Friðrik Jónsson ákvað að gefa ekki kost á sér til endurkjörs en hann hefur verið formaður BHM frá því í maí 2021.
Kolbrún hefur verið formaður Félags leikstjóra á Íslandi. Hún sat á þingi fyrir Vinstri græn frá 1999 til 2009. Eftir að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar sprakk í kjölfar efnahagshrunsins varð hún umhverfisráðherra í minnihlutastjórn Vinstri grænna og Samfylkingarinnar frá febrúar til maí 2009. Hún náði ekki sæti á Alþingi í kosningum þá um vorið og var varaþingmaður flokksins árið 2010.
Formaður BHM er kjörinn til tveggja ára í senn. Aðalafundurinn þar sem formaðurinn er formlega kjörinn fer fram 25. maí. BHM eru heildarsamtök 27 aðildarfélaga með yfir sautján þúsund félaga.