Bjóðast til að endurgreiða stuðningsmönnum sem mættu á afhroðið gegn Newcastle Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 25. apríl 2023 18:01 Leikmenn Tottenham máttu þola niðurlægjandi tap gegn Newastle um liðna helgi. Clive Brunskill/Getty Images Leikmenn enska úrvalsdeildarfélagsins Tottenham hafa boðið stuðningsmönnum sínum sem ferðuðust til Newcastle og sáu liðið niðurlægt gegn heimamönnum að endurgreiða þeim miðaverðið. Tottenham heimsótti Newcastle í afar mikilvægum leik í baráttunni um Meistaradeildarsæti síðastliðinn sunnudag. Það var þó ekki að sjá á leikmönnum Tottenham að mikið væri undir í leiknum því liðið fékk á sig fimm mörk á fyrstu tuttugu mínútum leiksins og tapaði að lokum 6-1. Andlaus frammistaða er líklega ekki nægilega sterk lýsing á því sem liðsmenn Tottenham buðu stuðninsgmönnum sínum upp á. Raunar var frammistaða liðsins svo slæm að bráðabirgðastjórinn Cristian Stellini, sem hafði verið í þjálfarateymi Antonio Conte, var rekinn daginn eftir leikinn. Hann hafði aðeins stýrt liðinu í fjórum leikjum. Leikmenn Tottenham hafa nú sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir bjóðast til að endurgreiða stuðningsmönnum liðsins fyrir miðakaupin á leikinn. „Sem lið skiljum við pirringinn og reiðina. Við vitum að það sem við segjum mun ekki bæta fyrir þetta, en svona tap svíður,“ segir í yfirlýsingu leikmanna. „Við kunnum að meta ykkar stuðning, heima og að heiman, og með það í huga viljum við endurgreiða stuðningsmönnum miðaverðið á St. James' Park. Við vitum að það mun ekki breyta því sem gerðist á sunnudaginn og við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að bæta upp fyrir þetta gegn Manchester United á fimmtudaginn þar sem stuðningur ykkar mun enn og aftur skipta okkur öllu máli.“ The players have a message for our fans who went to Newcastle on Sunday... pic.twitter.com/HFfmo8R2iH— Tottenham Hotspur (@SpursOfficial) April 25, 2023 Tottenham tekur á móti Manchester United í ensku úrvalsdeildinni næstkomandi fimmtudagskvöld í leik sem Lundúnaliðið verður einfaldlega að vinna til að halda veikri von sinni um sæti í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili á lífi. Enski boltinn Mest lesið Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða Fótbolti „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Íslenski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Sport Barcelona rúllaði yfir Como Fótbolti „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Sjá meira
Tottenham heimsótti Newcastle í afar mikilvægum leik í baráttunni um Meistaradeildarsæti síðastliðinn sunnudag. Það var þó ekki að sjá á leikmönnum Tottenham að mikið væri undir í leiknum því liðið fékk á sig fimm mörk á fyrstu tuttugu mínútum leiksins og tapaði að lokum 6-1. Andlaus frammistaða er líklega ekki nægilega sterk lýsing á því sem liðsmenn Tottenham buðu stuðninsgmönnum sínum upp á. Raunar var frammistaða liðsins svo slæm að bráðabirgðastjórinn Cristian Stellini, sem hafði verið í þjálfarateymi Antonio Conte, var rekinn daginn eftir leikinn. Hann hafði aðeins stýrt liðinu í fjórum leikjum. Leikmenn Tottenham hafa nú sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir bjóðast til að endurgreiða stuðningsmönnum liðsins fyrir miðakaupin á leikinn. „Sem lið skiljum við pirringinn og reiðina. Við vitum að það sem við segjum mun ekki bæta fyrir þetta, en svona tap svíður,“ segir í yfirlýsingu leikmanna. „Við kunnum að meta ykkar stuðning, heima og að heiman, og með það í huga viljum við endurgreiða stuðningsmönnum miðaverðið á St. James' Park. Við vitum að það mun ekki breyta því sem gerðist á sunnudaginn og við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að bæta upp fyrir þetta gegn Manchester United á fimmtudaginn þar sem stuðningur ykkar mun enn og aftur skipta okkur öllu máli.“ The players have a message for our fans who went to Newcastle on Sunday... pic.twitter.com/HFfmo8R2iH— Tottenham Hotspur (@SpursOfficial) April 25, 2023 Tottenham tekur á móti Manchester United í ensku úrvalsdeildinni næstkomandi fimmtudagskvöld í leik sem Lundúnaliðið verður einfaldlega að vinna til að halda veikri von sinni um sæti í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili á lífi.
Enski boltinn Mest lesið Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða Fótbolti „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Íslenski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Sport Barcelona rúllaði yfir Como Fótbolti „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Sjá meira
Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn
Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn