Endaði fárveikur eftir að hafa andað að sér ógeði í langan tíma Íris Hauksdóttir skrifar 4. maí 2023 12:01 Hjörtur Jóhann Jónsson og Brynja Björnsdóttir lögðu á sig miklar fórnir til að gera brúðkaupsdaginn sem bestan. aðsend Listahjónin Hjörtur Jóhann Jónsson og Brynja Björnsdóttir voru fyrir löngu búin að ákveða að eyða ævinni saman þó þau hafi ekki látið pússa sig saman fyrr en síðasta sumar. Hugmyndin að brúðkaupinu hljómaði rómantísk og átti að vera áreynslulaust verkefni en reyndist svo þrautinni þyngri þegar til kastanna kom. Hjörtur og Brynja eru nýjustu viðmælendur Ása í Hlaðvarpsþættinum Betri helmingurinn. Þar segja þau skemmtilegar sögur úr sinni sambandstíð en hjónin kynntust fyrst í Nemendaleikhúsinu. Síðan eru liðin 13 ár en þau eiga saman tvö börn. Brúðkaupið, sem fór fram síðastliðið sumar var því að þeirra sögn ætlað sem gott partý enda voru þau fyrir löngu búin að ákveða að ætla að eyða ævinni saman. „Eina reglan sem við settum okkur var að þetta yrði að vera gaman. Þó ekki „þvingað fjör“ en gaman engu að síður,“ segir Brynja en brúðkaupið var haldið í hlöðu fyrir vestan. Hugmynd sem hljómaði rómantísk og áreynslulaus en reyndist þrautinni þyngri þegar til kastanna kom. „Árið í fyrra fór nánast allt í undirbúning fyrir stóra daginn. Það reyndist gríðarleg vinna að halda sveitabrúðkaup í hlöðu. Bara það að fjarlægja tugi ára gamalt hey burt, svokallað stálhey eins og sveitungar kalla það, sem er svo fast saman að það þarf liggur við að rífa hvert og eitt í stöku lagi.“ Listahjónin Hjörtur Jóhann Jónsson og Brynja Björnsdóttir eru nýjustu viðmælendur Ása í hlaðvarpsþættinum hans, Betri helmingurinn.aðsend Barðist við hundrað ára gamalt hey fyrir brúðkaupsveisluna Til að toppa vandræðin kom í ljós að Hjörtur þjáist af miklu frjókornaofnæmi og var því sárkvalinn á meðan á verknaðinum stóð. „Hlaðan var full af heyi sem hafði staðið þarna í hundrað ár. Það var því fáránlega mikið mál að ná þessu öllu út og ég var einn í því að rífa upp strá fyrir strá með höndunum. Rykið sem gaus þarna upp var svakalegt og ég endaði fárveikur eftir að hafa andað að mér einhverju ógeði í langan tíma. Á meðan var Brynja að dúlla sér í Góða hirðinum." „Já mér fannst eitthvað svo rómantísk pæling að hafa allt leirtau endurnýtt en fattaði ekki hvað ég þurfti að fara margar ferðir í Góða hirðinn í þessum tilgangi,“ segir Brynja og heldur áfram. „Það hljómar eitthvað svo einfalt en þúsund ferðum síðar og svo því að ferja þetta allt saman vestur var meiriháttar mál, þó ég öfundi Hjört ekki af hey-vinnunni heldur.“ Lifum enn á þessum degi Hjónin segja þó bæði að mikil undirbúningsvinna og erfiði hafi skilað fullkomnum árangri enda hafi veislan þeirra verið sú besta í manna minnum. „Þetta er náttúrulega eins og að halda heila útihátíð,“ segir Hjörtur og heldur áfram. „Við einsettum okkur að hafa undirbúninginn sem skemmtilegastan og reyna að flækja sem minnst. Það tókst ekkert endilega alveg en endanleg útkoma var eins og best var á kosið. Við lifum enn á þessum besta degi í heimi þar sem allt okkar fólk kom til að fagna saman með okkur ástinni.“ Þáttinn í heild má hlusta á hér fyrir neðan. Betri helmingurinn með Ása Ástin og lífið Mest lesið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Lífið Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Eftirminnilegast að hitta Loreen Lífið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Tíska og hönnun Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Fleiri fréttir Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Eftirminnilegast að hitta Loreen Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Sjá meira
Hjörtur og Brynja eru nýjustu viðmælendur Ása í Hlaðvarpsþættinum Betri helmingurinn. Þar segja þau skemmtilegar sögur úr sinni sambandstíð en hjónin kynntust fyrst í Nemendaleikhúsinu. Síðan eru liðin 13 ár en þau eiga saman tvö börn. Brúðkaupið, sem fór fram síðastliðið sumar var því að þeirra sögn ætlað sem gott partý enda voru þau fyrir löngu búin að ákveða að ætla að eyða ævinni saman. „Eina reglan sem við settum okkur var að þetta yrði að vera gaman. Þó ekki „þvingað fjör“ en gaman engu að síður,“ segir Brynja en brúðkaupið var haldið í hlöðu fyrir vestan. Hugmynd sem hljómaði rómantísk og áreynslulaus en reyndist þrautinni þyngri þegar til kastanna kom. „Árið í fyrra fór nánast allt í undirbúning fyrir stóra daginn. Það reyndist gríðarleg vinna að halda sveitabrúðkaup í hlöðu. Bara það að fjarlægja tugi ára gamalt hey burt, svokallað stálhey eins og sveitungar kalla það, sem er svo fast saman að það þarf liggur við að rífa hvert og eitt í stöku lagi.“ Listahjónin Hjörtur Jóhann Jónsson og Brynja Björnsdóttir eru nýjustu viðmælendur Ása í hlaðvarpsþættinum hans, Betri helmingurinn.aðsend Barðist við hundrað ára gamalt hey fyrir brúðkaupsveisluna Til að toppa vandræðin kom í ljós að Hjörtur þjáist af miklu frjókornaofnæmi og var því sárkvalinn á meðan á verknaðinum stóð. „Hlaðan var full af heyi sem hafði staðið þarna í hundrað ár. Það var því fáránlega mikið mál að ná þessu öllu út og ég var einn í því að rífa upp strá fyrir strá með höndunum. Rykið sem gaus þarna upp var svakalegt og ég endaði fárveikur eftir að hafa andað að mér einhverju ógeði í langan tíma. Á meðan var Brynja að dúlla sér í Góða hirðinum." „Já mér fannst eitthvað svo rómantísk pæling að hafa allt leirtau endurnýtt en fattaði ekki hvað ég þurfti að fara margar ferðir í Góða hirðinn í þessum tilgangi,“ segir Brynja og heldur áfram. „Það hljómar eitthvað svo einfalt en þúsund ferðum síðar og svo því að ferja þetta allt saman vestur var meiriháttar mál, þó ég öfundi Hjört ekki af hey-vinnunni heldur.“ Lifum enn á þessum degi Hjónin segja þó bæði að mikil undirbúningsvinna og erfiði hafi skilað fullkomnum árangri enda hafi veislan þeirra verið sú besta í manna minnum. „Þetta er náttúrulega eins og að halda heila útihátíð,“ segir Hjörtur og heldur áfram. „Við einsettum okkur að hafa undirbúninginn sem skemmtilegastan og reyna að flækja sem minnst. Það tókst ekkert endilega alveg en endanleg útkoma var eins og best var á kosið. Við lifum enn á þessum besta degi í heimi þar sem allt okkar fólk kom til að fagna saman með okkur ástinni.“ Þáttinn í heild má hlusta á hér fyrir neðan.
Betri helmingurinn með Ása Ástin og lífið Mest lesið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Lífið Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Eftirminnilegast að hitta Loreen Lífið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Tíska og hönnun Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Fleiri fréttir Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Eftirminnilegast að hitta Loreen Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Sjá meira