Metsætanýting hjá Icelandair í apríl Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 8. maí 2023 20:29 Icelandair flutti metfjölda farþega í síðasta mánuði. Vísir/Vilhelm Metsætanýting var hjá Icelandair í apríl en heildarfjöldi farþega var um 296 þúsund og um 22 prósent fleiri en í sama mánuði í fyrra þegar farþegar voru 242 þúsund. Sætaframboð í apríl jókst um 17 prósent miðað við fyrra ár. Þetta kemur fram í tilkynningu Icelandair. Þar kemur fram að farþegar í millilandaflugi hafi verið 273 þúsund, 25 prósent fleiri en í apríl 2022, þegar 219 þúsund flugu með félaginu. Fjöldi farþega til Íslands var 104 þúsund og frá Íslandi 53 þúsund. Tengifarþegar voru um 116 þúsund. Stundvísi í millilandaflugi var 80 prósent. Sætanýting í millilandaflugi var 83,4 prósent og jókst mikið eða um sjö prósentustig á milli ára. Sætanýting var sérstaklega sterk á áfangastöðum félagsins í N-Ameríku þar sem hún nam 85,3 prósentum. Fjöldi farþega í innanlandsflugi var um 23 þúsund, sem er svipaður fjöldi og í apríl í fyrra. Sætanýting var 77,2 prósent í mánuðinum og stundvísi var 84 prósent, töluvert betri en í sama mánuði í fyrra. Þá jukust fraktflutningar félagsins um 9 prósent á milli ára. Segir í tilkynningunni að það sé aðallega vegna aukningar í fraktflugi yfir Atlantshafið með tilkomu Boeing 767 breiðþotunnar í fraktflota félagsins í desember. Eins og fram kom í uppgjöri félagsins á fyrsta ársfjórðungi eru markaðsaðstæður fyrir fraktflutninga hins vegar krefjandi, meðal annars þegar kemur að útflutningi á ferskum fiski. Seldir blokktímar í leiguflugi voru 17% fleiri en í sama mánuði í fyrra. Stærsta sumar Icelandair frá upphafi framundan „Sætanýting heldur áfram að vera mjög góð en sætanýting í alþjóðaleiðakerfinu sló met í apríl. Við erum sömuleiðis ánægð með að sjá áframhaldandi styrkingu í stundvísi í innanlands- og millilandaflugi enda leggjum við mikla áherslu á að tryggja áreiðanleika og ánægjulega ferðaupplifun,“ er haft eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair. „Hlutfall tengifarþega hækkar nokkuð frá undanförnum mánuðum og sýnir það skýrt einn af meginstyrkleikum leiðakerfisins. Við búum yfir miklum sveigjanleika og getum breytt áherslum hratt til að hámarka tekjur og flæði, allt eftir styrkleika hvers markaðar á hverjum tíma.“ Hann segir að framundan sé stærsta sumarið í sögu félagsins. Það hafi fjölgað mikið í starfsmannahópnum. „Við verðum með 54 áfangastaði í ár, sem er það mesta sem við höfum boðið upp á. Auk þess höfum við aukið tíðni til okkar helstu áfangastaða svo viðskiptavinir hafa úr miklum möguleikum að velja.“ Icelandair Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu Icelandair. Þar kemur fram að farþegar í millilandaflugi hafi verið 273 þúsund, 25 prósent fleiri en í apríl 2022, þegar 219 þúsund flugu með félaginu. Fjöldi farþega til Íslands var 104 þúsund og frá Íslandi 53 þúsund. Tengifarþegar voru um 116 þúsund. Stundvísi í millilandaflugi var 80 prósent. Sætanýting í millilandaflugi var 83,4 prósent og jókst mikið eða um sjö prósentustig á milli ára. Sætanýting var sérstaklega sterk á áfangastöðum félagsins í N-Ameríku þar sem hún nam 85,3 prósentum. Fjöldi farþega í innanlandsflugi var um 23 þúsund, sem er svipaður fjöldi og í apríl í fyrra. Sætanýting var 77,2 prósent í mánuðinum og stundvísi var 84 prósent, töluvert betri en í sama mánuði í fyrra. Þá jukust fraktflutningar félagsins um 9 prósent á milli ára. Segir í tilkynningunni að það sé aðallega vegna aukningar í fraktflugi yfir Atlantshafið með tilkomu Boeing 767 breiðþotunnar í fraktflota félagsins í desember. Eins og fram kom í uppgjöri félagsins á fyrsta ársfjórðungi eru markaðsaðstæður fyrir fraktflutninga hins vegar krefjandi, meðal annars þegar kemur að útflutningi á ferskum fiski. Seldir blokktímar í leiguflugi voru 17% fleiri en í sama mánuði í fyrra. Stærsta sumar Icelandair frá upphafi framundan „Sætanýting heldur áfram að vera mjög góð en sætanýting í alþjóðaleiðakerfinu sló met í apríl. Við erum sömuleiðis ánægð með að sjá áframhaldandi styrkingu í stundvísi í innanlands- og millilandaflugi enda leggjum við mikla áherslu á að tryggja áreiðanleika og ánægjulega ferðaupplifun,“ er haft eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair. „Hlutfall tengifarþega hækkar nokkuð frá undanförnum mánuðum og sýnir það skýrt einn af meginstyrkleikum leiðakerfisins. Við búum yfir miklum sveigjanleika og getum breytt áherslum hratt til að hámarka tekjur og flæði, allt eftir styrkleika hvers markaðar á hverjum tíma.“ Hann segir að framundan sé stærsta sumarið í sögu félagsins. Það hafi fjölgað mikið í starfsmannahópnum. „Við verðum með 54 áfangastaði í ár, sem er það mesta sem við höfum boðið upp á. Auk þess höfum við aukið tíðni til okkar helstu áfangastaða svo viðskiptavinir hafa úr miklum möguleikum að velja.“
Icelandair Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira