Væri slæmt að enda með 35 þúsund íbúðir sem uppfylli ekki skilyrði um dagsbirtu Sigurður Orri Kristjánsson og Eiður Þór Árnason skrifa 7. maí 2023 15:46 Anna María Bogadóttir og Borghildur Sturludóttir arkitektar ræddu framtíð húsnæðisuppbyggingar á Íslandi í Sprengisandi. Vísir Arkitektar fagna því að yfirvöld stefni á uppbyggingu 35 þúsund íbúða á næstu tíu árum. Ekki megi þó gefa afslátt af gæðum húsnæðis. Nauðsynlegt sé að því verði stýrt hvernig uppbygging fari fram og verktakar eigi ekki að sjá um það einir. Arkitektarnir Borghildur Sturludóttir og Anna María Bogadóttir voru gestir Kristjáns Kristjánssonar í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þær ræddu húsnæðismarkaðinn og uppbyggingu húsnæðis á Íslandi og voru sammála um að það sé hættulegt að gefa afslátt á gæðum húsnæðis. Það sé ekki gott að einblína eingöngu á magn og hraða, mikilvægt sé að hafa í huga að um er að ræða heimili fólks. Því þurfi einnig að taka gæði inn í myndina. „Það að við getum verið að byggja til langs tíma eitthvað sem við ætlum að vera stolt af og geta lifað í og liðið vel í og taka umhverfið inn í umræðuna. Það eru raunverulega algjörlega nýir tímar og aðferðirnar sem við höfum verið að byggja eftir og efnin sem við höfum verið að byggja með og bara hugmyndafræðin, það þarf raunverulega að skipta henni algjörlega út. Í þriðja lagi erum við aða tala um samfélagið. Hvernig ætlum við að búa til hverfi sem gott er að búa í saman,“ sagði Anna María. Þurfi að uppfylla grunnþarfir íbúa Borghildur tók undir með Önnu Maríu og vill sjá meiri heildarsýn þegar kemur að uppbyggingu íbúðahúsnæðis á Íslandi. „Þetta er mjög einvítt og mjög takmarkað hvernig við höfum verið að ræða um húsnæðismál, um magn og um tíma þannig að gæðaþátturinn hefur ekki verið nógu sterkur sem hluti af umræðunni.“ „Ef við erum að fara að gera íbúðir, tala nú ekki um 35 þúsund íbúðir, sem uppfylla ekki grunnskilyrði um dagsbirtu og annað þá er þetta bara ekkert gott verkefni. Við verðum að vera viss um að íbúðirnar sem við ætlum að byggja standist bæði grunnþörf fyrir fólk að líða vel í, þetta snýst líka um bara um hvernig okkur líður, og að þetta gangi upp auðvitað efnahagslega. En gæðin eru svo sannarlega komin á dagskrá og ég er viss um að allavega fagsamfélag arkitekta eigi eftir að taka þátt í því af fullum þunga,“ sagði Borghildur Sturludóttir arkitekt. Hlusta má á viðtalið við þær í Sprengisandi á Bylgjunni í heild sinni ofar í fréttinni. Húsnæðismál Sprengisandur Fasteignamarkaður Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Fleiri fréttir Kynnir stóran pakka um fjölmiðla í næstu viku Lækningastjóri undirbýr starfsemi nýs Landspítala Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Sjá meira
Arkitektarnir Borghildur Sturludóttir og Anna María Bogadóttir voru gestir Kristjáns Kristjánssonar í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þær ræddu húsnæðismarkaðinn og uppbyggingu húsnæðis á Íslandi og voru sammála um að það sé hættulegt að gefa afslátt á gæðum húsnæðis. Það sé ekki gott að einblína eingöngu á magn og hraða, mikilvægt sé að hafa í huga að um er að ræða heimili fólks. Því þurfi einnig að taka gæði inn í myndina. „Það að við getum verið að byggja til langs tíma eitthvað sem við ætlum að vera stolt af og geta lifað í og liðið vel í og taka umhverfið inn í umræðuna. Það eru raunverulega algjörlega nýir tímar og aðferðirnar sem við höfum verið að byggja eftir og efnin sem við höfum verið að byggja með og bara hugmyndafræðin, það þarf raunverulega að skipta henni algjörlega út. Í þriðja lagi erum við aða tala um samfélagið. Hvernig ætlum við að búa til hverfi sem gott er að búa í saman,“ sagði Anna María. Þurfi að uppfylla grunnþarfir íbúa Borghildur tók undir með Önnu Maríu og vill sjá meiri heildarsýn þegar kemur að uppbyggingu íbúðahúsnæðis á Íslandi. „Þetta er mjög einvítt og mjög takmarkað hvernig við höfum verið að ræða um húsnæðismál, um magn og um tíma þannig að gæðaþátturinn hefur ekki verið nógu sterkur sem hluti af umræðunni.“ „Ef við erum að fara að gera íbúðir, tala nú ekki um 35 þúsund íbúðir, sem uppfylla ekki grunnskilyrði um dagsbirtu og annað þá er þetta bara ekkert gott verkefni. Við verðum að vera viss um að íbúðirnar sem við ætlum að byggja standist bæði grunnþörf fyrir fólk að líða vel í, þetta snýst líka um bara um hvernig okkur líður, og að þetta gangi upp auðvitað efnahagslega. En gæðin eru svo sannarlega komin á dagskrá og ég er viss um að allavega fagsamfélag arkitekta eigi eftir að taka þátt í því af fullum þunga,“ sagði Borghildur Sturludóttir arkitekt. Hlusta má á viðtalið við þær í Sprengisandi á Bylgjunni í heild sinni ofar í fréttinni.
Húsnæðismál Sprengisandur Fasteignamarkaður Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Fleiri fréttir Kynnir stóran pakka um fjölmiðla í næstu viku Lækningastjóri undirbýr starfsemi nýs Landspítala Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Sjá meira