Auka þurfi aðhald í efnahagsstjórninni Bjarki Sigurðsson skrifar 9. maí 2023 11:16 Sendinefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á blaðamannafundi í Þjóðmenningarhúsinu fyrir hádegi í dag. Vísir/Arnar Að mati sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins eru hagvaxtarhorfur á landinu fremur jákvæðar. Þeim fylgir þó ójafnvægi og er áhætta töluverð. Auka þurfi aðhald í efnahagsstjórninni en samtímis verja stöðu þeirra sem lakast standa. Komandi kjaraviðræður séu tækifæri til að tengja betur raunlaun og framleiðnivöxt. Sendinefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) hefur verið hér á landi síðustu daga og hitt fjölmarga fulltrúa úr efnahagslífinu til að leggja mat á stöðu efnahagsmála. Niðurstöður vinnu hópsins voru kynntar á fundi í Safnahúsinu í Reykjavík í dag. Ójafnvægi hér á landi Nefndin segir að hér á landi sé ákveðið ójafnvægi, til að mynda vegna hás verð á innflutningi og hás húsnæðisverðs, en þess er vænst að minnkandi vöxtur innlendrar eftirspurnar dragi úr því. Til að draga úr ójafnvægi þarf einnig aðhaldssamari og vel samhæfða efnahagsstefnu sem ætti að hafa það að markmiði að beina innlendri eftirspurn á sjálfbært stig og minnka verðbólgu. Verðbólgumarkmið Seðlabanka Íslands er 2,5 prósent en að mati nefndarinnar gæti hún komist þangað í lok árs 2025. Til þess að komast þangað þarf þó mögulega að hækka meginvexti enn frekar. Að mati nefndarinnar þarf Seðlabankinn að halda þröngu taumhaldi í þeim málum. Ásgeir Jónsson er seðlabankastjóri.Vísir/Vilhelm Aðhald í rekstri hins opinbera Til þess að draga úr verðbólgu þarf hið opinbera að sjá til þess að rétta af halla sinn. Halli af heildarafkomu hins opinbera á árinu er það sem nemur 1,7 prósenti af landsframleiðslu. „Ef tekjur verða minni en samkvæmt fjármálaáætlun, eins og spá AGS bendir til, þarf meira aðhald í opinberum fjármálum þótt gæta verði að því að verja viðkvæma hópa gagnvart áhrifum þess. Eftir 2023 væri varfærið að hraða bata í afkomu hins opinbera frekar með því að ná jafnvægi í afkomu ríkissjóðs og láta fjármálareglur taka aftur gildi árið 2025, einu ári fyrr en stefnt er að. Með því væru send skýr skilaboð um staðfestu stjórnvalda gagnvart ábyrgð í opinberum fjármálum og byggður upp viðnámsþróttur gagnvart áföllum framtíðar,“ segir í niðurstöðum nefndarinnar. Nefndin segir að það þurfi aðhald sem nemur einu til tveimur prósentum af vergri landsframleiðslu á næstu tveimur árum. Sú stefna hefur verið boðuð að hluta til með fjármálaáætlun. Leggur nefndin til að dregin verði til baka þrjú til sex prósent raunaukning útgjalda í samanburði við síðustu fjármálaáætlun, flokkum í lægra þrepi virðisaukaskatts yrði fækkað og að aðrir skattstyrkir yrðu endurskoðaðir. Katrín Jakobsdóttir, Bjarni Benediktsson og Sigurður Ingi Jóhannsson, formenn ríkisstjórnarflokkanna þriggja. Þau þurfa að leiðrétta halla reksturs hins opinbera að mati nefndarinnar.Vísir/Vilhelm Tryggja gæði kaupenda í Íslandsbanka Salan á eftirstandandi eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka mun hjálpa til að byggja upp svigrúm í opinberum fjármálum en að mati nefndarinnar þarf að ljúka henni með þeim hætti að gæði eigenda séu virt. FSAP-úttekt nefndarinnar gefur til kynna að hægt væri að bæta viðnámsþrótt enn frekar með því að tryggja eftirlitsstofnunum nægileg völd, aðföng og sjálfstæði. Meðal annars ættu starfsmenn fjármála- og efnahagsráðuneytisins að víkja úr fjármálaeftirlitsnefnd. „Formfesting framsalsheimilda vegna ákvarðana í fjármálaeftirliti innan Seðlabankans myndi tryggja betri ábyrgðarskil og skilvirkni. Einnig þarf að veita starfsfólki Seðlabankans fullnægjandi skaðleysi í störfum sínum,“ segir í álitinu. Kjaraviðræðurnar mikilvægar Kjaraviðræðurnar sem framundan eru séu tækifæri til að tengja betur saman laun og framleiðnivöxt á Íslandi. Nefndin segir að kjarasamningar hér á landi hafi verið árangursríkir hvað varðar að stuðla að þátttöku og draga úr fátækt en síður þegar kemur að því að tryggja að launahækkanir setji ekki þrýsting til aukningar verðbólgu eða dragi úr samkeppnishæfi landsins. „Til að ná fram betri tengingu á milli raunlauna og framleiðnivaxtar ætti í kjaraviðræðum síðar á þessu ári að endurskoða framsetningu hagvaxtaraukans sem var innifalinn í samningunum 2019-22, meðal annars með því að tengja hagvaxtaraukann við aukna framleiðni vinnuafls miðað við upphaf samningsins. Einnig ætti að styrkja leiðir til að leysa úr langvarandi deilum meðal annars með því að tryggja að ríkissáttasemjari geti leitt samningsaðila saman og gert tillögur sem miða að því að leysa deilur,“ segir í áliti nefndarinnar. Efnahagsmál Seðlabankinn Kjaramál Verðlag Rekstur hins opinbera Salan á Íslandsbanka Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Sendinefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) hefur verið hér á landi síðustu daga og hitt fjölmarga fulltrúa úr efnahagslífinu til að leggja mat á stöðu efnahagsmála. Niðurstöður vinnu hópsins voru kynntar á fundi í Safnahúsinu í Reykjavík í dag. Ójafnvægi hér á landi Nefndin segir að hér á landi sé ákveðið ójafnvægi, til að mynda vegna hás verð á innflutningi og hás húsnæðisverðs, en þess er vænst að minnkandi vöxtur innlendrar eftirspurnar dragi úr því. Til að draga úr ójafnvægi þarf einnig aðhaldssamari og vel samhæfða efnahagsstefnu sem ætti að hafa það að markmiði að beina innlendri eftirspurn á sjálfbært stig og minnka verðbólgu. Verðbólgumarkmið Seðlabanka Íslands er 2,5 prósent en að mati nefndarinnar gæti hún komist þangað í lok árs 2025. Til þess að komast þangað þarf þó mögulega að hækka meginvexti enn frekar. Að mati nefndarinnar þarf Seðlabankinn að halda þröngu taumhaldi í þeim málum. Ásgeir Jónsson er seðlabankastjóri.Vísir/Vilhelm Aðhald í rekstri hins opinbera Til þess að draga úr verðbólgu þarf hið opinbera að sjá til þess að rétta af halla sinn. Halli af heildarafkomu hins opinbera á árinu er það sem nemur 1,7 prósenti af landsframleiðslu. „Ef tekjur verða minni en samkvæmt fjármálaáætlun, eins og spá AGS bendir til, þarf meira aðhald í opinberum fjármálum þótt gæta verði að því að verja viðkvæma hópa gagnvart áhrifum þess. Eftir 2023 væri varfærið að hraða bata í afkomu hins opinbera frekar með því að ná jafnvægi í afkomu ríkissjóðs og láta fjármálareglur taka aftur gildi árið 2025, einu ári fyrr en stefnt er að. Með því væru send skýr skilaboð um staðfestu stjórnvalda gagnvart ábyrgð í opinberum fjármálum og byggður upp viðnámsþróttur gagnvart áföllum framtíðar,“ segir í niðurstöðum nefndarinnar. Nefndin segir að það þurfi aðhald sem nemur einu til tveimur prósentum af vergri landsframleiðslu á næstu tveimur árum. Sú stefna hefur verið boðuð að hluta til með fjármálaáætlun. Leggur nefndin til að dregin verði til baka þrjú til sex prósent raunaukning útgjalda í samanburði við síðustu fjármálaáætlun, flokkum í lægra þrepi virðisaukaskatts yrði fækkað og að aðrir skattstyrkir yrðu endurskoðaðir. Katrín Jakobsdóttir, Bjarni Benediktsson og Sigurður Ingi Jóhannsson, formenn ríkisstjórnarflokkanna þriggja. Þau þurfa að leiðrétta halla reksturs hins opinbera að mati nefndarinnar.Vísir/Vilhelm Tryggja gæði kaupenda í Íslandsbanka Salan á eftirstandandi eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka mun hjálpa til að byggja upp svigrúm í opinberum fjármálum en að mati nefndarinnar þarf að ljúka henni með þeim hætti að gæði eigenda séu virt. FSAP-úttekt nefndarinnar gefur til kynna að hægt væri að bæta viðnámsþrótt enn frekar með því að tryggja eftirlitsstofnunum nægileg völd, aðföng og sjálfstæði. Meðal annars ættu starfsmenn fjármála- og efnahagsráðuneytisins að víkja úr fjármálaeftirlitsnefnd. „Formfesting framsalsheimilda vegna ákvarðana í fjármálaeftirliti innan Seðlabankans myndi tryggja betri ábyrgðarskil og skilvirkni. Einnig þarf að veita starfsfólki Seðlabankans fullnægjandi skaðleysi í störfum sínum,“ segir í álitinu. Kjaraviðræðurnar mikilvægar Kjaraviðræðurnar sem framundan eru séu tækifæri til að tengja betur saman laun og framleiðnivöxt á Íslandi. Nefndin segir að kjarasamningar hér á landi hafi verið árangursríkir hvað varðar að stuðla að þátttöku og draga úr fátækt en síður þegar kemur að því að tryggja að launahækkanir setji ekki þrýsting til aukningar verðbólgu eða dragi úr samkeppnishæfi landsins. „Til að ná fram betri tengingu á milli raunlauna og framleiðnivaxtar ætti í kjaraviðræðum síðar á þessu ári að endurskoða framsetningu hagvaxtaraukans sem var innifalinn í samningunum 2019-22, meðal annars með því að tengja hagvaxtaraukann við aukna framleiðni vinnuafls miðað við upphaf samningsins. Einnig ætti að styrkja leiðir til að leysa úr langvarandi deilum meðal annars með því að tryggja að ríkissáttasemjari geti leitt samningsaðila saman og gert tillögur sem miða að því að leysa deilur,“ segir í áliti nefndarinnar.
Efnahagsmál Seðlabankinn Kjaramál Verðlag Rekstur hins opinbera Salan á Íslandsbanka Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira