„Þeim að þakka að við erum að spila í undanúrslitum í staðinn fyrir í 1. deildinni næsta vetur“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 2. maí 2023 23:01 Lárus Jónsson, þjálfari Þórs, var stoltur af sínum mönnum þrátt fyrir að liðið hafi fallið úr leik í kvöld. Vísir/Bára „Það hefði verið algjört kraftaverk ef við hefðum náð þessu. Það stefndi í það en við vorum búnir að grafa okkur holu. En ég er hrikalega stoltur af því hvernig strákarnir börðust og sýndu gríðarlega karakter. Karakter sem liðið er búið að sýna í allan vetur og ég rosalega stoltur af liðunu,“ sagði Lárus Jónsson, þjálfari Þórs eftir að hans lið datt út úr undanúrslitunum gegn Valsmönnum í kvöld. Eftir að hafa komist í 2-0 í einvíginu komust Þórsarar hreinlega ekki lengra. Við báðum Lárus um að gera tímabilið aðeins upp, kannski ósanngjörn krafa svona strax eftir tap, en Lárus setti það ekki fyrir sig og vippaði upp langri og ítarlegri greiningu á tímabilinu. „Þetta er búið að vera held ég mjög mikilvægt tímabil fyrir Þór Þorlákshöfn. Fyrir það fyrsta þá fórum við í fyrsta skipti í sögunni í Evrópukeppni. Fyrsta liðið frá Íslandi sem gerir það í mörg mörg ár. Við vorum mjög stórhuga en svo byrjuðum við mjög illa í deildinni og þurftum að gera mjög drastískar breytingar.“ „Vorum í fallsæti í janúar en mér fannst strákarnir, þá sérstaklega kjarninn í liðinu, aldrei missa trúna. Það var ofboðslega mikilvægt því það er svo auðvelt að leggja niður laupana þegar illa gengur. Þeir höfðu alltaf trúa á því að við gætum farið alla leið. Ég myndi segja að þetta tímabil hafi verið rosalega lærdómsríkt. Bæði útaf Evrópukeppninni og lenda í svona brekku. Fórum yfir hvaða breytingar við þurftum að gera og lærðum hvað við vildum standa fyrir sem lið.“ „Við sáum það líka í vetur hversu rosalega mikilvægur þessi heimakjarni er. Bræðurnir auðvitað hrikalega góðir, en langar líka að minnast á Dabba og Emil. Þeir voru hjartað í þessu. Þegar það var 5-0 í deildinni þá fannst þeim það ekkert mál. Alltaf bara áfram gakk og tökum næsta leik, þýðir ekkert annað. Ekkert væl, bara finna lausnir. Ég held að það hafi verið þeim að þakka að við erum að spila í undanúrslitum, förum í leik fimm á móti Íslandsmeisturum, í staðinn fyrir að spila í 1. deildinni næsta vetur.“ Aðspurður um framhaldið í Þorlákshöfn næsta vetur var Lárus bjartsýnn. Meira af því sama á dagskránni, og hver veit nema Styrmir Snær Þrastarson taki eitt tímabil enn heima áður en hann heldur út í atvinnumennskuna. „Við erum með þennan kjarna og þeir eru allir á samningum. Við sjáum bara til. Auðvitað vonum við að Styrmir komist að í atvinnumennsku, annars er hann með eitt ár í viðbót á samning hjá okkur. Ég myndi alveg þiggja það en hann er bara það góður að hann á að fara lengra í þessu. Við ætlum að gera bara svipað, byggja á okkar heimakjarna, lærðum það. Koma bara sterkir næsta vetur. Takk fyrir okkur og til hamingju Valur!“ Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Þór Þorlákshöfn 102-95 | Íslandsmeistararnir í úrslit annað árið í röð Íslandsmeistarar Vals eru á leið í úrslitaeinvígi Subway-deildar karla í körfubolta eftir sjö stiga sigur gegn Þór frá Þorlákshöfn í oddaleik í kvöld, 102-95. Valsmenn mæta Tindastól í úrslitum og við fáum því endurtekningu á úrslitaeinvígi síðasta árs. 2. maí 2023 22:08 Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Fleiri fréttir Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Sjá meira
Eftir að hafa komist í 2-0 í einvíginu komust Þórsarar hreinlega ekki lengra. Við báðum Lárus um að gera tímabilið aðeins upp, kannski ósanngjörn krafa svona strax eftir tap, en Lárus setti það ekki fyrir sig og vippaði upp langri og ítarlegri greiningu á tímabilinu. „Þetta er búið að vera held ég mjög mikilvægt tímabil fyrir Þór Þorlákshöfn. Fyrir það fyrsta þá fórum við í fyrsta skipti í sögunni í Evrópukeppni. Fyrsta liðið frá Íslandi sem gerir það í mörg mörg ár. Við vorum mjög stórhuga en svo byrjuðum við mjög illa í deildinni og þurftum að gera mjög drastískar breytingar.“ „Vorum í fallsæti í janúar en mér fannst strákarnir, þá sérstaklega kjarninn í liðinu, aldrei missa trúna. Það var ofboðslega mikilvægt því það er svo auðvelt að leggja niður laupana þegar illa gengur. Þeir höfðu alltaf trúa á því að við gætum farið alla leið. Ég myndi segja að þetta tímabil hafi verið rosalega lærdómsríkt. Bæði útaf Evrópukeppninni og lenda í svona brekku. Fórum yfir hvaða breytingar við þurftum að gera og lærðum hvað við vildum standa fyrir sem lið.“ „Við sáum það líka í vetur hversu rosalega mikilvægur þessi heimakjarni er. Bræðurnir auðvitað hrikalega góðir, en langar líka að minnast á Dabba og Emil. Þeir voru hjartað í þessu. Þegar það var 5-0 í deildinni þá fannst þeim það ekkert mál. Alltaf bara áfram gakk og tökum næsta leik, þýðir ekkert annað. Ekkert væl, bara finna lausnir. Ég held að það hafi verið þeim að þakka að við erum að spila í undanúrslitum, förum í leik fimm á móti Íslandsmeisturum, í staðinn fyrir að spila í 1. deildinni næsta vetur.“ Aðspurður um framhaldið í Þorlákshöfn næsta vetur var Lárus bjartsýnn. Meira af því sama á dagskránni, og hver veit nema Styrmir Snær Þrastarson taki eitt tímabil enn heima áður en hann heldur út í atvinnumennskuna. „Við erum með þennan kjarna og þeir eru allir á samningum. Við sjáum bara til. Auðvitað vonum við að Styrmir komist að í atvinnumennsku, annars er hann með eitt ár í viðbót á samning hjá okkur. Ég myndi alveg þiggja það en hann er bara það góður að hann á að fara lengra í þessu. Við ætlum að gera bara svipað, byggja á okkar heimakjarna, lærðum það. Koma bara sterkir næsta vetur. Takk fyrir okkur og til hamingju Valur!“
Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Þór Þorlákshöfn 102-95 | Íslandsmeistararnir í úrslit annað árið í röð Íslandsmeistarar Vals eru á leið í úrslitaeinvígi Subway-deildar karla í körfubolta eftir sjö stiga sigur gegn Þór frá Þorlákshöfn í oddaleik í kvöld, 102-95. Valsmenn mæta Tindastól í úrslitum og við fáum því endurtekningu á úrslitaeinvígi síðasta árs. 2. maí 2023 22:08 Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Fleiri fréttir Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Sjá meira
Leik lokið: Valur - Þór Þorlákshöfn 102-95 | Íslandsmeistararnir í úrslit annað árið í röð Íslandsmeistarar Vals eru á leið í úrslitaeinvígi Subway-deildar karla í körfubolta eftir sjö stiga sigur gegn Þór frá Þorlákshöfn í oddaleik í kvöld, 102-95. Valsmenn mæta Tindastól í úrslitum og við fáum því endurtekningu á úrslitaeinvígi síðasta árs. 2. maí 2023 22:08