Í fangelsum er mjög veikt fólk sem ætti undir öllum kringumstæðum að vera í sértækum úrræðum. Þetta er andlega veikt fólk með þroskaraskanir og geðsjúkdóma. Fólk sem höndlar á engan hátt aðstæðurnar í fangelsi eða samneyti við aðra fanga og er þess vegna oft einangrað frá öllum á öryggisgöngum. Þessir fangar fá ekki viðeigandi aðstoð, skilja oft ekki stöðu sína og þeirra andlegi vandi verður alvarlegri. Og þannig er þeim síðan hleypt aftur út í samfélagið. Í Kompás kynnumst við Sigurði sem er með þroskaröskun og vistaður á Litla-Hrauni og móður hans sem segist ráðalaus vegna úrræðaleysis. Sigurður Almar er 39 ára og glímir við fjölþættan vanda. Hann fæddist skyndilega eftir sjö mánaða meðgöngu og var mikið veikur sem barn. Ungur sýndi hann hegðunarvandamál sem versnuðu mikið þegar hann byrjaði í skóla. Sigurður var sendur í greiningar í kringum átta ára aldur og er með ofvirkni, þráhyggju, ADHD og misþroska. Í grunnskóla byrjaði hann að fikta við fíkniefni og var fljótlega vistaður á meðferðarheimilinu Stuðlum og á Háholti. Alma lýsir Sigurði sem skemmtilegu barni. Hann hafi verið stríðinn en hjartahlýr.aðsend Erfiðlega gekk að fá hjálp fyrir Sigurð sem er á svokölluðu gráu svæði, þar sem hann er ekki með fötlun, en er heldur ekki heilbrigður. „Sigurður var mjög skemmtilegur krakki. Vel fjörugur og stundum stríðinn við systkini sín. En rosalega hjartahlýr og góður við alla,“ segir Alma Sæbjörnsdóttir, móðir Sigurðar. Hann þurfti alla skólagönguna að hafa mikið fyrir bóklegu námi en blómstraði þegar kom að smíði og listgreinum. „Það var alveg ótrúlegt hvað hann kom með heim úr skólanum í saumum. Hann var hæstur af stelpunum. Það var allt svo flott sem hann gerði og smíðaði. Hann er mjög laginn í höndunum.“ Erfiðleikar í kjölfar fíkniefnaneyslu Í sálfræðimati sem gert var fyrir fjórum árum kemur fram að Sigurður sé með þroskaröskun, eigi í miklum erfiðleikum með málskilning og skilji illa einfaldar leiðbeiningar. Hann á erfitt með að hugsa hlutina til enda, og er því oft hvatvís. Þessi röskun versnar til muna þegar hann er í neyslu vímuefna. „Eftir gagnfræðiskóla þá byrjar þetta með að fikta við fíkniefni. Og þá náttúrulega upphófst ákveðið ferli, ákveðnir erfiðleikar í kringum það allt saman,“ segir móðir hans. Sigurður með systkinum sínum og móður á jólunum.aðsend Stuðningurinn reyndist lífsbjörg en varði stutt Vegna þessa vanda barðist Alma fyrir því að fjölskyldan fengi stuðningsaðila í gegnum Barnavernd sem úr varð þegar Sigurður var sautján ára. Sá stuðningur reyndist honum lífsbjörg. „En svo verður hann átján ára. Þá er hann orðinn fullorðinn í kerfinu og þá er þessi aðili, sem er búinn að halda svona vel utan um hann Sigurð og allt gengur svona rosalega vel, tekinn af honum. Og þá fór allt niður á við. Þá byrjaði neyslan sem varð erfiðari með tímanum og lítil úrræði, engin aðstoð. Hann er andlega veikur upp að vissu marki og þegar eiturlyfin komu ofan á það þá upphófust miklir erfiðleikar hjá honum sjálfum og okkur í fjölskyldunni, mér og börnunum.“ Neitað um þjónustu vegna fíknisjúkdóms Fíknisjúkdómurinn hefur fylgt Sigurði og oftar en ekki orðið til þess að honum hefur verið neitað um þjónustu og lítið á hann hlustað. Alma segir að alla tíð hafi hann mætt fordómum, margir notfært sér einfeldni hans og hann lítið getað varið sig. Alma segir Sigurð alla tíð hafa mætt fordómum vegna fíknisjúkdómsins.aðsend Lögregla hefur í gegnum tíðina ítrekað haft afskipti af Sigurði sem afplánar nú fimm ára dóm á Litla-Hrauni vegna kynferðis- og ofbeldisbrota. Brot sem hann hefur aldrei viðurkennt. Sigurður hefur verið í fangelsinu í rúm þrjú ár og átt erfitt með samneyti við aðra fanga. „Það er verið að fara illa með hann af föngum. Þeir stela af honum og honum alltaf refsað fyrir að verða reiður og æsa sig þegar búið er að stela spilaranum hans, heyrnartólunum sem hann var lengi að safna sér fyrir, flottu peysunni sem hann fékk í jólagjöf.“ Stálu jólagjöfum systkinanna „Það var búið að stela öllu dótinu mínu. Jeezy peysunni, ekta Adidas gleraugunum mínum, Ghostbusters peysunni. Þeir tóku bara öll fötin mín, jólagjafirnar sem ég var búin að sýna mömmu fyrir systkini mín,“ segir Sigurður Almar. „Þeir pikkuðu lásinn hjá mér, það þýddi ekkert fyrir mig að læsa klefanum því þeir pikkuðu allt upp. Það var alltaf allt að hverfa. Þeir pössuðu að láta mig ekki fatta það strax, það var alltaf eitt og eitt að hverfa en svo voru þeir bara að pikka upp lásinn hjá mér þegar ég var á æfingu, því ég var alltaf einn á æfingu. Þeir voru alltaf út úr ruglaðir og nenntu aldrei með mér á æfingu. Seldu allt dótið mitt fyrir eiturlyfjum.“ Sigurður var fyrir fimm mánuðum fluttur á öryggisgang, einangraður frá öðrum föngum.úr kompás Átti erfitt með að sinna grunnþörfum Sigurður hefur á þessum þremur árum ítrekað verið settur í einangrun og var fyrir fimm mánuðum fluttur á sérstakan öryggisgang, einangraður frá öðrum föngum. Í nýlegum rökstuðningi um flutning þangað kemur fram að ekki hafi verið forsvaranlegt að vista hann á almennum gangi vegna ástands hans. Mikilvægt væri að tryggja öryggi hans og annarra. Sigurður ætti erfitt með að sinna grunnþörfum og sýndi einkenni verkstols. Hann verður vistaður á öryggisgangi þar til þann áttunda júní - eða alls í sjö mánuði. „Ég sótti um að fá að fara í smá hvíld frá strákunum, það er svo mikil neysla og þeir eru bara búnir að halda mér hérna síðan. Þeir halda bara að ég hafi gert eitthvað af mér. Ég gerði ekki neitt af mér. Þeir eru alltaf að opna og læsa mig inni, opna klefann og læsa mig inni. Og ég er að þessu allan daginn. Æ við ætlum aðeins að loka hérna.“ „Já ég er alltaf einn“ „Aðstæðurnar núna hjá honum eru þannig að hann er alveg aleinn. Ef hann tekur æðiskast, öskrar og hótar, eins og hann hefur alveg gert, þá er hann alveg lokaður inni í marga daga. Hann fær ekkert, það er ekkert unnið í honum, hann fær enga andlega hjálp. Hann fær ekkert að gera,“ segir Alma. En hvernig er það Siggi, ertu alltaf einn? „Já alltaf einn bara.“ Hefur þú engan til að tala við? „Nei bara bróður minn.“ Bróðir Sigurðar lést fyrir tuttugu og þremur árum og er styrkur hans í einverunni sem einkennir dvöl á öryggisgangi. Hvernig er það að vera alltaf svona einn? „Skelfilegt bara.“ Þegar klefi Sigurðar er opnaður á daginn bíður hans nöturlegur gangur þar sem hann dvelur einn allan daginn, alla daga. Fangaklefi á Litla-Hrauni.úr kompás „Hann hefur yfir heildina á þessum fimm mánuðum núna í einangrun verið mjög hlýðinn, miðað við aðstæður. Núna á skírdag til dæmis þá var hann búinn að vera lokaður inni alveg fram að Skype, hann fékk Skype símtal og þegar það var búið þá kom fangavörðurinn og fyrsta sem hann sagði við hann var: Innilokun.“ „Þá fer hann í orðaskipti við fangavörðinn og þetta endaði þannig að fangaverðirnir tóku á honum og neyddu hann inn í klefann og lokuðu. En hann nær að slá til eins fangavarðarins og við það að hann hlýddi ekki að fara strax inn sem hann hefur yfirleitt gert, þá er honum refsað með því að þá er ekkert opnað. Ekki neitt,“ segir Alma. En Siggi hvað gerir þú á daginn? „Já dagurinn hérna, ég bara er inni á klefa bara allan daginn. Það er ekkert hægt að gera, ég get ekki haft neitt fyrir stafni eða neinu.“ Loforð um ferð í handverkshúsið ekki efnt „Það er búið að lofa honum því fyrir sirka fjórum vikum síðan að fara með hann í Handverkshúsið, til þess að hann hafi eitthvað að gera. Finna eitthvað þar sem hann getur dundað sér í höndunum. En það eru fjórar vikur síðan og það er ekki enn búið að fara með hann,“ segir Alma. Í þættinum sjáum við útisvæði Sigurðar sem er lítill blettur með steyptum veggjum allt í kring og rimlum í lofti. „Útivistin hans er pínulítill blettur með rimlum fyrir ofan. Bara smá blettur.“ Þegar þú ferð út í þetta litla port, ertu þá alveg aleinn? „Alveg aleinn. Ég er aleinn allan daginn mamma.“ Svo horfir hann á strákana í útivistinni út um gluggann. Og hann aleinn.“ Sigurður horfði út um gluggann á hina fangana saman í útivist.úr kompás Lítið um andlega aðstoð Alma hefur lengi barist fyrir því að Sigurður fái að fara út meðal hinna fanganna. Það fékkst loksins í gegn í síðustu viku en Alma vill meina að það hafi eingöngu gerst vegna fyrirspurna Kompáss um aðstæður Sigurðar. Mæðginin segja að ekki fari mikið fyrir andlegri aðstoð í fangelsinu. Sigurður segist fara til sálfræðings á tveggja vikna fresti, en væri til í að hitta fagmann oftar. „Já ég væri til í að hitta hana oftar og segja henni hvernig mér líður og þetta. Er það ekki til þess eða?“ Fangelsismálastofnun sér um fullnusta refsingar og hefur umsjón með rekstri fangelsa landsins. Stofnunin tekur á móti þeim sem eru metnir sakhæfir á verknaðarstundu og dæmdir til fangelsisrefsingar. Mat á sakhæfi getur verið nokkuð flókið. Dæmi eru um að þroskaskert og fólk með erfiða fötlun sé metið sakhæft fyrir dómi. Sömuleiðis eru dæmi þess að veikt fólk með nokkra dóma á bakinu hafi verið metið ósakhæft í einum dómi en sakhæft í öðrum. „Það eru andlega veikir einstaklingar í fangelsum landsins. Ég myndi segja að þetta væru svona á bilinu fjórir til átta hverju sinni sem eiga ekki erindi í fangelsi,“ segir Páll Winkel, fangelsismálastjóri og bætir við að þetta sé fólk sem þurfi heilbrigðisþjónustu allan sólarhringinn sem er ekki í boði í fangelsum. Þetta fólk sé mjög veikt og glími jafnvel við fjölþættan vanda. „Bæði andleg veikindi og fíkniefnavanda og eiga svo sögu ofbeldisbrota. Þeir einstaklingar þurfa aðstoð og innlögn á viðeigandi stofnun sjúkrahúss.“ Páll Winkel, fangelsismálastjóri segir að hópur fanga þurfi aðstoð og innlögn á viðeigandi stofnun sjúkrahússúr kompás Eru dæmi um að þroskaskertir einstaklingar afpláni í fangelsum? „Þroskaskertir einstaklingar, einstaklingar jafnvel í geðrofsástandi og allt þar á milli. Þetta er bara eins og þverskurður samfélagsins. Það er líka veikt fólk þarna úti og mikilvægt að undirstrika að andlega veikt fólk er ekkert hættulegra eða verra en annað fólk. En þegar blandan er eins og ég lýsti áðan þá er fólk hugsanlega mjög hættulegt og við höfum ekki úr neinu að moða öðru en fangelsum landsins og þurfum þá að tryggja öryggi þessara einstaklinga. Líka annarra fanga og starfsfólks.“ Afplánun þungbærari fyrir þennan hóp fólks Afstaða, félag fanga, hefur í áraraðir barist fyrir bættum fangelsismálum. Formaðurinn segir stöðu andlegra veikra fanga grafalvarlega. „Þeir sem eru veikastir í kerfinu eru yfirleitt settir í einangrun eða á öryggisgang því það er ekkert annað í boði.“ „Það þýðir að mennirnir taka að mestu leyti sinn dóm út einir. Þeir fá oft agaviðurlög af því þeir ná ekki að haga sér almennilega eins og aðrir. Þeir fá ekki að fara í dagsleyfi eða helgarleyfi. Þeir fá ekki að fara á áfangaheimilið Vernd vegna agabrota og þeir fá ekki reynslulausn því þeir eru ekki komnir með viðeigandi úrræði eftir afplánun og þá eru það yfirleitt sveitarfélögin sem eru að bregðast. Þannig afplánun er mun erfiðari og þyngri fyrir þennan hóp,“ segir Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu. Páll segir þörf á sérstakri stofnun fyrir þá sem þola ekki afplánun í fangelsi. Stofnun þar sem öryggi þeirra sé tryggt og þeir fái þá þjónustu sem þeir eigi rétt á, meðan á afplánun stendur. Þeim fjölgar sem glíma við andleg veikindi í fangelsum Er þitt starfsfólk í stakk búið til að sinna þessum hópi? „Nei alls ekki. Fangaverðir eru ekki menntaðir heilbrigðisstarfsmenn. Þeim hefur verið boðið upp á mjög slæmar aðstæður í mjög langan tíma. Við höfum verið með mjög marga og þeim fer fjölgandi þeim einstaklingum sem glíma við andleg veikindi. Geðheilsuteymið vissulega kom þarna inn fyrir nokkrum árum síðan en það vinnur ekki kraftaverk. Þannig þetta skiptir miklu máli og við höfum ekki náð miklum árangri í þessu í mörg ár og þetta hefur verið til umfjöllunar í áratugi. Eftirlitsaðilar hafa gert við þetta athugasemdir en við höfum sem samfélag ekki brugðist við.“ Fangelsismálastjóri segir stjórnvöld ekki hafa náð árangri í málaflokknum þrátt fyrir ítrekaðar athugasemdir.úr kompás Skilja ekki tilgang fangelsisvistar Alma segir að Sigurður eigi erfitt með að skilja hvers vegna hann sitji inni og sömuleiðis hvers vegna hann sé vistaður einn. Hann skilji ekki tilganginn með vistuninni og átti sig ekki á því hvað bíði hans að afplánun lokinni. Stór hluti andlegra veikra fanga á það sammerkt að skilja ekki tilgang fangelsisvistar. „Og þeir vita ekki af hverju þeir eru ekki að fara að losna og þeir vita oft ekki dagsetninguna hvenær þeir eiga að losna. Það gerir geðheilsuna verri. Ekki bara fyrir þá sem eru andlega veikir fyrir, heldur alla, að vita aldrei neitt. Þannig að þegar kemur að því að þeir fara í einangrun eða á öryggisgang þá eru þeir allan tímann að hugsa um þetta, hvenær þeir losna, hvað sé verið að gera í þeirra málum og það auðvitað ýfir upp veikindin. Menn verða veikari og jafnvel mjög veikir,“ segir Guðmundur. Hvað heldur þú að þú verðir lengi í fangelsi? „Ég veit það ekki,“ segir Sigurður. Orðinn margfalt veikari en þegar hann fór inn „Þetta hefur margoft gerst og þetta er að gerast í dag. Við höfum oft varað við að nú þurfi að bregðast við hjá ákveðnum einstaklingum, það verði að upplýsa þá um hvenær þeir losna,“ segir Guðmundur og bætir við að það hafi haft í för með sér alvarlegar afleiðingar. „Menn hafa misst það algjörlega andlega og jafnvel ráðist á samfanga eða fangaverði, sem er miður,“ segir Guðmundur. „Hann er bara geymdur þarna og ekkert gert. Þetta er svo mikið mannréttindabrot. Þetta er andleg píning fyrir hann. Hann er orðinn svo andlega veikur. Margfalt meira heldur en þegar hann fór inn. Það er bara skelfilegt að horfa upp á þetta,“ segir Alma. Pyndinganefnd Evrópuráðsins hefur margoft bent á slæma stöðu hér á landi.úr kompás Stjórnvöld ítrekað sökuð um að þverbrjóta mannréttindasamning Íslensk stjórnvöld hafa um árabil verið sökuð um að þverbrjóta alþjóðasamning Sameinuðu þjóðanna gegn pyndingum og ómannúðlegri meðferð með því að beita einangrunarvist í óhóflegum mæli. Pyndinganefnd Evrópuráðsins hefur margoft bent á slæma stöðu hér á landi. Síðast í janúar kom út svört skýrsla Amnesty International þar sem samtökin segja misbeitingu einangrunarvistar gríðarlega umfangsmikla, meðal annars gegn börnum og fólki með fatlanir og geðraskanir. „Öryggisgangur“ fagurt orð yfir einangrun „Hvaða úrræði önnur eru til? Þau eru ekki til. Fangaverðir vilja ekkert halda mönnum í einangrun, alls ekki. En þeir eru illa þjálfaðir til að eiga við fólk og vita sjálfir oft ekkert hvað á að gera. En ábyrgðin er alltaf hjá forstöðumanni fangelsanna sem tekur ákvörðun um að setja menn í einangrun en oft vilja þeir ekki kannast við að menn séu í einangrun heldur eru þeir settir á ganga sem þeir skíra eitthvað annað en einangrun og það er til að komast fram hjá reglunum aðeins,“ segir Guðmundur. Guðmundur segir að oft vilji forstöðumenn fangelsa ekki kannast við að menn séu í einangrun þar sem þeir séu á göngum sem heiti eitthvað annað en einangrunargangur.úr kompás Býr enn að fyrstu fangelsisvistinni Sigurður hefur nokkrum sinnum áður afplánað innan veggja fangelsis. Alma segir hann láta mjög vel af fyrstu vistuninni því þá hafi hann fengið mikla aðstoð frá þáverandi forstöðumanni Litla-Hrauns. „Í hverri einustu viku kom hún á ganginn til hans og hún heyrði það á honum að hann væri mjög fær í höndunum. Þannig það var búinn til aðstaða fyrir silfursmíði. Hann smíðaði hálsfestar, hringi, armbönd, allt ótrúlega flott hjá honum. Enn þann dag í dag talar hann um þá fangelsisvist, hvað hann fékk mikla sálfræðiaðstoð, umbun og uppbyggingu. Hann býr enn að því.“ Sjálf vann hún í því að þegar hann kæmi úr fangelsinu biði hans búsetuúrræði. Vinna sem hún þurfti að biðja um að farið yrði í, enda þurfi aðstandendur að berjast fyrir öllu. Búsetan gekk vel þar til Sigurður braut reglur og missti úrræðið. Geðdeild neiti að taka við föngum Hvernig stöndum við okkur í samanburði við aðrar þjóðir, nágrannaþjóðir? „Ekki vel. Stofnanir hér komast bara upp með það að segja, nei við tökum þennan ekki inn vegna þess að hann er fangi.“ „Stjórnvöld hafa bara ekki staðið sig í þessu, það er bara ósköp einfalt. Því þessar stofnanir hafa komist upp með það í langan tíma að taka ekki við öllum sem þurfa á þeirra þjónustu að halda,“ segir Páll. Guðmundur segir geðdeildirnar neita að taka við föngum. „Ég veit að þeir neita fyrir þetta stundum og segja að þetta sé alls ekki þannig en þetta er þannig. Við erum búin að horfa upp á þetta margoft. Þannig það er ekkert hægt að neita fyrir þetta,“ segir Guðmundur. Kerfin spila ekki saman Páll segir þetta flókið þar sem kerfin spili ekki saman. „Fangelsismálastofnun ber ábyrgð en heilbrigðisyfirvöld bera mikla ábyrgð. Þau taka ekki við þeim einstaklingum sem eru það veikir að þeir þurfa vist á sjúkrastofnun. Og það er ekki bara það. Það þarf jafnframt að undirbúa þennan hóp fólks undir það að taka þátt í samfélaginu aftur,“ segir Páll. „Við verðum að vinna í þeim einstaklingum sem eru í fangelsum á þeim tíma sem þeir eru í fangelsum. Það er ekki gert. Fólki er hrúgað saman á einn stað í misjöfnu ástandi og ætlast til þess að þeir verði endurhæfðir þegar þeir losna, það er auðvitað algjör misskilningur og það gerist ekki,“ segir Guðmundur. Guðmundur Ingi segir að með því að vinna í fangelsismálum og málefnum gerenda þá fækki þolendum.vilhelm/vísir Vinna í þágu fangelsismála fækki þolendum Guðmundur segir það varða almannahag að unnið sé uppbyggilega með föngum á þeim tíma sem þeir séu í fangelsi. „Með því að vinna í fangelsismálum og málefnum gerenda þá fækkar það þolendum.“ Allir viðmælendur eru sammála um að mikill skortur sé á búsetuúrræðum. Lítið taki við föngum að afplánun lokinni. „Við erum með tímabundnar refsingar á Íslandi sem þýðir að allir eiga að fara út á endanum. Ef einstaklingur sem er andlega veikur og jafnframt greindarskerðingu er bara settur út á götu þá endar það auðvitað ekki vel. Við þurfum að hafa úrræði þar sem öryggi er tryggt. Þjónusta er tryggð þannig að þessir einstaklingar geti unnið í sínum bata með aðstoð sem þeir eiga lögbundinn rétt á.“ segir Páll. „Ef ég myndi ekkert gera og ekki tala við neinn yrði Siggi geymdur í fimm ár alveg út tímann og hliðið opnað og hann labbar út fyrir hliðið,“ segir Alma. Geymdur eins og villidýr í búri Alma talar við Sigurð á hverjum degi og finnur hvernig einangrunin bitnar á heilsu hans. Finnur hvernig hann er smátt og smátt að bugast. Hún óttast að einn daginn gefist hann upp. „Ég er dagskráin hans yfir daginn. Hann hringir í mig mörgum sinnum á dag.“ Finnst þér eins og kerfið treysti bara á að aðstandendur séu dagskrá og úrræði fyrir fólk eins og hann? „Já, það er ekkert gert annað. Hann er bara geymdur eins og... Ég vil bara segja eins og villidýr í búri.“ „Mér líður bara eins og ég sé í dýflissu,“ segir Sigurður. Er enginn að reyna að byggja þig upp? „Nei, enginn.“ „Ég er alveg hissa hvað hann getur farið í gegnum þetta. Ég bara á ekki til orð. Svona innilokun gerir hvern mann brjálaðan,“ segir Alma. Alma segist ráðalaus vegna úrræðaleysis. Hún þrýstir þessa dagana á að Sigurði standi búsetuúrræði til boða að afplánun lokinni.arnar halldórsson Fer hann betri út í samfélagið? „Þetta er ekki búið. Hann þarf að komast í gegnum þessa einangrun fram í miðjan júní. Og ég spyr er þetta löglegt? Er þetta ekki mannréttindabrot? Er þetta sálfræðileg uppbygging fyrir fangann. Er verið að fara að koma honum betri út í samfélagið? Hver er tilgangurinn með þessu? Ég þakka bara Guði fyrir það að ég fái son minn lifandi þarna út í þetta skiptið. Ég þakka Guði fyrir það ef það næst,“ segir Alma. Erum við að fara illa með veikt fólk? „Já við erum að gera það. Engin spurning,“ segir Páll. Stjórnvöld sitja aðgerðarlaus hjá Viðtalið við Sigurð var tekið með samþykki hans og í samráði við móður og réttindagæslumann. Það var ekki tekið með leyfi Fangelsismálastofnunar þar sem fulltrúar stofnunarinnar sögðu óvíst að hann væri bær um að samþykkja viðtal vegna veikinda sinna. Samt er þessi veiki einstaklingur vistaður á einangrunargangi í fangelsi. Á meðan sitja stjórnvöld aðgerðarlaus hjá. Stofnanir komast upp með að neita veikum föngum um heilbrigðisþjónustu og veikir menn verða veikari í fangelsum landsins og fara því enn veikari og jafnvel hættulegri aftur út í samfélagið. Og þar tekur ekkert við þeim. Næstu daga mun fréttastofa halda áfram umfjöllun um þennan málaflokk. Hafir þú ábendingar um þessi mál eða önnur þá sendu okkur póst á kompas@stod2.is. Kompás Fangelsismál Heilbrigðismál Geðheilbrigði Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent
Þessir fangar fá ekki viðeigandi aðstoð, skilja oft ekki stöðu sína og þeirra andlegi vandi verður alvarlegri. Og þannig er þeim síðan hleypt aftur út í samfélagið. Í Kompás kynnumst við Sigurði sem er með þroskaröskun og vistaður á Litla-Hrauni og móður hans sem segist ráðalaus vegna úrræðaleysis. Sigurður Almar er 39 ára og glímir við fjölþættan vanda. Hann fæddist skyndilega eftir sjö mánaða meðgöngu og var mikið veikur sem barn. Ungur sýndi hann hegðunarvandamál sem versnuðu mikið þegar hann byrjaði í skóla. Sigurður var sendur í greiningar í kringum átta ára aldur og er með ofvirkni, þráhyggju, ADHD og misþroska. Í grunnskóla byrjaði hann að fikta við fíkniefni og var fljótlega vistaður á meðferðarheimilinu Stuðlum og á Háholti. Alma lýsir Sigurði sem skemmtilegu barni. Hann hafi verið stríðinn en hjartahlýr.aðsend Erfiðlega gekk að fá hjálp fyrir Sigurð sem er á svokölluðu gráu svæði, þar sem hann er ekki með fötlun, en er heldur ekki heilbrigður. „Sigurður var mjög skemmtilegur krakki. Vel fjörugur og stundum stríðinn við systkini sín. En rosalega hjartahlýr og góður við alla,“ segir Alma Sæbjörnsdóttir, móðir Sigurðar. Hann þurfti alla skólagönguna að hafa mikið fyrir bóklegu námi en blómstraði þegar kom að smíði og listgreinum. „Það var alveg ótrúlegt hvað hann kom með heim úr skólanum í saumum. Hann var hæstur af stelpunum. Það var allt svo flott sem hann gerði og smíðaði. Hann er mjög laginn í höndunum.“ Erfiðleikar í kjölfar fíkniefnaneyslu Í sálfræðimati sem gert var fyrir fjórum árum kemur fram að Sigurður sé með þroskaröskun, eigi í miklum erfiðleikum með málskilning og skilji illa einfaldar leiðbeiningar. Hann á erfitt með að hugsa hlutina til enda, og er því oft hvatvís. Þessi röskun versnar til muna þegar hann er í neyslu vímuefna. „Eftir gagnfræðiskóla þá byrjar þetta með að fikta við fíkniefni. Og þá náttúrulega upphófst ákveðið ferli, ákveðnir erfiðleikar í kringum það allt saman,“ segir móðir hans. Sigurður með systkinum sínum og móður á jólunum.aðsend Stuðningurinn reyndist lífsbjörg en varði stutt Vegna þessa vanda barðist Alma fyrir því að fjölskyldan fengi stuðningsaðila í gegnum Barnavernd sem úr varð þegar Sigurður var sautján ára. Sá stuðningur reyndist honum lífsbjörg. „En svo verður hann átján ára. Þá er hann orðinn fullorðinn í kerfinu og þá er þessi aðili, sem er búinn að halda svona vel utan um hann Sigurð og allt gengur svona rosalega vel, tekinn af honum. Og þá fór allt niður á við. Þá byrjaði neyslan sem varð erfiðari með tímanum og lítil úrræði, engin aðstoð. Hann er andlega veikur upp að vissu marki og þegar eiturlyfin komu ofan á það þá upphófust miklir erfiðleikar hjá honum sjálfum og okkur í fjölskyldunni, mér og börnunum.“ Neitað um þjónustu vegna fíknisjúkdóms Fíknisjúkdómurinn hefur fylgt Sigurði og oftar en ekki orðið til þess að honum hefur verið neitað um þjónustu og lítið á hann hlustað. Alma segir að alla tíð hafi hann mætt fordómum, margir notfært sér einfeldni hans og hann lítið getað varið sig. Alma segir Sigurð alla tíð hafa mætt fordómum vegna fíknisjúkdómsins.aðsend Lögregla hefur í gegnum tíðina ítrekað haft afskipti af Sigurði sem afplánar nú fimm ára dóm á Litla-Hrauni vegna kynferðis- og ofbeldisbrota. Brot sem hann hefur aldrei viðurkennt. Sigurður hefur verið í fangelsinu í rúm þrjú ár og átt erfitt með samneyti við aðra fanga. „Það er verið að fara illa með hann af föngum. Þeir stela af honum og honum alltaf refsað fyrir að verða reiður og æsa sig þegar búið er að stela spilaranum hans, heyrnartólunum sem hann var lengi að safna sér fyrir, flottu peysunni sem hann fékk í jólagjöf.“ Stálu jólagjöfum systkinanna „Það var búið að stela öllu dótinu mínu. Jeezy peysunni, ekta Adidas gleraugunum mínum, Ghostbusters peysunni. Þeir tóku bara öll fötin mín, jólagjafirnar sem ég var búin að sýna mömmu fyrir systkini mín,“ segir Sigurður Almar. „Þeir pikkuðu lásinn hjá mér, það þýddi ekkert fyrir mig að læsa klefanum því þeir pikkuðu allt upp. Það var alltaf allt að hverfa. Þeir pössuðu að láta mig ekki fatta það strax, það var alltaf eitt og eitt að hverfa en svo voru þeir bara að pikka upp lásinn hjá mér þegar ég var á æfingu, því ég var alltaf einn á æfingu. Þeir voru alltaf út úr ruglaðir og nenntu aldrei með mér á æfingu. Seldu allt dótið mitt fyrir eiturlyfjum.“ Sigurður var fyrir fimm mánuðum fluttur á öryggisgang, einangraður frá öðrum föngum.úr kompás Átti erfitt með að sinna grunnþörfum Sigurður hefur á þessum þremur árum ítrekað verið settur í einangrun og var fyrir fimm mánuðum fluttur á sérstakan öryggisgang, einangraður frá öðrum föngum. Í nýlegum rökstuðningi um flutning þangað kemur fram að ekki hafi verið forsvaranlegt að vista hann á almennum gangi vegna ástands hans. Mikilvægt væri að tryggja öryggi hans og annarra. Sigurður ætti erfitt með að sinna grunnþörfum og sýndi einkenni verkstols. Hann verður vistaður á öryggisgangi þar til þann áttunda júní - eða alls í sjö mánuði. „Ég sótti um að fá að fara í smá hvíld frá strákunum, það er svo mikil neysla og þeir eru bara búnir að halda mér hérna síðan. Þeir halda bara að ég hafi gert eitthvað af mér. Ég gerði ekki neitt af mér. Þeir eru alltaf að opna og læsa mig inni, opna klefann og læsa mig inni. Og ég er að þessu allan daginn. Æ við ætlum aðeins að loka hérna.“ „Já ég er alltaf einn“ „Aðstæðurnar núna hjá honum eru þannig að hann er alveg aleinn. Ef hann tekur æðiskast, öskrar og hótar, eins og hann hefur alveg gert, þá er hann alveg lokaður inni í marga daga. Hann fær ekkert, það er ekkert unnið í honum, hann fær enga andlega hjálp. Hann fær ekkert að gera,“ segir Alma. En hvernig er það Siggi, ertu alltaf einn? „Já alltaf einn bara.“ Hefur þú engan til að tala við? „Nei bara bróður minn.“ Bróðir Sigurðar lést fyrir tuttugu og þremur árum og er styrkur hans í einverunni sem einkennir dvöl á öryggisgangi. Hvernig er það að vera alltaf svona einn? „Skelfilegt bara.“ Þegar klefi Sigurðar er opnaður á daginn bíður hans nöturlegur gangur þar sem hann dvelur einn allan daginn, alla daga. Fangaklefi á Litla-Hrauni.úr kompás „Hann hefur yfir heildina á þessum fimm mánuðum núna í einangrun verið mjög hlýðinn, miðað við aðstæður. Núna á skírdag til dæmis þá var hann búinn að vera lokaður inni alveg fram að Skype, hann fékk Skype símtal og þegar það var búið þá kom fangavörðurinn og fyrsta sem hann sagði við hann var: Innilokun.“ „Þá fer hann í orðaskipti við fangavörðinn og þetta endaði þannig að fangaverðirnir tóku á honum og neyddu hann inn í klefann og lokuðu. En hann nær að slá til eins fangavarðarins og við það að hann hlýddi ekki að fara strax inn sem hann hefur yfirleitt gert, þá er honum refsað með því að þá er ekkert opnað. Ekki neitt,“ segir Alma. En Siggi hvað gerir þú á daginn? „Já dagurinn hérna, ég bara er inni á klefa bara allan daginn. Það er ekkert hægt að gera, ég get ekki haft neitt fyrir stafni eða neinu.“ Loforð um ferð í handverkshúsið ekki efnt „Það er búið að lofa honum því fyrir sirka fjórum vikum síðan að fara með hann í Handverkshúsið, til þess að hann hafi eitthvað að gera. Finna eitthvað þar sem hann getur dundað sér í höndunum. En það eru fjórar vikur síðan og það er ekki enn búið að fara með hann,“ segir Alma. Í þættinum sjáum við útisvæði Sigurðar sem er lítill blettur með steyptum veggjum allt í kring og rimlum í lofti. „Útivistin hans er pínulítill blettur með rimlum fyrir ofan. Bara smá blettur.“ Þegar þú ferð út í þetta litla port, ertu þá alveg aleinn? „Alveg aleinn. Ég er aleinn allan daginn mamma.“ Svo horfir hann á strákana í útivistinni út um gluggann. Og hann aleinn.“ Sigurður horfði út um gluggann á hina fangana saman í útivist.úr kompás Lítið um andlega aðstoð Alma hefur lengi barist fyrir því að Sigurður fái að fara út meðal hinna fanganna. Það fékkst loksins í gegn í síðustu viku en Alma vill meina að það hafi eingöngu gerst vegna fyrirspurna Kompáss um aðstæður Sigurðar. Mæðginin segja að ekki fari mikið fyrir andlegri aðstoð í fangelsinu. Sigurður segist fara til sálfræðings á tveggja vikna fresti, en væri til í að hitta fagmann oftar. „Já ég væri til í að hitta hana oftar og segja henni hvernig mér líður og þetta. Er það ekki til þess eða?“ Fangelsismálastofnun sér um fullnusta refsingar og hefur umsjón með rekstri fangelsa landsins. Stofnunin tekur á móti þeim sem eru metnir sakhæfir á verknaðarstundu og dæmdir til fangelsisrefsingar. Mat á sakhæfi getur verið nokkuð flókið. Dæmi eru um að þroskaskert og fólk með erfiða fötlun sé metið sakhæft fyrir dómi. Sömuleiðis eru dæmi þess að veikt fólk með nokkra dóma á bakinu hafi verið metið ósakhæft í einum dómi en sakhæft í öðrum. „Það eru andlega veikir einstaklingar í fangelsum landsins. Ég myndi segja að þetta væru svona á bilinu fjórir til átta hverju sinni sem eiga ekki erindi í fangelsi,“ segir Páll Winkel, fangelsismálastjóri og bætir við að þetta sé fólk sem þurfi heilbrigðisþjónustu allan sólarhringinn sem er ekki í boði í fangelsum. Þetta fólk sé mjög veikt og glími jafnvel við fjölþættan vanda. „Bæði andleg veikindi og fíkniefnavanda og eiga svo sögu ofbeldisbrota. Þeir einstaklingar þurfa aðstoð og innlögn á viðeigandi stofnun sjúkrahúss.“ Páll Winkel, fangelsismálastjóri segir að hópur fanga þurfi aðstoð og innlögn á viðeigandi stofnun sjúkrahússúr kompás Eru dæmi um að þroskaskertir einstaklingar afpláni í fangelsum? „Þroskaskertir einstaklingar, einstaklingar jafnvel í geðrofsástandi og allt þar á milli. Þetta er bara eins og þverskurður samfélagsins. Það er líka veikt fólk þarna úti og mikilvægt að undirstrika að andlega veikt fólk er ekkert hættulegra eða verra en annað fólk. En þegar blandan er eins og ég lýsti áðan þá er fólk hugsanlega mjög hættulegt og við höfum ekki úr neinu að moða öðru en fangelsum landsins og þurfum þá að tryggja öryggi þessara einstaklinga. Líka annarra fanga og starfsfólks.“ Afplánun þungbærari fyrir þennan hóp fólks Afstaða, félag fanga, hefur í áraraðir barist fyrir bættum fangelsismálum. Formaðurinn segir stöðu andlegra veikra fanga grafalvarlega. „Þeir sem eru veikastir í kerfinu eru yfirleitt settir í einangrun eða á öryggisgang því það er ekkert annað í boði.“ „Það þýðir að mennirnir taka að mestu leyti sinn dóm út einir. Þeir fá oft agaviðurlög af því þeir ná ekki að haga sér almennilega eins og aðrir. Þeir fá ekki að fara í dagsleyfi eða helgarleyfi. Þeir fá ekki að fara á áfangaheimilið Vernd vegna agabrota og þeir fá ekki reynslulausn því þeir eru ekki komnir með viðeigandi úrræði eftir afplánun og þá eru það yfirleitt sveitarfélögin sem eru að bregðast. Þannig afplánun er mun erfiðari og þyngri fyrir þennan hóp,“ segir Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu. Páll segir þörf á sérstakri stofnun fyrir þá sem þola ekki afplánun í fangelsi. Stofnun þar sem öryggi þeirra sé tryggt og þeir fái þá þjónustu sem þeir eigi rétt á, meðan á afplánun stendur. Þeim fjölgar sem glíma við andleg veikindi í fangelsum Er þitt starfsfólk í stakk búið til að sinna þessum hópi? „Nei alls ekki. Fangaverðir eru ekki menntaðir heilbrigðisstarfsmenn. Þeim hefur verið boðið upp á mjög slæmar aðstæður í mjög langan tíma. Við höfum verið með mjög marga og þeim fer fjölgandi þeim einstaklingum sem glíma við andleg veikindi. Geðheilsuteymið vissulega kom þarna inn fyrir nokkrum árum síðan en það vinnur ekki kraftaverk. Þannig þetta skiptir miklu máli og við höfum ekki náð miklum árangri í þessu í mörg ár og þetta hefur verið til umfjöllunar í áratugi. Eftirlitsaðilar hafa gert við þetta athugasemdir en við höfum sem samfélag ekki brugðist við.“ Fangelsismálastjóri segir stjórnvöld ekki hafa náð árangri í málaflokknum þrátt fyrir ítrekaðar athugasemdir.úr kompás Skilja ekki tilgang fangelsisvistar Alma segir að Sigurður eigi erfitt með að skilja hvers vegna hann sitji inni og sömuleiðis hvers vegna hann sé vistaður einn. Hann skilji ekki tilganginn með vistuninni og átti sig ekki á því hvað bíði hans að afplánun lokinni. Stór hluti andlegra veikra fanga á það sammerkt að skilja ekki tilgang fangelsisvistar. „Og þeir vita ekki af hverju þeir eru ekki að fara að losna og þeir vita oft ekki dagsetninguna hvenær þeir eiga að losna. Það gerir geðheilsuna verri. Ekki bara fyrir þá sem eru andlega veikir fyrir, heldur alla, að vita aldrei neitt. Þannig að þegar kemur að því að þeir fara í einangrun eða á öryggisgang þá eru þeir allan tímann að hugsa um þetta, hvenær þeir losna, hvað sé verið að gera í þeirra málum og það auðvitað ýfir upp veikindin. Menn verða veikari og jafnvel mjög veikir,“ segir Guðmundur. Hvað heldur þú að þú verðir lengi í fangelsi? „Ég veit það ekki,“ segir Sigurður. Orðinn margfalt veikari en þegar hann fór inn „Þetta hefur margoft gerst og þetta er að gerast í dag. Við höfum oft varað við að nú þurfi að bregðast við hjá ákveðnum einstaklingum, það verði að upplýsa þá um hvenær þeir losna,“ segir Guðmundur og bætir við að það hafi haft í för með sér alvarlegar afleiðingar. „Menn hafa misst það algjörlega andlega og jafnvel ráðist á samfanga eða fangaverði, sem er miður,“ segir Guðmundur. „Hann er bara geymdur þarna og ekkert gert. Þetta er svo mikið mannréttindabrot. Þetta er andleg píning fyrir hann. Hann er orðinn svo andlega veikur. Margfalt meira heldur en þegar hann fór inn. Það er bara skelfilegt að horfa upp á þetta,“ segir Alma. Pyndinganefnd Evrópuráðsins hefur margoft bent á slæma stöðu hér á landi.úr kompás Stjórnvöld ítrekað sökuð um að þverbrjóta mannréttindasamning Íslensk stjórnvöld hafa um árabil verið sökuð um að þverbrjóta alþjóðasamning Sameinuðu þjóðanna gegn pyndingum og ómannúðlegri meðferð með því að beita einangrunarvist í óhóflegum mæli. Pyndinganefnd Evrópuráðsins hefur margoft bent á slæma stöðu hér á landi. Síðast í janúar kom út svört skýrsla Amnesty International þar sem samtökin segja misbeitingu einangrunarvistar gríðarlega umfangsmikla, meðal annars gegn börnum og fólki með fatlanir og geðraskanir. „Öryggisgangur“ fagurt orð yfir einangrun „Hvaða úrræði önnur eru til? Þau eru ekki til. Fangaverðir vilja ekkert halda mönnum í einangrun, alls ekki. En þeir eru illa þjálfaðir til að eiga við fólk og vita sjálfir oft ekkert hvað á að gera. En ábyrgðin er alltaf hjá forstöðumanni fangelsanna sem tekur ákvörðun um að setja menn í einangrun en oft vilja þeir ekki kannast við að menn séu í einangrun heldur eru þeir settir á ganga sem þeir skíra eitthvað annað en einangrun og það er til að komast fram hjá reglunum aðeins,“ segir Guðmundur. Guðmundur segir að oft vilji forstöðumenn fangelsa ekki kannast við að menn séu í einangrun þar sem þeir séu á göngum sem heiti eitthvað annað en einangrunargangur.úr kompás Býr enn að fyrstu fangelsisvistinni Sigurður hefur nokkrum sinnum áður afplánað innan veggja fangelsis. Alma segir hann láta mjög vel af fyrstu vistuninni því þá hafi hann fengið mikla aðstoð frá þáverandi forstöðumanni Litla-Hrauns. „Í hverri einustu viku kom hún á ganginn til hans og hún heyrði það á honum að hann væri mjög fær í höndunum. Þannig það var búinn til aðstaða fyrir silfursmíði. Hann smíðaði hálsfestar, hringi, armbönd, allt ótrúlega flott hjá honum. Enn þann dag í dag talar hann um þá fangelsisvist, hvað hann fékk mikla sálfræðiaðstoð, umbun og uppbyggingu. Hann býr enn að því.“ Sjálf vann hún í því að þegar hann kæmi úr fangelsinu biði hans búsetuúrræði. Vinna sem hún þurfti að biðja um að farið yrði í, enda þurfi aðstandendur að berjast fyrir öllu. Búsetan gekk vel þar til Sigurður braut reglur og missti úrræðið. Geðdeild neiti að taka við föngum Hvernig stöndum við okkur í samanburði við aðrar þjóðir, nágrannaþjóðir? „Ekki vel. Stofnanir hér komast bara upp með það að segja, nei við tökum þennan ekki inn vegna þess að hann er fangi.“ „Stjórnvöld hafa bara ekki staðið sig í þessu, það er bara ósköp einfalt. Því þessar stofnanir hafa komist upp með það í langan tíma að taka ekki við öllum sem þurfa á þeirra þjónustu að halda,“ segir Páll. Guðmundur segir geðdeildirnar neita að taka við föngum. „Ég veit að þeir neita fyrir þetta stundum og segja að þetta sé alls ekki þannig en þetta er þannig. Við erum búin að horfa upp á þetta margoft. Þannig það er ekkert hægt að neita fyrir þetta,“ segir Guðmundur. Kerfin spila ekki saman Páll segir þetta flókið þar sem kerfin spili ekki saman. „Fangelsismálastofnun ber ábyrgð en heilbrigðisyfirvöld bera mikla ábyrgð. Þau taka ekki við þeim einstaklingum sem eru það veikir að þeir þurfa vist á sjúkrastofnun. Og það er ekki bara það. Það þarf jafnframt að undirbúa þennan hóp fólks undir það að taka þátt í samfélaginu aftur,“ segir Páll. „Við verðum að vinna í þeim einstaklingum sem eru í fangelsum á þeim tíma sem þeir eru í fangelsum. Það er ekki gert. Fólki er hrúgað saman á einn stað í misjöfnu ástandi og ætlast til þess að þeir verði endurhæfðir þegar þeir losna, það er auðvitað algjör misskilningur og það gerist ekki,“ segir Guðmundur. Guðmundur Ingi segir að með því að vinna í fangelsismálum og málefnum gerenda þá fækki þolendum.vilhelm/vísir Vinna í þágu fangelsismála fækki þolendum Guðmundur segir það varða almannahag að unnið sé uppbyggilega með föngum á þeim tíma sem þeir séu í fangelsi. „Með því að vinna í fangelsismálum og málefnum gerenda þá fækkar það þolendum.“ Allir viðmælendur eru sammála um að mikill skortur sé á búsetuúrræðum. Lítið taki við föngum að afplánun lokinni. „Við erum með tímabundnar refsingar á Íslandi sem þýðir að allir eiga að fara út á endanum. Ef einstaklingur sem er andlega veikur og jafnframt greindarskerðingu er bara settur út á götu þá endar það auðvitað ekki vel. Við þurfum að hafa úrræði þar sem öryggi er tryggt. Þjónusta er tryggð þannig að þessir einstaklingar geti unnið í sínum bata með aðstoð sem þeir eiga lögbundinn rétt á.“ segir Páll. „Ef ég myndi ekkert gera og ekki tala við neinn yrði Siggi geymdur í fimm ár alveg út tímann og hliðið opnað og hann labbar út fyrir hliðið,“ segir Alma. Geymdur eins og villidýr í búri Alma talar við Sigurð á hverjum degi og finnur hvernig einangrunin bitnar á heilsu hans. Finnur hvernig hann er smátt og smátt að bugast. Hún óttast að einn daginn gefist hann upp. „Ég er dagskráin hans yfir daginn. Hann hringir í mig mörgum sinnum á dag.“ Finnst þér eins og kerfið treysti bara á að aðstandendur séu dagskrá og úrræði fyrir fólk eins og hann? „Já, það er ekkert gert annað. Hann er bara geymdur eins og... Ég vil bara segja eins og villidýr í búri.“ „Mér líður bara eins og ég sé í dýflissu,“ segir Sigurður. Er enginn að reyna að byggja þig upp? „Nei, enginn.“ „Ég er alveg hissa hvað hann getur farið í gegnum þetta. Ég bara á ekki til orð. Svona innilokun gerir hvern mann brjálaðan,“ segir Alma. Alma segist ráðalaus vegna úrræðaleysis. Hún þrýstir þessa dagana á að Sigurði standi búsetuúrræði til boða að afplánun lokinni.arnar halldórsson Fer hann betri út í samfélagið? „Þetta er ekki búið. Hann þarf að komast í gegnum þessa einangrun fram í miðjan júní. Og ég spyr er þetta löglegt? Er þetta ekki mannréttindabrot? Er þetta sálfræðileg uppbygging fyrir fangann. Er verið að fara að koma honum betri út í samfélagið? Hver er tilgangurinn með þessu? Ég þakka bara Guði fyrir það að ég fái son minn lifandi þarna út í þetta skiptið. Ég þakka Guði fyrir það ef það næst,“ segir Alma. Erum við að fara illa með veikt fólk? „Já við erum að gera það. Engin spurning,“ segir Páll. Stjórnvöld sitja aðgerðarlaus hjá Viðtalið við Sigurð var tekið með samþykki hans og í samráði við móður og réttindagæslumann. Það var ekki tekið með leyfi Fangelsismálastofnunar þar sem fulltrúar stofnunarinnar sögðu óvíst að hann væri bær um að samþykkja viðtal vegna veikinda sinna. Samt er þessi veiki einstaklingur vistaður á einangrunargangi í fangelsi. Á meðan sitja stjórnvöld aðgerðarlaus hjá. Stofnanir komast upp með að neita veikum föngum um heilbrigðisþjónustu og veikir menn verða veikari í fangelsum landsins og fara því enn veikari og jafnvel hættulegri aftur út í samfélagið. Og þar tekur ekkert við þeim. Næstu daga mun fréttastofa halda áfram umfjöllun um þennan málaflokk. Hafir þú ábendingar um þessi mál eða önnur þá sendu okkur póst á kompas@stod2.is.