CNN hefur eftir stjórnendum spítala í borginni að alvarleg skotsár séu algengust meðal sjúklinga og þá séu margir með áverka á höfði eftir að hafa verið barðir með kylfum. Hermenn hafa verið sendir út á götur borgarinnar og stjórnvöld hyggjast loka fyrir netaðgang íbúa á svæðinu í fimm daga.
Vilja fá viðurkenningu stjórnvalda
Átökin milli þjóðarbrotanna hófust á þriðjudag þegar þúsundir mótmæltu því að til greina kæmi að Meitei þjóðarbrotið, sem samanstendur af tæpum meirihluta íbúa í Manipur, yrði viðurkennt sem formlegur ættflokkur af indverskum stjórnvöldum samkvæmt skilgreiningu stjórnarskrár.
Fulltrúar Meitei hafa í fjölda ára barist fyrir því að hljóta þessa skilgreiningu á þeim grundvelli að hún myndi meðal annars veita þeim aukinn aðgang að heilbrigðisþjónustu, tækifærum í menntun og opinberum störfum.
An internet blackout has reportedly been imposed in India s Manipur state after homes belonging to tribal villagers were set on fire.
— Al Jazeera English (@AJEnglish) May 4, 2023
The violence followed a protest by tribal groups against special status being given to the majority Meitei community in the BJP-ruled state pic.twitter.com/PCIUT0hyUJ
Andstæðingar óttast að það verði erfiðara fyrir fólk sem tilheyri öðrum ættflokkum að fá störf og annan stuðning ef Meitei þjóðarbrotið hlýtur þessa viðurkenningu stjórnvalda.
Ættflokkar á borð við Meitei hafa þurft að þola margskonar mismunun í Indlandi í gegnum tíðina sem hefur skilað sér í lakari efnahags- og þjóðfélagslegri stöðu. Hefur þeim til að mynda reglulega verið neitað um menntun og atvinnutækifæri.