Allar 150 kýrnar í fjósinu með nöfn Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 30. apríl 2023 21:04 Belinda Margrét Birkisdóttir, kúahirðir á Móheiðarhvoli í Rangárþingi eystra, sem á heiðurinn af öllum nöfnum á kúnum í fjósinu, sem eru um 150 talsins. Magnús Hlynur Hreiðarsson Vígdögg, Aðalborg, Stjörnuþoka, Lúpína, Hrun, Hrafnöld, Hornauga, Kleópatra , Ljósblá og Flatkaka. Hvaða nöfn skyldu þetta vera? Jú, þetta eru allt nöfn á kúm á bæ í Rangárvallasýslu en allar kýrnar í fjósinu, hundrað og fimmtíu eru með nöfn í stað númera. „Þarna er Sumarrós, svo Hrafnöld og hérna kemur Flatkaka. Mamma hennar heitir Skonsa og amma hennar heitir Píta,” segir Belinda Margrét Birkisdóttir kúahirðir á Móeiðarhvoli í Rangárþingi eystra en ótrúlegt en satt, allar kýrnar í fjósinu 150 talsins eru með nöfn, sem Belinda á heiðurinn af. „Þetta er bara hobbí hjá mér, sem hefur verið síðan ég var lítil þegar ég var að hjálpa mömmu að merkja kálfana. Þá hef ég verið að skella nafni á þá af og til og endaði að kvígurnar og kýrnar eru allar með nafn. Mér finnst nú skemmtilegra að kalla þær með nafni en eitthvað númer, það er ekki flóknara en það,” segir Belinda. En hvernig finnur hún öll þessi nöfn? „Stundum er skemmtileg saga á bak við það, stundum er það karakterinn og stundum eru það foreldrarnir.” Og það kemur stundum fyrir að Belinda er með ákveðin þema á nöfnunum. „Já, einu sinni tók ég eyjar eins og Surtsey, Sikiley og eitthvað svoleiðis og síðan höfuðborgir líka þannig að það var Osló og Kúala Lúmpúr til dæmis." Þetta er ótrúlega skemmtilegt hjá þér að þú skulir nenna þessu? “ Já, það er mikið sem maður leggur á sig,” segir Belinda hlægjandi. Hér er Ljósblá í fjósinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og áttu alltaf nóg af nöfnum í pokahorninu? „Já, já, það eru margar, sem ég er að bíð eftir að gefi mér kvígu til að skella nöfnum á.” En hvað með nautin og nautkálfana, eru nöfn þar líka? „Nei, ég hef ekki fengið það í gegn að skýra nautin, það er kúanafnanefnd, þetta tekur því víst ekki að skíra öll nautin og kýrnar frá bara íslenska nöfn, þær fá ekki ensk nöfn og þær fá ekki karlanöfn, ég bíð eftir því að geta skýrt einna kúnna Skarphéðinn,” segir Belinda brosandi. Mjög myndarlegt kúabú er rekið á Móeiðarhvoli og allt til fyrirmyndar á þeim bæ.Magnús Hlynur Hreiðarsson Rangárþing eystra Landbúnaður Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Sjá meira
„Þarna er Sumarrós, svo Hrafnöld og hérna kemur Flatkaka. Mamma hennar heitir Skonsa og amma hennar heitir Píta,” segir Belinda Margrét Birkisdóttir kúahirðir á Móeiðarhvoli í Rangárþingi eystra en ótrúlegt en satt, allar kýrnar í fjósinu 150 talsins eru með nöfn, sem Belinda á heiðurinn af. „Þetta er bara hobbí hjá mér, sem hefur verið síðan ég var lítil þegar ég var að hjálpa mömmu að merkja kálfana. Þá hef ég verið að skella nafni á þá af og til og endaði að kvígurnar og kýrnar eru allar með nafn. Mér finnst nú skemmtilegra að kalla þær með nafni en eitthvað númer, það er ekki flóknara en það,” segir Belinda. En hvernig finnur hún öll þessi nöfn? „Stundum er skemmtileg saga á bak við það, stundum er það karakterinn og stundum eru það foreldrarnir.” Og það kemur stundum fyrir að Belinda er með ákveðin þema á nöfnunum. „Já, einu sinni tók ég eyjar eins og Surtsey, Sikiley og eitthvað svoleiðis og síðan höfuðborgir líka þannig að það var Osló og Kúala Lúmpúr til dæmis." Þetta er ótrúlega skemmtilegt hjá þér að þú skulir nenna þessu? “ Já, það er mikið sem maður leggur á sig,” segir Belinda hlægjandi. Hér er Ljósblá í fjósinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og áttu alltaf nóg af nöfnum í pokahorninu? „Já, já, það eru margar, sem ég er að bíð eftir að gefi mér kvígu til að skella nöfnum á.” En hvað með nautin og nautkálfana, eru nöfn þar líka? „Nei, ég hef ekki fengið það í gegn að skýra nautin, það er kúanafnanefnd, þetta tekur því víst ekki að skíra öll nautin og kýrnar frá bara íslenska nöfn, þær fá ekki ensk nöfn og þær fá ekki karlanöfn, ég bíð eftir því að geta skýrt einna kúnna Skarphéðinn,” segir Belinda brosandi. Mjög myndarlegt kúabú er rekið á Móeiðarhvoli og allt til fyrirmyndar á þeim bæ.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Rangárþing eystra Landbúnaður Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Sjá meira