Lífeyrissjóðir slitu samstarfi við Íslensk verðbréf um rekstur TFII

Eigendur framtakssjóðsins TFII, sem eru að uppistöðu lífeyrissjóðir, áttu frumkvæði að því að slíta samstarfi við sjóðastýringuna ÍV-sjóði, dótturfélag Íslenskra verðbréfa, eftir að hafa gert ýmsar athugasemdir við reksturinn. Nýkjörin stjórn framtakssjóðsins mun í framhaldinu taka ákvörðun um það hvort leitað verði eftir nýjum rekstraraðila eða hvort sjóðurinn reki sig sjálfur.