Roord, Sveindís Jane Jónsdóttir og stöllur í Wolfsburg eru komnar í úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir ævintýralegan sigur í kvöld. Sigurmark leiksins, og einvígsins, kom ekki fyrr en á 118. mínútu.
„Stórt hrós á Arsenal , þær hafa farið í gegnum mikið sem lið en þær gerðu okkur mjög erfitt fyrir. Á endanum hefðu þær getað unnið, við hefðum getað unnið. Við vorum heppnar,“ sagði Roord sem skoraði fyrsta mark Wolfsburg í kvöld.
JILL ROORD LEVELS IT FOR WOLFSBURG
— DAZN Football (@DAZNFootball) May 1, 2023
WATCH #UWCL LIVE NOW
https://t.co/KODI5SW6Zn
https://t.co/sRzmGRnESd pic.twitter.com/ZZnRGQIXmq
„Hvíla sig smá og fagna smá,“ sagði Roord um hvað væri næst á dagskrá. Wolfsburg mætir Barcelona í Eindhoven í Hollandi, heimalandi Roord.
„Ég er spennt að spila úrslitaleikinn í heimalandi mínu. Við höfum fulla trú á að við getum unnið Barcelona en það verður augljóslega mjög erfiður leikur. En allt getur gerst á 90 mínútum.“
"I'm looking forward to playing the final in my own country!" @VfL_Frauen's @JillRoordNL gives her post-match thoughts after defeating Arsenal to the advance to the #UWCL final pic.twitter.com/ng1HXPN6Lr
— DAZN Football (@DAZNFootball) May 1, 2023