Þriggja daga heimsókn Guðna til Fjarðabyggðar hefst á morgun Atli Ísleifsson skrifar 7. maí 2023 17:44 Guðni Th. Jóhannesson forseti heldur austur á land á morgun. Vísir/Vilhelm Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, fer í opinbera heimsókn í Fjarðabyggð á morgun og mun heimsóknin standa í þrjá daga. Í tilkynningu frá skrifstofu forseta segir að Guðni muni á þessum dögum ferðast vítt og breitt um sveitarfélagið, heimsækja helstu stofnanir þess, kynna sér atvinnu- og menningarlíf og ræða við fólk á öllum aldri. Hann muni meðal annars heimsækja efri byggðir Neskaupstaðar og kynna sér áhrif snjóflóðanna sem féllu þar í mars. Þá verði haldin hátíðarsamkoma á Eskifirði fyrir alla íbúa sveitarfélagsins. „Heimsóknin hefst á mánudagsmorgni með fundi á bæjarskrifstofum Fjarðabyggðar á Reyðarfirði. Þaðan liggur leiðin til Neskaupstaðar þar sem forseti mun skoða áhrifasvæði snjóflóðanna. Í Neskaupstað heimsækir hann einnig Umdæmissjúkrahús Austurlands, Síldarvinnsluna og samvinnuhúsið Múlann, áður en siglt verður til Mjóafjarðar. Samgöngur við Mjóafjörð geta verið erfiðar yfir vetrarmánuðina og er því sjóleiðin farin. Þar búa að jafnaði um tíu manns í einni afskekktustu byggð landsins og verður efnt til kaffisamsætis með íbúum. Á þriðjudag liggur leið forseta til Breiðdalsvíkur og á Stöðvarfjörð. Þar mun hann ræða við nemendur grunnskólans, sem er samrekinn og sækja börnin kennslu til skiptis milli byggðarlaganna tveggja. Forseti heimsækir einnig Sköpunarmiðstöðina á Stöðvarfirði en þar hafa listamenn frá ýmsum löndum aðstöðu til sköpunar í gamla hraðfrystihúsinu sem verið er að gera upp. Forseti snæðir svo hádegisverð með eldri borgurum á Stöðvarfirði en heldur að því loknu til Fáskrúðsfjarðar. Þar heimsækir hann hjúkrunarheimilið Uppsali, Skólamiðstöð Fáskrúðsfjarðar og Loðnuvinnsluna. Klukkan 17:00 síðdegis á þriðjudag efnir bæjarstjórn til hátíðarsamkomu í Menningarmiðstöðinni á Eskifirði fyrir alla íbúa sveitarfélagsins. Miðvikudaginn 10. maí heldur forseti til Reyðarfjarðar þar sem hann heimsækir leik- og grunnskóla bæjarins. Þá snæðir forseti hádegisverð með starfsfólki í mötuneyti Alcoa Fjarðaáls sem er fjölmennasti vinnustaður sveitarfélagsins. Eftir hádegi heimsækir forseti Hjúkrunarheimilið á Eskifirði, netagerðina Egersund og fær kynningu á starfsemi Laxa fiskeldis. Opinberri heimsókn í Fjarðabyggð lýkur síðdegis á miðvikudag með skoðunarferð um nýtt íþróttahús á Reyðarfirði, þar sem forseti lítur inn á íþróttaæfingum hjá Ungmennafélaginu Val. Að síðustu heimsækir forseti sauðfjárbúið Sléttu í Reyðarfirði, þar sem sauðburður stendur yfir, áður en haldið verður heim til Bessastaða,“ segir í tilkynningunni. Fjarðabyggð Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fleiri fréttir Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Sjá meira
Í tilkynningu frá skrifstofu forseta segir að Guðni muni á þessum dögum ferðast vítt og breitt um sveitarfélagið, heimsækja helstu stofnanir þess, kynna sér atvinnu- og menningarlíf og ræða við fólk á öllum aldri. Hann muni meðal annars heimsækja efri byggðir Neskaupstaðar og kynna sér áhrif snjóflóðanna sem féllu þar í mars. Þá verði haldin hátíðarsamkoma á Eskifirði fyrir alla íbúa sveitarfélagsins. „Heimsóknin hefst á mánudagsmorgni með fundi á bæjarskrifstofum Fjarðabyggðar á Reyðarfirði. Þaðan liggur leiðin til Neskaupstaðar þar sem forseti mun skoða áhrifasvæði snjóflóðanna. Í Neskaupstað heimsækir hann einnig Umdæmissjúkrahús Austurlands, Síldarvinnsluna og samvinnuhúsið Múlann, áður en siglt verður til Mjóafjarðar. Samgöngur við Mjóafjörð geta verið erfiðar yfir vetrarmánuðina og er því sjóleiðin farin. Þar búa að jafnaði um tíu manns í einni afskekktustu byggð landsins og verður efnt til kaffisamsætis með íbúum. Á þriðjudag liggur leið forseta til Breiðdalsvíkur og á Stöðvarfjörð. Þar mun hann ræða við nemendur grunnskólans, sem er samrekinn og sækja börnin kennslu til skiptis milli byggðarlaganna tveggja. Forseti heimsækir einnig Sköpunarmiðstöðina á Stöðvarfirði en þar hafa listamenn frá ýmsum löndum aðstöðu til sköpunar í gamla hraðfrystihúsinu sem verið er að gera upp. Forseti snæðir svo hádegisverð með eldri borgurum á Stöðvarfirði en heldur að því loknu til Fáskrúðsfjarðar. Þar heimsækir hann hjúkrunarheimilið Uppsali, Skólamiðstöð Fáskrúðsfjarðar og Loðnuvinnsluna. Klukkan 17:00 síðdegis á þriðjudag efnir bæjarstjórn til hátíðarsamkomu í Menningarmiðstöðinni á Eskifirði fyrir alla íbúa sveitarfélagsins. Miðvikudaginn 10. maí heldur forseti til Reyðarfjarðar þar sem hann heimsækir leik- og grunnskóla bæjarins. Þá snæðir forseti hádegisverð með starfsfólki í mötuneyti Alcoa Fjarðaáls sem er fjölmennasti vinnustaður sveitarfélagsins. Eftir hádegi heimsækir forseti Hjúkrunarheimilið á Eskifirði, netagerðina Egersund og fær kynningu á starfsemi Laxa fiskeldis. Opinberri heimsókn í Fjarðabyggð lýkur síðdegis á miðvikudag með skoðunarferð um nýtt íþróttahús á Reyðarfirði, þar sem forseti lítur inn á íþróttaæfingum hjá Ungmennafélaginu Val. Að síðustu heimsækir forseti sauðfjárbúið Sléttu í Reyðarfirði, þar sem sauðburður stendur yfir, áður en haldið verður heim til Bessastaða,“ segir í tilkynningunni.
Fjarðabyggð Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fleiri fréttir Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Sjá meira