„Varnarlega djöfulsins kraftur í öllum, það er það sem skapar þetta“ Siggeir Ævarsson skrifar 25. apríl 2023 21:44 Hörður Axel Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur, fer yfir málin með sínu liði í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Herði Axel Vilhjálmssyni, þjálfara Keflavíkur, var tíðrætt um samvinnu og liðsheild, eftir sigur hans kvenna á Val í úrslitaviðureign liðanna í Subway-deild kvenna í Keflavík í kvöld. Hans konur náðu að kalla fram þá kosti sem skiluðu þeim deildarmeistaratitlinum. „Bara sama og í allan vetur. Orka og kraftur, gera hlutina saman og allir að vinna saman. Finna besta skotið sóknarlega. Varnarlega djöfulsins kraftur í öllum, það er það sem skapar þetta. Þá fáum við auðveldar körfur hinumegin og gerir lífið miklu auðveldara.“ „Þetta eru bara við. Þetta er bara það sem við stöndum fyrir. Við fórum yfir það svolítið fyrir þennan leik, hvað við stöndum fyrir. Við erum svolítið búin að fara frá því og það er líka mér að kenna.“ Keflavík hóf leikinn með miklum látum og komust í 12-0 áður en Valskonur náðu að setja stig á töfluna. Þá sjaldan sem Valskonur gerðu sig líklegar til að komast inn í leikinn svöruðu Keflvíkingar, en Hörður taldi upp nánast alla leikmenn liðsins þegar hann fór yfir frammistöður einstakra leikmanna. „Við fengum framlag líka frá mörgum á tímapunktum þegar þær voru að hóta því að koma til baka sem er dýrmætt. Katla setur hérna risastóran þrist til að ísa leikinn og Agnes var rosa flott. Eygló líka þegar hún kom inn, Emelía kemur inn í byrjunarliðið og gerir rosalega vel. Ég gæti haldið áfram. Þetta var bara sama og við höfum verið að vinna með á liðsheildinni. Í hverjum leik stígur einhver ný upp.“ Samvinna er orðið sem Hörður valdi til að kjarna leikinn. „Ég myndi segja samvinna. Samvinna milli allra, ég held að það sé lykill að þessu.“ Hörður vildi ekki meina að þessi sterka frammistaða myndi skila þeim miklum meðbyr í næsta leik. Hann var raunar ekkert farinn að hugsa um hann og vissi ekki einu sinni hvenær sá leikur er! (Hann er á föstudaginn fyrir áhugasama). „Það er bara nýr leikur. Þessi leikur hjálpar okkur ekkert þá. Við eigum einn leik núna, sem ég veit ekki einu sinni hvenær er, við vorum bara að spila þennan leik. Ég fer inn í klefa og fer yfir það hvenær næsti leikur er og verð tilbúinn þá.“ – Sagði Hörður að lokum, sem er vonandi ekki búinn að bóka sig neitt annað á föstudagskvöldið. Subway-deild kvenna Valur Keflavík ÍF Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - Valur 78-66 | Keflvíkingar halda úrslitaeinvíginu á lífi Keflavík vann afar mikilvægan tólf stiga sigur er liðið tók á móti Val í þriðja leik liðanna í úrslitum Subway-deildar kvenna í körfubolta í kvöld, 78-66. Keflvíkingar voru með bakið upp við vegg fyrir leik kvöldsins, en komu í veg fyrir að Valskonur tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í kvöld. 25. apríl 2023 20:56 Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Fleiri fréttir Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Sjá meira
„Bara sama og í allan vetur. Orka og kraftur, gera hlutina saman og allir að vinna saman. Finna besta skotið sóknarlega. Varnarlega djöfulsins kraftur í öllum, það er það sem skapar þetta. Þá fáum við auðveldar körfur hinumegin og gerir lífið miklu auðveldara.“ „Þetta eru bara við. Þetta er bara það sem við stöndum fyrir. Við fórum yfir það svolítið fyrir þennan leik, hvað við stöndum fyrir. Við erum svolítið búin að fara frá því og það er líka mér að kenna.“ Keflavík hóf leikinn með miklum látum og komust í 12-0 áður en Valskonur náðu að setja stig á töfluna. Þá sjaldan sem Valskonur gerðu sig líklegar til að komast inn í leikinn svöruðu Keflvíkingar, en Hörður taldi upp nánast alla leikmenn liðsins þegar hann fór yfir frammistöður einstakra leikmanna. „Við fengum framlag líka frá mörgum á tímapunktum þegar þær voru að hóta því að koma til baka sem er dýrmætt. Katla setur hérna risastóran þrist til að ísa leikinn og Agnes var rosa flott. Eygló líka þegar hún kom inn, Emelía kemur inn í byrjunarliðið og gerir rosalega vel. Ég gæti haldið áfram. Þetta var bara sama og við höfum verið að vinna með á liðsheildinni. Í hverjum leik stígur einhver ný upp.“ Samvinna er orðið sem Hörður valdi til að kjarna leikinn. „Ég myndi segja samvinna. Samvinna milli allra, ég held að það sé lykill að þessu.“ Hörður vildi ekki meina að þessi sterka frammistaða myndi skila þeim miklum meðbyr í næsta leik. Hann var raunar ekkert farinn að hugsa um hann og vissi ekki einu sinni hvenær sá leikur er! (Hann er á föstudaginn fyrir áhugasama). „Það er bara nýr leikur. Þessi leikur hjálpar okkur ekkert þá. Við eigum einn leik núna, sem ég veit ekki einu sinni hvenær er, við vorum bara að spila þennan leik. Ég fer inn í klefa og fer yfir það hvenær næsti leikur er og verð tilbúinn þá.“ – Sagði Hörður að lokum, sem er vonandi ekki búinn að bóka sig neitt annað á föstudagskvöldið.
Subway-deild kvenna Valur Keflavík ÍF Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - Valur 78-66 | Keflvíkingar halda úrslitaeinvíginu á lífi Keflavík vann afar mikilvægan tólf stiga sigur er liðið tók á móti Val í þriðja leik liðanna í úrslitum Subway-deildar kvenna í körfubolta í kvöld, 78-66. Keflvíkingar voru með bakið upp við vegg fyrir leik kvöldsins, en komu í veg fyrir að Valskonur tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í kvöld. 25. apríl 2023 20:56 Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Fleiri fréttir Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Sjá meira
Leik lokið: Keflavík - Valur 78-66 | Keflvíkingar halda úrslitaeinvíginu á lífi Keflavík vann afar mikilvægan tólf stiga sigur er liðið tók á móti Val í þriðja leik liðanna í úrslitum Subway-deildar kvenna í körfubolta í kvöld, 78-66. Keflvíkingar voru með bakið upp við vegg fyrir leik kvöldsins, en komu í veg fyrir að Valskonur tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í kvöld. 25. apríl 2023 20:56
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum