Gat ekki hætt að fróa sér í flugvélinni Magnús Jochum Pálsson skrifar 25. apríl 2023 20:20 Rapparinn Desiigner ber að ofan á sviði í Staples-höllinni árið 2017. Getty/Bennett Raglin Rapparinn Desiigner hefur verið ákærður fyrir að fróa sér hamslaust fyrir framan flugfreyjur í flugferð í síðustu viku. Rapparinn segir lyf sem hann tók hafa haft slæm áhrif á sig. Hann er nú búinn að aflýsa tónleikaröð sinni og ætlar að leita sér hjálpar vegna andlegra erfiðleika. Atvikið átti sér stað í flugvél Delta sem var á leið frá Tókýó til Minneapolis. Hinn 25 ára gamli Desiigner, réttu nafni Sidney Royel Selby III, var þar á leið heim úr ferðalagi um Asíu. Í dómsskjölum sem TMZ sem hefur undir höndum kemur fram að Desiigner hafi verið á fyrsta farrými þegar hann tók út getnaðarlim sinn í miðju flugi og byrjaði að fróa sér í sæti sínu. Flugfreyjur Delta báðu hann ítrekað að hætta því að fróa sér en hann hlýddi ekki. Að lokum þurfti að færa rapparann aftast í flugvélina þar sem tveir vina hans fylgdust með honum. Í skjali FBI kemur fram að þegar hann reis úr sæti sínu hafi vaselíndolla dottið á gólfið. Rapparinn Desiigner á hægri hönd ásamt tónlistarmanninum Kanye West á MTV verðlaunahátíðinni 2016. Kanye West kom Desiigner á kortið þegar Desiigner söng inn á lagið Father Stretch My Hands Part II á plötunni The Life of Pablo.Getty/Kvein Mazur Sagðist hafa verið „grjótharður“ og kenndi kynlífsleysi um Þegar flugvélin lenti í Minneapolis tók lögreglan á móti Desiigner og fór hann í skýrslutöku áður en honum var sleppt úr haldi. Við skýrslutöku sagði hann að ástæðan fyrir sjálfsfróuninni hafi verið að hann „hafi ekki fengið nægilega mikið á broddinn“ í Japan og hann hafi verið „grjótharður“ þegar hann kom í flugvélina. Þá sagðist hann einnig hafa örvast kynferðislega við að sjá eina flugfreyjuna og ákveðið að hefjast handa. Í skýrslu lögreglunnar kemur einnig fram að Desiigner hafi sagst ekki vera undir áhrifum lyfja. Honum hefðu verið áskrifuð lyf í Taílandi en hann hefði ekki tekið þau. Þá kemur fram í skjölunum að hann hafi ekki sýnt neina skerta færni til að tjá sig eða bregðast við spurningum. Lyf valdur að „efnafræðilegu ójafnvægi“ Þær upplýsingar stangast á við það sem rapparinn sagði um atvikið opinberlega. Í yfirlýsingu sem Desiigner gaf út á Instagram á fimmtudaginn í síðustu viku sagðist hann hafa veikst á ferðalagi sínu í Taílandi og fengið áskrifuð lyf vegna veikindanna. Hann taldi þau hafa valdið „efnafræðilegu ójafnvægi“ í líkama hans og verið valdur að atvikinu. Hér má sjá yfirlýsingu Desiigner um atvikið.Skjáskot Í yfirlýsingunni sagðist hann ekki hafa verið í lagi andlega undanfarna mánuði og hann hafi ekki gert sér grein fyrir vandamálum sínum fyrr en nú. Hann sagðist skammast sín fyrir atvikið og að hann ætli að leggjast inn á viðeigandi stofnun til að fá hjálp. Einnig sagðist hann ætla að aflýsa öllum framtíðartónleikum sínum þar til annað kæmi í ljós. Þá sagði hann geðheilbrigði vera mikilvægt og bað fólk að biðja fyrir sér. „Ef ykkur líður ekki eins og ykkur sjálfum þá ættuð þið að leita ykkur hjálpar,“ sagði að lokum í yfirlýsingu rapparans. Rapparanum hefur ekkert gengið neitt sérstaklega vel á sviði tónlistarinnar frá því að fyrsta lag hans, smellurinn Panda, kom út árið 2016. Í raun mætti ganga svo langt að kalla hann „one hit wonder“. Hér fyrir neðan má heyra Panda sem kom honum á kortið: <a href="https://www.youtube.com/watch?v=E5ONTXHS2mM">watch on YouTube</a> Tónlist Bandaríkin Fréttir af flugi Tengdar fréttir Rapparinn sem gerði allt vitlaust með Panda með íslenskt víkingaklapp í nýjasta laginu Rapparinn Desiigner, sem telst ágætlega stórt nafn í rappgeiranum, reiðir sig á íslenska stuðningsmenn í nýjasta lagi sínu. 13. febrúar 2017 11:25 Panda kemst óvænt á topp Billboard-listans Hinum 18 ára gamla Desiigner hefur tekist að vekja mikla athygli á skömmum tíma. 27. apríl 2016 10:00 Mest lesið Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Lífið „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Íslenskur Taskmaster kemur í vor Bíó og sjónvarp „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Tíska og hönnun Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Leikjavísir Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Fleiri fréttir „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Sjá meira
Atvikið átti sér stað í flugvél Delta sem var á leið frá Tókýó til Minneapolis. Hinn 25 ára gamli Desiigner, réttu nafni Sidney Royel Selby III, var þar á leið heim úr ferðalagi um Asíu. Í dómsskjölum sem TMZ sem hefur undir höndum kemur fram að Desiigner hafi verið á fyrsta farrými þegar hann tók út getnaðarlim sinn í miðju flugi og byrjaði að fróa sér í sæti sínu. Flugfreyjur Delta báðu hann ítrekað að hætta því að fróa sér en hann hlýddi ekki. Að lokum þurfti að færa rapparann aftast í flugvélina þar sem tveir vina hans fylgdust með honum. Í skjali FBI kemur fram að þegar hann reis úr sæti sínu hafi vaselíndolla dottið á gólfið. Rapparinn Desiigner á hægri hönd ásamt tónlistarmanninum Kanye West á MTV verðlaunahátíðinni 2016. Kanye West kom Desiigner á kortið þegar Desiigner söng inn á lagið Father Stretch My Hands Part II á plötunni The Life of Pablo.Getty/Kvein Mazur Sagðist hafa verið „grjótharður“ og kenndi kynlífsleysi um Þegar flugvélin lenti í Minneapolis tók lögreglan á móti Desiigner og fór hann í skýrslutöku áður en honum var sleppt úr haldi. Við skýrslutöku sagði hann að ástæðan fyrir sjálfsfróuninni hafi verið að hann „hafi ekki fengið nægilega mikið á broddinn“ í Japan og hann hafi verið „grjótharður“ þegar hann kom í flugvélina. Þá sagðist hann einnig hafa örvast kynferðislega við að sjá eina flugfreyjuna og ákveðið að hefjast handa. Í skýrslu lögreglunnar kemur einnig fram að Desiigner hafi sagst ekki vera undir áhrifum lyfja. Honum hefðu verið áskrifuð lyf í Taílandi en hann hefði ekki tekið þau. Þá kemur fram í skjölunum að hann hafi ekki sýnt neina skerta færni til að tjá sig eða bregðast við spurningum. Lyf valdur að „efnafræðilegu ójafnvægi“ Þær upplýsingar stangast á við það sem rapparinn sagði um atvikið opinberlega. Í yfirlýsingu sem Desiigner gaf út á Instagram á fimmtudaginn í síðustu viku sagðist hann hafa veikst á ferðalagi sínu í Taílandi og fengið áskrifuð lyf vegna veikindanna. Hann taldi þau hafa valdið „efnafræðilegu ójafnvægi“ í líkama hans og verið valdur að atvikinu. Hér má sjá yfirlýsingu Desiigner um atvikið.Skjáskot Í yfirlýsingunni sagðist hann ekki hafa verið í lagi andlega undanfarna mánuði og hann hafi ekki gert sér grein fyrir vandamálum sínum fyrr en nú. Hann sagðist skammast sín fyrir atvikið og að hann ætli að leggjast inn á viðeigandi stofnun til að fá hjálp. Einnig sagðist hann ætla að aflýsa öllum framtíðartónleikum sínum þar til annað kæmi í ljós. Þá sagði hann geðheilbrigði vera mikilvægt og bað fólk að biðja fyrir sér. „Ef ykkur líður ekki eins og ykkur sjálfum þá ættuð þið að leita ykkur hjálpar,“ sagði að lokum í yfirlýsingu rapparans. Rapparanum hefur ekkert gengið neitt sérstaklega vel á sviði tónlistarinnar frá því að fyrsta lag hans, smellurinn Panda, kom út árið 2016. Í raun mætti ganga svo langt að kalla hann „one hit wonder“. Hér fyrir neðan má heyra Panda sem kom honum á kortið: <a href="https://www.youtube.com/watch?v=E5ONTXHS2mM">watch on YouTube</a>
Tónlist Bandaríkin Fréttir af flugi Tengdar fréttir Rapparinn sem gerði allt vitlaust með Panda með íslenskt víkingaklapp í nýjasta laginu Rapparinn Desiigner, sem telst ágætlega stórt nafn í rappgeiranum, reiðir sig á íslenska stuðningsmenn í nýjasta lagi sínu. 13. febrúar 2017 11:25 Panda kemst óvænt á topp Billboard-listans Hinum 18 ára gamla Desiigner hefur tekist að vekja mikla athygli á skömmum tíma. 27. apríl 2016 10:00 Mest lesið Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Lífið „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Íslenskur Taskmaster kemur í vor Bíó og sjónvarp „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Tíska og hönnun Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Leikjavísir Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Fleiri fréttir „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Sjá meira
Rapparinn sem gerði allt vitlaust með Panda með íslenskt víkingaklapp í nýjasta laginu Rapparinn Desiigner, sem telst ágætlega stórt nafn í rappgeiranum, reiðir sig á íslenska stuðningsmenn í nýjasta lagi sínu. 13. febrúar 2017 11:25
Panda kemst óvænt á topp Billboard-listans Hinum 18 ára gamla Desiigner hefur tekist að vekja mikla athygli á skömmum tíma. 27. apríl 2016 10:00