Lífeyrissjóðir slitu samstarfi við Íslensk verðbréf um rekstur TFII
![Íslensk verðbréf komu framtakssjóðnum á fót árið 2017.](https://www.visir.is/i/06954554E9125D848A5124A7CF0F4D2976A69CB474100A376DBC7F8477277EF3_713x0.jpg)
Eigendur framtakssjóðsins TFII, sem eru að uppistöðu lífeyrissjóðir, áttu frumkvæði að því að slíta samstarfi við sjóðastýringuna ÍV-sjóði, dótturfélag Íslenskra verðbréfa, eftir að hafa gert ýmsar athugasemdir við reksturinn. Nýkjörin stjórn framtakssjóðsins mun í framhaldinu taka ákvörðun um það hvort leitað verði eftir nýjum rekstraraðila eða hvort sjóðurinn reki sig sjálfur.