Lesum fyrir börnin okkar Sverrir Norland skrifar 10. maí 2023 14:30 Um daginn hittum við konan mín yndislegan deildarstjóra á leikskóla yngra barnsins okkar. Ég hjó eftir því að deildarstjórinn nefndi sérstaklega að það sæist á syni okkar að við læsum fyrir hann. Í lestrarstund sæti hann spakur og hlustaði af áhuga, sem væri ekki algilt um krakka nútildags, margir þeirra hefðu ekki lengur eirð í sér til að hlusta á fullorðna lesa fyrir þá. Ég er einn þeirra sem er alltaf með áhyggjur af öllu, heiminn á herðum mér, og hausinn tók strax að hringsnúast: Er athyglisbresturinn virkilega orðinn svo skæður strax í leikskólanum? Bæði börnin okkar dá og dýrka að láta lesa fyrir sig og hafa alltaf gert. Hvaða barn gerir það ekki? Að eiga nána stund með foreldrum sínum og hafa þá alveg fyrir sig, mömmu eða pabba – að hlusta á sögur, fræðast um heiminn, spjalla á innilegum nótum. Þetta er það sem menn gera, og hafa alltaf gert, saman. Þannig tengist fólk tilfinningaböndum. Jú, auðvitað væri nokkuð til í því, sagði deildarstjórinn en vandinn nú á dögum lægi ekki síður hjá foreldrunum en börnunum. Mikið álag væri á pabba og mömmu, þau væru þreytt, margt fólk þyrfti að djöflast í vinnu langt umfram venjulegan vinnudag og þá væri freistandi að henda börnunum bara ofan í YouTube-gryfjuna. Geyma þau í klóm algóritmans sem aldrei sefur. Og ekki nóg með það, sagði deildarstjórinn, vandinn væri enn flóknari. Margir foreldrar virtust hreinlega óttast börnin sín. Þau þættust handviss um að börnunum tæki strax að leiðast ef þau reyndu að lesa með þeim bók – að börnin vildu í raun ekki eiga þessa stund með pabba og mömmu heldur þræðu frekar að starfsfólk efnispalla hefði ofan af fyrir þeim með ávanabindandi sælu skjásins. Loks hræddust foreldrarnir sömuleiðis að það yrði einhvern veginn of yfirþyrmandi, tilfinningalega, að eiga lestrarstund saman, bara tvö. Tvær manneskjur, saman. Ógnvekjandi! Ertu ekki að grínast? spurði ég. Nei, deildarstjóranum væri fúlasta alvara. Margir foreldrar virtust telja að börn þeirra langaði heitast að sökkva niður í sjónvarpsþáttakviksyndið og slökkva á sjálfum sér. Alltaf. En börn vita oft alls ekki hvað þau vilja? sagði ég. Og í auknum mæli vita foreldrar þeirra það ekki heldur, sagði deildarstjórinn. Er það satt? Vitum við það ekki öll? Börn þrá nánd og samskipti. Það er fínt að horfa líka á sjónvarp, þannig efla þau til dæmis orðaforðann (vonandi ekki bara á ensku), uppgötva nýjar hliðar á heiminum og smitast af sagnagleði – og slappa af. Sjálfur hef ég innbyrt svo stóran skammt af sjónvarpsefni að ég gæti knúið með honum litla geimflaug. En þroskinn er einnig oft í biðstöðu á meðan börnin horfa á sjónvarpsefni (eða spila tölvuleiki). Sá sem nýtur ekki nándar með öðrum og lærir seint að tjá líðan sína með markvissara móti en öskrum og gráti getur hæglega strandað tilfinningalega. Og barn, sem fær ekki að eiga nánar stundir með foreldrum sínum eða nánustu ættingjum, hvort sem það er lestrarstund eða aðeins spjall undir fjögur augu, fer á mis við eitthvað stórfenglegt – og lífsnauðsynlegt. Kæru vinir, tölum við börnin okkar. Böðum þau upp úr orðum. Játum okkur ekki sigruð gagnvart fyrirtækjunum sem keppast stöðugt um athygli okkar. Athygli er áburður sem fær fólk til að blómstra. Athygli er ást. Nýtum hana þannig. Lesum fyrir börnin okkar. (Og okkur sjálf.) Höfundur er rithöfundur, útgefandi og fyrirlesari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Bókmenntir Mest lesið Snorri og Donni Andri Þorvarðarson Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla. Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir skrifar Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvers virði er líf? Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Um daginn hittum við konan mín yndislegan deildarstjóra á leikskóla yngra barnsins okkar. Ég hjó eftir því að deildarstjórinn nefndi sérstaklega að það sæist á syni okkar að við læsum fyrir hann. Í lestrarstund sæti hann spakur og hlustaði af áhuga, sem væri ekki algilt um krakka nútildags, margir þeirra hefðu ekki lengur eirð í sér til að hlusta á fullorðna lesa fyrir þá. Ég er einn þeirra sem er alltaf með áhyggjur af öllu, heiminn á herðum mér, og hausinn tók strax að hringsnúast: Er athyglisbresturinn virkilega orðinn svo skæður strax í leikskólanum? Bæði börnin okkar dá og dýrka að láta lesa fyrir sig og hafa alltaf gert. Hvaða barn gerir það ekki? Að eiga nána stund með foreldrum sínum og hafa þá alveg fyrir sig, mömmu eða pabba – að hlusta á sögur, fræðast um heiminn, spjalla á innilegum nótum. Þetta er það sem menn gera, og hafa alltaf gert, saman. Þannig tengist fólk tilfinningaböndum. Jú, auðvitað væri nokkuð til í því, sagði deildarstjórinn en vandinn nú á dögum lægi ekki síður hjá foreldrunum en börnunum. Mikið álag væri á pabba og mömmu, þau væru þreytt, margt fólk þyrfti að djöflast í vinnu langt umfram venjulegan vinnudag og þá væri freistandi að henda börnunum bara ofan í YouTube-gryfjuna. Geyma þau í klóm algóritmans sem aldrei sefur. Og ekki nóg með það, sagði deildarstjórinn, vandinn væri enn flóknari. Margir foreldrar virtust hreinlega óttast börnin sín. Þau þættust handviss um að börnunum tæki strax að leiðast ef þau reyndu að lesa með þeim bók – að börnin vildu í raun ekki eiga þessa stund með pabba og mömmu heldur þræðu frekar að starfsfólk efnispalla hefði ofan af fyrir þeim með ávanabindandi sælu skjásins. Loks hræddust foreldrarnir sömuleiðis að það yrði einhvern veginn of yfirþyrmandi, tilfinningalega, að eiga lestrarstund saman, bara tvö. Tvær manneskjur, saman. Ógnvekjandi! Ertu ekki að grínast? spurði ég. Nei, deildarstjóranum væri fúlasta alvara. Margir foreldrar virtust telja að börn þeirra langaði heitast að sökkva niður í sjónvarpsþáttakviksyndið og slökkva á sjálfum sér. Alltaf. En börn vita oft alls ekki hvað þau vilja? sagði ég. Og í auknum mæli vita foreldrar þeirra það ekki heldur, sagði deildarstjórinn. Er það satt? Vitum við það ekki öll? Börn þrá nánd og samskipti. Það er fínt að horfa líka á sjónvarp, þannig efla þau til dæmis orðaforðann (vonandi ekki bara á ensku), uppgötva nýjar hliðar á heiminum og smitast af sagnagleði – og slappa af. Sjálfur hef ég innbyrt svo stóran skammt af sjónvarpsefni að ég gæti knúið með honum litla geimflaug. En þroskinn er einnig oft í biðstöðu á meðan börnin horfa á sjónvarpsefni (eða spila tölvuleiki). Sá sem nýtur ekki nándar með öðrum og lærir seint að tjá líðan sína með markvissara móti en öskrum og gráti getur hæglega strandað tilfinningalega. Og barn, sem fær ekki að eiga nánar stundir með foreldrum sínum eða nánustu ættingjum, hvort sem það er lestrarstund eða aðeins spjall undir fjögur augu, fer á mis við eitthvað stórfenglegt – og lífsnauðsynlegt. Kæru vinir, tölum við börnin okkar. Böðum þau upp úr orðum. Játum okkur ekki sigruð gagnvart fyrirtækjunum sem keppast stöðugt um athygli okkar. Athygli er áburður sem fær fólk til að blómstra. Athygli er ást. Nýtum hana þannig. Lesum fyrir börnin okkar. (Og okkur sjálf.) Höfundur er rithöfundur, útgefandi og fyrirlesari.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun