Handbolti

Felist tæki­færi í brekkunni sem Stjarnan gæti átt fram undan

Aron Guðmundsson skrifar
Frá leik Stjörnunnar og Vals í úrslitakeppninni
Frá leik Stjörnunnar og Vals í úrslitakeppninni Vísir/Pawel Cieslikiewicz

Í vikunni var greint frá því að vænta mætti tölu­verðra breytinga á hand­bolta­liðum Stjörnunnar á næsta tíma­bili. Aðal­styrktar­aðili deildarinnar, TM, hverfur á braut og ljóst að fé­lagið mun þurfa að sníða sér stakk eftir vexti.

Pétur Bjarna­son, for­maður hand­knatt­leiks­deildar Stjörnunnar, greindi frá því í sam­tali við Vísi að fram undan væri upp­bygging með upp­öldum leik­mönnum fé­lagsins.

Staða kvenna­liðs Stjörnunnar í hand­bolta var rædd í nýjasta þætti Kvenna­kastsins, hluta Hand­kastsins þar sem ein­blínt er á kvenna­hand­boltann.

Þar var Inga Fríða Tryggva­dóttir, Stjörnu­kona, ein af við­mælendum þáttarins og hún vill meina að þó að fram undan gæti verið tölu­verð brekka felist einnig tæki­færi í þessari stöðu fyrir Stjörnuna.

„Brekka og ekki brekka, það er nú kosturinn við Garða­bæinn að það er alltaf staðið við allt,“ sagði Inga Fríða í Kvenna­kastinu. „Þannig það þarf alltaf að vera búið að sýna fram á fjár­mögnun áður en að samningar eru gerðir. Auð­vitað getur staðan breyst ef það koma ein­hverjir styrktar­aðilar inn.“

Núna sé komið tæki­færi fyrir Stjörnuna til þess að byggja upp og ein­blína á yngri leik­menn fé­lagsins, gefa þeim tæki­færi.

„Það er efni­viður hjá Stjörnunni, það er dá­lítið langt í þá leik­menn en hjá Stjörnunni, bæði í meistara­flokki karla og kvenna sem eru öflugir og svo eru ungir leik­menn sem fá að vera með.

Um­ræðu um kvenna­lið Stjörnunnar sem og þátt Kvenna­kastsins í heild sinni má hlusta á í heild sinni hér fyrir neðan:




Fleiri fréttir

Sjá meira


×