Stoltur af systur sinni og segir hana yfirburða leikmann í deildinni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. maí 2023 14:01 Elín Klara Þorkelsdóttir hefur farið hamförum í úrslitakeppninni. vísir/hulda margrét Orri Freyr Þorkelsson fylgist stoltur með systur sinni blómstra með Haukum í úrslitakeppni Olís-deildar kvenna í handbolta. Hann segir hana besta leikmann deildarinnar. Elín Klara Þorkelsdóttir hefur farið hamförum í úrslitakeppni Olís-deildarinnar þar sem Haukar eru öllum að óvörum komnir í undanúrslit. Elín Klara hefur skorað 42 mörk í fjórum leikjum í úrslitakeppninni, eða 10,5 mörk að meðaltali í leik. Þrátt fyrir að spila með Elverum í Noregi missir Orri ekki af leik hjá systur sinni og stöllum hennar í Haukum. „Ég horfi á hvern einasta leik og það er geggjað að horfa á hana spila. Það er ótrúlegt, miðað við að hún er bara átján ára, yfirburðamaður í þessari deild að mínu mati. Ef maður horfir á þessa tölfræði er hún fáránleg. Hún er með meira en tíu mörk að meðaltali í leik,“ sagði Orri í samtali við Vísi. „Ég er ótrúlega stoltur af henni. Mér finnst ótrúlega gaman að fylgjast með henni og liðinu og hvernig þær hafa tekist á við úrslitakeppnina. Þetta var upp og niður á tímabilinu. Þeim gekk ekkert það vel í deildinni en svo koma þær núna, taka Fram 2-0 og þetta er allt galopið gegn ÍBV. Maður vonar bara það besta því ég er ótrúlega mikill Haukamaður.“ Orri Freyr Þorkelsson lék með Haukum áður en hann fór til Elverum fyrir tveimur árum.vísir/vilhelm Óhætt er að líkja framgöngu Hauka í úrslitakeppninni við öskubuskuævintýri. Liðið skipti um þjálfara seint á tímabilinu og lenti í 5. sæti Olís-deildarinnar. En í sex liða úrslitum unnu Haukar Íslandsmeistara Fram, 2-0, og staðan í einvíginu gegn deildar- og bikarmeisturum ÍBV í undanúrslitunum er jöfn, 1-1. Þrjá leiki þarf að vinna til að komast í úrslit. „Þær eru að spila við frábært ÍBV-lið sem er með leikmenn í landsliðinu. Haukarnir hafa náð nokkuð góðum leik og það eru margar sem geta gefið liðinu mikið. Þetta hlýtur að koma á óvart,“ sagði Orri. Ekki stóð á svari er hann var spurður hvernig leikur ÍBV og Hauka í kvöld myndi fara. „Leikur þrjú, ég ætla bara að segja að Haukar vinni þennan leik. Ég hef trú á því og vona það,“ svaraði Orri. Leikur ÍBV og Hauka hefst klukkan 19:40 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 5. Olís-deild kvenna Haukar ÍBV Tengdar fréttir Einar um stórstjörnur Eyjaliðsins: Þær skjóta allt of mikið Deildar- og bikarmeistarar ÍBV munu ekki labba inn í úrslitaeinvígið í Olís deild kvenna í handbolta eins og kannski einhverjir bjuggust við. Haukastelpurnar eru sýnd veiði en ekki gefin og Haukaliðið náði að jafna metin í undanúrslitaeinvígi sínu á móti hinu gríðarlega sterka liði ÍBV. 2. maí 2023 13:31 „Ég er ótrúlega stolt af mínu liði“ Haukar unnu eins marks sigur gegn ÍBV 25-24 í ótrúlegum leik sem fór í framlengingu. Díana Guðjónsdóttir, þjálfari Hauka, var í skýjunum með ótrúlegan sigur. 1. maí 2023 17:18 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar – ÍBV 25-24 | Haukar unnu með minnsta mun í spennutrylli Haukar unnu eins marks sigur á ÍBV 25-24. Haukar skoruðu síðasta markið í venjulegum leiktíma sem varð til þess að framlengja þurfti leikinn. Heimakonur höfðu betur í framlengingunni og unnu með minnsta mun. Staðan í einvíginu er jöfn 1-1. 1. maí 2023 18:00 Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Leik lokið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Leik lokið: Ármann - Valur 93-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Körfubolti EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Fleiri fréttir Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Sjá meira
Elín Klara Þorkelsdóttir hefur farið hamförum í úrslitakeppni Olís-deildarinnar þar sem Haukar eru öllum að óvörum komnir í undanúrslit. Elín Klara hefur skorað 42 mörk í fjórum leikjum í úrslitakeppninni, eða 10,5 mörk að meðaltali í leik. Þrátt fyrir að spila með Elverum í Noregi missir Orri ekki af leik hjá systur sinni og stöllum hennar í Haukum. „Ég horfi á hvern einasta leik og það er geggjað að horfa á hana spila. Það er ótrúlegt, miðað við að hún er bara átján ára, yfirburðamaður í þessari deild að mínu mati. Ef maður horfir á þessa tölfræði er hún fáránleg. Hún er með meira en tíu mörk að meðaltali í leik,“ sagði Orri í samtali við Vísi. „Ég er ótrúlega stoltur af henni. Mér finnst ótrúlega gaman að fylgjast með henni og liðinu og hvernig þær hafa tekist á við úrslitakeppnina. Þetta var upp og niður á tímabilinu. Þeim gekk ekkert það vel í deildinni en svo koma þær núna, taka Fram 2-0 og þetta er allt galopið gegn ÍBV. Maður vonar bara það besta því ég er ótrúlega mikill Haukamaður.“ Orri Freyr Þorkelsson lék með Haukum áður en hann fór til Elverum fyrir tveimur árum.vísir/vilhelm Óhætt er að líkja framgöngu Hauka í úrslitakeppninni við öskubuskuævintýri. Liðið skipti um þjálfara seint á tímabilinu og lenti í 5. sæti Olís-deildarinnar. En í sex liða úrslitum unnu Haukar Íslandsmeistara Fram, 2-0, og staðan í einvíginu gegn deildar- og bikarmeisturum ÍBV í undanúrslitunum er jöfn, 1-1. Þrjá leiki þarf að vinna til að komast í úrslit. „Þær eru að spila við frábært ÍBV-lið sem er með leikmenn í landsliðinu. Haukarnir hafa náð nokkuð góðum leik og það eru margar sem geta gefið liðinu mikið. Þetta hlýtur að koma á óvart,“ sagði Orri. Ekki stóð á svari er hann var spurður hvernig leikur ÍBV og Hauka í kvöld myndi fara. „Leikur þrjú, ég ætla bara að segja að Haukar vinni þennan leik. Ég hef trú á því og vona það,“ svaraði Orri. Leikur ÍBV og Hauka hefst klukkan 19:40 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 5.
Olís-deild kvenna Haukar ÍBV Tengdar fréttir Einar um stórstjörnur Eyjaliðsins: Þær skjóta allt of mikið Deildar- og bikarmeistarar ÍBV munu ekki labba inn í úrslitaeinvígið í Olís deild kvenna í handbolta eins og kannski einhverjir bjuggust við. Haukastelpurnar eru sýnd veiði en ekki gefin og Haukaliðið náði að jafna metin í undanúrslitaeinvígi sínu á móti hinu gríðarlega sterka liði ÍBV. 2. maí 2023 13:31 „Ég er ótrúlega stolt af mínu liði“ Haukar unnu eins marks sigur gegn ÍBV 25-24 í ótrúlegum leik sem fór í framlengingu. Díana Guðjónsdóttir, þjálfari Hauka, var í skýjunum með ótrúlegan sigur. 1. maí 2023 17:18 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar – ÍBV 25-24 | Haukar unnu með minnsta mun í spennutrylli Haukar unnu eins marks sigur á ÍBV 25-24. Haukar skoruðu síðasta markið í venjulegum leiktíma sem varð til þess að framlengja þurfti leikinn. Heimakonur höfðu betur í framlengingunni og unnu með minnsta mun. Staðan í einvíginu er jöfn 1-1. 1. maí 2023 18:00 Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Leik lokið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Leik lokið: Ármann - Valur 93-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Körfubolti EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Fleiri fréttir Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Sjá meira
Einar um stórstjörnur Eyjaliðsins: Þær skjóta allt of mikið Deildar- og bikarmeistarar ÍBV munu ekki labba inn í úrslitaeinvígið í Olís deild kvenna í handbolta eins og kannski einhverjir bjuggust við. Haukastelpurnar eru sýnd veiði en ekki gefin og Haukaliðið náði að jafna metin í undanúrslitaeinvígi sínu á móti hinu gríðarlega sterka liði ÍBV. 2. maí 2023 13:31
„Ég er ótrúlega stolt af mínu liði“ Haukar unnu eins marks sigur gegn ÍBV 25-24 í ótrúlegum leik sem fór í framlengingu. Díana Guðjónsdóttir, þjálfari Hauka, var í skýjunum með ótrúlegan sigur. 1. maí 2023 17:18
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar – ÍBV 25-24 | Haukar unnu með minnsta mun í spennutrylli Haukar unnu eins marks sigur á ÍBV 25-24. Haukar skoruðu síðasta markið í venjulegum leiktíma sem varð til þess að framlengja þurfti leikinn. Heimakonur höfðu betur í framlengingunni og unnu með minnsta mun. Staðan í einvíginu er jöfn 1-1. 1. maí 2023 18:00