Þeir bestu farnir að taka eftir Gunnari Nelson á ný Aron Guðmundsson skrifar 5. maí 2023 20:01 Gunnar Nelson hefur unnið tvo bardaga í röð í UFC Það má með sanni segja að frammistaða íslenska UFC bardagakappans Gunnars Nelson, sem hefur nú unnið tvo bardaga í röð í bardagabúrinu, hafi séð til þess að kollegar hans í veltivigtardeildinni geti ekki litið fram hjá honum. Gunnar vann eftirminnilegan sigur á Bandaríkjamanninum Bryan Barberena á bardagakvöldi UFC í Lundúnum í mars. Þar þvingaði Gunnar fram uppgjöf hjá Barberena í fyrstu lotu bardagans, sigur sem vakti mikla athygli. Fyrir bardagann gegn Barberena hafði Gunnar einnig unnið yfirburðasigur gegn Japananum Takashi Sato eftir að hafa verið fjarri bardagabúrinu í rúm tvö ár. Myndi elska að berjast við Gunnar Fljótlega eftir sigur Gunnars, sem er ekki á meðal efstu fimmtán bardagakappa á styrkleikalista veltivigtardeildar UFC, steig Michael Chiesa sem vermir 12. sæti styrkleikalistans fram og sagðist vilja bardaga við Íslendinginn. Í því samhengi nefndi Chiesa komandi bardagakvöld UFC í O2-höllinni í London undir lok júlí. Michael Chiesa is hoping to fight Gunnar Nelson next #TheMMAHour https://t.co/pkAT52HWhK pic.twitter.com/IYFqSrskoE— MMAFighting.com (@MMAFighting) April 3, 2023 Það var síðan undir lok apríl sem Sean Brady, sem vermir 9. sæti styrkleikalista veltivigtardeildar UFC, nefndi það í viðtali við Sportskeeda að bardagi við Gunnar heillaði hann. „Einn af mönnunum sem ég væri til í að takast á við á þessari stundu er Gunnar Nelson eða sambærilegur bardagamaður,“ sagði Brady eftir að hafa þulið upp nokkra bardaga sem hann væri til í. Brady var ósigraður í fimmtán bardögum á sínum atvinnumannaferli fyrir síðasta bardaga sinn sem reyndist enda með hans fyrsta tapi. Þar laut Brady í lægra haldi fyrir Belal Muhammad sem mætir fyrrum andstæðingi Gunnars, Brassanum Gilbert Burns á bardagakvöldi UFC um helgina. Svo kom á daginn að téður Brady fékk bardaga við hinn ástralska Jack Della Maddalena og munu þeir mætast á UFC 290 bardagakvöldinu í Las Vegas þann 8. Júlí næstkomandi. Ekkert að flýta sérAf umræðunni að dæma má sjá það kyrfilega að Gunnar Nelson er búinn að koma sér aftur inn í hana. Ætla má að hann sé mjög nálægt efstu fimmtán bardagamönnunum á styrkleikalista veltivigtardeildarinnar og því fróðlegt að sjá hvað tekur við næst hjá honum.Gunnar hefur sjálfur ekkert sagst vera að flýta sér að finna næsta bardaga. Undanförnum dögum hefur hann eytt hjá SBG bardagasamtökunum á Írlandi en þar starfar þjálfari hans John Kavanagh.Af myndskeiðum og myndum á samfélagsmiðlum að dæma má sjá að Gunnar hefur verið að ausa úr viskubrunni sínum til ungra bardagamanna hjá SBG.Sjálfur á Gunnar þrjá bardaga eftir af núverandi samningi sínum við UFC. MMA Mest lesið Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin Fótbolti Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Fótbolti 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Fótbolti Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Handbolti Andre Onana skilinn eftir heima Fótbolti Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Handbolti „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Fleiri fréttir Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Pot í augun hans í bardaga kallaði fram sjaldgæfan sjúkdóm Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Logi og félagar náðu ekki að hrista af sér vandræðin í Laugardalnum Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Ajax segir það algjört hneyksli hvað stuðningsmenn félagsins gerðu „Ég vil ekki vera Lionel Messi“ Fékk morðhótun í miðjum leik Stór hópur Íslands á EM ÍSÍ kynnti nýjan launasjóð Hótað lífláti eftir mistökin Baðst afsökunar á hómófóbísku orðavali á fyrsta fundi Undirbýr Liverpool líf án Salah? NFL-deildin er lyginni líkust Jordan reynir að troða á stjórnendum sports „sveitalubba“ Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Sjá meira
Gunnar vann eftirminnilegan sigur á Bandaríkjamanninum Bryan Barberena á bardagakvöldi UFC í Lundúnum í mars. Þar þvingaði Gunnar fram uppgjöf hjá Barberena í fyrstu lotu bardagans, sigur sem vakti mikla athygli. Fyrir bardagann gegn Barberena hafði Gunnar einnig unnið yfirburðasigur gegn Japananum Takashi Sato eftir að hafa verið fjarri bardagabúrinu í rúm tvö ár. Myndi elska að berjast við Gunnar Fljótlega eftir sigur Gunnars, sem er ekki á meðal efstu fimmtán bardagakappa á styrkleikalista veltivigtardeildar UFC, steig Michael Chiesa sem vermir 12. sæti styrkleikalistans fram og sagðist vilja bardaga við Íslendinginn. Í því samhengi nefndi Chiesa komandi bardagakvöld UFC í O2-höllinni í London undir lok júlí. Michael Chiesa is hoping to fight Gunnar Nelson next #TheMMAHour https://t.co/pkAT52HWhK pic.twitter.com/IYFqSrskoE— MMAFighting.com (@MMAFighting) April 3, 2023 Það var síðan undir lok apríl sem Sean Brady, sem vermir 9. sæti styrkleikalista veltivigtardeildar UFC, nefndi það í viðtali við Sportskeeda að bardagi við Gunnar heillaði hann. „Einn af mönnunum sem ég væri til í að takast á við á þessari stundu er Gunnar Nelson eða sambærilegur bardagamaður,“ sagði Brady eftir að hafa þulið upp nokkra bardaga sem hann væri til í. Brady var ósigraður í fimmtán bardögum á sínum atvinnumannaferli fyrir síðasta bardaga sinn sem reyndist enda með hans fyrsta tapi. Þar laut Brady í lægra haldi fyrir Belal Muhammad sem mætir fyrrum andstæðingi Gunnars, Brassanum Gilbert Burns á bardagakvöldi UFC um helgina. Svo kom á daginn að téður Brady fékk bardaga við hinn ástralska Jack Della Maddalena og munu þeir mætast á UFC 290 bardagakvöldinu í Las Vegas þann 8. Júlí næstkomandi. Ekkert að flýta sérAf umræðunni að dæma má sjá það kyrfilega að Gunnar Nelson er búinn að koma sér aftur inn í hana. Ætla má að hann sé mjög nálægt efstu fimmtán bardagamönnunum á styrkleikalista veltivigtardeildarinnar og því fróðlegt að sjá hvað tekur við næst hjá honum.Gunnar hefur sjálfur ekkert sagst vera að flýta sér að finna næsta bardaga. Undanförnum dögum hefur hann eytt hjá SBG bardagasamtökunum á Írlandi en þar starfar þjálfari hans John Kavanagh.Af myndskeiðum og myndum á samfélagsmiðlum að dæma má sjá að Gunnar hefur verið að ausa úr viskubrunni sínum til ungra bardagamanna hjá SBG.Sjálfur á Gunnar þrjá bardaga eftir af núverandi samningi sínum við UFC.
MMA Mest lesið Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin Fótbolti Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Fótbolti 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Fótbolti Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Handbolti Andre Onana skilinn eftir heima Fótbolti Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Handbolti „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Fleiri fréttir Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Pot í augun hans í bardaga kallaði fram sjaldgæfan sjúkdóm Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Logi og félagar náðu ekki að hrista af sér vandræðin í Laugardalnum Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Ajax segir það algjört hneyksli hvað stuðningsmenn félagsins gerðu „Ég vil ekki vera Lionel Messi“ Fékk morðhótun í miðjum leik Stór hópur Íslands á EM ÍSÍ kynnti nýjan launasjóð Hótað lífláti eftir mistökin Baðst afsökunar á hómófóbísku orðavali á fyrsta fundi Undirbýr Liverpool líf án Salah? NFL-deildin er lyginni líkust Jordan reynir að troða á stjórnendum sports „sveitalubba“ Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Sjá meira