Innlent

Skúr í ljósum logum í Gufu­nesi

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Eldurinn er töluverður.
Eldurinn er töluverður. Tryggvi Rafn Tómasson

Skúr stóð í ljósum logum í Gufunesi í Reykjavík á tólfta tímanum í kvöld. Tveir dælubílar fóru á vettvang en slökkviliðið segir útkallið hafa verið umfangsminna en talið var í upphafi.

Lárus Steindór Björnsson, varðstjóri hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, segir í samtali við fréttastofu að skúrinn standi nálægt kvikmyndaverinu í Gufunesi. Kvikmyndaverið sjálft sé þó óhult.

„Það eru komnir tveir bílar á staðinn og þegar fyrstu tveir bílar komu á staðinn þá afturkölluðu þeir tvo. Þeta var minna en innhringingin boðaði.“

Myndband af slökkvistarfinu, sem Sigurbjörn Smári Ortiz tók, má sjá hér að neðan.

Hann segir að skúrinn sé ekki nálægt íbúðarhúsnæði. Slökkvistarf hafi gengið vel.

Tryggvi Rafn Tómasson, sem varð vitni að eldsvoðanum, segir í samtali við fréttastofu að eldurinn hafi verið töluverður, skúrinn standi í ljósum logum. 

Tryggvi Rafn tók neðangreint myndband af eldinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×