Innlent

Garða­bær tekur á móti allt að 180 flótta­mönnum

Atli Ísleifsson skrifar
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, og Almar Guðmundsson, bæjarstjóri Garðabæjar.
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, og Almar Guðmundsson, bæjarstjóri Garðabæjar. Stjr

Garðabær tekur á móti allt að 180 flóttamönnum samkvæmt samningi sem Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, og Almar Guðmundsson, bæjarstjóri Garðabæjar, undirrituðu í dag.

Frá þessu segir í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Um er að ræða ellefta samninginn sem gerður er um samræmda móttöku flóttafólks síðan í nóvember síðastliðinn. Heildarfjöldi flóttafólks sakvæmt samningunum nálgast 3.200.

„Samræmd móttaka flóttafólks nær til fólks sem fengið hefur alþjóðlega vernd eða dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða hér á landi. Markmiðið er að tryggja flóttafólki samfellda og jafna þjónustu óháð því hvaðan það kemur og í hvaða sveitarfélagi það sest að.

Aldrei hafa fleiri komið til landsins á flótta en nú í ár og í fyrra. Frá áramótum hafa 1.730 manns sótt um alþjóðlega vernd hér á landi, þar af nærri 350 börn. Margir umsækjendur koma frá Úkraínu en hingað leitar einnig fólk víða annars staðar frá í leit að alþjóðlegri vernd, svo sem frá Venesúela, Palestínu og Sýrlandi,“ segir í tilkynningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×