Lífið samstarf

„Hann verður lukku­tröllið mitt"

SÁÁ
Álfur í yfirstærð fylgdi Diljá út til Liverpool en álfasala SÁÁ hefst í vikunni.
Álfur í yfirstærð fylgdi Diljá út til Liverpool en álfasala SÁÁ hefst í vikunni.

„Álfurinn boðar gæfu og gleði fyrir alla sem fá hjálp frá SÁÁ. Ég er viss um að þessir jákvæðu álfastraumar fylgja mér upp á sviðið í Liverpool,“ segir söngkonan Diljá Pétursdóttir, sem keppir fyrir Íslands hönd í Eurovision. 

Í tilefni af því að Álfasalan hefst í þessari viku kom Diljá við hjá SÁÁ og tók Álf í yfirstærð með sér á Eurovision í Liverpool. „Hann verður lukkutröllið mitt," segir hún.

Álfasala SÁÁ er ein mikilvægasta fjáröflunarleið samtakanna. Diljá segir að aldrei hafi verið jafn mikil þörf fyrir góðar undirtektir við Álfinum og nú.

 „Það er nóg að fylgjast með fréttum til að sjá hvað það skiptir miklu máli að fólk fái aðstoð til að takast á við fíknsjúkdóminn og eignast betra líf.“

Álfasala SÁÁ stendur frá 10. til 14. maí og verður sölufólk á fjölförnum stöðum um allt land. Einnig verður takmarkað framboð af Álfum í yfirstærð – lukkutröllum – til sölu hjá SÁÁ í Von, Efstaleiti 7.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.