Segja ríki og borg spila með framtíðaröryggi landsbyggðarinnar Árni Sæberg skrifar 30. apríl 2023 23:07 Oddvitarnir telja aukna byggð í Skerjafirði ógna öryggi landsbyggðarinnar. Stöð 2/Arnar Oddvitar Sjálfstæðisflokksins í fjórtán sveitarfélögum hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem áform innviðaráðuneytisins og Reykjavíkurborgar um að hefjast handa við jarðvegsframkvæmdir og þar með undirbúning íbúðauppbyggingar í Skerjafirði eru fordæmd. Þau setji framtíð Reykjavíkurflugvallar, og þar með framtíðaröryggi landsbyggðarinnar í uppnám. „Áformin ganga gegn þeim loforðum sett voru í samkomulagi milli Reykjavíkurborgar og ríkisins árið 2019 um að tryggja rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar þar til nýr flugvöllur sé tilbúin til notkunar. Þar er gert ráð fyrir að rannsóknum ljúki um gerð nýs flugvallar árið 2024 og í kjölfarið verði hafist handa við slíka uppbyggingu reynist það fýsilegur kostur,“ segir í fréttatilkynningu um ályktun sem oddvitarnir munu leggja fram til samþykktar í sveitarstjórnum landsins. Öruggt innanlandsflug sé mikilvægt búsetuskilyrði landsbyggðanna Byggð í Skerjafirði muni þrengja enn frekar að Reykjavíkurflugvelli og rýra notagildi hans vegna breytinga á vindafari. Öruggt innanlandsflug sé mikilvægt búsetuskilyrði landsbyggðanna og tryggi atvinnulífinu, heilbrigðisþjónustunni, stjórnsýslunni og íbúum aðgengi að mikilvægri þjónustu sem ætluð er öllum landsmönnum. Reykjavíkurflugvöllur sé kerfislega mikilvæg lífæð landsins. Það sé með öllu ótækt að vegið sé að öryggi hans og framtíð með ákvörðun um uppbyggingu í Skerjafirði áður en búið er að tryggja framtíð innanlandsflugvallar með öðrum sambærilegum eða betri hætti. Með þessari ákvörðun Innviðaráðuneytisins og Reykjavíkurborgar sé spilað með framtíðaröryggi og lífsgæði landsbyggðanna hringinn í kringum landið. Þannig sé eining þjóðarinnar rofin. Ályktun oddvitanna má lesa í heild sinni hér að neðan: [Sveitarfélagið] lýsir yfir þungum áhyggjum vegna ákvörðun Innviðaráðuneytisins og Reykjavíkurborgar um uppbyggingu í Skerjafirði. Með ákvörðuninni er samkomulag ríkisins og Reykjavíkurborgar frá 2019 haft að engu þar sem forsenda þess var að tryggja rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar þar til nýr flugvöllur er tilbúinn til notkunar. Reykjavíkurflugvöllur sinnir mikilvægu hlutverk og er lífæð landsbyggðanna. Með uppbyggingu í Skerjafirði er vegið að framtíð og öryggi landsbyggðanna gagnvart sjúkraflugi og nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu sem og aðgengi almennings, atvinnulífi og stjórnsýslu að mikilvægum innviðum. [Sveitarfélag] skorar á borgarstjórn og Innviðaráðherra að fresta ákvörðuninni þar til að sú vinna sem lagt var upp með í fyrrgreindu samkomulagi sé lokið og framtíðarlausn innanlandsflugs tryggð. Undir yfirlýsinguna rita eftirfarandi: Heimir Örn Árnason, oddviti Sjálfstæðisflokksins á Akureyri Ragnar Sigurðsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð Eyþór Harðarson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum Sigríður Guðrún Hauksdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Fjallabyggð Almar Marínósson, formaður Sjálfstæðisfélags Þórshafnar Berglind Harpa Svavarsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Múlaþingi Freyr Antonsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Dalvíkurbyggð Baldur Smári Einarsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Bolungarvík Jóhann Birkir Helgason, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Ísafjarðarbæ Guðmundur Haukur Jakobsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Húnabyggð Hafrún Olgeirsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Norðurþingi Gauti Árnason, oddviti Sjálfstæðisflokksins á Hornafirði Ásgeir Sveinsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Vesturbyggð Gísli Sigurðsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Skagafirði Reykjavík Samgöngur Sveitarstjórnarmál Byggðamál Reykjavíkurflugvöllur Skipulag Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Sjá meira
„Áformin ganga gegn þeim loforðum sett voru í samkomulagi milli Reykjavíkurborgar og ríkisins árið 2019 um að tryggja rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar þar til nýr flugvöllur sé tilbúin til notkunar. Þar er gert ráð fyrir að rannsóknum ljúki um gerð nýs flugvallar árið 2024 og í kjölfarið verði hafist handa við slíka uppbyggingu reynist það fýsilegur kostur,“ segir í fréttatilkynningu um ályktun sem oddvitarnir munu leggja fram til samþykktar í sveitarstjórnum landsins. Öruggt innanlandsflug sé mikilvægt búsetuskilyrði landsbyggðanna Byggð í Skerjafirði muni þrengja enn frekar að Reykjavíkurflugvelli og rýra notagildi hans vegna breytinga á vindafari. Öruggt innanlandsflug sé mikilvægt búsetuskilyrði landsbyggðanna og tryggi atvinnulífinu, heilbrigðisþjónustunni, stjórnsýslunni og íbúum aðgengi að mikilvægri þjónustu sem ætluð er öllum landsmönnum. Reykjavíkurflugvöllur sé kerfislega mikilvæg lífæð landsins. Það sé með öllu ótækt að vegið sé að öryggi hans og framtíð með ákvörðun um uppbyggingu í Skerjafirði áður en búið er að tryggja framtíð innanlandsflugvallar með öðrum sambærilegum eða betri hætti. Með þessari ákvörðun Innviðaráðuneytisins og Reykjavíkurborgar sé spilað með framtíðaröryggi og lífsgæði landsbyggðanna hringinn í kringum landið. Þannig sé eining þjóðarinnar rofin. Ályktun oddvitanna má lesa í heild sinni hér að neðan: [Sveitarfélagið] lýsir yfir þungum áhyggjum vegna ákvörðun Innviðaráðuneytisins og Reykjavíkurborgar um uppbyggingu í Skerjafirði. Með ákvörðuninni er samkomulag ríkisins og Reykjavíkurborgar frá 2019 haft að engu þar sem forsenda þess var að tryggja rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar þar til nýr flugvöllur er tilbúinn til notkunar. Reykjavíkurflugvöllur sinnir mikilvægu hlutverk og er lífæð landsbyggðanna. Með uppbyggingu í Skerjafirði er vegið að framtíð og öryggi landsbyggðanna gagnvart sjúkraflugi og nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu sem og aðgengi almennings, atvinnulífi og stjórnsýslu að mikilvægum innviðum. [Sveitarfélag] skorar á borgarstjórn og Innviðaráðherra að fresta ákvörðuninni þar til að sú vinna sem lagt var upp með í fyrrgreindu samkomulagi sé lokið og framtíðarlausn innanlandsflugs tryggð. Undir yfirlýsinguna rita eftirfarandi: Heimir Örn Árnason, oddviti Sjálfstæðisflokksins á Akureyri Ragnar Sigurðsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð Eyþór Harðarson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum Sigríður Guðrún Hauksdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Fjallabyggð Almar Marínósson, formaður Sjálfstæðisfélags Þórshafnar Berglind Harpa Svavarsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Múlaþingi Freyr Antonsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Dalvíkurbyggð Baldur Smári Einarsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Bolungarvík Jóhann Birkir Helgason, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Ísafjarðarbæ Guðmundur Haukur Jakobsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Húnabyggð Hafrún Olgeirsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Norðurþingi Gauti Árnason, oddviti Sjálfstæðisflokksins á Hornafirði Ásgeir Sveinsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Vesturbyggð Gísli Sigurðsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Skagafirði
[Sveitarfélagið] lýsir yfir þungum áhyggjum vegna ákvörðun Innviðaráðuneytisins og Reykjavíkurborgar um uppbyggingu í Skerjafirði. Með ákvörðuninni er samkomulag ríkisins og Reykjavíkurborgar frá 2019 haft að engu þar sem forsenda þess var að tryggja rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar þar til nýr flugvöllur er tilbúinn til notkunar. Reykjavíkurflugvöllur sinnir mikilvægu hlutverk og er lífæð landsbyggðanna. Með uppbyggingu í Skerjafirði er vegið að framtíð og öryggi landsbyggðanna gagnvart sjúkraflugi og nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu sem og aðgengi almennings, atvinnulífi og stjórnsýslu að mikilvægum innviðum. [Sveitarfélag] skorar á borgarstjórn og Innviðaráðherra að fresta ákvörðuninni þar til að sú vinna sem lagt var upp með í fyrrgreindu samkomulagi sé lokið og framtíðarlausn innanlandsflugs tryggð.
Reykjavík Samgöngur Sveitarstjórnarmál Byggðamál Reykjavíkurflugvöllur Skipulag Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Sjá meira