Lárus: „Þessum leikmanni hjá Val er búið að takast sitt ætlunarverk“ Siggeir Ævarsson skrifar 30. apríl 2023 21:52 Lárus Jónsson, þjálfari Þórs. Vísir/Bára Dröfn Valsarar unnu frábæran sigur á Þór í 4-liða úrslitum Subway-deildar karla og jöfnuðu einvígið í 2-2. Lárus Jónsson þjálfari Þórs var með einfalt og skýrt svar um það hvað hefði farið úrskeiðis hjá hans mönnum. „Sóknarfráköst hjá Val. Þeir fá annan séns trekk í trekk. Þrátt fyrir að við höfum verið að byrja leikinn vel þá voru þeir að halda sér inni í leiknum á brauðmolunum. Vörnin hjá okkur í 2. leikhluta var hrikalega slök. Náðum svona aðeins að loka fyrir sóknarfráköstin í seinni hálfleik en þeir voru bara komnir á bragðið. Farnir að hitta vel og því fór sem fór.“ Lárusi hefur verið tíðrætt um það sem hann kallar „Þórskörfubolta“, sem einkennist af baráttu og ákefð. Það örlaði ekki mikið á slíkum leik hjá hans mönnum í kvöld, í það minnsta ekki í 2. leikhluta þegar Valsmenn lögðu grunninn að sigrinum. „Boltinn var lítið að fljóta. Sérstaklega í 2. leikhluta. Svo um leið og við látum bolta aðeins fljúga okkar á milli í seinni hálfleik þá fannst mér ég aðeins kannast við okkur.“ „Við vorum með færri varnarfráköst en þeir sóknarfráköst. Við spiluðum á sama mannaskap í seinni hálfleik og við náðum tíu sóknarfráköst í seinni hálfleik, þannig að þetta snýst um baráttuna.“ Jordan Semple spilaði aðeins tæpar tíu mínútur í kvöld og var klárlega ekki í standi til að spila. Lárus var ómyrkur í máli um stöðuna á Semple og hvers vegna svona er komið fyrir honum. „Það er búið að kippa honum út. Menn hræddir við samkeppni, búið að kippa honum úr liðnum. Þessum leikmanni hjá Val er búið að takast sitt ætlunarverk, að fá aðeins að vaða uppi. Íslenskir dómarar verða aðeins að skoða það.“ Leikmaðurinn sem Lárus talar um í þessu samhengi er Kristófer Acox, en ekkert var dæmt á þetta umdeilda atvik í síðasta leik og virðist málinu einfaldlega vera lokið að mati dómaranefndar. „Dómaranefnd mat þetta ekki svo alvarlegt. En það er víst annað hjá FIBA dómaranefndinni, þeir telja að þetta sé alvarlegt atvik og hann hefði átt að fá brottvísun.“ Lárus var þrátt fyrir svekkjandi tap nokkuð brattur fyrir oddaleikinn á þriðjudaginn. „Bara „recovery“ á morgun og fara yfir þennan leik. Hvað við getum bætt, það er augljóst, það eru bara fráköstin. Svo förum við í oddaleik. Við erum búnir að taka einn oddaleik svo að við kunnum að vera í þessum aðstæðum.“ Subway-deild karla Valur Þór Þorlákshöfn Tengdar fréttir Leik lokið: Þór Þorlákshöfn - Valur 94-103 | Íslandsmeistararnir knúðu fram oddaleik Eftir frábæra byrjun Þórsara unnu Íslandsmeistarar Vals nokkuð sanngjarnan endurkomusigur er liðin mættust í fjórða leik undanúrslitaeinvígis Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur 94-103 og við erum á leið í oddaleik. 30. apríl 2023 22:40 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Sport Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Fleiri fréttir Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Sjá meira
„Sóknarfráköst hjá Val. Þeir fá annan séns trekk í trekk. Þrátt fyrir að við höfum verið að byrja leikinn vel þá voru þeir að halda sér inni í leiknum á brauðmolunum. Vörnin hjá okkur í 2. leikhluta var hrikalega slök. Náðum svona aðeins að loka fyrir sóknarfráköstin í seinni hálfleik en þeir voru bara komnir á bragðið. Farnir að hitta vel og því fór sem fór.“ Lárusi hefur verið tíðrætt um það sem hann kallar „Þórskörfubolta“, sem einkennist af baráttu og ákefð. Það örlaði ekki mikið á slíkum leik hjá hans mönnum í kvöld, í það minnsta ekki í 2. leikhluta þegar Valsmenn lögðu grunninn að sigrinum. „Boltinn var lítið að fljóta. Sérstaklega í 2. leikhluta. Svo um leið og við látum bolta aðeins fljúga okkar á milli í seinni hálfleik þá fannst mér ég aðeins kannast við okkur.“ „Við vorum með færri varnarfráköst en þeir sóknarfráköst. Við spiluðum á sama mannaskap í seinni hálfleik og við náðum tíu sóknarfráköst í seinni hálfleik, þannig að þetta snýst um baráttuna.“ Jordan Semple spilaði aðeins tæpar tíu mínútur í kvöld og var klárlega ekki í standi til að spila. Lárus var ómyrkur í máli um stöðuna á Semple og hvers vegna svona er komið fyrir honum. „Það er búið að kippa honum út. Menn hræddir við samkeppni, búið að kippa honum úr liðnum. Þessum leikmanni hjá Val er búið að takast sitt ætlunarverk, að fá aðeins að vaða uppi. Íslenskir dómarar verða aðeins að skoða það.“ Leikmaðurinn sem Lárus talar um í þessu samhengi er Kristófer Acox, en ekkert var dæmt á þetta umdeilda atvik í síðasta leik og virðist málinu einfaldlega vera lokið að mati dómaranefndar. „Dómaranefnd mat þetta ekki svo alvarlegt. En það er víst annað hjá FIBA dómaranefndinni, þeir telja að þetta sé alvarlegt atvik og hann hefði átt að fá brottvísun.“ Lárus var þrátt fyrir svekkjandi tap nokkuð brattur fyrir oddaleikinn á þriðjudaginn. „Bara „recovery“ á morgun og fara yfir þennan leik. Hvað við getum bætt, það er augljóst, það eru bara fráköstin. Svo förum við í oddaleik. Við erum búnir að taka einn oddaleik svo að við kunnum að vera í þessum aðstæðum.“
Subway-deild karla Valur Þór Þorlákshöfn Tengdar fréttir Leik lokið: Þór Þorlákshöfn - Valur 94-103 | Íslandsmeistararnir knúðu fram oddaleik Eftir frábæra byrjun Þórsara unnu Íslandsmeistarar Vals nokkuð sanngjarnan endurkomusigur er liðin mættust í fjórða leik undanúrslitaeinvígis Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur 94-103 og við erum á leið í oddaleik. 30. apríl 2023 22:40 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Sport Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Fleiri fréttir Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Sjá meira
Leik lokið: Þór Þorlákshöfn - Valur 94-103 | Íslandsmeistararnir knúðu fram oddaleik Eftir frábæra byrjun Þórsara unnu Íslandsmeistarar Vals nokkuð sanngjarnan endurkomusigur er liðin mættust í fjórða leik undanúrslitaeinvígis Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur 94-103 og við erum á leið í oddaleik. 30. apríl 2023 22:40
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti