Samstaðan sé mikilvæg í baráttunni gegn ójöfnuði Máni Snær Þorláksson skrifar 1. maí 2023 16:32 Kristján Þórður Snæbjarnarson og Sonja Ýr Þorbergsdóttir héldu bæði ávörp á Ingólfstorgi í tilefni dagsins. Vísir/Steingrímur Dúi Formenn Rafiðnaðarsambandsins og BSRB héldu bæði ávörp á Ingólfstorgi í tilefni verkalýðsdagsins í dag. Þau vöktu bæði athygli á vaxandi ójöfnuði í samfélaginu og mikilvægi samstöðu hjá launafólki, sérstaklega í ljósi komandi kjarabaráttu. „Við búum við efnahagslegan óstöðugleika. Mikil verðbólga bitnar verst á þeim tekjulægstu, þar sem ekkert svigrúm er fyrir aukin útgjöld,“ sagði Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins, í sinni ræðu á Ingólfstorgi í dag. Kristján sagði þá að ríkisstjórn Íslands hafi ekki mildað áhrif kreppunnar eins og stjórnvöld í nágrannaríkjum hafa gert, þvert á móti. „Já, beinlínis dýpkað hana með skatta- og gjaldahækkunum,“ sagði hann. „Hálaunafólkið í pólitíkinni - sem nýtur sérkjara í mörgum efnum - finnur hins vegar ekkert fyrir þessum auknu álögum. Hefur eitthvað verið sótt í vasa þeirra ríku? Nei, þunginn leggst á launafólk og bitnar verst á þeim sem við minnstu efnin búa.“ „Við stöndum andspænis gríðarlegum ójöfnuði“ Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, greip í svipaða strengi í sínu ávarpi. Þrátt fyrir að Ísland sé ríkt land séu stórir hópar láglaunafólks, atvinnulausra, öryrkja og eldra fólks að berjast í bökkum. Alltof mörg búi við íþyngjandi húsnæðiskostnað á húsnæðismarkaði sem sé byggður upp á markaðsforsendum. „Einhver húka í kolakjöllurum, jafnvel fjölskyldur, og svo eru sum sem komast ekki í öruggt skjól. Á sama tíma er ekkert lát á verðbólgunni og vaxtahækkanir bíta fast. Á meðan gerir ríkisstjórnin ekkert til að bregðast við og auka jöfnuð, jafnvel þó hún hafi öll tækin til þess að koma fólki til aðstoðar með húsnæðisstuðningi, vaxta- og barnabótum. Við stöndum andspænis gríðarlegum ójöfnuði hvort heldur sem er í tekjum, eignum, stöðu á húsnæðismarkaði eða heilsu – og við stöndum líka frammi fyrir bakslagi í jafnréttisbaráttunni, þar sem þrengt er að réttindum og lífsskilyrðum kvenna, hinsegin fólks og fleiri minnihlutahópa.“ Samstaðan sé mikilvæg Bæði tóku þau fram mikilvægi þess að standa saman í komandi kjaraviðræðu. Kristján sagði fólk ætta að strengja þess heit að standa saman um réttlæti, jöfnuð og velferð, samfélagi og framtíðinni til heilla. „Ég hef öðlast vissu fyrir því að við stöndum á krossgötum í baráttunni og að okkar bíði miklar áskoranir og risavaxin verkefni. Ég hef skynjað það sterkt síðustu daga að fólkið í landinu hefur fengið nóg af því fálæti og sinnuleysi um kjör almennings sem einkennir afstöðu svo margra í stjórnmálunum og ríkisstjórnarinnar sérstaklega.“ Sonja sagði að það væri aðeins sé hægt að ná stórum áföngum fyrir velferð almennings með samstöðunni. „Sama hvað andstæðingar okkar kunna að segja þá stendur verkalýðshreyfingin sterk og það munu þau finna í kjarasamningslotunni framundan,“ sagði hún. „Þar sem við munum sækja réttlátar kjarabætur fyrir launafólk. Ekki einungis þær sem birtast í launaumslaginu heldur einnig þær sem birtast í mikilvægum samfélagsbreytingum sem varða okkur öll.“ Verkalýðsdagurinn Kjaramál Stéttarfélög Tengdar fréttir Bráðavandi blasi við heimilum landsins Hátíðarhöld verða víða um land í dag 1. maí í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi verkalýðsins. Kröfuganga fer af stað frá Skólavörðuholti í Reykjavík klukkan hálf tvö en í ár eru hundrað ár frá fyrstu kröfugöngunni hér á landi. 1. maí 2023 10:14 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Fleiri fréttir Segir Ísland hafa burði til að geta orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Sjá meira
„Við búum við efnahagslegan óstöðugleika. Mikil verðbólga bitnar verst á þeim tekjulægstu, þar sem ekkert svigrúm er fyrir aukin útgjöld,“ sagði Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins, í sinni ræðu á Ingólfstorgi í dag. Kristján sagði þá að ríkisstjórn Íslands hafi ekki mildað áhrif kreppunnar eins og stjórnvöld í nágrannaríkjum hafa gert, þvert á móti. „Já, beinlínis dýpkað hana með skatta- og gjaldahækkunum,“ sagði hann. „Hálaunafólkið í pólitíkinni - sem nýtur sérkjara í mörgum efnum - finnur hins vegar ekkert fyrir þessum auknu álögum. Hefur eitthvað verið sótt í vasa þeirra ríku? Nei, þunginn leggst á launafólk og bitnar verst á þeim sem við minnstu efnin búa.“ „Við stöndum andspænis gríðarlegum ójöfnuði“ Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, greip í svipaða strengi í sínu ávarpi. Þrátt fyrir að Ísland sé ríkt land séu stórir hópar láglaunafólks, atvinnulausra, öryrkja og eldra fólks að berjast í bökkum. Alltof mörg búi við íþyngjandi húsnæðiskostnað á húsnæðismarkaði sem sé byggður upp á markaðsforsendum. „Einhver húka í kolakjöllurum, jafnvel fjölskyldur, og svo eru sum sem komast ekki í öruggt skjól. Á sama tíma er ekkert lát á verðbólgunni og vaxtahækkanir bíta fast. Á meðan gerir ríkisstjórnin ekkert til að bregðast við og auka jöfnuð, jafnvel þó hún hafi öll tækin til þess að koma fólki til aðstoðar með húsnæðisstuðningi, vaxta- og barnabótum. Við stöndum andspænis gríðarlegum ójöfnuði hvort heldur sem er í tekjum, eignum, stöðu á húsnæðismarkaði eða heilsu – og við stöndum líka frammi fyrir bakslagi í jafnréttisbaráttunni, þar sem þrengt er að réttindum og lífsskilyrðum kvenna, hinsegin fólks og fleiri minnihlutahópa.“ Samstaðan sé mikilvæg Bæði tóku þau fram mikilvægi þess að standa saman í komandi kjaraviðræðu. Kristján sagði fólk ætta að strengja þess heit að standa saman um réttlæti, jöfnuð og velferð, samfélagi og framtíðinni til heilla. „Ég hef öðlast vissu fyrir því að við stöndum á krossgötum í baráttunni og að okkar bíði miklar áskoranir og risavaxin verkefni. Ég hef skynjað það sterkt síðustu daga að fólkið í landinu hefur fengið nóg af því fálæti og sinnuleysi um kjör almennings sem einkennir afstöðu svo margra í stjórnmálunum og ríkisstjórnarinnar sérstaklega.“ Sonja sagði að það væri aðeins sé hægt að ná stórum áföngum fyrir velferð almennings með samstöðunni. „Sama hvað andstæðingar okkar kunna að segja þá stendur verkalýðshreyfingin sterk og það munu þau finna í kjarasamningslotunni framundan,“ sagði hún. „Þar sem við munum sækja réttlátar kjarabætur fyrir launafólk. Ekki einungis þær sem birtast í launaumslaginu heldur einnig þær sem birtast í mikilvægum samfélagsbreytingum sem varða okkur öll.“
Verkalýðsdagurinn Kjaramál Stéttarfélög Tengdar fréttir Bráðavandi blasi við heimilum landsins Hátíðarhöld verða víða um land í dag 1. maí í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi verkalýðsins. Kröfuganga fer af stað frá Skólavörðuholti í Reykjavík klukkan hálf tvö en í ár eru hundrað ár frá fyrstu kröfugöngunni hér á landi. 1. maí 2023 10:14 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Fleiri fréttir Segir Ísland hafa burði til að geta orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Sjá meira
Bráðavandi blasi við heimilum landsins Hátíðarhöld verða víða um land í dag 1. maí í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi verkalýðsins. Kröfuganga fer af stað frá Skólavörðuholti í Reykjavík klukkan hálf tvö en í ár eru hundrað ár frá fyrstu kröfugöngunni hér á landi. 1. maí 2023 10:14