Teiknaði sjálfur upp lokaleikkerfið, skoraði og sendi Milwaukee í sumarfrí Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. apríl 2023 07:13 Jimmy Butler jafnar fyrir Miami Heat gegn Milwaukee Bucks undir lok venjulegs leiktíma. Miami vann svo í framlengingu og er komið í undanúrslit Austurdeildarinnar. getty/Stacy Revere Miami Heat gerði sér lítið fyrir og sendi efsta lið Austurdeildarinnar, Milwaukee Bucks, í sumarfrí í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta. Miami vann einvígið, 4-1. Þetta er í fyrsta sinn síðan 2012 sem lið sem endar í 8. sæti vinnur lið í 1. sæti. Þá sló Philadelphia 76ers Chicago Bulls út. Annan leikinn í röð var Jimmy Butler hetja Miami en hann jafnaði leikinn í þann mund sem tíminn rann út með ótrúlegu skoti. Erik Spoelstra teiknaði upp leikkerfi sem Butler var ekki hrifinn af svo þjálfarinn skipti um skoðun, sem betur fer fyrir Miami sem vann leikinn svo í framlengingu, 126-128. JIMMY BUTLER SENDS GAME 5 TO OT HE'S GOT 40 PTS. UNBELIEVABLE. : NBA TV pic.twitter.com/x9AGDSlxpC— NBA (@NBA) April 27, 2023 Jimmy Butler.Poetry.#PhantomCam pic.twitter.com/RbHtsm3kyL— NBA (@NBA) April 27, 2023 Butler fylgdi eftir 56 stiga frammistöðu sinni í fjórða leiknum með 42 stigum í nótt. Hann skoraði 38,4 stig að meðaltali í einvíginu. Gabe Vincent skoraði 22 stig og Bam Adebayo var með þrefalda tvennu; tuttugu stig, tíu fráköst og tíu stoðsendingar. Í undanúrslitum Austurdeildarinnar mætir Miami New York Knicks sem sigraði Cleveland Cavaliers, 95-106, í nótt. Knicks vann einvígið, 4-1, en þetta er í fyrsta sinn síðan 2013 sem liðið vinnur einvígi í úrslitakeppninni. Jalen Brunson skoraði 23 stig fyrir Knicks og RJ Barrett 21. Memphis Grizzlies minnkaði muninn í einvíginu gegn Los Angeles Lakers í 3-2 með sautján stiga heimsigri, 116-99. Bakverðir Memphis voru í stuði í leiknum. Desmond Bane skoraði 33 stig og Ja Morant 31. Báðir tóku þeir tíu fráköst. Þá er Golden State Warriors einum sigri frá sæti í undanúrslitum Vesturdeildarinnar eftir að hafa unnið Sacramento Kings á útivelli, 116-123. Stephen Curry skoraði 31 stig fyrir Golden State og Klay Thompson 25. Heat. Knicks.1 Eastern Conference Semifinal is set #NBAPlayoffs presented by Google Pixel pic.twitter.com/at0Lwv9y0l— NBA (@NBA) April 27, 2023 NBA Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Fótbolti Fleiri fréttir Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Sjá meira
Þetta er í fyrsta sinn síðan 2012 sem lið sem endar í 8. sæti vinnur lið í 1. sæti. Þá sló Philadelphia 76ers Chicago Bulls út. Annan leikinn í röð var Jimmy Butler hetja Miami en hann jafnaði leikinn í þann mund sem tíminn rann út með ótrúlegu skoti. Erik Spoelstra teiknaði upp leikkerfi sem Butler var ekki hrifinn af svo þjálfarinn skipti um skoðun, sem betur fer fyrir Miami sem vann leikinn svo í framlengingu, 126-128. JIMMY BUTLER SENDS GAME 5 TO OT HE'S GOT 40 PTS. UNBELIEVABLE. : NBA TV pic.twitter.com/x9AGDSlxpC— NBA (@NBA) April 27, 2023 Jimmy Butler.Poetry.#PhantomCam pic.twitter.com/RbHtsm3kyL— NBA (@NBA) April 27, 2023 Butler fylgdi eftir 56 stiga frammistöðu sinni í fjórða leiknum með 42 stigum í nótt. Hann skoraði 38,4 stig að meðaltali í einvíginu. Gabe Vincent skoraði 22 stig og Bam Adebayo var með þrefalda tvennu; tuttugu stig, tíu fráköst og tíu stoðsendingar. Í undanúrslitum Austurdeildarinnar mætir Miami New York Knicks sem sigraði Cleveland Cavaliers, 95-106, í nótt. Knicks vann einvígið, 4-1, en þetta er í fyrsta sinn síðan 2013 sem liðið vinnur einvígi í úrslitakeppninni. Jalen Brunson skoraði 23 stig fyrir Knicks og RJ Barrett 21. Memphis Grizzlies minnkaði muninn í einvíginu gegn Los Angeles Lakers í 3-2 með sautján stiga heimsigri, 116-99. Bakverðir Memphis voru í stuði í leiknum. Desmond Bane skoraði 33 stig og Ja Morant 31. Báðir tóku þeir tíu fráköst. Þá er Golden State Warriors einum sigri frá sæti í undanúrslitum Vesturdeildarinnar eftir að hafa unnið Sacramento Kings á útivelli, 116-123. Stephen Curry skoraði 31 stig fyrir Golden State og Klay Thompson 25. Heat. Knicks.1 Eastern Conference Semifinal is set #NBAPlayoffs presented by Google Pixel pic.twitter.com/at0Lwv9y0l— NBA (@NBA) April 27, 2023
NBA Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Fótbolti Fleiri fréttir Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Sjá meira