Umfjöllum og viðtöl: Valur - Þór - Þorlákshöfn 102 - 95| Valsmenn í úrslit annað árið í röð Siggeir Ævarsson skrifar 2. maí 2023 23:33 Komast Valsmenn í úrslitaeinvígið. vísir/Bára dröfn Íslandsmeistarar Vals tryggðu sér sæti í úrslitaeinvígi Subway-deildar karla er liðið vann sjö stiga sigur gegn Þór frá Þorlákshöfn í oddaleik liðanna á Hlíðarenda í kvöld, 102-95. Leikurinn var nokkuð jafn í byrjun, bæði lið að gera töluvert af mistökum sóknarlega og staðan 22-21. Jordan Semple byrjaði leikinn á bekknum og kom aðeins við sögu í rúma mínútu í kvöld. Munaði um minna fyrir Þórsara, þá sérstaklega varnarlega. Fotios hélt Þórsurum inni í leiknum í fyrri hálfleik þar sem hann skoraði 18 af 44 stigum liðsinsVísir/Bára Dröfn Valsmenn voru skrefinu á undan í 2. leikhluta en Fotios Lampropoulos bar uppi sóknarleik gestanna, með 18 stig af 44 stigum Þórs. Sóknarlega voru Valsmenn þó beittari og leiddu með tíu stigum í hálfleik. Eitthvað hefur hálfleiksræðan klikkað hjá Lárusi því Valsmenn tóku öll völd á vellinum í 3. leikhluta og komu muninum upp yfir 20 stig. Þórsarar hafa valið að gefa Hjálmari Stefánssyni nóg pláss í þessari rimmu og fengu það heldur betur í bakið í kvöld. Hjálmar setti þrjá þrista í röð á stuttum kafla og allt leit út fyrir að Valsmenn væru að fara að valta yfir Þórsara. Þreyttir Þórsarar fundu þó einhverjar dropa í tanknum, mögulega einfaldlega gufur, og hlóðu í svakalega endurkomu. Þeir minnkuðu muninn í þrjú stig, þar sem Fotios og Davíð Arnar létu þristum rigna og Vincent Shahid komst loks í sinn takt. Þá tók Kári Jónsson til sinna ráða og setti risastóran þrist og slökkti í vonum Þórsara. Endurkoma Þórsara hefði sennilega farið í sögubækurnar sem kraftaverk, en Valsmenn stóðu af sér storminn og lokuðu leiknum af öryggi. Valsmenn fara því í úrslit annað árið í röð, verðskuldað eftir að hafa lent í erfiðri stöðu 2-0 undir í einvíginu. Af hverju vann Valur? Þeir gerðu allt sem þeir þurftu til að vinna þennan leik. Þeir voru duglegir að finna opna menn og margir lögðu í púkkið. Þórsarar voru einfaldlega of fáliðaðir og lélegur 3. leikhluti kostaði þá sigurinn, holan of djúp þrátt fyrir hetjulega baráttu í lokin. Hverjir stóðu upp úr? Kristó setti upp gleraugu eftir að hafa smellt sjaldséðum þristVísir/Bára Dröfn Kristófer Acox var stigahæstur Valsara með 20 stig og bætti við tíu fráköstum. Kári Jónsson bætti við 18 stigum og átta stoðsendingum og Callum Lawson skoraði 17. Callum Lawson reyndist Þórsurum óþægur ljár í þúfu í kvöld. Vísir/Bára Dröfn Hjá Þór var Fotios Lampropoulos stigahæstur með 30 stig og stóð heldur betur fyrir sínu í fjarveru Jordan Semple. Vincent Shahid skoraði 29, megnið undir lokin þegar hann hrökk í gang. Ef hann hefði átt stórleik hefði þessi leikur mögulega farið á aðra leið. Vincent Shahid hefur oft látið meira að sér kveða en í kvöld en var drjúgur á lokasprettinumVísir/Bára Dröfn Hvað gekk illa? Vörnin hjá Þórsurum var ekki góð á löngum köflum í kvöld. Valsmenn komust alltof oft í opin skot úr hálf hraðaupphlaupum, þar sem Þórsarar virtust hreinlega ekki hafa orku í að elta þá uppi. Hvað gerist næst? Valsmenn eru komnir í úrslit. Þeir mæta þar Tindastóli, fyrstu leikur í Origo-höllinni á laugardaginn. Íslandsmeistarar Vals kvennamegin voru í stúkunni í kvöld og skemmtu sér konunglega, jafnvel drottningarlegaVísir/Bára Dröfn Hjartað er grænt og mig langar að vera hér Var þetta síðasti leikur Styrmis í grænu treyjunni í bili? Sagan segir að hann sé þegar kominn með annan fótinn í atvinnumennskuna erlendisVísir/Bára Dröfn „Við komum bara með þessa endurkomu svona mínútu of seint. Grófum okkur djúpa holu og það er ástæðan fyrir því að við urðum bensínlausir þarna í lokin.“ - sagði Styrmir Snær Þrastarson leikmaður Þórs, sem hefur oft átt betri kvöld en að þessu sinni. Tólf stig frá Styrmi í kvöld og átta stoðsendingar að auki. Það hlýtur að vera ótrúlega grátlegt að tapa þessu svona, komnir í 2-0 en tapa svo þremur í röð? „Við vorum komnir í 2-0 og missum út annan útlending eftir að vera búnir að missa einn út fyrir. Þetta var bara ekki nógu gott, að vera 2-0 yfir og fá þrjá sénsa að loka einvíginu. Klárlega svekkelsi.“ Geta Þórsarar litið til baka yfir þetta tímabil og verið sáttir, eftir allt sem á undan er gengið? „Ef ég hefði fengið að vita að við værum í undanúrslitum og yrðum 2-0 yfir, þegar við vorum á botninum um jólin, þá hefði ég klárlega tekið því. En svo verður maður náttúrulega gráðugur þegar maður kemst lengra og lengra og vill ná enn lengra, en við náðum ekki að klára þetta!“ Við spurðum Styrmi út í orðróminn um að hann væri kominn með tilboð í hendurnar um atvinnumennsku erlendis. „Já og nei. Ég stefni á að fara út fyrir landsteinana en ég veit í raun ekkert. Ég skoða bara mín mál á næstu vikum og held öllu opnu.“ Önnur saga sem flýgur fjöllum hærra er að Styrmir sé búinn að gera munnlegt samkomulag við Tindastól. Styrmir sagði ekkert til í þeim sögusögnum. „Nei. Ekki eins og staðan er núna. Ef ég verð áfram hérna heima langar mig gjarnan að vera bara áfram með uppeldisfélaginu mínu. Hjartað er grænt og mig langar að vera hér.“ „Þessi íslenski kjarni er bara frábær, innan og utan vallar. Þetta eru bestu vinir mínir sem og strákar sem ég myndi fara í stríð með alla daga. Það yrði auðvitað gaman að fara út í atvinnumennsku en ég myndi sakna þeirra sárt!“ Það er enginn að fara með mitt nafn í fjölmiðla og reyna að sverta mitt mannorð eða ásaka mig um eitthvað svona alvarleg Kristó stóð fyrir sínu í kvöld Vísir/Bára Dröfn Valsmenn hlóðu í sögulega endurkomu í einvíginu gegn Þórsurum, en ekki mátti miklu muna að Þórsarar kæmu með sína eigin endurkomu í lokin. Var kominn einhver skjálfti í Valsmenn undir lokin? „Ég held að við getum alveg viðurkennt það. Þetta var orðið óþægilegt, þetta var komið í 20 plús og þeir eru fljótir að minnka þetta. Þetta var komið niður í tíu og ennþá nokkrar mínútur eftir. Auðvitað er þetta óþægilegt, sérstaklega þegar þeir klikka varla úr skoti. En kredit á liðið. Við tókum ekkert leikhlé og sterkt að klára þetta með sigri.“ Kristó sagði að honum litist vel á einvígið við Tindastól. Þetta væru tvö bestu liðin sem væru að fara að kljást. „Bara mjög vel. Við sáum alltaf fyrir okkur að þetta yrði liðið sem við yrðum að fara í gegnum til að halda titlinum. Þeir eru náttúrulega búnir að vera að spila frábæran körfubolta á báðum endum vallarins. Það verður bara stemming. Þetta er náttúrulega „rematch“ síðan í fyrra og ég held að flestir hafi viljað sjá þetta, uppá sportið að gera. Það verður bara gaman að fá Pavel aftur í heimsókn. Þetta eru tvö góð lið, tvö bestu liðin sem eru eftir. Það verður hart barist um þennan titil.“ Blaðamaður gat ekki setið á sér og spurði Kristó hvort Valsmenn gætu unnið án Pavels Ermolinskij „Unnið án Pavels?“ – spurði Kristó og hló. „Við erum a.m.k. búnir að komast svona langt án hans en núna þurfum við að komast í gegnum hann til að klára þetta en stefnum að því, að sjálfsögðu.“ Kristó og Lárus Jónsson þjálfari Þórs spjölluðu saman í drjúga stund eftir leikinn. Eru þeir búnir að hreinsa loftið? „Já ég held það. Þetta var nú ekkert alvarlegt, við spjölluðum aðeins saman. Ég er ekkert búinn að tjá mig um þetta persónulega þannig séð eftir leik fjögur. Hann sá að sér daginn eftir og ég sagði honum að ég virði það, að sjálfsögðu. En það er enginn að fara með mitt nafn í fjölmiðla og reyna að sverta mitt mannorð eða ásaka mig um eitthvað svona alvarlegt. Ég veit það sjálfur betur en allir, og betur en allt fólkið á Facebook, að ég var að sjálfsögðu ekki að reyna viljandi að meiða leikmanninn. Það er eitthvað sem ég hef aldrei gert og stend ekki fyrir. En það er búið núna og bara áfram gakk og ég held að hann viti það líka sjálfur. Við erum bara góðir.“ Subway-deild karla Valur Þór Þorlákshöfn
Íslandsmeistarar Vals tryggðu sér sæti í úrslitaeinvígi Subway-deildar karla er liðið vann sjö stiga sigur gegn Þór frá Þorlákshöfn í oddaleik liðanna á Hlíðarenda í kvöld, 102-95. Leikurinn var nokkuð jafn í byrjun, bæði lið að gera töluvert af mistökum sóknarlega og staðan 22-21. Jordan Semple byrjaði leikinn á bekknum og kom aðeins við sögu í rúma mínútu í kvöld. Munaði um minna fyrir Þórsara, þá sérstaklega varnarlega. Fotios hélt Þórsurum inni í leiknum í fyrri hálfleik þar sem hann skoraði 18 af 44 stigum liðsinsVísir/Bára Dröfn Valsmenn voru skrefinu á undan í 2. leikhluta en Fotios Lampropoulos bar uppi sóknarleik gestanna, með 18 stig af 44 stigum Þórs. Sóknarlega voru Valsmenn þó beittari og leiddu með tíu stigum í hálfleik. Eitthvað hefur hálfleiksræðan klikkað hjá Lárusi því Valsmenn tóku öll völd á vellinum í 3. leikhluta og komu muninum upp yfir 20 stig. Þórsarar hafa valið að gefa Hjálmari Stefánssyni nóg pláss í þessari rimmu og fengu það heldur betur í bakið í kvöld. Hjálmar setti þrjá þrista í röð á stuttum kafla og allt leit út fyrir að Valsmenn væru að fara að valta yfir Þórsara. Þreyttir Þórsarar fundu þó einhverjar dropa í tanknum, mögulega einfaldlega gufur, og hlóðu í svakalega endurkomu. Þeir minnkuðu muninn í þrjú stig, þar sem Fotios og Davíð Arnar létu þristum rigna og Vincent Shahid komst loks í sinn takt. Þá tók Kári Jónsson til sinna ráða og setti risastóran þrist og slökkti í vonum Þórsara. Endurkoma Þórsara hefði sennilega farið í sögubækurnar sem kraftaverk, en Valsmenn stóðu af sér storminn og lokuðu leiknum af öryggi. Valsmenn fara því í úrslit annað árið í röð, verðskuldað eftir að hafa lent í erfiðri stöðu 2-0 undir í einvíginu. Af hverju vann Valur? Þeir gerðu allt sem þeir þurftu til að vinna þennan leik. Þeir voru duglegir að finna opna menn og margir lögðu í púkkið. Þórsarar voru einfaldlega of fáliðaðir og lélegur 3. leikhluti kostaði þá sigurinn, holan of djúp þrátt fyrir hetjulega baráttu í lokin. Hverjir stóðu upp úr? Kristó setti upp gleraugu eftir að hafa smellt sjaldséðum þristVísir/Bára Dröfn Kristófer Acox var stigahæstur Valsara með 20 stig og bætti við tíu fráköstum. Kári Jónsson bætti við 18 stigum og átta stoðsendingum og Callum Lawson skoraði 17. Callum Lawson reyndist Þórsurum óþægur ljár í þúfu í kvöld. Vísir/Bára Dröfn Hjá Þór var Fotios Lampropoulos stigahæstur með 30 stig og stóð heldur betur fyrir sínu í fjarveru Jordan Semple. Vincent Shahid skoraði 29, megnið undir lokin þegar hann hrökk í gang. Ef hann hefði átt stórleik hefði þessi leikur mögulega farið á aðra leið. Vincent Shahid hefur oft látið meira að sér kveða en í kvöld en var drjúgur á lokasprettinumVísir/Bára Dröfn Hvað gekk illa? Vörnin hjá Þórsurum var ekki góð á löngum köflum í kvöld. Valsmenn komust alltof oft í opin skot úr hálf hraðaupphlaupum, þar sem Þórsarar virtust hreinlega ekki hafa orku í að elta þá uppi. Hvað gerist næst? Valsmenn eru komnir í úrslit. Þeir mæta þar Tindastóli, fyrstu leikur í Origo-höllinni á laugardaginn. Íslandsmeistarar Vals kvennamegin voru í stúkunni í kvöld og skemmtu sér konunglega, jafnvel drottningarlegaVísir/Bára Dröfn Hjartað er grænt og mig langar að vera hér Var þetta síðasti leikur Styrmis í grænu treyjunni í bili? Sagan segir að hann sé þegar kominn með annan fótinn í atvinnumennskuna erlendisVísir/Bára Dröfn „Við komum bara með þessa endurkomu svona mínútu of seint. Grófum okkur djúpa holu og það er ástæðan fyrir því að við urðum bensínlausir þarna í lokin.“ - sagði Styrmir Snær Þrastarson leikmaður Þórs, sem hefur oft átt betri kvöld en að þessu sinni. Tólf stig frá Styrmi í kvöld og átta stoðsendingar að auki. Það hlýtur að vera ótrúlega grátlegt að tapa þessu svona, komnir í 2-0 en tapa svo þremur í röð? „Við vorum komnir í 2-0 og missum út annan útlending eftir að vera búnir að missa einn út fyrir. Þetta var bara ekki nógu gott, að vera 2-0 yfir og fá þrjá sénsa að loka einvíginu. Klárlega svekkelsi.“ Geta Þórsarar litið til baka yfir þetta tímabil og verið sáttir, eftir allt sem á undan er gengið? „Ef ég hefði fengið að vita að við værum í undanúrslitum og yrðum 2-0 yfir, þegar við vorum á botninum um jólin, þá hefði ég klárlega tekið því. En svo verður maður náttúrulega gráðugur þegar maður kemst lengra og lengra og vill ná enn lengra, en við náðum ekki að klára þetta!“ Við spurðum Styrmi út í orðróminn um að hann væri kominn með tilboð í hendurnar um atvinnumennsku erlendis. „Já og nei. Ég stefni á að fara út fyrir landsteinana en ég veit í raun ekkert. Ég skoða bara mín mál á næstu vikum og held öllu opnu.“ Önnur saga sem flýgur fjöllum hærra er að Styrmir sé búinn að gera munnlegt samkomulag við Tindastól. Styrmir sagði ekkert til í þeim sögusögnum. „Nei. Ekki eins og staðan er núna. Ef ég verð áfram hérna heima langar mig gjarnan að vera bara áfram með uppeldisfélaginu mínu. Hjartað er grænt og mig langar að vera hér.“ „Þessi íslenski kjarni er bara frábær, innan og utan vallar. Þetta eru bestu vinir mínir sem og strákar sem ég myndi fara í stríð með alla daga. Það yrði auðvitað gaman að fara út í atvinnumennsku en ég myndi sakna þeirra sárt!“ Það er enginn að fara með mitt nafn í fjölmiðla og reyna að sverta mitt mannorð eða ásaka mig um eitthvað svona alvarleg Kristó stóð fyrir sínu í kvöld Vísir/Bára Dröfn Valsmenn hlóðu í sögulega endurkomu í einvíginu gegn Þórsurum, en ekki mátti miklu muna að Þórsarar kæmu með sína eigin endurkomu í lokin. Var kominn einhver skjálfti í Valsmenn undir lokin? „Ég held að við getum alveg viðurkennt það. Þetta var orðið óþægilegt, þetta var komið í 20 plús og þeir eru fljótir að minnka þetta. Þetta var komið niður í tíu og ennþá nokkrar mínútur eftir. Auðvitað er þetta óþægilegt, sérstaklega þegar þeir klikka varla úr skoti. En kredit á liðið. Við tókum ekkert leikhlé og sterkt að klára þetta með sigri.“ Kristó sagði að honum litist vel á einvígið við Tindastól. Þetta væru tvö bestu liðin sem væru að fara að kljást. „Bara mjög vel. Við sáum alltaf fyrir okkur að þetta yrði liðið sem við yrðum að fara í gegnum til að halda titlinum. Þeir eru náttúrulega búnir að vera að spila frábæran körfubolta á báðum endum vallarins. Það verður bara stemming. Þetta er náttúrulega „rematch“ síðan í fyrra og ég held að flestir hafi viljað sjá þetta, uppá sportið að gera. Það verður bara gaman að fá Pavel aftur í heimsókn. Þetta eru tvö góð lið, tvö bestu liðin sem eru eftir. Það verður hart barist um þennan titil.“ Blaðamaður gat ekki setið á sér og spurði Kristó hvort Valsmenn gætu unnið án Pavels Ermolinskij „Unnið án Pavels?“ – spurði Kristó og hló. „Við erum a.m.k. búnir að komast svona langt án hans en núna þurfum við að komast í gegnum hann til að klára þetta en stefnum að því, að sjálfsögðu.“ Kristó og Lárus Jónsson þjálfari Þórs spjölluðu saman í drjúga stund eftir leikinn. Eru þeir búnir að hreinsa loftið? „Já ég held það. Þetta var nú ekkert alvarlegt, við spjölluðum aðeins saman. Ég er ekkert búinn að tjá mig um þetta persónulega þannig séð eftir leik fjögur. Hann sá að sér daginn eftir og ég sagði honum að ég virði það, að sjálfsögðu. En það er enginn að fara með mitt nafn í fjölmiðla og reyna að sverta mitt mannorð eða ásaka mig um eitthvað svona alvarlegt. Ég veit það sjálfur betur en allir, og betur en allt fólkið á Facebook, að ég var að sjálfsögðu ekki að reyna viljandi að meiða leikmanninn. Það er eitthvað sem ég hef aldrei gert og stend ekki fyrir. En það er búið núna og bara áfram gakk og ég held að hann viti það líka sjálfur. Við erum bara góðir.“
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti