„Langaði að koma til baka og sýna börnunum mínum að ég geti þetta“ Jón Már Ferro skrifar 28. apríl 2023 09:01 Sigrún Ella Einarsdóttir (númer 28) eftir 3-0 sigur gegn Ísrael árið 2014 í undankeppni HM. Vísir/Andri Marinó „Ég var eiginlega bara hætt þangað til að Stjarnan talaði við mig. Það er erfitt að slíta sig frá þessu svo þetta var óvænt ánægja,“ segir hin 31 árs gamla, Sigrún Ella Einarsdóttir, sem er gengin í raðir Stjörnunnar á nýjan leik. Sigrún eignaðist sitt annað barn fyrir níu mánuðum en fyrir á hún þriggja ára gamalt barn. Börnin hennar og aðrar konur sem hafa snúið til baka í fótbolta eftir barnsburð, hafa gefið henni mikinn drifkraft í endurkomunni. „Mig langaði að koma til baka og sýna börnunum mínum að ég geti þetta. Maður hefur séð fullt af flottum fótboltakonum eins og Málfríði Ernu, Sif Atladóttur, Jasmíni Erlu og Katrínu Ásbjörnsdóttur sem eru allar með börn, hafa komið til baka og staðið sig fáránlega vel. Það var aðalástæðan og að sanna fyrir sjálfri mér að ég gæti það.“ Sigrún er sóknarsinnaður miðjumaður og á að baki 116 leiki í efstu deild og skorað í þeim 21 mark fyrir Stjörnuna og FH. Einnig hefur hún leikið tvo A-landsleiki og níu leiki fyrir yngri landslið Íslands. „Þegar manni líður vel og maður sér fyrir sér að geta komið til baka. Af hverju ekki að láta á það reyna? Þetta er allur líkaminn sem fer í allt annað hlutverk,“ segir Sigrún aðspurð um endurkomuna í fótbolta eftir barnsburð. Þrátt fyrir að hafa ekki spilað síðan fyrir tveimur árum með FH í Lenggjudeildinni, þegar hún spilaði átján leiki og skorað fimm mörk, var hún spennt fyrir að taka skóna fram að nýju. „Stjarnan hafði samband við mig á laugardaginn og boltinn fór að rúlla ansi hratt.“ Sigrún setur stefnuna á að spila með Stjörnunni í Bestu deildinni í sumar en mun ekki stíga inn á völlinn alveg strax eins og gefur að skilja eftir barnsburð. „Við ætlum að taka fjórar til sex vikur í þetta áður en ég fer að spila eitthvað. Ég þarf að byggja mig upp og koma mér í stand. Það liggur ekkert þannig á að fara spila því þær eru með frábæran hóp,“ segir Sigrún um nýju liðsfélaga sína. „Ég er að koma mér af stað aftur og Stjarnan hafði samband. Mér fannst það mjög spennandi vegna þess að það er mitt fyrrum félag. Ég ákvað að taka slaginn með þeim,“ segir Sigrún. Stjörnunni er spáð íslandsmeistaratitlinum en tapaði á miðvikudag gegn Þór/KA, 0-1, í fyrstu umferð. Næsti leikur liðsins er gegn ÍBV á þriðjudaginn 2. maí klukkan 18:00 í Bestu deildinni. Stjarnan Besta deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Þór/KA 0-1 | Gestirnir jarðtengdu Stjörnuna Þór/KA gerði sér lítið fyrir og vann Stjörnuna í 1. umferð Bestu deildar kvenna í knattspyrnu. Stjörnukonum er spáð fyrsta sætinu af íþróttadeild Vísis en það skipti norðankonur ekki neinu máli í kvöld. 26. apríl 2023 19:55 Mest lesið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Handbolti Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Fótbolti „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti „Mæti honum með bros á vör“ Körfubolti „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti Fleiri fréttir Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Sjá meira
Sigrún eignaðist sitt annað barn fyrir níu mánuðum en fyrir á hún þriggja ára gamalt barn. Börnin hennar og aðrar konur sem hafa snúið til baka í fótbolta eftir barnsburð, hafa gefið henni mikinn drifkraft í endurkomunni. „Mig langaði að koma til baka og sýna börnunum mínum að ég geti þetta. Maður hefur séð fullt af flottum fótboltakonum eins og Málfríði Ernu, Sif Atladóttur, Jasmíni Erlu og Katrínu Ásbjörnsdóttur sem eru allar með börn, hafa komið til baka og staðið sig fáránlega vel. Það var aðalástæðan og að sanna fyrir sjálfri mér að ég gæti það.“ Sigrún er sóknarsinnaður miðjumaður og á að baki 116 leiki í efstu deild og skorað í þeim 21 mark fyrir Stjörnuna og FH. Einnig hefur hún leikið tvo A-landsleiki og níu leiki fyrir yngri landslið Íslands. „Þegar manni líður vel og maður sér fyrir sér að geta komið til baka. Af hverju ekki að láta á það reyna? Þetta er allur líkaminn sem fer í allt annað hlutverk,“ segir Sigrún aðspurð um endurkomuna í fótbolta eftir barnsburð. Þrátt fyrir að hafa ekki spilað síðan fyrir tveimur árum með FH í Lenggjudeildinni, þegar hún spilaði átján leiki og skorað fimm mörk, var hún spennt fyrir að taka skóna fram að nýju. „Stjarnan hafði samband við mig á laugardaginn og boltinn fór að rúlla ansi hratt.“ Sigrún setur stefnuna á að spila með Stjörnunni í Bestu deildinni í sumar en mun ekki stíga inn á völlinn alveg strax eins og gefur að skilja eftir barnsburð. „Við ætlum að taka fjórar til sex vikur í þetta áður en ég fer að spila eitthvað. Ég þarf að byggja mig upp og koma mér í stand. Það liggur ekkert þannig á að fara spila því þær eru með frábæran hóp,“ segir Sigrún um nýju liðsfélaga sína. „Ég er að koma mér af stað aftur og Stjarnan hafði samband. Mér fannst það mjög spennandi vegna þess að það er mitt fyrrum félag. Ég ákvað að taka slaginn með þeim,“ segir Sigrún. Stjörnunni er spáð íslandsmeistaratitlinum en tapaði á miðvikudag gegn Þór/KA, 0-1, í fyrstu umferð. Næsti leikur liðsins er gegn ÍBV á þriðjudaginn 2. maí klukkan 18:00 í Bestu deildinni.
Stjarnan Besta deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Þór/KA 0-1 | Gestirnir jarðtengdu Stjörnuna Þór/KA gerði sér lítið fyrir og vann Stjörnuna í 1. umferð Bestu deildar kvenna í knattspyrnu. Stjörnukonum er spáð fyrsta sætinu af íþróttadeild Vísis en það skipti norðankonur ekki neinu máli í kvöld. 26. apríl 2023 19:55 Mest lesið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Handbolti Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Fótbolti „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti „Mæti honum með bros á vör“ Körfubolti „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti Fleiri fréttir Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Þór/KA 0-1 | Gestirnir jarðtengdu Stjörnuna Þór/KA gerði sér lítið fyrir og vann Stjörnuna í 1. umferð Bestu deildar kvenna í knattspyrnu. Stjörnukonum er spáð fyrsta sætinu af íþróttadeild Vísis en það skipti norðankonur ekki neinu máli í kvöld. 26. apríl 2023 19:55
Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti
Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti