Aðalsóknarfundur Digraneskirkju kærður til úrskurðarnefndar Kirkjuþings Hólmfríður Gísladóttir skrifar 2. maí 2023 09:12 Vísir/Vilhelm Jón Svavarsson, sóknarbarn í Digranessókn, hefur sent úrskurðarnefnd Kirkjuþings ítrekun á kæru vegna kosningar sóknarnefndar Digraneskirkju á aðalsafnaðarfundi þann 18. apríl síðastliðinn. Í erindi sínu, sem stílað er á Elsu Sigurlaugu Þorkelsdóttur, formann úrskurðarnefndarinnar, segir að umboð sem lögð voru fram á fundinum fyrir kosningu hafi verið ólögleg. Þá segist Jón vilja kæra aðkomu Bryndísar Möllu Elídóttur, prófasts í Reykjavíkurprófastsdæmi eystra, „þar sem hún hafði óviðeigandi aðkomu að kosningunum með að staðfesta þennan ólöglega gjörning og er það krafa mín að prófastur verði áminntur um það athæfi“. Jón krefst þess að kæran verði tekin til skoðunar tafarlaust og efnt til „löglegra kosninga“. Við inngang á þann kjörfund liggi fyrir kjörskrá „löglegra safnaðarbarna Digraneskirkju“, sem prófastur hafi synjað um fyrir síðasta aðalfund. Frávísanir kærðar til umboðsmanns Alþingis Jón var einn af þeim sem bauð sig fram í sóknarnefnd en var hafnað. Hann er stuðningsmaður Gunnars Sigurjónssonar, fyrrverandi sóknarprests í Digraneskirkju, sem var látin hætta störfum eftir að óháð teymi Þjóðkirkjunnar komst að þeirri niðurstöðu að hann hefði brotið gegn samstarfskonum sínum. Í pósti sem Jón sendir á biskup, fjölmiðla og fleiri segir hann að kosningin á aðalfundinum hafi verið kærð til dómsmálaráðuneytisins, biskupsstofu, úrskurðarnefndar Kirkjuþings, prófasts, safnaðarstjórnar Digraneskirkju og sóknarprests. Dómsmálaráðuneytið og biskup hafi svarað með frávísun en þær frávísanir hafi verið kærðar til umboðsmanns Alþingis. Ljóst var á fyrrnefndum aðalfundi að tvær fylkingar tókust á; stuðningsmenn Gunnars og aðrir sem sögðust í samtali við Vísi vilja horfa fram á veginn. Síðarnefndi hópurinn mætti með nokkurn fjölda umboða, sem tekin voru til greina við kosningu nýrrar sóknarnefndar. Í atkvæðagreiðslunni var frambjóðendum úr hópi stuðningsmanna Gunnars, sem fráfarandi formaður sóknarnefndar gerði tillögu um, hafnað með miklum meirihluta atkvæða. Átök í Digraneskirkju Kópavogur Þjóðkirkjan Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira
Í erindi sínu, sem stílað er á Elsu Sigurlaugu Þorkelsdóttur, formann úrskurðarnefndarinnar, segir að umboð sem lögð voru fram á fundinum fyrir kosningu hafi verið ólögleg. Þá segist Jón vilja kæra aðkomu Bryndísar Möllu Elídóttur, prófasts í Reykjavíkurprófastsdæmi eystra, „þar sem hún hafði óviðeigandi aðkomu að kosningunum með að staðfesta þennan ólöglega gjörning og er það krafa mín að prófastur verði áminntur um það athæfi“. Jón krefst þess að kæran verði tekin til skoðunar tafarlaust og efnt til „löglegra kosninga“. Við inngang á þann kjörfund liggi fyrir kjörskrá „löglegra safnaðarbarna Digraneskirkju“, sem prófastur hafi synjað um fyrir síðasta aðalfund. Frávísanir kærðar til umboðsmanns Alþingis Jón var einn af þeim sem bauð sig fram í sóknarnefnd en var hafnað. Hann er stuðningsmaður Gunnars Sigurjónssonar, fyrrverandi sóknarprests í Digraneskirkju, sem var látin hætta störfum eftir að óháð teymi Þjóðkirkjunnar komst að þeirri niðurstöðu að hann hefði brotið gegn samstarfskonum sínum. Í pósti sem Jón sendir á biskup, fjölmiðla og fleiri segir hann að kosningin á aðalfundinum hafi verið kærð til dómsmálaráðuneytisins, biskupsstofu, úrskurðarnefndar Kirkjuþings, prófasts, safnaðarstjórnar Digraneskirkju og sóknarprests. Dómsmálaráðuneytið og biskup hafi svarað með frávísun en þær frávísanir hafi verið kærðar til umboðsmanns Alþingis. Ljóst var á fyrrnefndum aðalfundi að tvær fylkingar tókust á; stuðningsmenn Gunnars og aðrir sem sögðust í samtali við Vísi vilja horfa fram á veginn. Síðarnefndi hópurinn mætti með nokkurn fjölda umboða, sem tekin voru til greina við kosningu nýrrar sóknarnefndar. Í atkvæðagreiðslunni var frambjóðendum úr hópi stuðningsmanna Gunnars, sem fráfarandi formaður sóknarnefndar gerði tillögu um, hafnað með miklum meirihluta atkvæða.
Átök í Digraneskirkju Kópavogur Þjóðkirkjan Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira