Lárus: „Þessum leikmanni hjá Val er búið að takast sitt ætlunarverk“ Siggeir Ævarsson skrifar 30. apríl 2023 21:52 Lárus Jónsson, þjálfari Þórs. Vísir/Bára Dröfn Valsarar unnu frábæran sigur á Þór í 4-liða úrslitum Subway-deildar karla og jöfnuðu einvígið í 2-2. Lárus Jónsson þjálfari Þórs var með einfalt og skýrt svar um það hvað hefði farið úrskeiðis hjá hans mönnum. „Sóknarfráköst hjá Val. Þeir fá annan séns trekk í trekk. Þrátt fyrir að við höfum verið að byrja leikinn vel þá voru þeir að halda sér inni í leiknum á brauðmolunum. Vörnin hjá okkur í 2. leikhluta var hrikalega slök. Náðum svona aðeins að loka fyrir sóknarfráköstin í seinni hálfleik en þeir voru bara komnir á bragðið. Farnir að hitta vel og því fór sem fór.“ Lárusi hefur verið tíðrætt um það sem hann kallar „Þórskörfubolta“, sem einkennist af baráttu og ákefð. Það örlaði ekki mikið á slíkum leik hjá hans mönnum í kvöld, í það minnsta ekki í 2. leikhluta þegar Valsmenn lögðu grunninn að sigrinum. „Boltinn var lítið að fljóta. Sérstaklega í 2. leikhluta. Svo um leið og við látum bolta aðeins fljúga okkar á milli í seinni hálfleik þá fannst mér ég aðeins kannast við okkur.“ „Við vorum með færri varnarfráköst en þeir sóknarfráköst. Við spiluðum á sama mannaskap í seinni hálfleik og við náðum tíu sóknarfráköst í seinni hálfleik, þannig að þetta snýst um baráttuna.“ Jordan Semple spilaði aðeins tæpar tíu mínútur í kvöld og var klárlega ekki í standi til að spila. Lárus var ómyrkur í máli um stöðuna á Semple og hvers vegna svona er komið fyrir honum. „Það er búið að kippa honum út. Menn hræddir við samkeppni, búið að kippa honum úr liðnum. Þessum leikmanni hjá Val er búið að takast sitt ætlunarverk, að fá aðeins að vaða uppi. Íslenskir dómarar verða aðeins að skoða það.“ Leikmaðurinn sem Lárus talar um í þessu samhengi er Kristófer Acox, en ekkert var dæmt á þetta umdeilda atvik í síðasta leik og virðist málinu einfaldlega vera lokið að mati dómaranefndar. „Dómaranefnd mat þetta ekki svo alvarlegt. En það er víst annað hjá FIBA dómaranefndinni, þeir telja að þetta sé alvarlegt atvik og hann hefði átt að fá brottvísun.“ Lárus var þrátt fyrir svekkjandi tap nokkuð brattur fyrir oddaleikinn á þriðjudaginn. „Bara „recovery“ á morgun og fara yfir þennan leik. Hvað við getum bætt, það er augljóst, það eru bara fráköstin. Svo förum við í oddaleik. Við erum búnir að taka einn oddaleik svo að við kunnum að vera í þessum aðstæðum.“ Subway-deild karla Valur Þór Þorlákshöfn Tengdar fréttir Leik lokið: Þór Þorlákshöfn - Valur 94-103 | Íslandsmeistararnir knúðu fram oddaleik Eftir frábæra byrjun Þórsara unnu Íslandsmeistarar Vals nokkuð sanngjarnan endurkomusigur er liðin mættust í fjórða leik undanúrslitaeinvígis Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur 94-103 og við erum á leið í oddaleik. 30. apríl 2023 22:40 Mest lesið Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Stjarnan - Álftanes | Nágrannaslagur í Garðabæ Körfubolti Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Stjarnan - Álftanes | Nágrannaslagur í Garðabæ Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Sjá meira
„Sóknarfráköst hjá Val. Þeir fá annan séns trekk í trekk. Þrátt fyrir að við höfum verið að byrja leikinn vel þá voru þeir að halda sér inni í leiknum á brauðmolunum. Vörnin hjá okkur í 2. leikhluta var hrikalega slök. Náðum svona aðeins að loka fyrir sóknarfráköstin í seinni hálfleik en þeir voru bara komnir á bragðið. Farnir að hitta vel og því fór sem fór.“ Lárusi hefur verið tíðrætt um það sem hann kallar „Þórskörfubolta“, sem einkennist af baráttu og ákefð. Það örlaði ekki mikið á slíkum leik hjá hans mönnum í kvöld, í það minnsta ekki í 2. leikhluta þegar Valsmenn lögðu grunninn að sigrinum. „Boltinn var lítið að fljóta. Sérstaklega í 2. leikhluta. Svo um leið og við látum bolta aðeins fljúga okkar á milli í seinni hálfleik þá fannst mér ég aðeins kannast við okkur.“ „Við vorum með færri varnarfráköst en þeir sóknarfráköst. Við spiluðum á sama mannaskap í seinni hálfleik og við náðum tíu sóknarfráköst í seinni hálfleik, þannig að þetta snýst um baráttuna.“ Jordan Semple spilaði aðeins tæpar tíu mínútur í kvöld og var klárlega ekki í standi til að spila. Lárus var ómyrkur í máli um stöðuna á Semple og hvers vegna svona er komið fyrir honum. „Það er búið að kippa honum út. Menn hræddir við samkeppni, búið að kippa honum úr liðnum. Þessum leikmanni hjá Val er búið að takast sitt ætlunarverk, að fá aðeins að vaða uppi. Íslenskir dómarar verða aðeins að skoða það.“ Leikmaðurinn sem Lárus talar um í þessu samhengi er Kristófer Acox, en ekkert var dæmt á þetta umdeilda atvik í síðasta leik og virðist málinu einfaldlega vera lokið að mati dómaranefndar. „Dómaranefnd mat þetta ekki svo alvarlegt. En það er víst annað hjá FIBA dómaranefndinni, þeir telja að þetta sé alvarlegt atvik og hann hefði átt að fá brottvísun.“ Lárus var þrátt fyrir svekkjandi tap nokkuð brattur fyrir oddaleikinn á þriðjudaginn. „Bara „recovery“ á morgun og fara yfir þennan leik. Hvað við getum bætt, það er augljóst, það eru bara fráköstin. Svo förum við í oddaleik. Við erum búnir að taka einn oddaleik svo að við kunnum að vera í þessum aðstæðum.“
Subway-deild karla Valur Þór Þorlákshöfn Tengdar fréttir Leik lokið: Þór Þorlákshöfn - Valur 94-103 | Íslandsmeistararnir knúðu fram oddaleik Eftir frábæra byrjun Þórsara unnu Íslandsmeistarar Vals nokkuð sanngjarnan endurkomusigur er liðin mættust í fjórða leik undanúrslitaeinvígis Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur 94-103 og við erum á leið í oddaleik. 30. apríl 2023 22:40 Mest lesið Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Stjarnan - Álftanes | Nágrannaslagur í Garðabæ Körfubolti Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Stjarnan - Álftanes | Nágrannaslagur í Garðabæ Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Sjá meira
Leik lokið: Þór Þorlákshöfn - Valur 94-103 | Íslandsmeistararnir knúðu fram oddaleik Eftir frábæra byrjun Þórsara unnu Íslandsmeistarar Vals nokkuð sanngjarnan endurkomusigur er liðin mættust í fjórða leik undanúrslitaeinvígis Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur 94-103 og við erum á leið í oddaleik. 30. apríl 2023 22:40
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Körfubolti
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Körfubolti