Þórsliðið hefur unnið tvo fyrstu leiki einvígisins en Þórsarar unnu meðal annars fyrsta leikinn á heimavelli Vals með átta stigum, 83-75.
Það þýðir að næsti sigur Þórsara tryggir sigur í einvíginu. Komi hann í kvöld þá skrifa Þórsarar nýjan kafla í sögu félagsins því þeir hafa aldrei náð að sóa liði út úr úrslitakeppni.
Þórsliðið hefur unnið átta einvígi í sögu úrslitakeppninnar þar af helming þeirra 3-2. Þórsarar hafa líka unnið fjóra oddaleik, einu sinni 2-1 og þrisvar 3-2.
Tapi Valsmenn í kvöld þá verða þeir líka þriðju Íslandsmeistararnir í röð sem hefur verið sópað 3-0 út úr undanúrslitunum. Það gerðist einnig hjá Þórsurum í fyrra og hjá KR-ingum árið á undan.
Leikur Vals og Þórs verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Leikurinn hefst klukkan 19.15 en upphitun fyrir hann fer í gang klukkan 18.45. Körfuboltakvöld gerir leikinn líka upp að honum loknum.
- Sigrar Þórs í einvígum í úrslitakeppni:
- Fjórum sinnum 3-1 (2012, 2021, 2021, 2022)
- Þrisvar sinnum 3-2 (2019, 2021, 2023)
- Einu sinni 2-1 (2012)
- -
- Hvernig hefur titilvörnin endað undanfarin ár:
- Þór Þorl. 2022 (0-3 á móti Val í undanúrslitunum)
- KR 2021 (0-3 á móti Keflavík í undanúrslitunum)
- KR 2019 (Íslandsmeistarar)
- KR 2018 (Íslandsmeistarar)
- KR 2017 (Íslandsmeistarar)
- KR 2016 (Íslandsmeistarar)
- KR 2015 (Íslandsmeistarar)
- Grindavík 2014 (1-3 á móti KR í lokaúrslitum)
- Grindavík 2013 (Íslandsmeistarar)
- KR 2012 (1-3 á móti Grindavík í undanúrslitum)
- - Engin úrslitakeppni fór fram 2020