Óli Stef: Dagur og Snorri Steinn eru báðir í mínu fyrsta sæti Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. apríl 2023 10:26 Ólafur Stefánsson og Dagur Sigurðsson spiluðu lengi saman og eru miklir vinir. getty/Andreas Rentz Ólafur Stefánsson vill fá fyrrverandi samherja sína í handboltalandsliðinu, Dag Sigurðsson og Snorra Stein Guðjónsson, til að taka við því. Leitin að nýjum landsliðsþjálfara stendur nú yfir og hafa ýmsir verið nefndir til sögunnar. Svo virðist sem Christian Berge, fyrrverandi þjálfari norska landsliðsins og núverandi þjálfari Kolstad í Noregi, sé efstur á blaði. Auk hans hefur HSÍ rætt við Snorra Stein, Dag og Michael Apelgren. Ljóst er að sá síðastnefndi tekur ekki við landsliðinu og ólíklegt verður að teljast að Dagur verði ráðinn miðað við ummæli hans í viðtali við Vísi þar sem hann gagnrýndi forystumenn HSÍ harðlega. Ólafur var til viðtals í Handkastinu og ef hann fengi að ráða myndu tveir fyrrverandi samherjar hans í landsliðinu taka við því saman eins og þeir báðir voru tilbúnir að gera. „Ég væri fáránlega sáttur ef ég myndi heyra að það væri búið að gera samning við Snorra og Dagur kæmi síðan með þegar hann losnar. Hann er á frábærum samningi hjá Japan en hann er með mjög stórt íslenskt hjarta og það eru fáir með stærra hjarta. Dagur tók slagina fyrir okkur þegar hann var fyrirliði [í landsliðinu] og það kostaði hann jafnvel spilmínútur,“ sagði Ólafur. „Þetta er einn minn besti vinur og ég hef spilað með honum endalaust. En það eru fáir með stærra hjarta heldur en Dagur. Snorri líka. Þeir eru báðir í mínu fyrsta sæti. Eftir það er kannski hægt að tala um Kristján Andrésson, ég veit ekki hvernig það var, Erlingur Richards. En ég held við ættum að róa öllum árum að því að skoða þetta.“ Ólafur vonar að Dagur og Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, geti slíðrað sverðin og unnið saman. Ég vona að það séu engar brenndar brýr hjá Degi og Guðmundi B. Ef þeir báðir vita að þetta er það besta fyrir íslenska landsliðið þurfa menn að hvíla litla egóið og fara í stóra egóið sem er land og þjóð og eitthvað stærra en maður sjálfur,“ sagði Ólafur. Hlusta má á viðtalið við Ólaf í Handkastinu í spilaranum hér fyrir ofan. Hann byrjar að tala um Dag og Snorra á 15:00. Landslið karla í handbolta HSÍ Handkastið Mest lesið Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Fleiri fréttir Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Valur - Afturelding | Ósigrað topplið heimsækir Hlíðarenda Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Sjá meira
Leitin að nýjum landsliðsþjálfara stendur nú yfir og hafa ýmsir verið nefndir til sögunnar. Svo virðist sem Christian Berge, fyrrverandi þjálfari norska landsliðsins og núverandi þjálfari Kolstad í Noregi, sé efstur á blaði. Auk hans hefur HSÍ rætt við Snorra Stein, Dag og Michael Apelgren. Ljóst er að sá síðastnefndi tekur ekki við landsliðinu og ólíklegt verður að teljast að Dagur verði ráðinn miðað við ummæli hans í viðtali við Vísi þar sem hann gagnrýndi forystumenn HSÍ harðlega. Ólafur var til viðtals í Handkastinu og ef hann fengi að ráða myndu tveir fyrrverandi samherjar hans í landsliðinu taka við því saman eins og þeir báðir voru tilbúnir að gera. „Ég væri fáránlega sáttur ef ég myndi heyra að það væri búið að gera samning við Snorra og Dagur kæmi síðan með þegar hann losnar. Hann er á frábærum samningi hjá Japan en hann er með mjög stórt íslenskt hjarta og það eru fáir með stærra hjarta. Dagur tók slagina fyrir okkur þegar hann var fyrirliði [í landsliðinu] og það kostaði hann jafnvel spilmínútur,“ sagði Ólafur. „Þetta er einn minn besti vinur og ég hef spilað með honum endalaust. En það eru fáir með stærra hjarta heldur en Dagur. Snorri líka. Þeir eru báðir í mínu fyrsta sæti. Eftir það er kannski hægt að tala um Kristján Andrésson, ég veit ekki hvernig það var, Erlingur Richards. En ég held við ættum að róa öllum árum að því að skoða þetta.“ Ólafur vonar að Dagur og Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, geti slíðrað sverðin og unnið saman. Ég vona að það séu engar brenndar brýr hjá Degi og Guðmundi B. Ef þeir báðir vita að þetta er það besta fyrir íslenska landsliðið þurfa menn að hvíla litla egóið og fara í stóra egóið sem er land og þjóð og eitthvað stærra en maður sjálfur,“ sagði Ólafur. Hlusta má á viðtalið við Ólaf í Handkastinu í spilaranum hér fyrir ofan. Hann byrjar að tala um Dag og Snorra á 15:00.
Landslið karla í handbolta HSÍ Handkastið Mest lesið Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Fleiri fréttir Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Valur - Afturelding | Ósigrað topplið heimsækir Hlíðarenda Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Sjá meira