Óli Stef: Dagur og Snorri Steinn eru báðir í mínu fyrsta sæti Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. apríl 2023 10:26 Ólafur Stefánsson og Dagur Sigurðsson spiluðu lengi saman og eru miklir vinir. getty/Andreas Rentz Ólafur Stefánsson vill fá fyrrverandi samherja sína í handboltalandsliðinu, Dag Sigurðsson og Snorra Stein Guðjónsson, til að taka við því. Leitin að nýjum landsliðsþjálfara stendur nú yfir og hafa ýmsir verið nefndir til sögunnar. Svo virðist sem Christian Berge, fyrrverandi þjálfari norska landsliðsins og núverandi þjálfari Kolstad í Noregi, sé efstur á blaði. Auk hans hefur HSÍ rætt við Snorra Stein, Dag og Michael Apelgren. Ljóst er að sá síðastnefndi tekur ekki við landsliðinu og ólíklegt verður að teljast að Dagur verði ráðinn miðað við ummæli hans í viðtali við Vísi þar sem hann gagnrýndi forystumenn HSÍ harðlega. Ólafur var til viðtals í Handkastinu og ef hann fengi að ráða myndu tveir fyrrverandi samherjar hans í landsliðinu taka við því saman eins og þeir báðir voru tilbúnir að gera. „Ég væri fáránlega sáttur ef ég myndi heyra að það væri búið að gera samning við Snorra og Dagur kæmi síðan með þegar hann losnar. Hann er á frábærum samningi hjá Japan en hann er með mjög stórt íslenskt hjarta og það eru fáir með stærra hjarta. Dagur tók slagina fyrir okkur þegar hann var fyrirliði [í landsliðinu] og það kostaði hann jafnvel spilmínútur,“ sagði Ólafur. „Þetta er einn minn besti vinur og ég hef spilað með honum endalaust. En það eru fáir með stærra hjarta heldur en Dagur. Snorri líka. Þeir eru báðir í mínu fyrsta sæti. Eftir það er kannski hægt að tala um Kristján Andrésson, ég veit ekki hvernig það var, Erlingur Richards. En ég held við ættum að róa öllum árum að því að skoða þetta.“ Ólafur vonar að Dagur og Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, geti slíðrað sverðin og unnið saman. Ég vona að það séu engar brenndar brýr hjá Degi og Guðmundi B. Ef þeir báðir vita að þetta er það besta fyrir íslenska landsliðið þurfa menn að hvíla litla egóið og fara í stóra egóið sem er land og þjóð og eitthvað stærra en maður sjálfur,“ sagði Ólafur. Hlusta má á viðtalið við Ólaf í Handkastinu í spilaranum hér fyrir ofan. Hann byrjar að tala um Dag og Snorra á 15:00. Landslið karla í handbolta HSÍ Handkastið Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Fleiri fréttir Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Sjá meira
Leitin að nýjum landsliðsþjálfara stendur nú yfir og hafa ýmsir verið nefndir til sögunnar. Svo virðist sem Christian Berge, fyrrverandi þjálfari norska landsliðsins og núverandi þjálfari Kolstad í Noregi, sé efstur á blaði. Auk hans hefur HSÍ rætt við Snorra Stein, Dag og Michael Apelgren. Ljóst er að sá síðastnefndi tekur ekki við landsliðinu og ólíklegt verður að teljast að Dagur verði ráðinn miðað við ummæli hans í viðtali við Vísi þar sem hann gagnrýndi forystumenn HSÍ harðlega. Ólafur var til viðtals í Handkastinu og ef hann fengi að ráða myndu tveir fyrrverandi samherjar hans í landsliðinu taka við því saman eins og þeir báðir voru tilbúnir að gera. „Ég væri fáránlega sáttur ef ég myndi heyra að það væri búið að gera samning við Snorra og Dagur kæmi síðan með þegar hann losnar. Hann er á frábærum samningi hjá Japan en hann er með mjög stórt íslenskt hjarta og það eru fáir með stærra hjarta. Dagur tók slagina fyrir okkur þegar hann var fyrirliði [í landsliðinu] og það kostaði hann jafnvel spilmínútur,“ sagði Ólafur. „Þetta er einn minn besti vinur og ég hef spilað með honum endalaust. En það eru fáir með stærra hjarta heldur en Dagur. Snorri líka. Þeir eru báðir í mínu fyrsta sæti. Eftir það er kannski hægt að tala um Kristján Andrésson, ég veit ekki hvernig það var, Erlingur Richards. En ég held við ættum að róa öllum árum að því að skoða þetta.“ Ólafur vonar að Dagur og Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, geti slíðrað sverðin og unnið saman. Ég vona að það séu engar brenndar brýr hjá Degi og Guðmundi B. Ef þeir báðir vita að þetta er það besta fyrir íslenska landsliðið þurfa menn að hvíla litla egóið og fara í stóra egóið sem er land og þjóð og eitthvað stærra en maður sjálfur,“ sagði Ólafur. Hlusta má á viðtalið við Ólaf í Handkastinu í spilaranum hér fyrir ofan. Hann byrjar að tala um Dag og Snorra á 15:00.
Landslið karla í handbolta HSÍ Handkastið Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Fleiri fréttir Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Sjá meira