Skoruðu sigurmarkið í hinum margfræga „Fergie-tíma“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. apríl 2023 12:31 Man United kom til baka gegn Aston Villa. Charlotte Tattersall/Getty Images Kvennalið Manchester United heldur svo sannarlega í gömlu góðu gildin sem gerðu karlalið félagsins jafn sigursælt og raun bar vitni. Liðið tvívegis undir gegn Aston Villa á útivelli en tókst á einhvern undraverðan hátt að snúa dæminu sér í vil og tryggja sér dramatískan 3-2 sigur með marki í uppbótartíma. Man United er í harðri baráttu um Englandsmeistaratitilinn sem og liðið er komið í úrslit ensku bikarkeppninnar. Mikið afrek fyrir lið sem var ekki sett á laggirnar í núverandi mynd fyrir nema fimm árum síðar. Þá gekk liðið í gegnum töluvert af breytingum fyrir yfirstandandi leiktíð. Toppliðið heimsótti Birimingam á laugardag og mætti þar Aston Villa. Í tvígang kom Rachel Daly, framherjinn sem var áður vinstri bakvörður, heimaliðinu yfir en hún reyndist vörn Man Utd erfiður ljár í þúfu í leiknum. Gestirnir frá Manchester létu það ekki á sig fá og jöfnuðu metin tvívegis, fyrst Leah Galton og svo Nikita Parris. Það stefndi í 2-2 jafntefli þegar líða fór á leikinn en staðan var enn jöfn þegar venjulegum leiktíma var lokið. Það var ekki fyrr en á þriðju mínútu uppbótartíma sem Millie Turner skilaði aukaspyrnu Katie Zelem í netið og gestirnir ærðust af fögnuði. SCENES! #MUWomen || #WSL pic.twitter.com/0l5EnvLuF8— Manchester United Women (@ManUtdWomen) April 28, 2023 Segja má að liðið hafi haldið í gildin sem gerðu bestu lið Sir Alex Ferguson að því óstöðvandi afli sem þau voru. Þau neituðu að gefast upp. Þá hjálpaði að fá góðan uppbótartíma til að tryggja sigurinn. Var það kallað „Fergie time“ eða „Fergie-tími.“ Var hugmyndin sú að Man United fengi einfaldlega eins mikinn uppbótartíma og þyrfti til að skora sigurmark í leikjum. What a night, what a feeling #MUWomen || #WSL pic.twitter.com/6VMxbCqscV— Manchester United Women (@ManUtdWomen) April 28, 2023 Fergie time pic.twitter.com/wU4OKYI5xP— Millie Turner (@MillieTurner_) April 29, 2023 Þökk sé sigurmarki Turner í gær er Man United nú með sex stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Manchester City er í öðru sætinu með leik til góða og þá er Chelsea sjö stigum á eftir toppliðinu með þrjá leiki til góða. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Í beinni: Keflavík - Njarðvík | Suðurnesjaslagur í umspili Íslenski boltinn Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Hákon reyndist hetja Brentford Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjá meira
Man United er í harðri baráttu um Englandsmeistaratitilinn sem og liðið er komið í úrslit ensku bikarkeppninnar. Mikið afrek fyrir lið sem var ekki sett á laggirnar í núverandi mynd fyrir nema fimm árum síðar. Þá gekk liðið í gegnum töluvert af breytingum fyrir yfirstandandi leiktíð. Toppliðið heimsótti Birimingam á laugardag og mætti þar Aston Villa. Í tvígang kom Rachel Daly, framherjinn sem var áður vinstri bakvörður, heimaliðinu yfir en hún reyndist vörn Man Utd erfiður ljár í þúfu í leiknum. Gestirnir frá Manchester létu það ekki á sig fá og jöfnuðu metin tvívegis, fyrst Leah Galton og svo Nikita Parris. Það stefndi í 2-2 jafntefli þegar líða fór á leikinn en staðan var enn jöfn þegar venjulegum leiktíma var lokið. Það var ekki fyrr en á þriðju mínútu uppbótartíma sem Millie Turner skilaði aukaspyrnu Katie Zelem í netið og gestirnir ærðust af fögnuði. SCENES! #MUWomen || #WSL pic.twitter.com/0l5EnvLuF8— Manchester United Women (@ManUtdWomen) April 28, 2023 Segja má að liðið hafi haldið í gildin sem gerðu bestu lið Sir Alex Ferguson að því óstöðvandi afli sem þau voru. Þau neituðu að gefast upp. Þá hjálpaði að fá góðan uppbótartíma til að tryggja sigurinn. Var það kallað „Fergie time“ eða „Fergie-tími.“ Var hugmyndin sú að Man United fengi einfaldlega eins mikinn uppbótartíma og þyrfti til að skora sigurmark í leikjum. What a night, what a feeling #MUWomen || #WSL pic.twitter.com/6VMxbCqscV— Manchester United Women (@ManUtdWomen) April 28, 2023 Fergie time pic.twitter.com/wU4OKYI5xP— Millie Turner (@MillieTurner_) April 29, 2023 Þökk sé sigurmarki Turner í gær er Man United nú með sex stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Manchester City er í öðru sætinu með leik til góða og þá er Chelsea sjö stigum á eftir toppliðinu með þrjá leiki til góða.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Í beinni: Keflavík - Njarðvík | Suðurnesjaslagur í umspili Íslenski boltinn Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Hákon reyndist hetja Brentford Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjá meira