Teiknaði sjálfur upp lokaleikkerfið, skoraði og sendi Milwaukee í sumarfrí Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. apríl 2023 07:13 Jimmy Butler jafnar fyrir Miami Heat gegn Milwaukee Bucks undir lok venjulegs leiktíma. Miami vann svo í framlengingu og er komið í undanúrslit Austurdeildarinnar. getty/Stacy Revere Miami Heat gerði sér lítið fyrir og sendi efsta lið Austurdeildarinnar, Milwaukee Bucks, í sumarfrí í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta. Miami vann einvígið, 4-1. Þetta er í fyrsta sinn síðan 2012 sem lið sem endar í 8. sæti vinnur lið í 1. sæti. Þá sló Philadelphia 76ers Chicago Bulls út. Annan leikinn í röð var Jimmy Butler hetja Miami en hann jafnaði leikinn í þann mund sem tíminn rann út með ótrúlegu skoti. Erik Spoelstra teiknaði upp leikkerfi sem Butler var ekki hrifinn af svo þjálfarinn skipti um skoðun, sem betur fer fyrir Miami sem vann leikinn svo í framlengingu, 126-128. JIMMY BUTLER SENDS GAME 5 TO OT HE'S GOT 40 PTS. UNBELIEVABLE. : NBA TV pic.twitter.com/x9AGDSlxpC— NBA (@NBA) April 27, 2023 Jimmy Butler.Poetry.#PhantomCam pic.twitter.com/RbHtsm3kyL— NBA (@NBA) April 27, 2023 Butler fylgdi eftir 56 stiga frammistöðu sinni í fjórða leiknum með 42 stigum í nótt. Hann skoraði 38,4 stig að meðaltali í einvíginu. Gabe Vincent skoraði 22 stig og Bam Adebayo var með þrefalda tvennu; tuttugu stig, tíu fráköst og tíu stoðsendingar. Í undanúrslitum Austurdeildarinnar mætir Miami New York Knicks sem sigraði Cleveland Cavaliers, 95-106, í nótt. Knicks vann einvígið, 4-1, en þetta er í fyrsta sinn síðan 2013 sem liðið vinnur einvígi í úrslitakeppninni. Jalen Brunson skoraði 23 stig fyrir Knicks og RJ Barrett 21. Memphis Grizzlies minnkaði muninn í einvíginu gegn Los Angeles Lakers í 3-2 með sautján stiga heimsigri, 116-99. Bakverðir Memphis voru í stuði í leiknum. Desmond Bane skoraði 33 stig og Ja Morant 31. Báðir tóku þeir tíu fráköst. Þá er Golden State Warriors einum sigri frá sæti í undanúrslitum Vesturdeildarinnar eftir að hafa unnið Sacramento Kings á útivelli, 116-123. Stephen Curry skoraði 31 stig fyrir Golden State og Klay Thompson 25. Heat. Knicks.1 Eastern Conference Semifinal is set #NBAPlayoffs presented by Google Pixel pic.twitter.com/at0Lwv9y0l— NBA (@NBA) April 27, 2023 NBA Mest lesið Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Fótbolti Enduðu árið með stæl Enski boltinn Dómari blóðugur eftir slagsmál Sport Strákarnir komnir í úrslit Handbolti Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Kærkominn sigur City Enski boltinn Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Körfubolti Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Enski boltinn Ófarir Spurs halda áfram Enski boltinn Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Fleiri fréttir Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Sjá meira
Þetta er í fyrsta sinn síðan 2012 sem lið sem endar í 8. sæti vinnur lið í 1. sæti. Þá sló Philadelphia 76ers Chicago Bulls út. Annan leikinn í röð var Jimmy Butler hetja Miami en hann jafnaði leikinn í þann mund sem tíminn rann út með ótrúlegu skoti. Erik Spoelstra teiknaði upp leikkerfi sem Butler var ekki hrifinn af svo þjálfarinn skipti um skoðun, sem betur fer fyrir Miami sem vann leikinn svo í framlengingu, 126-128. JIMMY BUTLER SENDS GAME 5 TO OT HE'S GOT 40 PTS. UNBELIEVABLE. : NBA TV pic.twitter.com/x9AGDSlxpC— NBA (@NBA) April 27, 2023 Jimmy Butler.Poetry.#PhantomCam pic.twitter.com/RbHtsm3kyL— NBA (@NBA) April 27, 2023 Butler fylgdi eftir 56 stiga frammistöðu sinni í fjórða leiknum með 42 stigum í nótt. Hann skoraði 38,4 stig að meðaltali í einvíginu. Gabe Vincent skoraði 22 stig og Bam Adebayo var með þrefalda tvennu; tuttugu stig, tíu fráköst og tíu stoðsendingar. Í undanúrslitum Austurdeildarinnar mætir Miami New York Knicks sem sigraði Cleveland Cavaliers, 95-106, í nótt. Knicks vann einvígið, 4-1, en þetta er í fyrsta sinn síðan 2013 sem liðið vinnur einvígi í úrslitakeppninni. Jalen Brunson skoraði 23 stig fyrir Knicks og RJ Barrett 21. Memphis Grizzlies minnkaði muninn í einvíginu gegn Los Angeles Lakers í 3-2 með sautján stiga heimsigri, 116-99. Bakverðir Memphis voru í stuði í leiknum. Desmond Bane skoraði 33 stig og Ja Morant 31. Báðir tóku þeir tíu fráköst. Þá er Golden State Warriors einum sigri frá sæti í undanúrslitum Vesturdeildarinnar eftir að hafa unnið Sacramento Kings á útivelli, 116-123. Stephen Curry skoraði 31 stig fyrir Golden State og Klay Thompson 25. Heat. Knicks.1 Eastern Conference Semifinal is set #NBAPlayoffs presented by Google Pixel pic.twitter.com/at0Lwv9y0l— NBA (@NBA) April 27, 2023
NBA Mest lesið Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Fótbolti Enduðu árið með stæl Enski boltinn Dómari blóðugur eftir slagsmál Sport Strákarnir komnir í úrslit Handbolti Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Kærkominn sigur City Enski boltinn Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Körfubolti Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Enski boltinn Ófarir Spurs halda áfram Enski boltinn Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Fleiri fréttir Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Sjá meira