Stóraukinn stuðningur við ungt fólk í viðkvæmri stöðu Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 4. maí 2023 15:00 Lífið getur verið flókið og það getur stundum verið erfitt að fóta sig, sérstaklega meðan við erum ung. Við getum auðveldlega hrasað á þessari vegferð sem lífið er. Við sem samfélag verðum að aðstoða ungt fólk aftur á fætur sem lendir í viðkvæmri stöðu, til dæmis vegna andlegra veikinda, og eru ekki virkir þátttakendur í samfélaginu. Það þarf að bjóða upp á úrræði sem hjálpa þeim að komast aftur af stað. Fyrirbyggjum ótímabært brotthvarf af vinnumarkaði Það var einkar ánægjulegt að undirrita í vikunni, ásamt fulltrúum Samtaka atvinnulífsins, Vinnumálastofnunar og VIRK starfsendurhæfingarsjóðs, samkomulag um stóraukinn stuðning við ungt fólk í viðkvæmri stöðu. Markmiðið með samkomulaginu er að fyrirbyggja ótímabært brotthvarf ungs fólks með geðraskanir af vinnumarkaði, auk þess að auka samfélagslega virkni ungmenna sem eru ekki í vinnu, námi eða starfsþjálfun. Öll viljum við hafa tilgang og hlutverk í daglegu lífi og vinnan er stór partur af því að tilheyra stærri heild. Ég legg áherslu á í störfum mínum, að við séum eitt samfélag þar sem við eigum öll greiðan aðgang burtséð frá tímabundnum eða langvarandi hindrunum. Endurhæfing sem skilar árangri Við ætlum að verja meira en 450 milljónum króna til þessa verkefnis yfir þriggja ára tímabil. Notuð verður aðferðafræði sem byggir á einstaklingsmiðaðri ráðgjöf til að finna störf á almennum vinnumarkaði og styðja við fólk eftir að það fær vinnu. Aðferðin heitir á ensku Individual placement and support en það er gagnreynd starfsendurhæfing sem skilað hefur framúrskarandi árangri hér á landi sem og annars staðar á Norðurlöndunum. Grunnhugmyndin er sú að hægt sé að finna störf fyrir öll þau sem vilja vinna óháð hindrunum, svo sem af geðrænum eða félagslegum toga. Við erum öll með Samkvæmt samkomulaginu munu Vinnumálastofnun og VIRK auka þjónustu sína sérstaklega með það að markmiði að fjölga þeim sem geti orðið virk á vinnumarkaði. Sérstök áhersla verður á þjónustu við unga einstaklinga sem glíma við margvíslegar geðrænar áskoranir. Vinnumálastofnun mun meðal annars ráða tíu ráðgjafa til að aðstoða ungt fólk við að fá störf. VIRK mun í þessu samstarfi efla enn frekar þjónustu sína á þessu sviði með fjölgun ráðgjafa, þar á meðal fyrir einstaklinga sem ekki hafa verið í starfsendurhæfingu hjá VIRK hingað til. Samtök atvinnulífsins munu skuldbinda sig til þess að liðsinna VIRK og Vinnumálastofnun við að finna störf fyrir ungt fólk og er ákaflega ánægjulegt að geta haft samstarfið svona sterkt og breitt. Þjónusta ekki þröskuldar Verkefnið er hluti af heildarendurskoðun á málefnum örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega sem ég hef unnið að á kjörtímabilinu með það að markmiði að bæta lífskjör og lífsgæði fólks með mismikla starfsorku. Við gerum það með nýrri hugsun þar sem fólk mætir þjónustu en ekki þröskuldum, og þjónustan miðar að notandanum og eykur möguleika fólks til virkni, menntunar og atvinnuþátttöku á eigin forsendum. Þetta verkefni er hluti af þeirri vegferð en þegar höfum við hækkað frítekjumark atvinnutekna öryrkja- og endurhæfingalífeyrisþega sem og lengt í tímabilinu sem fólk hefur til endurhæfingar. Framundan eru svo enn frekari breytingar sem ég hlakka til að kynna og hrinda í framkvæmd á komandi misserum. Höfundur er félags- og vinnumarkaðsráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Guðbrandsson Vinstri græn Vinnumarkaður Málefni fatlaðs fólks Félagsmál Geðheilbrigði Mest lesið Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Sjá meira
Lífið getur verið flókið og það getur stundum verið erfitt að fóta sig, sérstaklega meðan við erum ung. Við getum auðveldlega hrasað á þessari vegferð sem lífið er. Við sem samfélag verðum að aðstoða ungt fólk aftur á fætur sem lendir í viðkvæmri stöðu, til dæmis vegna andlegra veikinda, og eru ekki virkir þátttakendur í samfélaginu. Það þarf að bjóða upp á úrræði sem hjálpa þeim að komast aftur af stað. Fyrirbyggjum ótímabært brotthvarf af vinnumarkaði Það var einkar ánægjulegt að undirrita í vikunni, ásamt fulltrúum Samtaka atvinnulífsins, Vinnumálastofnunar og VIRK starfsendurhæfingarsjóðs, samkomulag um stóraukinn stuðning við ungt fólk í viðkvæmri stöðu. Markmiðið með samkomulaginu er að fyrirbyggja ótímabært brotthvarf ungs fólks með geðraskanir af vinnumarkaði, auk þess að auka samfélagslega virkni ungmenna sem eru ekki í vinnu, námi eða starfsþjálfun. Öll viljum við hafa tilgang og hlutverk í daglegu lífi og vinnan er stór partur af því að tilheyra stærri heild. Ég legg áherslu á í störfum mínum, að við séum eitt samfélag þar sem við eigum öll greiðan aðgang burtséð frá tímabundnum eða langvarandi hindrunum. Endurhæfing sem skilar árangri Við ætlum að verja meira en 450 milljónum króna til þessa verkefnis yfir þriggja ára tímabil. Notuð verður aðferðafræði sem byggir á einstaklingsmiðaðri ráðgjöf til að finna störf á almennum vinnumarkaði og styðja við fólk eftir að það fær vinnu. Aðferðin heitir á ensku Individual placement and support en það er gagnreynd starfsendurhæfing sem skilað hefur framúrskarandi árangri hér á landi sem og annars staðar á Norðurlöndunum. Grunnhugmyndin er sú að hægt sé að finna störf fyrir öll þau sem vilja vinna óháð hindrunum, svo sem af geðrænum eða félagslegum toga. Við erum öll með Samkvæmt samkomulaginu munu Vinnumálastofnun og VIRK auka þjónustu sína sérstaklega með það að markmiði að fjölga þeim sem geti orðið virk á vinnumarkaði. Sérstök áhersla verður á þjónustu við unga einstaklinga sem glíma við margvíslegar geðrænar áskoranir. Vinnumálastofnun mun meðal annars ráða tíu ráðgjafa til að aðstoða ungt fólk við að fá störf. VIRK mun í þessu samstarfi efla enn frekar þjónustu sína á þessu sviði með fjölgun ráðgjafa, þar á meðal fyrir einstaklinga sem ekki hafa verið í starfsendurhæfingu hjá VIRK hingað til. Samtök atvinnulífsins munu skuldbinda sig til þess að liðsinna VIRK og Vinnumálastofnun við að finna störf fyrir ungt fólk og er ákaflega ánægjulegt að geta haft samstarfið svona sterkt og breitt. Þjónusta ekki þröskuldar Verkefnið er hluti af heildarendurskoðun á málefnum örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega sem ég hef unnið að á kjörtímabilinu með það að markmiði að bæta lífskjör og lífsgæði fólks með mismikla starfsorku. Við gerum það með nýrri hugsun þar sem fólk mætir þjónustu en ekki þröskuldum, og þjónustan miðar að notandanum og eykur möguleika fólks til virkni, menntunar og atvinnuþátttöku á eigin forsendum. Þetta verkefni er hluti af þeirri vegferð en þegar höfum við hækkað frítekjumark atvinnutekna öryrkja- og endurhæfingalífeyrisþega sem og lengt í tímabilinu sem fólk hefur til endurhæfingar. Framundan eru svo enn frekari breytingar sem ég hlakka til að kynna og hrinda í framkvæmd á komandi misserum. Höfundur er félags- og vinnumarkaðsráðherra.
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun