Karl krýndur konungur Máni Snær Þorláksson skrifar 6. maí 2023 14:30 Karl konungur og Kamilla drottning veifa af svölunum eftir athöfnina. Getty/WPA Pool Karl þriðji var í dag krýndur konungur Bretlands. Krýningarathöfnin hófst formlega klukkan tíu í morgun en á þriðja þúsund manns var boðið til athafnarinnar. Nokkrir mótmælendur voru handteknir. Þá hafði Karli konungi og Kamillu drottningu verið ekið að Westminster Abbey í konunglegum hestvagni. Nákvæmlega klukkutíma síðar færði erkibiskupinn af Kantaraborg krýningarkórónuna, ómetanlegan dýrgrip frá 1661, á höfuð Karls og krýndi hann konung. Aldrei hefur liðið jafnlangur tími á milli krýninga þjóðhöfðinga landsins - síðast var það móðir Karls, Elísabet önnur, sem krýnd var drottning árið 1953. Mikill fjöldi fólks streymdi á götur Lundúnar til að fylgjast með og fagna krýningunni í dag. Þó voru ekki öll sem mættu að hylla konunginn. Samkvæmt AP voru hundruð lýðræðissinna sem mótmæltu krýningunni og kölluðu til að mynda: „Ekki minn konungur.“ Nokkur þeirra hafi verið handtekin. Það var þó ekki bara mikið af fólki á götunum í dag. Fjöldi fólks hefur beðið undanfarna daga fyrir utan Buckingham höll og á götum borgarinnar til að freista þess að sjá konunginn. Íslensk kona er á meðal þeirra sem hittu á konunginn og færði hún honum kveðju. Eins og við var að búast mætti Harry Bretaprins, sonur Karls, einsamall í krýningarathöfnina. Meghan Markle, eiginkona hans, afþakkaði boð í veisluna. Harry sat ekki á fremsta bekk með bróður sínum í athöfninni heldur þurfti hann að sætta sig við að sitja tveimur röðum aftar. Kóngafólk Bretland Karl III Bretakonungur Mest lesið Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Fleiri fréttir Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Sjá meira
Þá hafði Karli konungi og Kamillu drottningu verið ekið að Westminster Abbey í konunglegum hestvagni. Nákvæmlega klukkutíma síðar færði erkibiskupinn af Kantaraborg krýningarkórónuna, ómetanlegan dýrgrip frá 1661, á höfuð Karls og krýndi hann konung. Aldrei hefur liðið jafnlangur tími á milli krýninga þjóðhöfðinga landsins - síðast var það móðir Karls, Elísabet önnur, sem krýnd var drottning árið 1953. Mikill fjöldi fólks streymdi á götur Lundúnar til að fylgjast með og fagna krýningunni í dag. Þó voru ekki öll sem mættu að hylla konunginn. Samkvæmt AP voru hundruð lýðræðissinna sem mótmæltu krýningunni og kölluðu til að mynda: „Ekki minn konungur.“ Nokkur þeirra hafi verið handtekin. Það var þó ekki bara mikið af fólki á götunum í dag. Fjöldi fólks hefur beðið undanfarna daga fyrir utan Buckingham höll og á götum borgarinnar til að freista þess að sjá konunginn. Íslensk kona er á meðal þeirra sem hittu á konunginn og færði hún honum kveðju. Eins og við var að búast mætti Harry Bretaprins, sonur Karls, einsamall í krýningarathöfnina. Meghan Markle, eiginkona hans, afþakkaði boð í veisluna. Harry sat ekki á fremsta bekk með bróður sínum í athöfninni heldur þurfti hann að sætta sig við að sitja tveimur röðum aftar.
Kóngafólk Bretland Karl III Bretakonungur Mest lesið Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Fleiri fréttir Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Sjá meira