Lífið samstarf

Meira eða minna pönk – það er spurningin

SS
Hljómsveitin Sæborg flytur líflega pönk-rokk útgáfu af SS pylsulaginu.
Hljómsveitin Sæborg flytur líflega pönk-rokk útgáfu af SS pylsulaginu.

Seinni umferð Skúrsins hófst í gær föstudag en í þáttunum keppa sex flytjendur um bestu nýju útgáfuna af SS pylsulaginu auk þess sem keppt er um besta frumsamda lagið.

Í fyrri umferð kynntumst við flytjendunum sex og heyrðum brot úr fyrstu útgáfum laga þeirra. Nú hefur hópurinn haft góðan tíma til að fínpússa bæði lögin og gera ýmsar breytingar á þeim.

Hér fáum við að heyra lokaútgáfu hljómsveitarinnar Sæborgar af SS pylsulaginu sem er í líflegri pönk-rokk útgáfu. Þeir félagar höfðu hugsað sér að bæta við fleiri röddum, t.d. kvenna- og barnaröddum. Verður það meira pönk eða afpönkar það lagið? Það er spurning.

„Við ákváðum að stækka aðeins lagið,“ segja þeir félagar. „Þess vegna bættum við inn bæði kvenna- og barnaröddum enda gengur þetta út á að ná til allra. Það eru unnustur okkar og börn sem sjá um þessar raddir og það var sérstaklega lítið mál að fá börnin með.“

Klippa: Skúrinn - Leitin að nýja SS pylsulaginu: Áttundi þáttur

Standi Sæborg uppi sem sigurvegari er ljóst hvernig verðlaunafénu verður varið. „Ef okkur tekst að vinna munum við fjármagna plötuútgáfu og æfingarhúsnæði. Og kannski kaupa okkur trommara.“

Næstu flytjendurnir verða kynntir til sögunnar eftir helgi.

Að loknum sjötta þætti seinni umferðar munu lesendur Vísis og dómnefnd velja þrjú SS pylsulög áfram og velja besta frumsamda lagið.

Landsmenn munu heyra útgáfurnar þrjár sem komast í lokaúrslit í sjónvarpi og útvarpi í sumar og í ágúst verður kosið um sigurvegarann í keppninni um besta nýja SS pylsulagið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.