margir foreldrar virtust hreinlega óttast börnin sín. Þau þættust handviss um að börnunum tæki strax að leiðast ef þau reyndu að lesa með þeim bók – að börnin vildu í raun ekki eiga þessa stund með pabba og mömmu heldur þræðu frekar að starfsfólk efnispalla hefði ofan af fyrir þeim með ávanabindandi sælu skjásins. Loks hræddust foreldrarnir sömuleiðis að það yrði einhvern veginn of yfirþyrmandi, tilfinningalega, að eiga lestrarstund saman, bara tvö. Tvær manneskjur, saman. Ógnvekjandi! Ertu ekki að grínast? spurði ég. Nei, deildarstjóranum væri fúlasta alvara. Margir foreldrar virtust telja að börn þeirra langaði heitast að sökkva niður í sjónvarpsþáttakviksyndið og slökkva á sjálfum sér. Alltaf. En börn vita oft alls ekki hvað þau vilja? sagði ég. Og í auknum mæli vita foreldrar þeirra það ekki heldur, sagði deildarstjórinn. Er það satt? Vitum við það ekki öll? Börn þrá nánd og samskipti. Það er fínt að horfa líka á sjónvarp, þannig efla þau til dæmis orðaforðann (vonandi ekki bara á ensku), uppgötva nýjar hliðar á heiminum og smitast af sagnagleði – og slappa af. Sjálfur hef ég innbyrt svo stóran skammt af sjónvarpsefni að ég gæti knúið með honum litla geimflaug. En þroskinn er einnig oft í biðstöðu á meðan börnin horfa á sjónvarpsefni (eða spila tölvuleiki). Sá sem nýtur ekki nándar með öðrum og lærir seint að tjá líðan sína með markvissara móti en öskrum og gráti getur hæglega strandað tilfinningalega. Og barn, sem fær ekki að eiga nánar stundir með foreldrum sínum eða nánustu ættingjum, hvort sem það er lestrarstund eða aðeins spjall undir fjögur augu, fer á mis við eitthvað stórfenglegt – og lífsnauðsynlegt. Kæru vinir, tölum við börnin okkar. Böðum þau upp úr orðum. Játum okkur ekki sigruð gagnvart fyrirtækjunum sem keppast stöðugt um athygli okkar. Athygli er áburður sem fær fólk til að blómstra. Athygli er ást. Nýtum hana þannig. Lesum fyrir börnin okkar. (Og okkur sjálf.) Höfundur er rithöfundur, útgefandi og fyrirlesari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Bókmenntir Mest lesið Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun 3003 Elliði Vignisson Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Sjá meira
Um daginn hittum við konan mín yndislegan deildarstjóra á leikskóla yngra barnsins okkar. Ég hjó eftir því að deildarstjórinn nefndi sérstaklega að það sæist á syni okkar að við læsum fyrir hann. Í lestrarstund sæti hann spakur og hlustaði af áhuga, sem væri ekki algilt um krakka nútildags, margir þeirra hefðu ekki lengur eirð í sér til að hlusta á fullorðna lesa fyrir þá. Ég er einn þeirra sem er alltaf með áhyggjur af öllu, heiminn á herðum mér, og hausinn tók strax að hringsnúast: Er athyglisbresturinn virkilega orðinn svo skæður strax í leikskólanum? Bæði börnin okkar dá og dýrka að láta lesa fyrir sig og hafa alltaf gert. Hvaða barn gerir það ekki? Að eiga nána stund með foreldrum sínum og hafa þá alveg fyrir sig, mömmu eða pabba – að hlusta á sögur, fræðast um heiminn, spjalla á innilegum nótum. Þetta er það sem menn gera, og hafa alltaf gert, saman. Þannig tengist fólk tilfinningaböndum. Jú, auðvitað væri nokkuð til í því, sagði deildarstjórinn en vandinn nú á dögum lægi ekki síður hjá foreldrunum en börnunum. Mikið álag væri á pabba og mömmu, þau væru þreytt, margt fólk þyrfti að djöflast í vinnu langt umfram venjulegan vinnudag og þá væri freistandi að henda börnunum bara ofan í YouTube-gryfjuna. Geyma þau í klóm algóritmans sem aldrei sefur. Og ekki nóg með það, sagði deildarstjórinn, vandinn væri enn flóknari. Margir foreldrar virtust hreinlega óttast börnin sín. Þau þættust handviss um að börnunum tæki strax að leiðast ef þau reyndu að lesa með þeim bók – að börnin vildu í raun ekki eiga þessa stund með pabba og mömmu heldur þræðu frekar að starfsfólk efnispalla hefði ofan af fyrir þeim með ávanabindandi sælu skjásins. Loks hræddust foreldrarnir sömuleiðis að það yrði einhvern veginn of yfirþyrmandi, tilfinningalega, að eiga lestrarstund saman, bara tvö. Tvær manneskjur, saman. Ógnvekjandi! Ertu ekki að grínast? spurði ég. Nei, deildarstjóranum væri fúlasta alvara. Margir foreldrar virtust telja að börn þeirra langaði heitast að sökkva niður í sjónvarpsþáttakviksyndið og slökkva á sjálfum sér. Alltaf. En börn vita oft alls ekki hvað þau vilja? sagði ég. Og í auknum mæli vita foreldrar þeirra það ekki heldur, sagði deildarstjórinn. Er það satt? Vitum við það ekki öll? Börn þrá nánd og samskipti. Það er fínt að horfa líka á sjónvarp, þannig efla þau til dæmis orðaforðann (vonandi ekki bara á ensku), uppgötva nýjar hliðar á heiminum og smitast af sagnagleði – og slappa af. Sjálfur hef ég innbyrt svo stóran skammt af sjónvarpsefni að ég gæti knúið með honum litla geimflaug. En þroskinn er einnig oft í biðstöðu á meðan börnin horfa á sjónvarpsefni (eða spila tölvuleiki). Sá sem nýtur ekki nándar með öðrum og lærir seint að tjá líðan sína með markvissara móti en öskrum og gráti getur hæglega strandað tilfinningalega. Og barn, sem fær ekki að eiga nánar stundir með foreldrum sínum eða nánustu ættingjum, hvort sem það er lestrarstund eða aðeins spjall undir fjögur augu, fer á mis við eitthvað stórfenglegt – og lífsnauðsynlegt. Kæru vinir, tölum við börnin okkar. Böðum þau upp úr orðum. Játum okkur ekki sigruð gagnvart fyrirtækjunum sem keppast stöðugt um athygli okkar. Athygli er áburður sem fær fólk til að blómstra. Athygli er ást. Nýtum hana þannig. Lesum fyrir börnin okkar. (Og okkur sjálf.) Höfundur er rithöfundur, útgefandi og fyrirlesari.
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun