Átta íslensk mörk í öruggum sigri Gummersbach | Fimmta tap Ýmis og félaga í röð Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 23. apríl 2023 15:48 Elliði Snær Viðarsson skoraði sjö mörk fyrir Gummersbach í dag. Vísir/Getty Fjórum leikjum í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta er nú nýlokið og voru Íslendingar í eldlínunni í þeim öllum. Íslendingalið Gummersbach vann öruggan sjö marka sigur gegn Wetzlar, 37-30, þar sem átta íslensk mörk litu dagsins ljós, en Ýmir Örn Gíslason og félagar hans í Rhein-Neckar Löwen máttu þola sitt fimmta tap í röð er liðið heimsótti Füchse Berlin. Gummersbach, undir stjórn Guðjóns Vals Sigurðssonar, hafði góð tök á leiknum gegn Wetzlar og liðið náði fljótt fimm marka forystu. Gestirnir náðu að minnka muninn niður í þrjú mörk þegar stutt var eftir af fyrri hálfleik, en Íslendingaliðið skoraði seinustu sex mörk hálfleiksins og staðan var því 20-11 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Heimamenn í Gummersbach hleyptu gestunum aldrei nálægt sér í síðari hálfleik og unnu að lokum öruggan sjö marka sigur, 37-30. Elliði Snær Viðarsson skoraði sjö mörk fyrir Gummersbach í dag og Hákon Daði Styrmisson eitt. Liðið situr nú í níunda sæti deildarinnar með 26 stig eftir 27 leiki. Þá máttu Ýmir Örn Gíslason og félagar hans í Rhein-Neckar Löwen þola hvorki meira né minna en 14 marka tap gegn Füchse Berlin á sama tíma, 38-24. Ýmir og félagar hafa nú tapað fimm leikjum í röð og eru líklega endanlega búnir að stimpla sig út úr toppbaráttunni. Liðið situr í fimmta sæti deildarinnar með 37 stig, sex stigum minna en Füchse Berlin og Kiel sem tróna á toppnum. Að lokum skoraði Sveinn Jóhannsson eitt mark fyrir Minden er liðið tapaði naumlega gegn Erlangen, 29-28, og Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði fimm mörk fyrir Gummersbach er liðið vann eins marks sigur gegn Hannover-Burgdorf, 31-30. Þýski handboltinn Mest lesið Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Fótbolti Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Körfubolti Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Erlendur íþróttaannáll 2024: Bátnum ruggað, 2007 módelin og ótrúlegt hlaup Sport Dagskráin í dag: Grindavík hefur göngu sína Sport Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Fótbolti Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Fótbolti Fleiri fréttir Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum Sjá meira
Gummersbach, undir stjórn Guðjóns Vals Sigurðssonar, hafði góð tök á leiknum gegn Wetzlar og liðið náði fljótt fimm marka forystu. Gestirnir náðu að minnka muninn niður í þrjú mörk þegar stutt var eftir af fyrri hálfleik, en Íslendingaliðið skoraði seinustu sex mörk hálfleiksins og staðan var því 20-11 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Heimamenn í Gummersbach hleyptu gestunum aldrei nálægt sér í síðari hálfleik og unnu að lokum öruggan sjö marka sigur, 37-30. Elliði Snær Viðarsson skoraði sjö mörk fyrir Gummersbach í dag og Hákon Daði Styrmisson eitt. Liðið situr nú í níunda sæti deildarinnar með 26 stig eftir 27 leiki. Þá máttu Ýmir Örn Gíslason og félagar hans í Rhein-Neckar Löwen þola hvorki meira né minna en 14 marka tap gegn Füchse Berlin á sama tíma, 38-24. Ýmir og félagar hafa nú tapað fimm leikjum í röð og eru líklega endanlega búnir að stimpla sig út úr toppbaráttunni. Liðið situr í fimmta sæti deildarinnar með 37 stig, sex stigum minna en Füchse Berlin og Kiel sem tróna á toppnum. Að lokum skoraði Sveinn Jóhannsson eitt mark fyrir Minden er liðið tapaði naumlega gegn Erlangen, 29-28, og Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði fimm mörk fyrir Gummersbach er liðið vann eins marks sigur gegn Hannover-Burgdorf, 31-30.
Þýski handboltinn Mest lesið Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Fótbolti Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Körfubolti Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Erlendur íþróttaannáll 2024: Bátnum ruggað, 2007 módelin og ótrúlegt hlaup Sport Dagskráin í dag: Grindavík hefur göngu sína Sport Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Fótbolti Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Fótbolti Fleiri fréttir Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum Sjá meira