„Varnarlega djöfulsins kraftur í öllum, það er það sem skapar þetta“ Siggeir Ævarsson skrifar 25. apríl 2023 21:44 Hörður Axel Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur, fer yfir málin með sínu liði í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Herði Axel Vilhjálmssyni, þjálfara Keflavíkur, var tíðrætt um samvinnu og liðsheild, eftir sigur hans kvenna á Val í úrslitaviðureign liðanna í Subway-deild kvenna í Keflavík í kvöld. Hans konur náðu að kalla fram þá kosti sem skiluðu þeim deildarmeistaratitlinum. „Bara sama og í allan vetur. Orka og kraftur, gera hlutina saman og allir að vinna saman. Finna besta skotið sóknarlega. Varnarlega djöfulsins kraftur í öllum, það er það sem skapar þetta. Þá fáum við auðveldar körfur hinumegin og gerir lífið miklu auðveldara.“ „Þetta eru bara við. Þetta er bara það sem við stöndum fyrir. Við fórum yfir það svolítið fyrir þennan leik, hvað við stöndum fyrir. Við erum svolítið búin að fara frá því og það er líka mér að kenna.“ Keflavík hóf leikinn með miklum látum og komust í 12-0 áður en Valskonur náðu að setja stig á töfluna. Þá sjaldan sem Valskonur gerðu sig líklegar til að komast inn í leikinn svöruðu Keflvíkingar, en Hörður taldi upp nánast alla leikmenn liðsins þegar hann fór yfir frammistöður einstakra leikmanna. „Við fengum framlag líka frá mörgum á tímapunktum þegar þær voru að hóta því að koma til baka sem er dýrmætt. Katla setur hérna risastóran þrist til að ísa leikinn og Agnes var rosa flott. Eygló líka þegar hún kom inn, Emelía kemur inn í byrjunarliðið og gerir rosalega vel. Ég gæti haldið áfram. Þetta var bara sama og við höfum verið að vinna með á liðsheildinni. Í hverjum leik stígur einhver ný upp.“ Samvinna er orðið sem Hörður valdi til að kjarna leikinn. „Ég myndi segja samvinna. Samvinna milli allra, ég held að það sé lykill að þessu.“ Hörður vildi ekki meina að þessi sterka frammistaða myndi skila þeim miklum meðbyr í næsta leik. Hann var raunar ekkert farinn að hugsa um hann og vissi ekki einu sinni hvenær sá leikur er! (Hann er á föstudaginn fyrir áhugasama). „Það er bara nýr leikur. Þessi leikur hjálpar okkur ekkert þá. Við eigum einn leik núna, sem ég veit ekki einu sinni hvenær er, við vorum bara að spila þennan leik. Ég fer inn í klefa og fer yfir það hvenær næsti leikur er og verð tilbúinn þá.“ – Sagði Hörður að lokum, sem er vonandi ekki búinn að bóka sig neitt annað á föstudagskvöldið. Subway-deild kvenna Valur Keflavík ÍF Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - Valur 78-66 | Keflvíkingar halda úrslitaeinvíginu á lífi Keflavík vann afar mikilvægan tólf stiga sigur er liðið tók á móti Val í þriðja leik liðanna í úrslitum Subway-deildar kvenna í körfubolta í kvöld, 78-66. Keflvíkingar voru með bakið upp við vegg fyrir leik kvöldsins, en komu í veg fyrir að Valskonur tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í kvöld. 25. apríl 2023 20:56 Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Handbolti Fleiri fréttir Sparkaði í og trampaði á mótherja Pargo snýr aftur og klárar tímabilið með Grindavík Uppgjörið: Þór Þ - Keflavík 78 - 98 | Keflavíkurhraðlestin brunaði heim með öll stigin Shabazz látinn fara frá Grindavík Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 125-87 | Meistararnir völtuðu yfir Stólana „Þetta gefur mér vonir um að við getum barist um þetta“ Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 101-96| Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir heimamenn Uppgjör og viðtöl: ÍA - KR 98-120 | Fjórði sigur KR-inga í röð Uppgjör og viðtöl: Grindavík - Valur 78-67 | Áfram fullkomnir á heimavelli Uppgjör og viðtal: Ármann - ÍR 74-109 | Fóru létt með kanalausa Ármenninga Valur og KR styrkja sig rétt fyrir lok gluggans Uppgjörið: Valur - Haukar 90-97 | Fimm í röð hjá Haukum Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Sjá meira
„Bara sama og í allan vetur. Orka og kraftur, gera hlutina saman og allir að vinna saman. Finna besta skotið sóknarlega. Varnarlega djöfulsins kraftur í öllum, það er það sem skapar þetta. Þá fáum við auðveldar körfur hinumegin og gerir lífið miklu auðveldara.“ „Þetta eru bara við. Þetta er bara það sem við stöndum fyrir. Við fórum yfir það svolítið fyrir þennan leik, hvað við stöndum fyrir. Við erum svolítið búin að fara frá því og það er líka mér að kenna.“ Keflavík hóf leikinn með miklum látum og komust í 12-0 áður en Valskonur náðu að setja stig á töfluna. Þá sjaldan sem Valskonur gerðu sig líklegar til að komast inn í leikinn svöruðu Keflvíkingar, en Hörður taldi upp nánast alla leikmenn liðsins þegar hann fór yfir frammistöður einstakra leikmanna. „Við fengum framlag líka frá mörgum á tímapunktum þegar þær voru að hóta því að koma til baka sem er dýrmætt. Katla setur hérna risastóran þrist til að ísa leikinn og Agnes var rosa flott. Eygló líka þegar hún kom inn, Emelía kemur inn í byrjunarliðið og gerir rosalega vel. Ég gæti haldið áfram. Þetta var bara sama og við höfum verið að vinna með á liðsheildinni. Í hverjum leik stígur einhver ný upp.“ Samvinna er orðið sem Hörður valdi til að kjarna leikinn. „Ég myndi segja samvinna. Samvinna milli allra, ég held að það sé lykill að þessu.“ Hörður vildi ekki meina að þessi sterka frammistaða myndi skila þeim miklum meðbyr í næsta leik. Hann var raunar ekkert farinn að hugsa um hann og vissi ekki einu sinni hvenær sá leikur er! (Hann er á föstudaginn fyrir áhugasama). „Það er bara nýr leikur. Þessi leikur hjálpar okkur ekkert þá. Við eigum einn leik núna, sem ég veit ekki einu sinni hvenær er, við vorum bara að spila þennan leik. Ég fer inn í klefa og fer yfir það hvenær næsti leikur er og verð tilbúinn þá.“ – Sagði Hörður að lokum, sem er vonandi ekki búinn að bóka sig neitt annað á föstudagskvöldið.
Subway-deild kvenna Valur Keflavík ÍF Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - Valur 78-66 | Keflvíkingar halda úrslitaeinvíginu á lífi Keflavík vann afar mikilvægan tólf stiga sigur er liðið tók á móti Val í þriðja leik liðanna í úrslitum Subway-deildar kvenna í körfubolta í kvöld, 78-66. Keflvíkingar voru með bakið upp við vegg fyrir leik kvöldsins, en komu í veg fyrir að Valskonur tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í kvöld. 25. apríl 2023 20:56 Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Handbolti Fleiri fréttir Sparkaði í og trampaði á mótherja Pargo snýr aftur og klárar tímabilið með Grindavík Uppgjörið: Þór Þ - Keflavík 78 - 98 | Keflavíkurhraðlestin brunaði heim með öll stigin Shabazz látinn fara frá Grindavík Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 125-87 | Meistararnir völtuðu yfir Stólana „Þetta gefur mér vonir um að við getum barist um þetta“ Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 101-96| Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir heimamenn Uppgjör og viðtöl: ÍA - KR 98-120 | Fjórði sigur KR-inga í röð Uppgjör og viðtöl: Grindavík - Valur 78-67 | Áfram fullkomnir á heimavelli Uppgjör og viðtal: Ármann - ÍR 74-109 | Fóru létt með kanalausa Ármenninga Valur og KR styrkja sig rétt fyrir lok gluggans Uppgjörið: Valur - Haukar 90-97 | Fimm í röð hjá Haukum Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Sjá meira
Leik lokið: Keflavík - Valur 78-66 | Keflvíkingar halda úrslitaeinvíginu á lífi Keflavík vann afar mikilvægan tólf stiga sigur er liðið tók á móti Val í þriðja leik liðanna í úrslitum Subway-deildar kvenna í körfubolta í kvöld, 78-66. Keflvíkingar voru með bakið upp við vegg fyrir leik kvöldsins, en komu í veg fyrir að Valskonur tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í kvöld. 25. apríl 2023 20:56