Fótbolti

Bjórkastarar settir í bann

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Starfsmenn á leik Bayern München og Manchester City í Meistaradeildinni á dögunum fjarlægja bjórdósir af vellinum en myndin tengist fréttinni ekki beint.
Starfsmenn á leik Bayern München og Manchester City í Meistaradeildinni á dögunum fjarlægja bjórdósir af vellinum en myndin tengist fréttinni ekki beint. Getty/Chris Brunskil

Stuðningsmenn danska fótboltafélagsins Vejle fá bæði bann og sekt frá félaginu sínu eftir hegðun þeirra í bikarleik á dögunum.

Stuðningsmennirnir eru 29 að tölu og gerðust uppvísir að því að kasta bjórglösum og fleiru lauslegu inn á völlinn í bikarleik á móti Íslendingaliðinu FC Kaupmannahöfn en leikurinn fór fram 6. apríl.

Þetta var seinni leikur liðanna og endaði hann með markalausu jafntefli. Það dugði FCK til að komast áfram því liðið vann heimaleikinn 2-0.

Vejle stuðningsmennirnir köstuðu öllu lauslegu í átt að FCK-leikmanninum Roony Bardghji þegar hann var að taka hornspyrnu.

Velje sagði frá því á heimasíðu sinni að félagið hafi nafngreint 29 ólátabelgi og sett þá í bann auk þess að sekta þá um fimm þúsund danskar krónur sem er um hundrað þúsund krónur íslenskar.

Velja notaði myndbandsupptökur og ljósmyndir til að finna þá aðila sem var refsað fyrir óásættanlega hegðun sína. Félagið segir nú að málið sé komið í hendur lögfræðinga.

„Það verður að vera góð upplifun að mæta á fótboltaleik á Vejle Stadium og við sættum okkur við bjórkast, hótanir eða aðra hegðun sem ógnar því,“ sagði í tilkynningunni á heiamsíðu Velje.

Velje fékk 25 þúsund danskar krónur í sekt frá danska knattspyrnusambandinu fyrir hegðun stuðningsmannanna eða um hálfa milljón í íslenskum krónum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×