Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Keflavík 72-68 | Valur Íslandsmeistari eftir dramatískan sigur Árni Jóhannsson skrifar 28. apríl 2023 22:08 Valskonur fagna Íslandsmeistaratitlinum. Vísir/Hulda Margrét Valur er Íslandsmeistari kvenna í körfubolta eftir nauman fjögurra stiga sigur gegn Keflavík í Origo-höllinni í kvöld í fjórða leik liðanna í úrslitaeinvígi Subway-deildar kvenna. Lokatölur 72-68 og Valskonur unnu einvígið 3-1. Það var augljóst að taugarnar voru þandar hjá báðum liðum í kvöld þegar leikar hófust. Keflvíkingar náðu að halda betur haus og tóku frumkvæðið. Valur hitti herfilega og fundu sig 2-7 undir þegar fimm mínútur voru liðnar af leiknum. Þær náðu að rétta örlítið úr kútnum og náðu að draga Keflvíkinga nær sér en Keflvíkingar svöruðu um hæl og héldu Valskonum frá sér að minnsta kosti einni til tveimur körfum. Keflvíkingar hittu úr þriggja stiga skoti þegar fyrsti leikhluti rann út og leiddu með fjórum stigum að honum loknum 13-17. Vörn liðanna var góð á löngum köflum.Vísir / Hulda Margrét Sama saga var í öðrum leikhluta en Keflvíkingar náðu þó að slíta sig frá um stund og náðu mest níu stiga mun 20-29 þegar um fjórar mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. Valskonur sýndu þá styrk sinn og náðu að jafna metin í 29-29 en Keflavík tók þa´við og leiddi með þremur stigum þegar gengið var til búningsherbergja. Staðan 31-34 og hvorugt lið ánægt með sig að mati blaðamanns. Valur hitti úr 30% skota sinna og náði ekki að nýta sér það að taka fleiri sóknarfráköst en Keflavík. Gestirnir gátu svo nagað sig í handarbökin með það að hafa ekki tekið stærra forskot inn í hálfleikinn hafandi hitt betur en andstæðingurinn. Hart var barist í kvöld í leik Vals og Keflavíkur.Vísir / Hulda Margrét Sóknarleikur liðanna varð betri í seinni í þriðja leikhluta en Valskonur unnu hann 23-20. Liðin skiptust á að skora og tapa boltanum en áfram var Keflavík með frumkvæðið en náði ekki að slíta sig lengra frá en fimm stigum. Í lok leikhlutans náðu heimakonur að stíga á bensíngjöfina og jafna metin þannig að fyrir síðasta leikhluta tímabilsins var staðan jöfn 54-54. Daniela Morillo fagnar einni af körfunum sínum.Vísir / Hulda Margrét Aftur tóku Keflvíkingar frumkvæðið en það varð aldrei meira en þrjú stig í fjórða leikhluta. Valskonur komust yfir í fyrsta sinn í leiknum þegar staðan var 65-63 og tvær og hálf mínúta var eftir. Liðin skoruðu þá sitthvora körfuna áður en Karina Denislavova kom Keflvíkingum yfir með þriggja stiga körfu 67-68 þegar 34 sekúndur voru eftir. Valskonur gátu heldur betur leyft sér að fagnaVísir/Hulda Margrét Þá var tími fyrir hetjur en Valskonur eiga tvær slíkar. Fyrst setti Embla Kristínardóttir niður risastóran þrist til að koma stöðunni í 70-68 og svo náði Hildur BJörg Kjartansdóttir að verja skot Birnu Valgerðar, fá villu og setja niður tvö vítaskot til að klára leikinn og þar með tryggja Valskonum Íslandsmeistaratitilinn. Leiknum lauk 72-68 og eins og gefur að skilja varð fögnuðurinn mikill og trylltur. Valskonur gátu náttúrlega ekki beðið eftir því að lyfta bikarnum á loft.Vísir / Hulda Margrét Afhverju vann Valur? Þær voru sterkari á andlega sviðinu í leiknum. Þó þær hafi ekki hitt vel í byrjun þá héldu þær áfram að berjast og það mætti segja að óskynsamar ákvarðanir Keflvíkinga hafi komið þeim í koll að lokum. Það voru tækifæri að vera með meira forskot en þar sem Val var boðið upp í dans þá var hann þeginn af Valskonum. Þær tryggðu sér sigurinn og Íslandsmeistaratitilinn. Hvað gekk illa? Eins og áður segir þá var hittni liðanna ekki góð. Valur hitti úr 20% skota sinna í byrjun leiks en náðu að bæta það upp í 35% í lok hans. Keflvíkingar hittu úr 40% skota sinna en það sem verra var að þær hittu ekki nema úr 40% vítaskota sinna. Þar gæti hundurinn legið grafinn fyrir Keflvíkinga en Valskonur voru svalari á línunni og hittu úr 75% vítaskotanna. Þetta skiptir allt saman máli þegar uppi er staðið og Valskonur vel að því komnar að landa titilinum. Kiana Johnson, besti leikmaður úrslitakeppninnar.Vísir / Hulda Margrét Best á vellinum? Kiana Johnson var valin leikmaður úrslitakeppninnar. Hún leiddi liðið sitt í kvöld og allt einvígið og sá til þess að sínar konur héldu áfram allan tímann til að klára leikinn. Í kvöld skoraði hún 13 stig, gaf fimm stoðsendingar og tók átta fráköst. Valur vann hennar mínútur með fjórum stigum sem var nóg í kvöld. Hvað næst? Sumarfrí. Tímabilinu er lokið. Valur fagnar væntanlega fram á rauða nótt og Keflvíkingar sleikja sárin. Bæði lið sýndu af sér góða frammistöðu en að lokum var það Valur sem landaði þeim stór. Voru sterkari á andlega sviðinu og settu stærstu skotin. Hörður Axel: Svekktur en stoltur Þjálfari Keflvíkinga var að vonum svekktur þegar blaðamaður náði á hann þegar leik lauk í kvöld. Hann var spurður að því hvernig tilfinningin væri. „Ég er svekktur en að sama skapi stoltur af liðinu mínu. Ég er stoltur af því sem við náðum að framkvæma í vetur.“ Hann var næst spurður að því hvað hafi gerst hjá liðinu hans þegar Keflvíkingar misstu leikinn úr höndum sér. „Valur setur stór skot og við líka. Þetta var í raun og veru bara eitt skot til eða frá. Stórt hrós á Emblu [Kristínardóttur] sem hitti úr stóru skoti og erfiðu skoti sem ýtti undir það að við þurftum að svara á 20 sekúndum.“ Hörður Axel var spurður að því hvernig hann metur tímabilið í heild sinni svona strax að því loknu. „Mikil framför í stelpunum og stórt skref fram á við. Ég er stoltur af því sem við höfum náð þó að loka markmiðið hafi ekki náðst en á sama tíma tókum við stór skref fram á við í ár.“ Hörður var þá spurður hvort hann yrði við stjórnvölin til að taka næstu skref fram á við á næsta ári. „Það verður að koma í ljós og ég þarf að setjast niður með stjórninni og ræða það. Það er ekki eitthvað sem ég er að hugsa núna ný búinn að tapa hérna. Mér finnst að þessi spurning megi bíða betri tíma.“ Birna Valgerður: Mér fannst við samt ekki sýna allt sem við getum í öllu einvíginu Birna Valgerður Benónýsdóttir skoraði 12 stig fyrir Keflvíkinga í kvöld en það mátti duga skammt gegn Valskonum. Hún var spurður að því hvað gerðist hjá Keflvíkingum í lok leiks. „Ég veit ekki alveg hvað gerist. Við fengum nokkra sénsa til að klára þetta en ég held að það hafi verið hausinn fór með þetta í dag.“ Oft er þetta spurning um einhverjar millimetra. „Já þetta er tvö mjög jöfn lið. Mér fannst við samt ekki sýna allt sem við getum í öllu einvíginu. Við áttum fínan þriðja leik en mér fannst heilt yfir ekki sýna hvað við getum í þessari seríu.“ „Ég er ekki bara alveg klár á því hvað gerir það að verkum að við náum okkur ekki á strik. Kannski blanda af þessum hlutum. Þetta gekk bara ekki upp“, sagði Birna þegar hún var spurð að því hvort það hafi verið hausinn frekar en taktíkin sem gerði það að verkum að Keflvíkingar hafi ekki náð að sýna rétt andlit. Birna var spurð að því hvernig hægt væri að gera upp tímabilið. „Vá. Ég bara veit það ekki. Þetta var ótrúlega skemmtilegt tímabil. Geggjað lið. Þó þetta hafi verið svekkjandi þá var þetta gaman.“ Að lokum var Birna spurð út í framtíðina og hvort Keflavík ætti ekki að geta verið á svipuðum slóðum næstu árin. „Já við erum með geggjað lið eins og ég sagði. Svo er fullt af stelpum að koma upp sem eru ungar og við erum allar ungar. Við eigum nokkur ár í okkur og við bara sjáum hvað verður á næstu tímabilum.“ Subway-deild kvenna Valur Keflavík ÍF
Valur er Íslandsmeistari kvenna í körfubolta eftir nauman fjögurra stiga sigur gegn Keflavík í Origo-höllinni í kvöld í fjórða leik liðanna í úrslitaeinvígi Subway-deildar kvenna. Lokatölur 72-68 og Valskonur unnu einvígið 3-1. Það var augljóst að taugarnar voru þandar hjá báðum liðum í kvöld þegar leikar hófust. Keflvíkingar náðu að halda betur haus og tóku frumkvæðið. Valur hitti herfilega og fundu sig 2-7 undir þegar fimm mínútur voru liðnar af leiknum. Þær náðu að rétta örlítið úr kútnum og náðu að draga Keflvíkinga nær sér en Keflvíkingar svöruðu um hæl og héldu Valskonum frá sér að minnsta kosti einni til tveimur körfum. Keflvíkingar hittu úr þriggja stiga skoti þegar fyrsti leikhluti rann út og leiddu með fjórum stigum að honum loknum 13-17. Vörn liðanna var góð á löngum köflum.Vísir / Hulda Margrét Sama saga var í öðrum leikhluta en Keflvíkingar náðu þó að slíta sig frá um stund og náðu mest níu stiga mun 20-29 þegar um fjórar mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. Valskonur sýndu þá styrk sinn og náðu að jafna metin í 29-29 en Keflavík tók þa´við og leiddi með þremur stigum þegar gengið var til búningsherbergja. Staðan 31-34 og hvorugt lið ánægt með sig að mati blaðamanns. Valur hitti úr 30% skota sinna og náði ekki að nýta sér það að taka fleiri sóknarfráköst en Keflavík. Gestirnir gátu svo nagað sig í handarbökin með það að hafa ekki tekið stærra forskot inn í hálfleikinn hafandi hitt betur en andstæðingurinn. Hart var barist í kvöld í leik Vals og Keflavíkur.Vísir / Hulda Margrét Sóknarleikur liðanna varð betri í seinni í þriðja leikhluta en Valskonur unnu hann 23-20. Liðin skiptust á að skora og tapa boltanum en áfram var Keflavík með frumkvæðið en náði ekki að slíta sig lengra frá en fimm stigum. Í lok leikhlutans náðu heimakonur að stíga á bensíngjöfina og jafna metin þannig að fyrir síðasta leikhluta tímabilsins var staðan jöfn 54-54. Daniela Morillo fagnar einni af körfunum sínum.Vísir / Hulda Margrét Aftur tóku Keflvíkingar frumkvæðið en það varð aldrei meira en þrjú stig í fjórða leikhluta. Valskonur komust yfir í fyrsta sinn í leiknum þegar staðan var 65-63 og tvær og hálf mínúta var eftir. Liðin skoruðu þá sitthvora körfuna áður en Karina Denislavova kom Keflvíkingum yfir með þriggja stiga körfu 67-68 þegar 34 sekúndur voru eftir. Valskonur gátu heldur betur leyft sér að fagnaVísir/Hulda Margrét Þá var tími fyrir hetjur en Valskonur eiga tvær slíkar. Fyrst setti Embla Kristínardóttir niður risastóran þrist til að koma stöðunni í 70-68 og svo náði Hildur BJörg Kjartansdóttir að verja skot Birnu Valgerðar, fá villu og setja niður tvö vítaskot til að klára leikinn og þar með tryggja Valskonum Íslandsmeistaratitilinn. Leiknum lauk 72-68 og eins og gefur að skilja varð fögnuðurinn mikill og trylltur. Valskonur gátu náttúrlega ekki beðið eftir því að lyfta bikarnum á loft.Vísir / Hulda Margrét Afhverju vann Valur? Þær voru sterkari á andlega sviðinu í leiknum. Þó þær hafi ekki hitt vel í byrjun þá héldu þær áfram að berjast og það mætti segja að óskynsamar ákvarðanir Keflvíkinga hafi komið þeim í koll að lokum. Það voru tækifæri að vera með meira forskot en þar sem Val var boðið upp í dans þá var hann þeginn af Valskonum. Þær tryggðu sér sigurinn og Íslandsmeistaratitilinn. Hvað gekk illa? Eins og áður segir þá var hittni liðanna ekki góð. Valur hitti úr 20% skota sinna í byrjun leiks en náðu að bæta það upp í 35% í lok hans. Keflvíkingar hittu úr 40% skota sinna en það sem verra var að þær hittu ekki nema úr 40% vítaskota sinna. Þar gæti hundurinn legið grafinn fyrir Keflvíkinga en Valskonur voru svalari á línunni og hittu úr 75% vítaskotanna. Þetta skiptir allt saman máli þegar uppi er staðið og Valskonur vel að því komnar að landa titilinum. Kiana Johnson, besti leikmaður úrslitakeppninnar.Vísir / Hulda Margrét Best á vellinum? Kiana Johnson var valin leikmaður úrslitakeppninnar. Hún leiddi liðið sitt í kvöld og allt einvígið og sá til þess að sínar konur héldu áfram allan tímann til að klára leikinn. Í kvöld skoraði hún 13 stig, gaf fimm stoðsendingar og tók átta fráköst. Valur vann hennar mínútur með fjórum stigum sem var nóg í kvöld. Hvað næst? Sumarfrí. Tímabilinu er lokið. Valur fagnar væntanlega fram á rauða nótt og Keflvíkingar sleikja sárin. Bæði lið sýndu af sér góða frammistöðu en að lokum var það Valur sem landaði þeim stór. Voru sterkari á andlega sviðinu og settu stærstu skotin. Hörður Axel: Svekktur en stoltur Þjálfari Keflvíkinga var að vonum svekktur þegar blaðamaður náði á hann þegar leik lauk í kvöld. Hann var spurður að því hvernig tilfinningin væri. „Ég er svekktur en að sama skapi stoltur af liðinu mínu. Ég er stoltur af því sem við náðum að framkvæma í vetur.“ Hann var næst spurður að því hvað hafi gerst hjá liðinu hans þegar Keflvíkingar misstu leikinn úr höndum sér. „Valur setur stór skot og við líka. Þetta var í raun og veru bara eitt skot til eða frá. Stórt hrós á Emblu [Kristínardóttur] sem hitti úr stóru skoti og erfiðu skoti sem ýtti undir það að við þurftum að svara á 20 sekúndum.“ Hörður Axel var spurður að því hvernig hann metur tímabilið í heild sinni svona strax að því loknu. „Mikil framför í stelpunum og stórt skref fram á við. Ég er stoltur af því sem við höfum náð þó að loka markmiðið hafi ekki náðst en á sama tíma tókum við stór skref fram á við í ár.“ Hörður var þá spurður hvort hann yrði við stjórnvölin til að taka næstu skref fram á við á næsta ári. „Það verður að koma í ljós og ég þarf að setjast niður með stjórninni og ræða það. Það er ekki eitthvað sem ég er að hugsa núna ný búinn að tapa hérna. Mér finnst að þessi spurning megi bíða betri tíma.“ Birna Valgerður: Mér fannst við samt ekki sýna allt sem við getum í öllu einvíginu Birna Valgerður Benónýsdóttir skoraði 12 stig fyrir Keflvíkinga í kvöld en það mátti duga skammt gegn Valskonum. Hún var spurður að því hvað gerðist hjá Keflvíkingum í lok leiks. „Ég veit ekki alveg hvað gerist. Við fengum nokkra sénsa til að klára þetta en ég held að það hafi verið hausinn fór með þetta í dag.“ Oft er þetta spurning um einhverjar millimetra. „Já þetta er tvö mjög jöfn lið. Mér fannst við samt ekki sýna allt sem við getum í öllu einvíginu. Við áttum fínan þriðja leik en mér fannst heilt yfir ekki sýna hvað við getum í þessari seríu.“ „Ég er ekki bara alveg klár á því hvað gerir það að verkum að við náum okkur ekki á strik. Kannski blanda af þessum hlutum. Þetta gekk bara ekki upp“, sagði Birna þegar hún var spurð að því hvort það hafi verið hausinn frekar en taktíkin sem gerði það að verkum að Keflvíkingar hafi ekki náð að sýna rétt andlit. Birna var spurð að því hvernig hægt væri að gera upp tímabilið. „Vá. Ég bara veit það ekki. Þetta var ótrúlega skemmtilegt tímabil. Geggjað lið. Þó þetta hafi verið svekkjandi þá var þetta gaman.“ Að lokum var Birna spurð út í framtíðina og hvort Keflavík ætti ekki að geta verið á svipuðum slóðum næstu árin. „Já við erum með geggjað lið eins og ég sagði. Svo er fullt af stelpum að koma upp sem eru ungar og við erum allar ungar. Við eigum nokkur ár í okkur og við bara sjáum hvað verður á næstu tímabilum.“
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum