Íþróttahreyfingin missir hundruð milljóna í viðgerðir á húsnæði ÍSÍ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. maí 2023 08:01 Andri Stefánsson, framkvæmdastjóri ÍSÍ og húsnæðið sem um ræðir. Vísir/Sigurjón Húsnæði ÍSÍ í Laugardalnum er eign íþróttahreyfingarinnar. Húsnæðisþörf sambandsins hefur aukist og nú liggur fyrir að fara verður í dýrar viðhaldsframkvæmdir ef ekki á illa að fara fyrir fasteignum sambandsins. Þær munu kosta hundruð milljóna. „Ef við horfum á húsin hjá okkur þá er það fyrsta byggt í kringum 1960 en svo eru þessi elstu hús líka byggð 1970 og 1980. Það kemur í ljós að steypan frá þeim tíma hafi ekki verið nógu góð. Það er mikil þörf að annað hvort klæða húsið eða sprauta einhverjum efnum inn í veggina,“ sagði Andri Stefánsson, framkvæmdastjóri ÍSÍ í samtali við Guðjón Guðmundsson. Vísir/Sigurjón Vilja ekki lenda í myglu „Við sjáum það eins og umræðan er í þjóðfélaginu, að við viljum ekki lenda í því að vera með myglu í húsinu. Við viljum gera allt sem við getum til að koma í veg fyrir að það verði frekari skemmdir. Það er bara mikil viðhaldsþörf,“ sagði Andri. „Peningarnir sem koma til íþróttahreyfingarinnar þeir fara í starfið. Þeir eru ekki vanalega að fara í þetta. Við þurfum þar af leiðandi að leggja allt saman í púkk til að geta gert eitthvað af viti,“ sagði Andri. Hvar kreppir skóinn helst. „Það eru nokkrar aðgerðir sem við þurfum að fara í. Það þarf að styrkja steypuna með einhverjum hætti, klæða húsið að koma í veg fyrir að hún verði lek. Jarðskjálfastyrkja þessar helstu byggingar og svo er þessi tengibygging sem tengir öll húsin saman. Hún er lek og það þarf að laga hana. Annað hvort að halda henni eins og hún er eða nýta tækifærið og byggja meira ofan á þar og búa til meira pláss fyrir samböndin. Þetta eru stærstu aðgerðirnar,“ sagði Andri. Vísir/Sigurjón Fá hluta af hagnaði Íslenskrar Getspá Hvar fær ÍSÍ fjármagn til að gera þetta. „Á íþróttaþinginu um síðustu helgi þá fengum við samþykkt að leggja hluta af þeim hagnaði sem við fáum frá Íslenskri Getspá í byggingarsjóð. Við gerðum það líka fyrir nokkrum árum síðan og erum núna að horfa á það að geta búið til eitthvað smá fjármagn til þess að standa undir þessum kostnaði,“ sagði Andri „Þess á milli þá er það rekstrarfé ÍSÍ sem þarf að dekka þetta. Við erum ekki með leigjendur sem eru að standa undir þessum viðhaldskostnaði. Við erum með íþróttahreyfinguna inn í okkar húsi, sérsamböndin og aðra. Það er reynt að horfa í hverja einustu krónu. Við verðum núna að reyna að finna hagstæðustu leiðirnar til þess að taka fyrstu skrefin. Þau eru mörg en einhvers staðar verðum við að byrja,“ sagði Andri. Þurfa að jarðskjálftastyrkja húsið Andri sér þó fyrir sér að þetta gangi upp enda ætli ÍSÍ ætli að taka þetta í skref. Mest liggur á því að verja steypuna, fara í skoða klæðninguna og jarðskjálfstyrkja húsið. ÍSÍ vantar líka stærra húsnæði. „Það er allt sprungið og það er ekki pláss fyrir tvö yngstu samböndin, bæði bogfimi- og klifursambandið. Þau komast ekki inn í húsnæðið með aðstöðu. Flest öll samböndin eru í mjög þröngu húsnæði og það er það sem við þurfum að horfa á líka. Getum við byggt við þetta samhliða þessum framkvæmdum, “ sagði Andri. „Það er til heimild hjá ÍBR, sem á eitt af þessum húsum, að byggja ofan á það eftir þeirra þing í vor. Við viljum jafnvel skoða það sama til þess að geta búið betri aðstöðu fyrir okkar starfsfólk í hreyfingunni. Það er eitthvað sem verður skoðað samhliða þessu og hvað er hagstæðast fyrir okkur,“ sagði Andri. Klippa: Slæm staða á húsnæði ÍSÍ í Laugardalnum Meira rými með nýrri Þjóðarhöll „Síðan vonumst við til að með bæði Þjóðarhöll og Þjóðarleikvöngum verði til meira rými fyrir sérsamböndin og muni þá opna einhverja fleiri möguleika. Við þurfum að passa upp á húseignina sem við eigum og þurfum að gæta þess að hún haldi sínu verðmæti. Hún sé í lagi gagnvart því starfi sem þar fer fram,“ sagði Andri. ÍSÍ er ekki búið að taka ákvörðun um hvar eða hvenær þeir ætla að byrja. Á Íþróttaþinginu um helgina var ákveðið að setja meiri pening í þennan byggingar- og viðhaldssjóð. „Þá höfum við möguleika á að taka næstu skref. Ég tel að það þurfi að byrja á einhverju í haust eða á þessu ári. Við erum núna að gera við glugga og þessar venjulegu viðhaldsframkvæmdir. Vonandi getum við farið í stærri framkvæmdir innan skamms,“ sagði Andri. Það má horfa á allt viðtalið hér fyrir ofan. ÍSÍ Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Fleiri fréttir Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Sjá meira
„Ef við horfum á húsin hjá okkur þá er það fyrsta byggt í kringum 1960 en svo eru þessi elstu hús líka byggð 1970 og 1980. Það kemur í ljós að steypan frá þeim tíma hafi ekki verið nógu góð. Það er mikil þörf að annað hvort klæða húsið eða sprauta einhverjum efnum inn í veggina,“ sagði Andri Stefánsson, framkvæmdastjóri ÍSÍ í samtali við Guðjón Guðmundsson. Vísir/Sigurjón Vilja ekki lenda í myglu „Við sjáum það eins og umræðan er í þjóðfélaginu, að við viljum ekki lenda í því að vera með myglu í húsinu. Við viljum gera allt sem við getum til að koma í veg fyrir að það verði frekari skemmdir. Það er bara mikil viðhaldsþörf,“ sagði Andri. „Peningarnir sem koma til íþróttahreyfingarinnar þeir fara í starfið. Þeir eru ekki vanalega að fara í þetta. Við þurfum þar af leiðandi að leggja allt saman í púkk til að geta gert eitthvað af viti,“ sagði Andri. Hvar kreppir skóinn helst. „Það eru nokkrar aðgerðir sem við þurfum að fara í. Það þarf að styrkja steypuna með einhverjum hætti, klæða húsið að koma í veg fyrir að hún verði lek. Jarðskjálfastyrkja þessar helstu byggingar og svo er þessi tengibygging sem tengir öll húsin saman. Hún er lek og það þarf að laga hana. Annað hvort að halda henni eins og hún er eða nýta tækifærið og byggja meira ofan á þar og búa til meira pláss fyrir samböndin. Þetta eru stærstu aðgerðirnar,“ sagði Andri. Vísir/Sigurjón Fá hluta af hagnaði Íslenskrar Getspá Hvar fær ÍSÍ fjármagn til að gera þetta. „Á íþróttaþinginu um síðustu helgi þá fengum við samþykkt að leggja hluta af þeim hagnaði sem við fáum frá Íslenskri Getspá í byggingarsjóð. Við gerðum það líka fyrir nokkrum árum síðan og erum núna að horfa á það að geta búið til eitthvað smá fjármagn til þess að standa undir þessum kostnaði,“ sagði Andri „Þess á milli þá er það rekstrarfé ÍSÍ sem þarf að dekka þetta. Við erum ekki með leigjendur sem eru að standa undir þessum viðhaldskostnaði. Við erum með íþróttahreyfinguna inn í okkar húsi, sérsamböndin og aðra. Það er reynt að horfa í hverja einustu krónu. Við verðum núna að reyna að finna hagstæðustu leiðirnar til þess að taka fyrstu skrefin. Þau eru mörg en einhvers staðar verðum við að byrja,“ sagði Andri. Þurfa að jarðskjálftastyrkja húsið Andri sér þó fyrir sér að þetta gangi upp enda ætli ÍSÍ ætli að taka þetta í skref. Mest liggur á því að verja steypuna, fara í skoða klæðninguna og jarðskjálfstyrkja húsið. ÍSÍ vantar líka stærra húsnæði. „Það er allt sprungið og það er ekki pláss fyrir tvö yngstu samböndin, bæði bogfimi- og klifursambandið. Þau komast ekki inn í húsnæðið með aðstöðu. Flest öll samböndin eru í mjög þröngu húsnæði og það er það sem við þurfum að horfa á líka. Getum við byggt við þetta samhliða þessum framkvæmdum, “ sagði Andri. „Það er til heimild hjá ÍBR, sem á eitt af þessum húsum, að byggja ofan á það eftir þeirra þing í vor. Við viljum jafnvel skoða það sama til þess að geta búið betri aðstöðu fyrir okkar starfsfólk í hreyfingunni. Það er eitthvað sem verður skoðað samhliða þessu og hvað er hagstæðast fyrir okkur,“ sagði Andri. Klippa: Slæm staða á húsnæði ÍSÍ í Laugardalnum Meira rými með nýrri Þjóðarhöll „Síðan vonumst við til að með bæði Þjóðarhöll og Þjóðarleikvöngum verði til meira rými fyrir sérsamböndin og muni þá opna einhverja fleiri möguleika. Við þurfum að passa upp á húseignina sem við eigum og þurfum að gæta þess að hún haldi sínu verðmæti. Hún sé í lagi gagnvart því starfi sem þar fer fram,“ sagði Andri. ÍSÍ er ekki búið að taka ákvörðun um hvar eða hvenær þeir ætla að byrja. Á Íþróttaþinginu um helgina var ákveðið að setja meiri pening í þennan byggingar- og viðhaldssjóð. „Þá höfum við möguleika á að taka næstu skref. Ég tel að það þurfi að byrja á einhverju í haust eða á þessu ári. Við erum núna að gera við glugga og þessar venjulegu viðhaldsframkvæmdir. Vonandi getum við farið í stærri framkvæmdir innan skamms,“ sagði Andri. Það má horfa á allt viðtalið hér fyrir ofan.
ÍSÍ Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Fleiri fréttir Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Sjá meira