Davis gaf Lakers frumkvæðið Sindri Sverrisson skrifar 3. maí 2023 08:30 Anthony Davis átti stjörnuleik í San Francisco í gærkvöld. AP/Jeff Chiu Í einvígi sem lýst hefur verið sem nýjum kafla í löngu stríði LeBron James og Stephen Curry þá var það Anthony Davis sem stal senunni þegar LA Lakers unnu Golden State Warriors í nótt. Eftirvæntingin hefur verið mikil fyrir þessari undanúrslitarimmu vesturdeildar NBA-deildarinnar í körfubolta og fyrsti leikur gaf góð fyrirheit. Lakers unnu að lokum góðan útisigur, 117-112, en liðin mætast aftur í San Francisco annað kvöld. Jordan Poole hafði átt góðan leik og fékk tækifæri til að jafna metin fyrir heimamenn þegar tæpar tíu sekúndur voru eftir af leiknum. Þriggja stiga skot hans geigaði hins vegar og þó að þjálfari hans hafi verið ánægður með ákvörðunina þá gagnrýndu menn á borð við Charles Barkley skotvalið eftir leik. "I don't like that shot at all." Chuck, Shaq and Kenny react to Jordan Poole's missed 3-pointer near end of Lakers-Warriors Game 1 pic.twitter.com/JMwq0FvmWA— NBA on TNT (@NBAonTNT) May 3, 2023 Eins og búast mátti við þá voru Warriors þó mun sterkari utan þriggja stiga línunnar og settu Poole, Curry og Klay Thompson niður sex þrista hver, sem er einstakt í leik í úrslitakeppni NBA-deildarinnar. Curry jafnaði metin til að mynda með þristi þegar 90 sekúndur voru eftir, í 112-112, en D‘Angelo Russell kom Lakers strax yfir á nýjan leik. Margir komu að sigrinum fyrir Lakers og James var í minna hlutverki en oft áður, þó að hann hafi til að mynda skorað 22 stig og tekið 11 fráköst. Davis ýtti undir yfirburði Lakers í teignum en hann skoraði 30 stig í leiknum og tók 23 fráköst, auk þess að gefa fimm stoðsendingar og verja fjögur skot. Steph was shooting what felt like 90% on these types of attempts against the Kings.Anthony Davis is different. pic.twitter.com/JFGIqfoNxp— Vinay K. (@vkillem) May 3, 2023 Russell skoraði 19 stig og gaf sex stoðsendingar, og Dennis Schröder skoraði 19 stig auk þess að spila framúrskarandi vörn. Skvettubræðurnir Curry og Thompson skoruðu samtals 52 stig fyrir Warriors og Kevon Looney hélt áfram að hrifsa til sín fráköst með 23 slík. Knicks jöfnuðu metin Í hinum leik gærkvöldsins jöfnuðu New York Knicks metin gegn Miami Heat í 1-1, með 111-105 sigri í Madison Square Garden. Jalen Brunson endaði stigahæstur Knicks með 30 stig þrátt fyrir slakan fyrri hálfleik, og Julius Randle sneri aftur eftir meiðsli og skoraði 25 stig, tók 12 fráköst og gaf 8 stoðsendingar. Miami var án Jimmy Butler vegna meiðsla en var 96-93 yfir þegar skammt var eftir, áður en Knicks komst yfir með átta stigum í röð. Liðin halda nú til Miami og mætast þar á laugardag og aftur á mánudag, en vinna þarf fjóra leiki til að komast áfram í úrslitaeinvígi austurdeildarinnar. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. NBA Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Fótbolti Fleiri fréttir Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Sjá meira
Eftirvæntingin hefur verið mikil fyrir þessari undanúrslitarimmu vesturdeildar NBA-deildarinnar í körfubolta og fyrsti leikur gaf góð fyrirheit. Lakers unnu að lokum góðan útisigur, 117-112, en liðin mætast aftur í San Francisco annað kvöld. Jordan Poole hafði átt góðan leik og fékk tækifæri til að jafna metin fyrir heimamenn þegar tæpar tíu sekúndur voru eftir af leiknum. Þriggja stiga skot hans geigaði hins vegar og þó að þjálfari hans hafi verið ánægður með ákvörðunina þá gagnrýndu menn á borð við Charles Barkley skotvalið eftir leik. "I don't like that shot at all." Chuck, Shaq and Kenny react to Jordan Poole's missed 3-pointer near end of Lakers-Warriors Game 1 pic.twitter.com/JMwq0FvmWA— NBA on TNT (@NBAonTNT) May 3, 2023 Eins og búast mátti við þá voru Warriors þó mun sterkari utan þriggja stiga línunnar og settu Poole, Curry og Klay Thompson niður sex þrista hver, sem er einstakt í leik í úrslitakeppni NBA-deildarinnar. Curry jafnaði metin til að mynda með þristi þegar 90 sekúndur voru eftir, í 112-112, en D‘Angelo Russell kom Lakers strax yfir á nýjan leik. Margir komu að sigrinum fyrir Lakers og James var í minna hlutverki en oft áður, þó að hann hafi til að mynda skorað 22 stig og tekið 11 fráköst. Davis ýtti undir yfirburði Lakers í teignum en hann skoraði 30 stig í leiknum og tók 23 fráköst, auk þess að gefa fimm stoðsendingar og verja fjögur skot. Steph was shooting what felt like 90% on these types of attempts against the Kings.Anthony Davis is different. pic.twitter.com/JFGIqfoNxp— Vinay K. (@vkillem) May 3, 2023 Russell skoraði 19 stig og gaf sex stoðsendingar, og Dennis Schröder skoraði 19 stig auk þess að spila framúrskarandi vörn. Skvettubræðurnir Curry og Thompson skoruðu samtals 52 stig fyrir Warriors og Kevon Looney hélt áfram að hrifsa til sín fráköst með 23 slík. Knicks jöfnuðu metin Í hinum leik gærkvöldsins jöfnuðu New York Knicks metin gegn Miami Heat í 1-1, með 111-105 sigri í Madison Square Garden. Jalen Brunson endaði stigahæstur Knicks með 30 stig þrátt fyrir slakan fyrri hálfleik, og Julius Randle sneri aftur eftir meiðsli og skoraði 25 stig, tók 12 fráköst og gaf 8 stoðsendingar. Miami var án Jimmy Butler vegna meiðsla en var 96-93 yfir þegar skammt var eftir, áður en Knicks komst yfir með átta stigum í röð. Liðin halda nú til Miami og mætast þar á laugardag og aftur á mánudag, en vinna þarf fjóra leiki til að komast áfram í úrslitaeinvígi austurdeildarinnar. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Fótbolti Fleiri fréttir Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Sjá meira