Tólf barðir og brenndir til dauða fyrir allra augum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. apríl 2023 08:57 Fjöldi fólks flykktist að og fylgdist með. AP Photo/Odelyn Joseph Minnst tólf meintir glæpamenn voru barðir og brenndir til dauða fyrir allra augum og um miðjan dag í Port-au-Prince, höfuðborg Haítí. Hálfgerð óöld og stjórnleysi ríkir í landinu og segja alþjóðastofnanir stutt í að mannúðarkrísa skapist. Rétt er að vara lesendur við ljósmyndum sem birtast neðar í fréttinni. Myndband sem náðist af atvikinu hefur sýnir blóðuga mennina þvingaða til að leggjast á jörðina af lögreglu. Í kjölfarið virðist múgur manna hafa hlaðið dekkjum ofan á mennina, kastað á þá eldsneyti og kveikja í. Vitni að atvikinu segir í samtali við fréttastofu AP að hópur manna hafi dregið mennina tólf frá lögreglu, í hverfinu Canapé-Vert þar sem þeir höfðu verið handteknir, barið og kastað í þá steinum áður en kveikt var í þeim. Hundruð flykktust að til að horfa á bálköstinn að sögn blaðamanns AP, sem segist hafa séð líkamsleifar þrettán manna. Mikill fjöldi fólks flykktist að til að fylgjast með líkbrennslunni.AP Photo/Odelyn Joseph Í tilkynningu sem lögregla Haítí birti á Facebook segir að mennirnir hafi verið grunaðir um smygl. Þeir hafi verið allir saman í smárútu þegar lögregla handtók þá en í kjölfarið hafi hópur almennra borgara ráðist að þeim og tekið þá af lífi. Hinir meintu glæpamenn voru barðir og svo brenndir af æstum múgi manna.AP Photo/Odelyn Joseph Undanfarna viku hafa á sjöunda tug verið drepnir í gengjaátökum í fátækrahverfinu Cité Soleil í Port-au-Prince. Mannréttindastofnun Sameinuðu þjóðanna telur að fjörutíu af þeim hafi verið annað hvort skotnir eða stungnir til bana og þar af hafi verið minnst tvö börn. Hálfgerð óöld ríkir í Haítí. Stjórnmálin eru í krísu, samfélagið sjálft er í krísu og mannúðarkrísa hefur einnig skapast, sem öryggisráð Sameinuðu þjóðanna jætlar að ræða á fundi sínum í dag. Aðeins mánuður er síðan Sameinuðu þjóðirnar sendu sérstakar öryggissveitir til eyríkisins eftir að á sjötta hundrað voru drepin á fyrstu vikum ársins. Vegna ástandsins í upphafi árs lokuðu bæði skólar og heilsugæslur. Samkvæmt tölum frá SÞ var 531 drepinn frá janúar fram í mars, 300 særðust og 277 var rænt í tengslum við stríð glæpagengja í höfuðborginni. Haítí Tengdar fréttir Ákæra fyrrverandi þingmann vegna morðsins á forsetanum Bandarísk yfirvöld hafa ákært fyrrverandi öldungadeildarþingmann frá Haítí vegna morðsins á Jovenel Moise, forseta eyríkisins, í fyrra. Þingmaðurinn er ákærður fyrir að leggja á ráðin um að drepa eða ræna forsetanum. 10. maí 2022 15:32 Forsætisráðherrann flúði vegna banatilræðis glæpagengja Þungvopnaðir glæpamenn reyndu að myrða Ariel Henry, forsætisráðherra Haítí, í um helgina, þar sem hann var á viðburði til að marka sjálfstæði ríkisins. Henry og föruneyti hans þurfti að flýja vegna mikillar skothríðar í borginni Gonaives en öryggissveitir svöruðu skothríðinni. 4. janúar 2022 12:29 Hömlulaus glæpagengi krefjast afsagnar forsætisráðherra Haítí Götur Haítí eru nánast tómar þessa dagana og fjölda fyrirtækja hefur verið lokað. Þá er óttast að loka þurfi sjúkrahúsum á næstu dögum en þau eru oftar en ekki knúin af ljósavélum vegna skorts á raforku. 27. október 2021 10:44 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Rétt er að vara lesendur við ljósmyndum sem birtast neðar í fréttinni. Myndband sem náðist af atvikinu hefur sýnir blóðuga mennina þvingaða til að leggjast á jörðina af lögreglu. Í kjölfarið virðist múgur manna hafa hlaðið dekkjum ofan á mennina, kastað á þá eldsneyti og kveikja í. Vitni að atvikinu segir í samtali við fréttastofu AP að hópur manna hafi dregið mennina tólf frá lögreglu, í hverfinu Canapé-Vert þar sem þeir höfðu verið handteknir, barið og kastað í þá steinum áður en kveikt var í þeim. Hundruð flykktust að til að horfa á bálköstinn að sögn blaðamanns AP, sem segist hafa séð líkamsleifar þrettán manna. Mikill fjöldi fólks flykktist að til að fylgjast með líkbrennslunni.AP Photo/Odelyn Joseph Í tilkynningu sem lögregla Haítí birti á Facebook segir að mennirnir hafi verið grunaðir um smygl. Þeir hafi verið allir saman í smárútu þegar lögregla handtók þá en í kjölfarið hafi hópur almennra borgara ráðist að þeim og tekið þá af lífi. Hinir meintu glæpamenn voru barðir og svo brenndir af æstum múgi manna.AP Photo/Odelyn Joseph Undanfarna viku hafa á sjöunda tug verið drepnir í gengjaátökum í fátækrahverfinu Cité Soleil í Port-au-Prince. Mannréttindastofnun Sameinuðu þjóðanna telur að fjörutíu af þeim hafi verið annað hvort skotnir eða stungnir til bana og þar af hafi verið minnst tvö börn. Hálfgerð óöld ríkir í Haítí. Stjórnmálin eru í krísu, samfélagið sjálft er í krísu og mannúðarkrísa hefur einnig skapast, sem öryggisráð Sameinuðu þjóðanna jætlar að ræða á fundi sínum í dag. Aðeins mánuður er síðan Sameinuðu þjóðirnar sendu sérstakar öryggissveitir til eyríkisins eftir að á sjötta hundrað voru drepin á fyrstu vikum ársins. Vegna ástandsins í upphafi árs lokuðu bæði skólar og heilsugæslur. Samkvæmt tölum frá SÞ var 531 drepinn frá janúar fram í mars, 300 særðust og 277 var rænt í tengslum við stríð glæpagengja í höfuðborginni.
Haítí Tengdar fréttir Ákæra fyrrverandi þingmann vegna morðsins á forsetanum Bandarísk yfirvöld hafa ákært fyrrverandi öldungadeildarþingmann frá Haítí vegna morðsins á Jovenel Moise, forseta eyríkisins, í fyrra. Þingmaðurinn er ákærður fyrir að leggja á ráðin um að drepa eða ræna forsetanum. 10. maí 2022 15:32 Forsætisráðherrann flúði vegna banatilræðis glæpagengja Þungvopnaðir glæpamenn reyndu að myrða Ariel Henry, forsætisráðherra Haítí, í um helgina, þar sem hann var á viðburði til að marka sjálfstæði ríkisins. Henry og föruneyti hans þurfti að flýja vegna mikillar skothríðar í borginni Gonaives en öryggissveitir svöruðu skothríðinni. 4. janúar 2022 12:29 Hömlulaus glæpagengi krefjast afsagnar forsætisráðherra Haítí Götur Haítí eru nánast tómar þessa dagana og fjölda fyrirtækja hefur verið lokað. Þá er óttast að loka þurfi sjúkrahúsum á næstu dögum en þau eru oftar en ekki knúin af ljósavélum vegna skorts á raforku. 27. október 2021 10:44 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Ákæra fyrrverandi þingmann vegna morðsins á forsetanum Bandarísk yfirvöld hafa ákært fyrrverandi öldungadeildarþingmann frá Haítí vegna morðsins á Jovenel Moise, forseta eyríkisins, í fyrra. Þingmaðurinn er ákærður fyrir að leggja á ráðin um að drepa eða ræna forsetanum. 10. maí 2022 15:32
Forsætisráðherrann flúði vegna banatilræðis glæpagengja Þungvopnaðir glæpamenn reyndu að myrða Ariel Henry, forsætisráðherra Haítí, í um helgina, þar sem hann var á viðburði til að marka sjálfstæði ríkisins. Henry og föruneyti hans þurfti að flýja vegna mikillar skothríðar í borginni Gonaives en öryggissveitir svöruðu skothríðinni. 4. janúar 2022 12:29
Hömlulaus glæpagengi krefjast afsagnar forsætisráðherra Haítí Götur Haítí eru nánast tómar þessa dagana og fjölda fyrirtækja hefur verið lokað. Þá er óttast að loka þurfi sjúkrahúsum á næstu dögum en þau eru oftar en ekki knúin af ljósavélum vegna skorts á raforku. 27. október 2021 10:44