Erlent

Þrjár stungu­á­rásir í austur­hluta Lundúna í gær

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Tvö fórnarlambanna voru 16 og 18 ára.
Tvö fórnarlambanna voru 16 og 18 ára.

Þrír voru stungnir til bana í austurhluta Lundúna á föstudag, á aðeins átta klukkustundum. Um var að ræða þrjú aðskilin mál en búið er að handtaka grunaða gerendur í tveimur þeirra. 

Lögregla leitar enn þess eða þeirra sem stungu 16 ára dreng til bana þegar hann var á leið heim úr skóla í Walthamstow. Vitni sögðu að árásarmennirnir hefðu setið fyrir piltinum.

Seinna, um kvöldið, barst lögreglu tilkynning um átök tveggja hópa sem voru sagðir vopnaðir sveðjum. Átján ára einstaklingur fannst stunginn þegar viðbragðsaðilar mættu á staðinn, nærri Dagenham Heathway-neðanjarðarlestarstöðina, og lést á vettvangi.

Annar maður með stungusár var fluttur á sjúkrahús og tvítugur maður handtekinn grunaður um morð.

Þá voru tveir menn, annar á fimmtugsaldri og hinn á sextugsaldri, og kona á sextugsaldri handtekin grunuð um morð eftir að maður fannst stunginn til bana á heimili við Mare Street í Hackney. Maðurinn var nálægt þrítugu og var úrskurðaður látinn á vettvangi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×