Allar 150 kýrnar í fjósinu með nöfn Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 30. apríl 2023 21:04 Belinda Margrét Birkisdóttir, kúahirðir á Móheiðarhvoli í Rangárþingi eystra, sem á heiðurinn af öllum nöfnum á kúnum í fjósinu, sem eru um 150 talsins. Magnús Hlynur Hreiðarsson Vígdögg, Aðalborg, Stjörnuþoka, Lúpína, Hrun, Hrafnöld, Hornauga, Kleópatra , Ljósblá og Flatkaka. Hvaða nöfn skyldu þetta vera? Jú, þetta eru allt nöfn á kúm á bæ í Rangárvallasýslu en allar kýrnar í fjósinu, hundrað og fimmtíu eru með nöfn í stað númera. „Þarna er Sumarrós, svo Hrafnöld og hérna kemur Flatkaka. Mamma hennar heitir Skonsa og amma hennar heitir Píta,” segir Belinda Margrét Birkisdóttir kúahirðir á Móeiðarhvoli í Rangárþingi eystra en ótrúlegt en satt, allar kýrnar í fjósinu 150 talsins eru með nöfn, sem Belinda á heiðurinn af. „Þetta er bara hobbí hjá mér, sem hefur verið síðan ég var lítil þegar ég var að hjálpa mömmu að merkja kálfana. Þá hef ég verið að skella nafni á þá af og til og endaði að kvígurnar og kýrnar eru allar með nafn. Mér finnst nú skemmtilegra að kalla þær með nafni en eitthvað númer, það er ekki flóknara en það,” segir Belinda. En hvernig finnur hún öll þessi nöfn? „Stundum er skemmtileg saga á bak við það, stundum er það karakterinn og stundum eru það foreldrarnir.” Og það kemur stundum fyrir að Belinda er með ákveðin þema á nöfnunum. „Já, einu sinni tók ég eyjar eins og Surtsey, Sikiley og eitthvað svoleiðis og síðan höfuðborgir líka þannig að það var Osló og Kúala Lúmpúr til dæmis." Þetta er ótrúlega skemmtilegt hjá þér að þú skulir nenna þessu? “ Já, það er mikið sem maður leggur á sig,” segir Belinda hlægjandi. Hér er Ljósblá í fjósinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og áttu alltaf nóg af nöfnum í pokahorninu? „Já, já, það eru margar, sem ég er að bíð eftir að gefi mér kvígu til að skella nöfnum á.” En hvað með nautin og nautkálfana, eru nöfn þar líka? „Nei, ég hef ekki fengið það í gegn að skýra nautin, það er kúanafnanefnd, þetta tekur því víst ekki að skíra öll nautin og kýrnar frá bara íslenska nöfn, þær fá ekki ensk nöfn og þær fá ekki karlanöfn, ég bíð eftir því að geta skýrt einna kúnna Skarphéðinn,” segir Belinda brosandi. Mjög myndarlegt kúabú er rekið á Móeiðarhvoli og allt til fyrirmyndar á þeim bæ.Magnús Hlynur Hreiðarsson Rangárþing eystra Landbúnaður Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Fleiri fréttir Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Sjá meira
„Þarna er Sumarrós, svo Hrafnöld og hérna kemur Flatkaka. Mamma hennar heitir Skonsa og amma hennar heitir Píta,” segir Belinda Margrét Birkisdóttir kúahirðir á Móeiðarhvoli í Rangárþingi eystra en ótrúlegt en satt, allar kýrnar í fjósinu 150 talsins eru með nöfn, sem Belinda á heiðurinn af. „Þetta er bara hobbí hjá mér, sem hefur verið síðan ég var lítil þegar ég var að hjálpa mömmu að merkja kálfana. Þá hef ég verið að skella nafni á þá af og til og endaði að kvígurnar og kýrnar eru allar með nafn. Mér finnst nú skemmtilegra að kalla þær með nafni en eitthvað númer, það er ekki flóknara en það,” segir Belinda. En hvernig finnur hún öll þessi nöfn? „Stundum er skemmtileg saga á bak við það, stundum er það karakterinn og stundum eru það foreldrarnir.” Og það kemur stundum fyrir að Belinda er með ákveðin þema á nöfnunum. „Já, einu sinni tók ég eyjar eins og Surtsey, Sikiley og eitthvað svoleiðis og síðan höfuðborgir líka þannig að það var Osló og Kúala Lúmpúr til dæmis." Þetta er ótrúlega skemmtilegt hjá þér að þú skulir nenna þessu? “ Já, það er mikið sem maður leggur á sig,” segir Belinda hlægjandi. Hér er Ljósblá í fjósinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og áttu alltaf nóg af nöfnum í pokahorninu? „Já, já, það eru margar, sem ég er að bíð eftir að gefi mér kvígu til að skella nöfnum á.” En hvað með nautin og nautkálfana, eru nöfn þar líka? „Nei, ég hef ekki fengið það í gegn að skýra nautin, það er kúanafnanefnd, þetta tekur því víst ekki að skíra öll nautin og kýrnar frá bara íslenska nöfn, þær fá ekki ensk nöfn og þær fá ekki karlanöfn, ég bíð eftir því að geta skýrt einna kúnna Skarphéðinn,” segir Belinda brosandi. Mjög myndarlegt kúabú er rekið á Móeiðarhvoli og allt til fyrirmyndar á þeim bæ.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Rangárþing eystra Landbúnaður Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Fleiri fréttir Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Sjá meira