Lárus biður Kristófer afsökunar: „Ekki mitt hlutverk að vera dómari í þessu máli“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 1. maí 2023 13:07 Lárus Jónsson hefur beðið Kristófer Acox afsökunar á ummælum sínum eftir leik Þórs Þorlákshafna og Vals í undanúrslitum Subway-deildar karla. Samsett Lárus Jónsson, þjálfari Þórs Þorlákshafnar, hefur beðið Kristófer Acox, leikmann Vals, afsökunar eftir að þjálfarinn sakaði Kristófer um að hafa viljandi meitt Jordan Semple í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Subway-deildar karla í körfubolta síðastliðinn fimmtudag. Jordan Semple þurfti að fara af velli í upphafi leiks á Hlíðarenda síðastliðinn fimmtudag og kom ekkert meira við sögu í leiknum. Hann lét reyna á það að spila í fjórða leik liðanna í Þorlákshöfn í gærkvöldi, en gat augljóslega ekki beitt sér að fullu og þessi mikilvægi leikmaður lék aðeins rétt rúmar níu mínútur er Þórsarar máttu þola 11 stiga tap, 94-103. Að leik loknum sagði Lárus svo í viðtali við Stöð 2 að leikmanni Vals væri „búið að takast ætlunarverk sitt,“ og átti þá við Kristófer Acox. „Það er búið að kippa honum út. Menn hræddir við samkeppni, búið að kippa honum úr liðnum. Þessum leikmanni hjá Val er búið að takast sitt ætlunarverk, að fá aðeins að vaða uppi. Íslenskir dómarar verða aðeins að skoða það,“ sagði Lárus í viðtali eftir leikinn. Brotið hafði engar afleiðingar nema fyrir Þórsara Lárus hefur nú beðist afsökunar á þessum ummælum sínum og segist ekki hafa ætlað að gera Kristófer upp ásetning, enda geti hann með engu móti sagt til um hvort um viljaverk hafi verið að ræða. „Góðan dag. Mig langar að biðja Kristófer Acox afsökunar á að hafa gert honum upp ásetning í tengslum við brot á Jordan Semple í viðtölum eftir leikinn í gær. Auðvitað get ég ekki sagt til um það hvort brotið hafi verið viljaverk eða ekki,“ ritar Lárus á Facebook-síðu sína. „Það sem ég vildi benda á er að brotið var alvarlegt en hafði því miður engar afleiðingar í för með sér nema þær að leikmaður slasast og Þór Þorlákshöfn er einum góðum manni færri.“ Hann segist ekki ætla að setja sig í dómarahlutverk, en minnir á að deildin verði aldrei betri en leikmennirnir sem spila í henni. „Það er ekki mitt hlutverk að vera dómari í þessu máli en ég hef mikinn metnað fyrir því að deildin okkar verði sem best. Góð deild verður aldrei betri heldur en leikmennirnir sem spila leikinn. Það er því mjög miður þegar alvarleg brot verða þess valdandi að góðir leikmenn sem við viljum sannarlega sjá kljást á vellinum geta ekki spilað leikinn fagra.“ „Nú er það okkar að vinna úr þessum aðstæðum. Við munum mæta grænir og glaðir til leiks ásamt okkar frábæra stuðningsfólki í oddaleik að Hlíðarenda á morgun,“ segir Lárus að lokum. Þór Þorlákshöfn heimsækir Val í oddaleik um sæti í úrslitaeinvígi Subway-deildar karla annað kvöld klukkan 20:15 og verður leikurinn að sjálfsögðu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Hvort Jordan Semple verði með Þórsurum af fullum krafti verður hins vegar að koma í ljós. Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn Valur Tengdar fréttir „Úr þessu sjónarhorni finnst mér mjög sérstakt hvernig hann er að koma sér í burtu“ Jordan Semple var heillum horfinn þegar Þór Þorlákshöfn tók á móti Val í fjórða leik liðanna í undanúrslitum Subway-deildar karla í körfubolta í gær. Semple fór úr axlarlið eftir samskipti sín við Kristófer Acox í þriðja leik liðanna og gat augljóslega ekki beitt sér af fullum krafti í leik gærdagsins. 1. maí 2023 10:15 Lárus: „Þessum leikmanni hjá Val er búið að takast sitt ætlunarverk“ Valsarar unnu frábæran sigur á Þór í 4-liða úrslitum Subway-deildar karla og jöfnuðu einvígið í 2-2. Lárus Jónsson þjálfari Þórs var með einfalt og skýrt svar um það hvað hefði farið úrskeiðis hjá hans mönnum. 30. apríl 2023 21:52 Umfjöllun og viðtöl: Þór Þorlákshöfn - Valur 94-103 | Íslandsmeistararnir knúðu fram oddaleik Eftir frábæra byrjun Þórsara unnu Íslandsmeistarar Vals nokkuð sanngjarnan endurkomusigur er liðin mættust í fjórða leik undanúrslitaeinvígis Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur 94-103 og við erum á leið í oddaleik. 30. apríl 2023 22:40 Mest lesið Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Körfubolti „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Fótbolti Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Fótbolti „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Enski boltinn Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Enski boltinn Fleiri fréttir „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Leik lokið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sjá meira
Jordan Semple þurfti að fara af velli í upphafi leiks á Hlíðarenda síðastliðinn fimmtudag og kom ekkert meira við sögu í leiknum. Hann lét reyna á það að spila í fjórða leik liðanna í Þorlákshöfn í gærkvöldi, en gat augljóslega ekki beitt sér að fullu og þessi mikilvægi leikmaður lék aðeins rétt rúmar níu mínútur er Þórsarar máttu þola 11 stiga tap, 94-103. Að leik loknum sagði Lárus svo í viðtali við Stöð 2 að leikmanni Vals væri „búið að takast ætlunarverk sitt,“ og átti þá við Kristófer Acox. „Það er búið að kippa honum út. Menn hræddir við samkeppni, búið að kippa honum úr liðnum. Þessum leikmanni hjá Val er búið að takast sitt ætlunarverk, að fá aðeins að vaða uppi. Íslenskir dómarar verða aðeins að skoða það,“ sagði Lárus í viðtali eftir leikinn. Brotið hafði engar afleiðingar nema fyrir Þórsara Lárus hefur nú beðist afsökunar á þessum ummælum sínum og segist ekki hafa ætlað að gera Kristófer upp ásetning, enda geti hann með engu móti sagt til um hvort um viljaverk hafi verið að ræða. „Góðan dag. Mig langar að biðja Kristófer Acox afsökunar á að hafa gert honum upp ásetning í tengslum við brot á Jordan Semple í viðtölum eftir leikinn í gær. Auðvitað get ég ekki sagt til um það hvort brotið hafi verið viljaverk eða ekki,“ ritar Lárus á Facebook-síðu sína. „Það sem ég vildi benda á er að brotið var alvarlegt en hafði því miður engar afleiðingar í för með sér nema þær að leikmaður slasast og Þór Þorlákshöfn er einum góðum manni færri.“ Hann segist ekki ætla að setja sig í dómarahlutverk, en minnir á að deildin verði aldrei betri en leikmennirnir sem spila í henni. „Það er ekki mitt hlutverk að vera dómari í þessu máli en ég hef mikinn metnað fyrir því að deildin okkar verði sem best. Góð deild verður aldrei betri heldur en leikmennirnir sem spila leikinn. Það er því mjög miður þegar alvarleg brot verða þess valdandi að góðir leikmenn sem við viljum sannarlega sjá kljást á vellinum geta ekki spilað leikinn fagra.“ „Nú er það okkar að vinna úr þessum aðstæðum. Við munum mæta grænir og glaðir til leiks ásamt okkar frábæra stuðningsfólki í oddaleik að Hlíðarenda á morgun,“ segir Lárus að lokum. Þór Þorlákshöfn heimsækir Val í oddaleik um sæti í úrslitaeinvígi Subway-deildar karla annað kvöld klukkan 20:15 og verður leikurinn að sjálfsögðu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Hvort Jordan Semple verði með Þórsurum af fullum krafti verður hins vegar að koma í ljós.
Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn Valur Tengdar fréttir „Úr þessu sjónarhorni finnst mér mjög sérstakt hvernig hann er að koma sér í burtu“ Jordan Semple var heillum horfinn þegar Þór Þorlákshöfn tók á móti Val í fjórða leik liðanna í undanúrslitum Subway-deildar karla í körfubolta í gær. Semple fór úr axlarlið eftir samskipti sín við Kristófer Acox í þriðja leik liðanna og gat augljóslega ekki beitt sér af fullum krafti í leik gærdagsins. 1. maí 2023 10:15 Lárus: „Þessum leikmanni hjá Val er búið að takast sitt ætlunarverk“ Valsarar unnu frábæran sigur á Þór í 4-liða úrslitum Subway-deildar karla og jöfnuðu einvígið í 2-2. Lárus Jónsson þjálfari Þórs var með einfalt og skýrt svar um það hvað hefði farið úrskeiðis hjá hans mönnum. 30. apríl 2023 21:52 Umfjöllun og viðtöl: Þór Þorlákshöfn - Valur 94-103 | Íslandsmeistararnir knúðu fram oddaleik Eftir frábæra byrjun Þórsara unnu Íslandsmeistarar Vals nokkuð sanngjarnan endurkomusigur er liðin mættust í fjórða leik undanúrslitaeinvígis Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur 94-103 og við erum á leið í oddaleik. 30. apríl 2023 22:40 Mest lesið Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Körfubolti „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Fótbolti Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Fótbolti „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Enski boltinn Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Enski boltinn Fleiri fréttir „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Leik lokið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sjá meira
„Úr þessu sjónarhorni finnst mér mjög sérstakt hvernig hann er að koma sér í burtu“ Jordan Semple var heillum horfinn þegar Þór Þorlákshöfn tók á móti Val í fjórða leik liðanna í undanúrslitum Subway-deildar karla í körfubolta í gær. Semple fór úr axlarlið eftir samskipti sín við Kristófer Acox í þriðja leik liðanna og gat augljóslega ekki beitt sér af fullum krafti í leik gærdagsins. 1. maí 2023 10:15
Lárus: „Þessum leikmanni hjá Val er búið að takast sitt ætlunarverk“ Valsarar unnu frábæran sigur á Þór í 4-liða úrslitum Subway-deildar karla og jöfnuðu einvígið í 2-2. Lárus Jónsson þjálfari Þórs var með einfalt og skýrt svar um það hvað hefði farið úrskeiðis hjá hans mönnum. 30. apríl 2023 21:52
Umfjöllun og viðtöl: Þór Þorlákshöfn - Valur 94-103 | Íslandsmeistararnir knúðu fram oddaleik Eftir frábæra byrjun Þórsara unnu Íslandsmeistarar Vals nokkuð sanngjarnan endurkomusigur er liðin mættust í fjórða leik undanúrslitaeinvígis Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur 94-103 og við erum á leið í oddaleik. 30. apríl 2023 22:40
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum