Skoruðu sigurmarkið í hinum margfræga „Fergie-tíma“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. apríl 2023 12:31 Man United kom til baka gegn Aston Villa. Charlotte Tattersall/Getty Images Kvennalið Manchester United heldur svo sannarlega í gömlu góðu gildin sem gerðu karlalið félagsins jafn sigursælt og raun bar vitni. Liðið tvívegis undir gegn Aston Villa á útivelli en tókst á einhvern undraverðan hátt að snúa dæminu sér í vil og tryggja sér dramatískan 3-2 sigur með marki í uppbótartíma. Man United er í harðri baráttu um Englandsmeistaratitilinn sem og liðið er komið í úrslit ensku bikarkeppninnar. Mikið afrek fyrir lið sem var ekki sett á laggirnar í núverandi mynd fyrir nema fimm árum síðar. Þá gekk liðið í gegnum töluvert af breytingum fyrir yfirstandandi leiktíð. Toppliðið heimsótti Birimingam á laugardag og mætti þar Aston Villa. Í tvígang kom Rachel Daly, framherjinn sem var áður vinstri bakvörður, heimaliðinu yfir en hún reyndist vörn Man Utd erfiður ljár í þúfu í leiknum. Gestirnir frá Manchester létu það ekki á sig fá og jöfnuðu metin tvívegis, fyrst Leah Galton og svo Nikita Parris. Það stefndi í 2-2 jafntefli þegar líða fór á leikinn en staðan var enn jöfn þegar venjulegum leiktíma var lokið. Það var ekki fyrr en á þriðju mínútu uppbótartíma sem Millie Turner skilaði aukaspyrnu Katie Zelem í netið og gestirnir ærðust af fögnuði. SCENES! #MUWomen || #WSL pic.twitter.com/0l5EnvLuF8— Manchester United Women (@ManUtdWomen) April 28, 2023 Segja má að liðið hafi haldið í gildin sem gerðu bestu lið Sir Alex Ferguson að því óstöðvandi afli sem þau voru. Þau neituðu að gefast upp. Þá hjálpaði að fá góðan uppbótartíma til að tryggja sigurinn. Var það kallað „Fergie time“ eða „Fergie-tími.“ Var hugmyndin sú að Man United fengi einfaldlega eins mikinn uppbótartíma og þyrfti til að skora sigurmark í leikjum. What a night, what a feeling #MUWomen || #WSL pic.twitter.com/6VMxbCqscV— Manchester United Women (@ManUtdWomen) April 28, 2023 Fergie time pic.twitter.com/wU4OKYI5xP— Millie Turner (@MillieTurner_) April 29, 2023 Þökk sé sigurmarki Turner í gær er Man United nú með sex stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Manchester City er í öðru sætinu með leik til góða og þá er Chelsea sjö stigum á eftir toppliðinu með þrjá leiki til góða. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Fótbolti Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Handbolti EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Fótbolti „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Fótbolti Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Enski boltinn Fleiri fréttir Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Reiður sjálfum sér: „Ótrúlega heimskuleg mistök“ Tveir frá Arsenal og Bournemouth tilnefndir með nýjustu stjörnu Chelsea Samkomulag um kaupverð Kerkez í höfn Á förum frá Arsenal Erfiðasta byrjunin er hjá Arsenal og Man. United Liverpool gæti misst Mo Salah í sex leiki Bernardo Silva nýr fyrirliði Manchester City Liverpool byrjar titilvörnina á móti Bournemouth „Ég vil líka skora mörk“ Kæra Coote vegna ummæla sinna um Jürgen Klopp Spilaði í fyrsta skiptið eftir bílslysið Man. United sagt í viðræðum við Ekitike sem var líka orðaður við Liverpool „Ég vil drepa Manchester United“ Sjá meira
Man United er í harðri baráttu um Englandsmeistaratitilinn sem og liðið er komið í úrslit ensku bikarkeppninnar. Mikið afrek fyrir lið sem var ekki sett á laggirnar í núverandi mynd fyrir nema fimm árum síðar. Þá gekk liðið í gegnum töluvert af breytingum fyrir yfirstandandi leiktíð. Toppliðið heimsótti Birimingam á laugardag og mætti þar Aston Villa. Í tvígang kom Rachel Daly, framherjinn sem var áður vinstri bakvörður, heimaliðinu yfir en hún reyndist vörn Man Utd erfiður ljár í þúfu í leiknum. Gestirnir frá Manchester létu það ekki á sig fá og jöfnuðu metin tvívegis, fyrst Leah Galton og svo Nikita Parris. Það stefndi í 2-2 jafntefli þegar líða fór á leikinn en staðan var enn jöfn þegar venjulegum leiktíma var lokið. Það var ekki fyrr en á þriðju mínútu uppbótartíma sem Millie Turner skilaði aukaspyrnu Katie Zelem í netið og gestirnir ærðust af fögnuði. SCENES! #MUWomen || #WSL pic.twitter.com/0l5EnvLuF8— Manchester United Women (@ManUtdWomen) April 28, 2023 Segja má að liðið hafi haldið í gildin sem gerðu bestu lið Sir Alex Ferguson að því óstöðvandi afli sem þau voru. Þau neituðu að gefast upp. Þá hjálpaði að fá góðan uppbótartíma til að tryggja sigurinn. Var það kallað „Fergie time“ eða „Fergie-tími.“ Var hugmyndin sú að Man United fengi einfaldlega eins mikinn uppbótartíma og þyrfti til að skora sigurmark í leikjum. What a night, what a feeling #MUWomen || #WSL pic.twitter.com/6VMxbCqscV— Manchester United Women (@ManUtdWomen) April 28, 2023 Fergie time pic.twitter.com/wU4OKYI5xP— Millie Turner (@MillieTurner_) April 29, 2023 Þökk sé sigurmarki Turner í gær er Man United nú með sex stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Manchester City er í öðru sætinu með leik til góða og þá er Chelsea sjö stigum á eftir toppliðinu með þrjá leiki til góða.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Fótbolti Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Handbolti EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Fótbolti „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Fótbolti Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Enski boltinn Fleiri fréttir Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Reiður sjálfum sér: „Ótrúlega heimskuleg mistök“ Tveir frá Arsenal og Bournemouth tilnefndir með nýjustu stjörnu Chelsea Samkomulag um kaupverð Kerkez í höfn Á förum frá Arsenal Erfiðasta byrjunin er hjá Arsenal og Man. United Liverpool gæti misst Mo Salah í sex leiki Bernardo Silva nýr fyrirliði Manchester City Liverpool byrjar titilvörnina á móti Bournemouth „Ég vil líka skora mörk“ Kæra Coote vegna ummæla sinna um Jürgen Klopp Spilaði í fyrsta skiptið eftir bílslysið Man. United sagt í viðræðum við Ekitike sem var líka orðaður við Liverpool „Ég vil drepa Manchester United“ Sjá meira