Gunnar: Ákveðinn léttir að klára þetta verkefni Andri Már Eggertsson skrifar 30. apríl 2023 17:50 Gunnar Magnússon og Ágúst Jóhannsson á hliðarlínunni í leik dagsins Vísir/Hulda Margrét Ísland vann sannfærandi sjö marka sigur á Eistlandi 30-27. Þetta var síðasti leikurinn í undankeppni EM 2024. Þetta var síðasti leikur Gunnars Magnússonar í þjálfarateymi Íslands og Gunnar var spenntur fyrir framhaldinu. „Þetta var frábært. Það var léttir hvernig við mættum í leikinn og vorum klárir frá fyrstu mínútu og tókum frumkvæði strax og vorum með góð tök á þessu allan tímann,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari íslenska landsliðsins í handbolta. Ísland spilaði afar vel í fyrri hálfleik og var sjö mörkum yfir í hálfleik. Gunnar var afar ánægður með varnarleik Íslands. „Vörnin var frábær allan leikinn að mínu mati og við vildum refsa þeim og keyra upp hraðann til að þreyta þá sem við gerðum. Okkur tókst nokkurn veginn að klára leikinn í fyrri hálfleik.“ Ísland hélt sínu striki í seinni hálfleik og Gunnar var ánægður með leikinn í heild sinni. „Við byrjuðum seinni hálfleik af krafti og þá var þetta komið. Það hefði verið gaman að spila betur síðustu tuttugu mínúturnar en það var svo sem ekkert skrítið að við slökuðum á.“ Þetta var síðasti leikur Gunnars í þjálfarateymi íslenska landsliðsins í handbolta. Gunnar verður áfram íþróttastjóri HSÍ og var nokkuð brattur með breytinguna. „Það er auðvitað skrítið en það var ákveðinn léttir að klára þetta. Ég er íþróttastjóri HSÍ þannig ég fer ekki langt. Það var gaman að vinna riðilinn sem skipti miklu máli.“ Gunnar Magnússon er einnig þjálfari Aftureldingar í Olís-deildinni. Næst á dagskrá hjá Gunnari er undanúrslit gegn Haukum í úrslitakeppni Olís-deildarinnar. „Ég er með frábæran aðstoðarmann í Stefáni Árnasyni sem er með þetta allt á hreinu. Ég fæ nokkra tíma í pásu og síðan er æfing 10:30 í Mosfellsbænum og það er bara áfram gakk. Liðið er í góðum höndum og við erum vanir því að ég fari í burtu svo það var ekkert vandamál,“ sagði Gunnar Magnússon að lokum. Klippa: Gunnar Magnússon eftir sigur Íslands Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Í beinni: Ísland - Slóvenía | Glíma við stórstjörnu Körfubolti Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Fótbolti Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Körfubolti Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Fótbolti Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Enski boltinn Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Körfubolti Biturðin lak af tilkynningu um Isak Enski boltinn Fleiri fréttir Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Í beinni: Ísland - Slóvenía | Glíma við stórstjörnu Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Skemmtileg áskorun að greina Doncic Biturðin lak af tilkynningu um Isak Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Dagskráin í dag: VARsjáin og hafnabolti „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Við getum ekki þagað yfir þessu“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad EM í dag: Helgin frá helvíti Sjá meira
„Þetta var frábært. Það var léttir hvernig við mættum í leikinn og vorum klárir frá fyrstu mínútu og tókum frumkvæði strax og vorum með góð tök á þessu allan tímann,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari íslenska landsliðsins í handbolta. Ísland spilaði afar vel í fyrri hálfleik og var sjö mörkum yfir í hálfleik. Gunnar var afar ánægður með varnarleik Íslands. „Vörnin var frábær allan leikinn að mínu mati og við vildum refsa þeim og keyra upp hraðann til að þreyta þá sem við gerðum. Okkur tókst nokkurn veginn að klára leikinn í fyrri hálfleik.“ Ísland hélt sínu striki í seinni hálfleik og Gunnar var ánægður með leikinn í heild sinni. „Við byrjuðum seinni hálfleik af krafti og þá var þetta komið. Það hefði verið gaman að spila betur síðustu tuttugu mínúturnar en það var svo sem ekkert skrítið að við slökuðum á.“ Þetta var síðasti leikur Gunnars í þjálfarateymi íslenska landsliðsins í handbolta. Gunnar verður áfram íþróttastjóri HSÍ og var nokkuð brattur með breytinguna. „Það er auðvitað skrítið en það var ákveðinn léttir að klára þetta. Ég er íþróttastjóri HSÍ þannig ég fer ekki langt. Það var gaman að vinna riðilinn sem skipti miklu máli.“ Gunnar Magnússon er einnig þjálfari Aftureldingar í Olís-deildinni. Næst á dagskrá hjá Gunnari er undanúrslit gegn Haukum í úrslitakeppni Olís-deildarinnar. „Ég er með frábæran aðstoðarmann í Stefáni Árnasyni sem er með þetta allt á hreinu. Ég fæ nokkra tíma í pásu og síðan er æfing 10:30 í Mosfellsbænum og það er bara áfram gakk. Liðið er í góðum höndum og við erum vanir því að ég fari í burtu svo það var ekkert vandamál,“ sagði Gunnar Magnússon að lokum. Klippa: Gunnar Magnússon eftir sigur Íslands
Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Í beinni: Ísland - Slóvenía | Glíma við stórstjörnu Körfubolti Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Fótbolti Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Körfubolti Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Fótbolti Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Enski boltinn Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Körfubolti Biturðin lak af tilkynningu um Isak Enski boltinn Fleiri fréttir Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Í beinni: Ísland - Slóvenía | Glíma við stórstjörnu Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Skemmtileg áskorun að greina Doncic Biturðin lak af tilkynningu um Isak Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Dagskráin í dag: VARsjáin og hafnabolti „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Við getum ekki þagað yfir þessu“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad EM í dag: Helgin frá helvíti Sjá meira