„Sá hópur sem stendur langverst eru einstæðir foreldrar“ Máni Snær Þorláksson skrifar 4. maí 2023 10:11 Kristín Heba Gísladóttir kynnti niðurstöður rannsóknarinnar í gær. Vísir/Vilhelm Niðurstöður könnunar Vörðu, rannsóknarstofnunar vinnumarkaðarins, sýna að nærri helmingur fólks á erfitt með að ná endum saman og fjölgar nokkuð í hópnum milli ára. Einstæðir foreldrar og innflytjendur eru þeir hópar sem koma verst út úr könnuninni. „Sá hópur sem stendur langverst eru einstæðir foreldrar. Þeir koma verr út á öllum þeim mælikvörðum sem við notum til að meta fjárhagslega stöðu og hún er mjög slæm. Sama má segja um stöðu innflytjenda, þeir standa mun verr fjárhagslega en þau sem eru innfædd,“ segir Kristín Heba Gísladóttir, framkvæmdastjóri Vörðu, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Kristín segir að í rannsókninni hafi andleg líðan fólks einnig verið skoðuð. Áberandi hafi verið að ungar konur mælist í miklum mæli með slæma andlega heilsu. „Við sjáum líka að einstæðar mæður, ríflega helmingur þeirra er að mælast með slæma andlega líðan og aðeins lægra hlutfall einstæðra feðra. Það er auðvitað áhyggjuefni hversu hátt hlutfall er í ákveðnum hópum fólks.“ Fólk fylgdist með er niðurstöður könnunarinnar voru kynntar í Þjóðmenningarhúsinu í gær.Vísir/Vilhelm Húsnæðismálin spili stórt hlutverk Kristín segir að helstu áhyggjur þeirra sem mælast með slæma andlega líðan tengist húsnæðismálum. „Við sjáum að til dæmis eins og einstæðir foreldrar og innflytjendur eru í mun meiri mæli á leigumarkaði og hinum almenna leigumarkaði, þar sem húsnæðiskostnaður er oft gríðarlega hár,“ segir hún. „Það skapar auðvitað áhyggjur af afkomu sem geta auðvitað smitast yfir í hvernig fólki líður.“ Þá bendir Kristín á að forysta verkalýðshreyfingarinnar hér á landi hefur ítrekað kallað eftir aðgerðum í húsnæðismálum. „Þær kröfur standa enn,“ segir hún. „Við teljum að ef staðan á húsnæðismarkaði væri betri að þá myndi það smitast yfir í betri fjárhagsstöðu og vonandi betri líðan. Það væri óskastaðan.“ Hægt er að nálgast skýrslu Vörðu um stöðu launafólks á Íslandi í heild sinni hér fyrir neðan. Tengd skjöl Staða_launafólks_á_Íslandi_2023PDF1.6MBSækja skjal Fjármál heimilisins Húsnæðismál Leigumarkaður Kjaramál Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður „Komið nóg af áföllum“ Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
„Sá hópur sem stendur langverst eru einstæðir foreldrar. Þeir koma verr út á öllum þeim mælikvörðum sem við notum til að meta fjárhagslega stöðu og hún er mjög slæm. Sama má segja um stöðu innflytjenda, þeir standa mun verr fjárhagslega en þau sem eru innfædd,“ segir Kristín Heba Gísladóttir, framkvæmdastjóri Vörðu, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Kristín segir að í rannsókninni hafi andleg líðan fólks einnig verið skoðuð. Áberandi hafi verið að ungar konur mælist í miklum mæli með slæma andlega heilsu. „Við sjáum líka að einstæðar mæður, ríflega helmingur þeirra er að mælast með slæma andlega líðan og aðeins lægra hlutfall einstæðra feðra. Það er auðvitað áhyggjuefni hversu hátt hlutfall er í ákveðnum hópum fólks.“ Fólk fylgdist með er niðurstöður könnunarinnar voru kynntar í Þjóðmenningarhúsinu í gær.Vísir/Vilhelm Húsnæðismálin spili stórt hlutverk Kristín segir að helstu áhyggjur þeirra sem mælast með slæma andlega líðan tengist húsnæðismálum. „Við sjáum að til dæmis eins og einstæðir foreldrar og innflytjendur eru í mun meiri mæli á leigumarkaði og hinum almenna leigumarkaði, þar sem húsnæðiskostnaður er oft gríðarlega hár,“ segir hún. „Það skapar auðvitað áhyggjur af afkomu sem geta auðvitað smitast yfir í hvernig fólki líður.“ Þá bendir Kristín á að forysta verkalýðshreyfingarinnar hér á landi hefur ítrekað kallað eftir aðgerðum í húsnæðismálum. „Þær kröfur standa enn,“ segir hún. „Við teljum að ef staðan á húsnæðismarkaði væri betri að þá myndi það smitast yfir í betri fjárhagsstöðu og vonandi betri líðan. Það væri óskastaðan.“ Hægt er að nálgast skýrslu Vörðu um stöðu launafólks á Íslandi í heild sinni hér fyrir neðan. Tengd skjöl Staða_launafólks_á_Íslandi_2023PDF1.6MBSækja skjal
Fjármál heimilisins Húsnæðismál Leigumarkaður Kjaramál Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður „Komið nóg af áföllum“ Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira