Búinn að vera draumur síðan hann sá Snorra Stein og Óla Stef spila með liðinu Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 26. apríl 2023 07:01 Arnór Snær Óskarsson var kynntur sem nýr leikmaður Rhein-Neckar Löwen í gær. Vísir/Sigurjón Arnór Snær Óskarsson samdi í gær við þýska stórliðið Rhein-Neckar Löwen og mun spila þar á næstu leiktíð. Hann segir draum vera að rætast. „Það er búinn að vera draumur síðan maður var lítill, síðan maður horfði á Snorra [Stein Guðjónsson] og Óla [Ólaf Stefánsson] og alla þessa gæja spila í þessum leikjum,“ sagði Arnór Snær í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. „Þetta er bara búinn að vera draumur síðan maður var lítill þannig að þetta er algjör snilld.“ Tilkynnt var um skipti Arnórs í gær, en hann gekk hins vegar frá þeim þegar Valur mætti Göppingen ytra í Evrópudeildinni á dögunum. „Það var planað að klára þetta bara eftir leikinn. Þannig að ég spilaði leikinn og keyrði síðan um kvöldið til Mannheim og kláraði þetta daginn eftir.“ Hjá Rhein-Neckar Löwen hittir Arnór fyrir annan Íslending og Valsara, Ými Örn Gíslason. „Við erum búnir að vera í ágætis sambandi. Hann fékk að vita það frá þjálfaranum að þeir væru að skoða Íslendinga og eftir að ég fékk að vita þetta þá heyrði hann í mér og við erum búnir að vera í sambandi um hitt og þetta. Hvernig þetta er og íbúðir og alls konar þannig. Hann er búinn að hjálpa mér mjög mikið.“ Klippa: Arnór Snær Óskarsson gengur í raðir Rhein-Neckar Löwen Þjálfari Arnórs hjá Val, Snorri Steinn Guðjónsson, lék einnig með Rhein-Neckar Löwen á sínum tíma og Arnór segist að sjálfsögðu hafa rætt þetta við hann. „Já, auðvitað. Ég talaði við hann um leið og þeir heyrðu í mér og lét hann auðvitað vita af þessu. Hann sagði mér bara að þetta væri frábær staður, gott lið og flottur klúbbur og kannski ekkert ósvipað og hér.“ „Hann allavega sagði að þetta væri frábær staður og hann naut þess að vera þarna. Og ég auðvitað treysti honum“ „Þetta leggst vel í mig núna. Svo verðum við bara að sjá þegar það gerist þá kemur það í ljós hvort að maður höndli þetta eða ekki. Þetta er bara eins og þegar maður er að fara í leiki. Maður er kannski ekki stressaður fyrr en maður er mættur í höllina og þetta er kannski svipuð tilfinning. Þetta er geggjað gaman núna að vera að fara og flytja og allt það en svo um leið og maður er mættur og klukkan orðin sjö og enginn matur tilbúinn og engin mamma og allt það þá verður það kannski svolítið erfitt,“ sagði Arnór léttur að lokum. Olís-deild karla Þýski handboltinn Valur Tengdar fréttir Bikarmeistarar Löwen kynna Arnór Snæ til leiks Arnór Snær Óskarsson er genginn í raðir þýska stórliðsins Rhein-Neckar Löwen frá Val. Þar er fyrir einn fyrrum leikmaður Vals, Ýmir Örn Gíslason. 25. apríl 2023 08:15 Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira
„Það er búinn að vera draumur síðan maður var lítill, síðan maður horfði á Snorra [Stein Guðjónsson] og Óla [Ólaf Stefánsson] og alla þessa gæja spila í þessum leikjum,“ sagði Arnór Snær í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. „Þetta er bara búinn að vera draumur síðan maður var lítill þannig að þetta er algjör snilld.“ Tilkynnt var um skipti Arnórs í gær, en hann gekk hins vegar frá þeim þegar Valur mætti Göppingen ytra í Evrópudeildinni á dögunum. „Það var planað að klára þetta bara eftir leikinn. Þannig að ég spilaði leikinn og keyrði síðan um kvöldið til Mannheim og kláraði þetta daginn eftir.“ Hjá Rhein-Neckar Löwen hittir Arnór fyrir annan Íslending og Valsara, Ými Örn Gíslason. „Við erum búnir að vera í ágætis sambandi. Hann fékk að vita það frá þjálfaranum að þeir væru að skoða Íslendinga og eftir að ég fékk að vita þetta þá heyrði hann í mér og við erum búnir að vera í sambandi um hitt og þetta. Hvernig þetta er og íbúðir og alls konar þannig. Hann er búinn að hjálpa mér mjög mikið.“ Klippa: Arnór Snær Óskarsson gengur í raðir Rhein-Neckar Löwen Þjálfari Arnórs hjá Val, Snorri Steinn Guðjónsson, lék einnig með Rhein-Neckar Löwen á sínum tíma og Arnór segist að sjálfsögðu hafa rætt þetta við hann. „Já, auðvitað. Ég talaði við hann um leið og þeir heyrðu í mér og lét hann auðvitað vita af þessu. Hann sagði mér bara að þetta væri frábær staður, gott lið og flottur klúbbur og kannski ekkert ósvipað og hér.“ „Hann allavega sagði að þetta væri frábær staður og hann naut þess að vera þarna. Og ég auðvitað treysti honum“ „Þetta leggst vel í mig núna. Svo verðum við bara að sjá þegar það gerist þá kemur það í ljós hvort að maður höndli þetta eða ekki. Þetta er bara eins og þegar maður er að fara í leiki. Maður er kannski ekki stressaður fyrr en maður er mættur í höllina og þetta er kannski svipuð tilfinning. Þetta er geggjað gaman núna að vera að fara og flytja og allt það en svo um leið og maður er mættur og klukkan orðin sjö og enginn matur tilbúinn og engin mamma og allt það þá verður það kannski svolítið erfitt,“ sagði Arnór léttur að lokum.
Olís-deild karla Þýski handboltinn Valur Tengdar fréttir Bikarmeistarar Löwen kynna Arnór Snæ til leiks Arnór Snær Óskarsson er genginn í raðir þýska stórliðsins Rhein-Neckar Löwen frá Val. Þar er fyrir einn fyrrum leikmaður Vals, Ýmir Örn Gíslason. 25. apríl 2023 08:15 Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira
Bikarmeistarar Löwen kynna Arnór Snæ til leiks Arnór Snær Óskarsson er genginn í raðir þýska stórliðsins Rhein-Neckar Löwen frá Val. Þar er fyrir einn fyrrum leikmaður Vals, Ýmir Örn Gíslason. 25. apríl 2023 08:15