Starfsfólk upplifir vinnustaðinn eins og hótel og fær hundapössun og fleira Rakel Sveinsdóttir skrifar 24. apríl 2023 07:01 Kristín Aldan Guðmundsdóttir arkitekt starfar í Washington DC. Hún segir áberandi hvernig fasteignafélög í Bandaríkjunum hafa markvisst verið að bregðast við því síðustu misseri, að koma í veg fyrir að byggingarnar þeirra endi með að standa hálf tómar því svo margir starfi nú í fjarvinnu og vinnustaðir þurfa ekki lengur jafn mikið pláss. Í dag er lagt áherslu á að starfsfólk upplifi byggingarnar eins og spennandi hótel en ekki skrifstofubyggingar. „Fasteignafélögin eru að gera sér grein fyrir því að byggingarnar gætu staðið tómar ef ekki er ráðist í róttækar breytingar. Þannig að verkefnin sem við höfum verið í felast í raun í því að þegar starfsfólk mætir til vinnu, þá upplifir það bygginguna meira eins og flott hótel en ekki vinnustað með móttöku á neðstu hæðinni,“ segir Kristín Aldan Guðmundsdóttir arkitekt sem starfar og býr í Washington DC í Bandaríkjunum. „Það sem þessir fasteignaeigendur hafa verið að gera er til dæmis að búa til hundasvæði á þakinu fyrir hundapössun og leiksvæði hunda starfsfólks, fitness herbergin eru ekki lengur í kjallaranum heldur á jarðhæð eða flottri útsýnishæð og nú fullbúin flottustu líkamsræktartækjunum, fyrirtækin sjálf í byggingunni eru skilgreind sem mismunandi svítur í byggingunni og allir eru með aðgang að ýmsum næðisrýmum, fundarherbergjum í mismunandi stærðum eða ráðstefnusölum.“ Það er skemmtilegt að tala við Kristínu. Enda er sagan hennar gott dæmi um hvað frábærir hlutir geta gerst þegar við einfaldlega látum vaða og prófum eitthvað nýtt. Í versta falli gerist ekkert! Hjá Kristínu hefur hins vegar heilmikið gerst og við skulum heyra hvernig það þróaðist hjá henni að hún hefur ekki aðeins starfað hjá einni virtustu og stærstu arkitektarstofu Bandaríkjanna, Gensler, heldur er hún núna í forsvari fyrir útibúi MKDA arkitektarstofunnar í Washington DC. Að vera fátækur námsmaður Kristín er fædd árið 1972, alin upp á Íslandi að undanskildum árunum fjögurra ára til tíu ára þegar fjölskyldan bjó í Stokkhólmi. Kristín varð stúdent frá Fjölbrautarskólanum í Ármúla en fór ekki strax í framhaldsnám. „Það blundaði reyndar alltaf í mér að fara út í nám. Enda valkostirnir ekki þeir sömu á Íslandi þá og nú. Ég hafði mikinn áhuga á hönnun og grafík en um tíma starfaði ég sem auglýsingastjóri tímarita Fróða sem gaf heilmiklar tekjur eins og sá geiri var þá,“ segir Kristín og bætir hlæjandi við: „Tilhugsunin um að verða allt í einu fátækur námsmaður var því ekkert rosalega spennandi!“ Kristín og þáverandi maður hennar, Hjalti Þór Hannesson, létu þó slag standa því þegar Kristín var 28 ára hóf hún nám í arkitektúr í Madrid. Hjónin áttu þá þegar sex ára dóttur, Karen Petru. „Ég skildi ekkert hvað kennararnir voru að segja og bað oft í huganum um að þeir færu nú að teikna eitthvað á töfluna þannig að ég hefði einhverja hugmynd um umræðuefnið. En smátt og smátt kom þetta þó og ég náði tökum á bæði spænskunni og náminu,“ segir Kristín og skellihlær af minningunni. Svo vel gekk henni reyndar í náminu að hún náði framúrskarandi einkunn og var svo heppin að fá starfsnemastarf hjá arkitektarstofunni T.ark þar sem þá réðu ríkjum eigendurnir Ivon Stefán Cilia og Ásgeir Ásgeirsson. „Ivon og Ásgeir voru hreint út sagt frábærir. Gáfu mér tækifæri til að vinna ýmiss verkefni á stofunni sem ég lærði mikið af en líka að vinna í mínum eigin verkefnum og byggja upp mína sérstöðu. Eftir að hafa starfað hjá þeim í nokkur ár eftir útskrift, stofnaði ég síðan mína eigin stofu.“ Þegar þarna er komið við sögu voru börnin orðin þrjú því Kristín og Hjalti eignuðust tvo syni, Erik Aldan og Elmar Aldan, á meðan Kristín var í náminu í Madrid. Margir samnemendur mínir í arkitektúrnum voru rosalega hissa á þeirri ákvörðun minni að vera ófrísk og eignast börn á meðan ég var að læra. Enda námið mjög erfitt og þær voru ófáar vökunæturnar þar sem maður þurfti að vinna heilu sólahringana til að klára einhver verkefni. Ég leit hins vegar á þetta allt öðrum augum en þau því í mínum huga voru námsárin einmitt tíminn til að eignast börn. Því eftir nám ætlaði ég sko að fara að vinna!“ Þetta viðhorf segir Kristín hafa verið afar frábrugðið því viðhorfi sem gilti hjá spænsku háskólanemunum. Ekki síst konunum sem jafnvel hugsuðu málin þannig að klára arkitektinn og þá væri kominn tími til að kynnast eiginmanni, eignast börn og jafnvel sjá bara til hvort þær myndi nokkurn tíma starfa við fagið. Kristín lærði arkitektúr í Madrid á Spáni og þegar fjölskyldan flutti þangað var elsta dóttirin, Karen Petra orðin sex ára. Á námsárunum fæddust synirnir Erik Aldan og Elmar Aldan. Á einni mynd má sjá foreldra Kristínar í heimsókn hjá henni í Washington en sambýlismaður Kristínar er Antonello Musumeci, ítalskur arkitekt sem hefur starfað lengi hjá Gensler arkitektastofunni. Bankahrun og Bandaríkin Stofa Kristínar gekk vel enda margt í gangi á Íslandi árin fyrir hrun. „Ég tók til dæmis þátt í Hörpuverkefninu, hannaði þar húsgögn sem eru þar enn,“ segir Kristín enda mörgum í minni hversu mörg vegleg verkefni voru í gangi stuttu fyrir hrun. „Þetta snarbreytist auðvitað í bankahruninu og þá var alveg fyrirséð að um langa hríð yrði ekkert að gera í faginu. Margir kollegar mínir fluttu til dæmis til Noregs eða annað. Það voru allir bara að velta fyrir sér: Hvað á ég að gera?“ Það sem Kristínu datt í hug fannst henni góð hugmynd en frekar langsótt þó. Ég hafði verið aupair í Washington DC og leið alltaf mjög vel þar. Ég fékk vin minn þar til að leiðbeina mér um hvaða stofur væru starfræktar þar sem teldust mjög góðar og virtar. Síðan útbjó ég ferilskrá á ensku og sendi inn til nokkurra fyrirtækja. Ég hugsaði bara með mér: Þetta tekur mig tíu mínútur og í versta falli gerist ekki neitt!“ En viti menn: Stuttu síðar er haft samband við Kristínu frá Gensler, sem er ein stærsta og virtasta arkitektúrstofa Bandaríkjanna. Þeir sögðust reyndar vera í afar erfiðri stöðu. Hefðu þurft að segja upp tugi manns í kjölfar hrunsins og væru í ráðningabanni. Hins vegar hefðu þeir áhuga á að fá að geyma umsóknina hennar og hafa kannski samband aftur þegar ráðningabanninu yrði aflétt. „Ég sagði auðvitað að það væri alveg sjálfsagt og hugsaði aftur með mér: Það kemur svo örugglega ekkert úr þessu…,“ segir Kristín og hlær. En viti menn: Gensler hafði samband aftur og bað hana um að koma í viðtal. „Það sem meira var að þeir vildu að ég færi í viðtal bæði í útibúinu þeirra í New York og í Washington DC því umsóknin mín var vistuð í miðlægum gagnabanka hjá þeim og bæði útibúin höfðu áhuga á mér. Ég ákvað að slá til, fara í bæði viðtölin og hugsaði með mér: Það kemur ekkert endilega neitt úr þessu en ég geri þá bara góða ferð úr þessu!“ Enn og aftur kom hið gagnstæða í ljós: Kristínu var boðið starf á báðum stöðum og endaði með að fá að velja hvort hún vildi starfa í New York eða Washington DC. „Ég hugsaði fyrst með mér: Maður segir nú ekki Nei við New York er það? Og fannst eins og ég ætti frekar að vilja fara þangað. En síðan komst ég að þeirri niðurstöðu að jafn frábær og mér finnst New York borg vera, þá er hún þannig að eftir svona fimm daga, er ég alveg tilbúin til að fara þaðan. Ég ákvað því að velja frekar Washington DC.“ Kristín viðurkennir að það hafi tekið sig smá tíma að venjast vinnustaðamenningunni í Bandaríkjunum, en hún sé nokkuð öðruvísi en hér. Samkeppnin er mikil og öðruvísi viðhorf til vinnunnar. Eins séu teymi stærri og því oftar verið að færa verkefni á milli fólks innan sama teyma. Í gegnum árin hefur Kristín þó auðvitað eignast marga vini og vinkonur í geiranum. Öðruvísi vinnustaðamenning Aftur flutti fjölskyldan til útlanda. Synirnir eru fæddir 2002 og 2004 og fóru því báðir í grunnskóla í Bandaríkjunum en dóttirin var komin á framhaldsskólaaldurinn, varð eftir heima enda þegar byrjuð með kærastanum sínum, Tómasi Þorgeiri Hafsteinssyni, segir Kristín og hlær. Hún segir það ekki hafa verið erfitt fyrir synina að aðlagast skólanum og ná tökum á tungumálinu og það hafi reyndar verið eitthvað sem hún hafði aldrei áhyggjur af að yrði. „Því við höfðum auðvitað gert þetta áður. Dóttir okkar var sex ára þegar við fluttum til Madrid, lærði þar spænsku sem hún talar enn og ég vissi því alveg að allt myndi ganga upp hjá strákunum.“ Það sem kom Kristínu hins vegar á óvart var að henni fannst menningarmunurinn miklu meiri fyrir hana sjálfa að aðlagast í nýju vinnunni. „Sumt í nýja starfinu var ólíkt því sem ég hafði þekkt lengi. Til dæmis það að ég var vön að fylgja viðskiptavinunum eftir frá a-ö á meðan Gensler er það stór stofa að verkefnin færast yfir á annarra manna hendur innan teymisins eftir því hvar þau eru stödd í ferlinu. Ég er samt ekki að tala um að mér hafi fundist það skrýtið að aðlagast heldur frekar viðhorf starfsfólksins til vinnu og vinnustaðarins sem tók mig smá tíma að skilja og átta mig á.“ Hvernig þá? „Það er erfitt að lýsa því en ég myndi segja að samkeppnin hérna úti sé meiri og harðari en heima. Hér eru allir í raun að passa upp á að þeir teljist eiginlega ómissandi í vinnunni, þora varla að taka sér frí. Ég ákvað svo sem ekki að aðlagast þessu og verða eins. En þegar að ég fór að skilja þennan hugsunarhátt samstarfsfólks míns fór mér að ganga betur. Ég skildi þó í það minnsta hvers vegna fólk sagði eða gerði þetta eða hitt.“ Aftur fannst Kristínu líka nánast eins og hún væri sest á skólabekk á ný. „Því Bandaríkjamenn eru rosalega gjarnir á að skammstafa allt í orðræðunni og tali. Ég hafði lært arkitektúrinn í Madrid á spænsku og því þurfti ég að læra orðin í faginu á ensku þegar ég var flutt þangað. Fólk talaði hins vegar svo oft ekki í orðunum sjálfum heldur skammstöfunum og það tók mig smá tíma að læra á þetta þ,“ segir Kristín og aftur heyrist þessi dillandi hlátur. Vinkonumyndir efst fv.: Íslenskur vinkonuhópur, íslenskar konur í Washington. Með Ingu bestu vinkonu sinni og síðan Dagný systur sinni. Breyttir tímar Svo fór að leiðir Kristínar og Hjalta skildu. Hann flutti heim um tíma en síðan aftur út til Bandaríkjanna og þá í hús nálægt Kristínu og drengjunum. „Við höfum alltaf náð að vera rosalega góðir vinir og erum alveg meðvituð um það hversu dýrmætt það er. Erum til dæmis öll saman um jólin og svo framvegis. Sem skiptir miklu máli hérna úti því fyrir til dæmis drengina þá eru ömmurnar og afarnir heima á Íslandi og hérna úti er því stórfjölskyldan bara við. Maðurinn minn í dag, Antonello Musumeci, og Hjalti eru líka fínir kunningjar, spila golf og svo framvegis og Hjalti kominn í sitt samband með nýrri konu. Þetta gæti því ekki verið betra,“ segir Kristín og ekki laust við að sú hugsun skjóti niður kollinum hvort Kristín gæti kannski almennt staðið fyrir námskeið um góð samskipti eftir skilnað. En aftur yfir í vinnuna og starfsframann. Kristínu leið afar vel hjá Gensler, árin liðu og velgengnin jókst. „Ég starfaði fyrir rosalega margar lögfræðiskrifstofur, hótel og veitingastaði svo eitthvað sé nefnt.“ Margt fór að breytast löngu fyrir Covid sem þá þótti nýlunda. Til dæmis að búa til kaffihúsastemningu á vinnustöðum, fitness herbergi og fleira en þess skal getið að þótt Kristín hafi útskrifast sem arkitektúr hefur hún alltaf starfað við innanhúsarkitektúr fyrst og fremst. „Einn daginn hringir í mig kollegi og segist hafa hugsað til mín þegar hann sat á fundi með eiganda MKDA arkitektarstofunnar í New York. Sú stofa var með höfuðstöðvarnar þar en einnig með útibú í Miami og Stanford og þessi eigandi fer að tala um að hafa lengi langað til að opna útibú í Washington DC. Þessum vini mínum datt ég í hug, sem mér þótti auðvitað afar vænt um,“ segir Kristín og bætir við: „En ég sagði honum að ég væri svo ánægð hjá Gensler og ekkert að hugsa um ný tækifæri. Lofaði þó að kíkja á vefsíðuna þeirra, hugsa málin yfir helgina og heyra í honum aftur.“ Þetta er á föstudegi og á mánudegi hringir vinurinn aftur. „Ég fékk hálfgert sjokk því þá áttaði ég mig á því að ég hafði steingleymt þessu! Var ekki búin að kíkja á vefsíðuna eða vinna heimavinnuna mína. Til að opinbera það ekki, sagði ég bara Já við því að ég skyldi tala við eigandann,“ segir Kristín og skellir upp úr. Til að gera langa sögu stutta fór svo að Kristín og eigandi MKDA náðu svo vel saman í tali að úr varð að Kristín ákvað að slá til. „Þeir eru alhliða arkitektastofa og þarna sá ég tækifæri á að fara aftur í það sem ég þekkti meira frá Íslandi: Að fylgja eftir viðskiptavinunum mínum frá a-ö en ekki aðeins í upphafsferlinu eins og ég var sérhæfð í hjá Gensler. Ég vissi samt ekkert um það að stofna fyrirtæki í Washington sem þó beið mín að gera frá grunni og lítið vissi maður þá að heimsfaraldur væri við það að bresta á,“ segir Kristín og hlær. Í ofanálag hafði hún staðið fyrir öðrum breytingum í lífinu líka því stuttu áður hóf hún sambúð með Antonello Musumeci, ítalskur arkitekt sem hún hafði starfað með hjá Gensler lengi. ,,Það var ekki einu sinni ást við fyrstu sýn,“ segir Kristín og hlær mikið þegar hún er spurð um það samband. „Við vorum rosalega góðir vinir og svo vildi til að þegar að við áttuðum okkur á því að við ættum heima ekki langt frá hvort öðru, fórum við að vera samferða í vinnuna. Því hann keyrði alltaf en ég tók lestina. Í Washington er það þannig að ef það eru tveir eða fleiri í bíl, máttu fara stystu og hröðustu leiðirnar. En ef það er bara einn í bíl, þarftu að keyra lengri vegalengdir.“ Fór sem fór að smátt og smátt varð úr meira samband. Við fórum að búa saman í september 2019, sem var líka rétt fyrir Covid. Í nýju vinnunni sá ég síðan fyrir mér að nýta mér tengslanetið sem ég hafði byggt upp því þetta voru öðruvísi verkefni hjá MKDA en hjá Gensler en spennandi markhópur. Þegar heimsfaraldurinn skall á, voru hins vegar góð ráð dýr og fljótlega varð mér ljóst að ég þyrfti algjörlega að hugsa út fyrir boxið, finna nýja viðskiptavini og vinna að nýjum hugmyndum.“ Hér má sjá örfá dæmi um verkefni sem Kristín hefur unnið en þótt hún hafi útskrifast sem arkitekt, hefur hún meira og minna alltaf starfað við innanhúshönnun. Hún segir allt aðrar áherslur í gangi í Bandaríkjunum í dag miðað við fyrir Covid. Fasteignafélögin séu mjög meðvituð um að bjóða upp á spennandi byggingar fyrir fyrirtæki og vinnustaðirnir séu sjálfir að gera mikið til að laða til sín hæft starfsfólk og/eða að fá starfsfólkið sitt til að snúa aftur að hluta úr fjarvinnu. Ný framtíð eftir Covid Sem Kristín gerði því hún segir að síðustu árin hafi verkefnin hennar einkennst af verkefnum þar sem fasteignaeigendur, vinnuveitendur og ýmsir aðrir eru að finna nýjar leiðir til að fóta sig í þeirri breyttu framtíð sem Covid hefur boðað. „Fyrir tíu árum síðan hefði það aldrei gerst að forstjórinn sjálfur væri að taka þátt í umræðum um það hvaða gæðakaffi við ættum að bjóða starfsfólki upp á. En þetta er veruleikinn í dag. Því eins og þróunin hefur verið hérna úti má lýsa þessu sem svo að fyrst voru það fasteignaeigendurnir sjálfir, þessi stóru fasteignafélög sem fóru að hafa samband og spyrja: Hvað getum við gert hjá okkur til að tryggja að byggingarnar tæmist ekki? Síðan fóru vinnustaðirnir að bætast við og þeir eru áberandi núna þar sem útgangspunkturinn er: Hvað getum við gert hjá okkur svo starfsfólkið vilji koma aftur til vinnu eða starfa hér að hluta til? Veröldin er bara breytt og í dag er bara ekkert nóg að vera með flottan vinnustað eða gæðakaffi fyrir starfsfólk. Það gerir kröfu um meira og því þarf vinnustaðurinn í heild sinni að vera mjög sterk upplifun fyrir fólk að mæta á. Annars velur það bara eitthvað annað,“ segir Kristín. Þegar viðtalið er tekið er ekki langt síðan Kristín var að hanna innanhús tvær nýjar byggingar á háskólasvæði í Aserbaísjan. Önnur byggingin er fyrir nám í arkitektúr og hönnun en hin fyrir nám í matvælaiðnaði. Aðspurð um það hvort hún starfi oft um víðan völl, svarar hún játandi. „Já, ég hef á síðustu árum unnið um gjörvöll Bandaríkin og farið víða. En líka til annarra landa og er alveg opin fyrir slíkum verkefnum. Mér þætti til dæmis bara gaman ef það kæmu upp svona eftir Covid verkefni fyrir fasteignafélög eða aðra heima á Íslandi. Það gæti bara verið mjög skemmtilegt,“ segir Kristín og brosir. Hún segist ekkert ætla að dæma um það hvort allar þær breytingar sem hafa orðið eftir Covid séu jákvæðar fyrir vinnuveitendur eða vinnumarkaðinn sem slíkan. Verkefnalega séð sé hins vegar alveg ljóst að svo miklar breytingar eru hjá fasteignaeigendum og vinnustöðum að af nægu er að taka í hennar fagi, þar sem lykilatriði er að hugsa hlutina algjörlega upp á nýtt. Fyrir fólk í mínu fagi þýðir þetta mjög mikla breytingu frá því sem áður var. Því fyrir tíu árum síðan hefði það gerst með arkitekt eins og mig að fasteignaeigendur hefðu bara spurt: Hvað getur þú komið mörgum skrifstofum fyrir í þessari byggingu og fyrir hversu marga starfsmenn? Ef ég hefði svarað 2800 manns en næsti arkitekt svarað 3000 manns, þá hefði hinn fengið verkefnið. Í dag er þetta algjörlega úrelt og allt aðrar áherslur og viðhorf sem ríkja.“ Tíska og hönnun Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Starfsframi Vinnustaðamenning Vinnustaðurinn Fjarvinna Tengdar fréttir Svansvottuð vinnuaðstaða ekki aðeins möguleg í nýbyggingum Fólk er almennt farið að þekkja ágætlega Svansvottaðar hreinlætis- og hreinsivörur, hótel og veitingastaði og fleira en síðustu misseri hefur það færst í vöxt að við séum að heyra um Svansvottaðar byggingar. Miðbærinn í Selfossi er gott dæmi um viðamikið byggingaverkefni þar sem hver einasta skrúfa er Svansvottuð og allt byggt með umhverfissjónarmið í huga. 21. september 2022 07:00 Arkitektarnir sem selja íslenska ull um allan heim „Ég fór til föðurömmu minnar, Katrínar Gunnarsdóttur, á hverjum laugardegi í mörg ár frá því að ég var um það bil níu ára. Þá gekk ég frá Álfheimum í Efstastundið til hennar, sat hjá henni í litla eldhúsinu hennar og við prjónuðum saman með útvarps-gufuna í bakgrunninu. Amma eldaði saltfisk með hamsatólg í hádeginu, brauðsúpu með rúsínum eða rabbabaragraut í eftirmat og bakaði svo vöfflur klukkan þrjú,“ segir Kristín Brynja Gunnarsdóttir arkitekt og annar eigandi fyrirtækisins Einrúm um aðdragandann að því að Einrúmbandið varð til. 3. maí 2021 07:01 Móbergið mögulega jákvæð lausn fyrir heiminn en ekki íslenska bókhaldið Það kemur kannski á óvart að heyra hversu mikil rannsóknar- og nýsköpunarstarf fer fram hjá BM Vallá. Fyrirtækið vinnur að nokkrum nýsköpunarverkefnum þessi misserin, þar sem hver steypuuppskriftin á fætur annarrar er blönduð, prófuð, rannsökuð og mæld. 9. nóvember 2022 07:00 Ný rannsókn: Ekki launahækkun sem skiptir starfsfólk mestu máli heldur ánægjan Um allan heim fer sú vitundavakning vaxandi að það sem skipti fólk mestu máli í starfi sé ánægjan og því hvernig fólki líður. Já, að fólk upplifi hamingjuna í vinnunni. 27. janúar 2023 07:01 „Ég held við séum öll föst í að vera við sjálf“ „Sagan af Öskubusku er kannski besta dæmið. Um konu sem er í mjög slæmri stöðu en með nýjum kjól þá getur hún blekkt og orðið „önnur“ og nær sér í prinsinn og kemst út úr ósanngjörnum aðstæðum og bætir líf sitt stórkostlega,“ segir Linda Björg Árnadóttir doktorsnemi í félagsfræði við Háskóla Íslands þar sem hún er að rannsaka félagsfræði tísku. 19. september 2022 07:01 Mest lesið Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
„Það sem þessir fasteignaeigendur hafa verið að gera er til dæmis að búa til hundasvæði á þakinu fyrir hundapössun og leiksvæði hunda starfsfólks, fitness herbergin eru ekki lengur í kjallaranum heldur á jarðhæð eða flottri útsýnishæð og nú fullbúin flottustu líkamsræktartækjunum, fyrirtækin sjálf í byggingunni eru skilgreind sem mismunandi svítur í byggingunni og allir eru með aðgang að ýmsum næðisrýmum, fundarherbergjum í mismunandi stærðum eða ráðstefnusölum.“ Það er skemmtilegt að tala við Kristínu. Enda er sagan hennar gott dæmi um hvað frábærir hlutir geta gerst þegar við einfaldlega látum vaða og prófum eitthvað nýtt. Í versta falli gerist ekkert! Hjá Kristínu hefur hins vegar heilmikið gerst og við skulum heyra hvernig það þróaðist hjá henni að hún hefur ekki aðeins starfað hjá einni virtustu og stærstu arkitektarstofu Bandaríkjanna, Gensler, heldur er hún núna í forsvari fyrir útibúi MKDA arkitektarstofunnar í Washington DC. Að vera fátækur námsmaður Kristín er fædd árið 1972, alin upp á Íslandi að undanskildum árunum fjögurra ára til tíu ára þegar fjölskyldan bjó í Stokkhólmi. Kristín varð stúdent frá Fjölbrautarskólanum í Ármúla en fór ekki strax í framhaldsnám. „Það blundaði reyndar alltaf í mér að fara út í nám. Enda valkostirnir ekki þeir sömu á Íslandi þá og nú. Ég hafði mikinn áhuga á hönnun og grafík en um tíma starfaði ég sem auglýsingastjóri tímarita Fróða sem gaf heilmiklar tekjur eins og sá geiri var þá,“ segir Kristín og bætir hlæjandi við: „Tilhugsunin um að verða allt í einu fátækur námsmaður var því ekkert rosalega spennandi!“ Kristín og þáverandi maður hennar, Hjalti Þór Hannesson, létu þó slag standa því þegar Kristín var 28 ára hóf hún nám í arkitektúr í Madrid. Hjónin áttu þá þegar sex ára dóttur, Karen Petru. „Ég skildi ekkert hvað kennararnir voru að segja og bað oft í huganum um að þeir færu nú að teikna eitthvað á töfluna þannig að ég hefði einhverja hugmynd um umræðuefnið. En smátt og smátt kom þetta þó og ég náði tökum á bæði spænskunni og náminu,“ segir Kristín og skellihlær af minningunni. Svo vel gekk henni reyndar í náminu að hún náði framúrskarandi einkunn og var svo heppin að fá starfsnemastarf hjá arkitektarstofunni T.ark þar sem þá réðu ríkjum eigendurnir Ivon Stefán Cilia og Ásgeir Ásgeirsson. „Ivon og Ásgeir voru hreint út sagt frábærir. Gáfu mér tækifæri til að vinna ýmiss verkefni á stofunni sem ég lærði mikið af en líka að vinna í mínum eigin verkefnum og byggja upp mína sérstöðu. Eftir að hafa starfað hjá þeim í nokkur ár eftir útskrift, stofnaði ég síðan mína eigin stofu.“ Þegar þarna er komið við sögu voru börnin orðin þrjú því Kristín og Hjalti eignuðust tvo syni, Erik Aldan og Elmar Aldan, á meðan Kristín var í náminu í Madrid. Margir samnemendur mínir í arkitektúrnum voru rosalega hissa á þeirri ákvörðun minni að vera ófrísk og eignast börn á meðan ég var að læra. Enda námið mjög erfitt og þær voru ófáar vökunæturnar þar sem maður þurfti að vinna heilu sólahringana til að klára einhver verkefni. Ég leit hins vegar á þetta allt öðrum augum en þau því í mínum huga voru námsárin einmitt tíminn til að eignast börn. Því eftir nám ætlaði ég sko að fara að vinna!“ Þetta viðhorf segir Kristín hafa verið afar frábrugðið því viðhorfi sem gilti hjá spænsku háskólanemunum. Ekki síst konunum sem jafnvel hugsuðu málin þannig að klára arkitektinn og þá væri kominn tími til að kynnast eiginmanni, eignast börn og jafnvel sjá bara til hvort þær myndi nokkurn tíma starfa við fagið. Kristín lærði arkitektúr í Madrid á Spáni og þegar fjölskyldan flutti þangað var elsta dóttirin, Karen Petra orðin sex ára. Á námsárunum fæddust synirnir Erik Aldan og Elmar Aldan. Á einni mynd má sjá foreldra Kristínar í heimsókn hjá henni í Washington en sambýlismaður Kristínar er Antonello Musumeci, ítalskur arkitekt sem hefur starfað lengi hjá Gensler arkitektastofunni. Bankahrun og Bandaríkin Stofa Kristínar gekk vel enda margt í gangi á Íslandi árin fyrir hrun. „Ég tók til dæmis þátt í Hörpuverkefninu, hannaði þar húsgögn sem eru þar enn,“ segir Kristín enda mörgum í minni hversu mörg vegleg verkefni voru í gangi stuttu fyrir hrun. „Þetta snarbreytist auðvitað í bankahruninu og þá var alveg fyrirséð að um langa hríð yrði ekkert að gera í faginu. Margir kollegar mínir fluttu til dæmis til Noregs eða annað. Það voru allir bara að velta fyrir sér: Hvað á ég að gera?“ Það sem Kristínu datt í hug fannst henni góð hugmynd en frekar langsótt þó. Ég hafði verið aupair í Washington DC og leið alltaf mjög vel þar. Ég fékk vin minn þar til að leiðbeina mér um hvaða stofur væru starfræktar þar sem teldust mjög góðar og virtar. Síðan útbjó ég ferilskrá á ensku og sendi inn til nokkurra fyrirtækja. Ég hugsaði bara með mér: Þetta tekur mig tíu mínútur og í versta falli gerist ekki neitt!“ En viti menn: Stuttu síðar er haft samband við Kristínu frá Gensler, sem er ein stærsta og virtasta arkitektúrstofa Bandaríkjanna. Þeir sögðust reyndar vera í afar erfiðri stöðu. Hefðu þurft að segja upp tugi manns í kjölfar hrunsins og væru í ráðningabanni. Hins vegar hefðu þeir áhuga á að fá að geyma umsóknina hennar og hafa kannski samband aftur þegar ráðningabanninu yrði aflétt. „Ég sagði auðvitað að það væri alveg sjálfsagt og hugsaði aftur með mér: Það kemur svo örugglega ekkert úr þessu…,“ segir Kristín og hlær. En viti menn: Gensler hafði samband aftur og bað hana um að koma í viðtal. „Það sem meira var að þeir vildu að ég færi í viðtal bæði í útibúinu þeirra í New York og í Washington DC því umsóknin mín var vistuð í miðlægum gagnabanka hjá þeim og bæði útibúin höfðu áhuga á mér. Ég ákvað að slá til, fara í bæði viðtölin og hugsaði með mér: Það kemur ekkert endilega neitt úr þessu en ég geri þá bara góða ferð úr þessu!“ Enn og aftur kom hið gagnstæða í ljós: Kristínu var boðið starf á báðum stöðum og endaði með að fá að velja hvort hún vildi starfa í New York eða Washington DC. „Ég hugsaði fyrst með mér: Maður segir nú ekki Nei við New York er það? Og fannst eins og ég ætti frekar að vilja fara þangað. En síðan komst ég að þeirri niðurstöðu að jafn frábær og mér finnst New York borg vera, þá er hún þannig að eftir svona fimm daga, er ég alveg tilbúin til að fara þaðan. Ég ákvað því að velja frekar Washington DC.“ Kristín viðurkennir að það hafi tekið sig smá tíma að venjast vinnustaðamenningunni í Bandaríkjunum, en hún sé nokkuð öðruvísi en hér. Samkeppnin er mikil og öðruvísi viðhorf til vinnunnar. Eins séu teymi stærri og því oftar verið að færa verkefni á milli fólks innan sama teyma. Í gegnum árin hefur Kristín þó auðvitað eignast marga vini og vinkonur í geiranum. Öðruvísi vinnustaðamenning Aftur flutti fjölskyldan til útlanda. Synirnir eru fæddir 2002 og 2004 og fóru því báðir í grunnskóla í Bandaríkjunum en dóttirin var komin á framhaldsskólaaldurinn, varð eftir heima enda þegar byrjuð með kærastanum sínum, Tómasi Þorgeiri Hafsteinssyni, segir Kristín og hlær. Hún segir það ekki hafa verið erfitt fyrir synina að aðlagast skólanum og ná tökum á tungumálinu og það hafi reyndar verið eitthvað sem hún hafði aldrei áhyggjur af að yrði. „Því við höfðum auðvitað gert þetta áður. Dóttir okkar var sex ára þegar við fluttum til Madrid, lærði þar spænsku sem hún talar enn og ég vissi því alveg að allt myndi ganga upp hjá strákunum.“ Það sem kom Kristínu hins vegar á óvart var að henni fannst menningarmunurinn miklu meiri fyrir hana sjálfa að aðlagast í nýju vinnunni. „Sumt í nýja starfinu var ólíkt því sem ég hafði þekkt lengi. Til dæmis það að ég var vön að fylgja viðskiptavinunum eftir frá a-ö á meðan Gensler er það stór stofa að verkefnin færast yfir á annarra manna hendur innan teymisins eftir því hvar þau eru stödd í ferlinu. Ég er samt ekki að tala um að mér hafi fundist það skrýtið að aðlagast heldur frekar viðhorf starfsfólksins til vinnu og vinnustaðarins sem tók mig smá tíma að skilja og átta mig á.“ Hvernig þá? „Það er erfitt að lýsa því en ég myndi segja að samkeppnin hérna úti sé meiri og harðari en heima. Hér eru allir í raun að passa upp á að þeir teljist eiginlega ómissandi í vinnunni, þora varla að taka sér frí. Ég ákvað svo sem ekki að aðlagast þessu og verða eins. En þegar að ég fór að skilja þennan hugsunarhátt samstarfsfólks míns fór mér að ganga betur. Ég skildi þó í það minnsta hvers vegna fólk sagði eða gerði þetta eða hitt.“ Aftur fannst Kristínu líka nánast eins og hún væri sest á skólabekk á ný. „Því Bandaríkjamenn eru rosalega gjarnir á að skammstafa allt í orðræðunni og tali. Ég hafði lært arkitektúrinn í Madrid á spænsku og því þurfti ég að læra orðin í faginu á ensku þegar ég var flutt þangað. Fólk talaði hins vegar svo oft ekki í orðunum sjálfum heldur skammstöfunum og það tók mig smá tíma að læra á þetta þ,“ segir Kristín og aftur heyrist þessi dillandi hlátur. Vinkonumyndir efst fv.: Íslenskur vinkonuhópur, íslenskar konur í Washington. Með Ingu bestu vinkonu sinni og síðan Dagný systur sinni. Breyttir tímar Svo fór að leiðir Kristínar og Hjalta skildu. Hann flutti heim um tíma en síðan aftur út til Bandaríkjanna og þá í hús nálægt Kristínu og drengjunum. „Við höfum alltaf náð að vera rosalega góðir vinir og erum alveg meðvituð um það hversu dýrmætt það er. Erum til dæmis öll saman um jólin og svo framvegis. Sem skiptir miklu máli hérna úti því fyrir til dæmis drengina þá eru ömmurnar og afarnir heima á Íslandi og hérna úti er því stórfjölskyldan bara við. Maðurinn minn í dag, Antonello Musumeci, og Hjalti eru líka fínir kunningjar, spila golf og svo framvegis og Hjalti kominn í sitt samband með nýrri konu. Þetta gæti því ekki verið betra,“ segir Kristín og ekki laust við að sú hugsun skjóti niður kollinum hvort Kristín gæti kannski almennt staðið fyrir námskeið um góð samskipti eftir skilnað. En aftur yfir í vinnuna og starfsframann. Kristínu leið afar vel hjá Gensler, árin liðu og velgengnin jókst. „Ég starfaði fyrir rosalega margar lögfræðiskrifstofur, hótel og veitingastaði svo eitthvað sé nefnt.“ Margt fór að breytast löngu fyrir Covid sem þá þótti nýlunda. Til dæmis að búa til kaffihúsastemningu á vinnustöðum, fitness herbergi og fleira en þess skal getið að þótt Kristín hafi útskrifast sem arkitektúr hefur hún alltaf starfað við innanhúsarkitektúr fyrst og fremst. „Einn daginn hringir í mig kollegi og segist hafa hugsað til mín þegar hann sat á fundi með eiganda MKDA arkitektarstofunnar í New York. Sú stofa var með höfuðstöðvarnar þar en einnig með útibú í Miami og Stanford og þessi eigandi fer að tala um að hafa lengi langað til að opna útibú í Washington DC. Þessum vini mínum datt ég í hug, sem mér þótti auðvitað afar vænt um,“ segir Kristín og bætir við: „En ég sagði honum að ég væri svo ánægð hjá Gensler og ekkert að hugsa um ný tækifæri. Lofaði þó að kíkja á vefsíðuna þeirra, hugsa málin yfir helgina og heyra í honum aftur.“ Þetta er á föstudegi og á mánudegi hringir vinurinn aftur. „Ég fékk hálfgert sjokk því þá áttaði ég mig á því að ég hafði steingleymt þessu! Var ekki búin að kíkja á vefsíðuna eða vinna heimavinnuna mína. Til að opinbera það ekki, sagði ég bara Já við því að ég skyldi tala við eigandann,“ segir Kristín og skellir upp úr. Til að gera langa sögu stutta fór svo að Kristín og eigandi MKDA náðu svo vel saman í tali að úr varð að Kristín ákvað að slá til. „Þeir eru alhliða arkitektastofa og þarna sá ég tækifæri á að fara aftur í það sem ég þekkti meira frá Íslandi: Að fylgja eftir viðskiptavinunum mínum frá a-ö en ekki aðeins í upphafsferlinu eins og ég var sérhæfð í hjá Gensler. Ég vissi samt ekkert um það að stofna fyrirtæki í Washington sem þó beið mín að gera frá grunni og lítið vissi maður þá að heimsfaraldur væri við það að bresta á,“ segir Kristín og hlær. Í ofanálag hafði hún staðið fyrir öðrum breytingum í lífinu líka því stuttu áður hóf hún sambúð með Antonello Musumeci, ítalskur arkitekt sem hún hafði starfað með hjá Gensler lengi. ,,Það var ekki einu sinni ást við fyrstu sýn,“ segir Kristín og hlær mikið þegar hún er spurð um það samband. „Við vorum rosalega góðir vinir og svo vildi til að þegar að við áttuðum okkur á því að við ættum heima ekki langt frá hvort öðru, fórum við að vera samferða í vinnuna. Því hann keyrði alltaf en ég tók lestina. Í Washington er það þannig að ef það eru tveir eða fleiri í bíl, máttu fara stystu og hröðustu leiðirnar. En ef það er bara einn í bíl, þarftu að keyra lengri vegalengdir.“ Fór sem fór að smátt og smátt varð úr meira samband. Við fórum að búa saman í september 2019, sem var líka rétt fyrir Covid. Í nýju vinnunni sá ég síðan fyrir mér að nýta mér tengslanetið sem ég hafði byggt upp því þetta voru öðruvísi verkefni hjá MKDA en hjá Gensler en spennandi markhópur. Þegar heimsfaraldurinn skall á, voru hins vegar góð ráð dýr og fljótlega varð mér ljóst að ég þyrfti algjörlega að hugsa út fyrir boxið, finna nýja viðskiptavini og vinna að nýjum hugmyndum.“ Hér má sjá örfá dæmi um verkefni sem Kristín hefur unnið en þótt hún hafi útskrifast sem arkitekt, hefur hún meira og minna alltaf starfað við innanhúshönnun. Hún segir allt aðrar áherslur í gangi í Bandaríkjunum í dag miðað við fyrir Covid. Fasteignafélögin séu mjög meðvituð um að bjóða upp á spennandi byggingar fyrir fyrirtæki og vinnustaðirnir séu sjálfir að gera mikið til að laða til sín hæft starfsfólk og/eða að fá starfsfólkið sitt til að snúa aftur að hluta úr fjarvinnu. Ný framtíð eftir Covid Sem Kristín gerði því hún segir að síðustu árin hafi verkefnin hennar einkennst af verkefnum þar sem fasteignaeigendur, vinnuveitendur og ýmsir aðrir eru að finna nýjar leiðir til að fóta sig í þeirri breyttu framtíð sem Covid hefur boðað. „Fyrir tíu árum síðan hefði það aldrei gerst að forstjórinn sjálfur væri að taka þátt í umræðum um það hvaða gæðakaffi við ættum að bjóða starfsfólki upp á. En þetta er veruleikinn í dag. Því eins og þróunin hefur verið hérna úti má lýsa þessu sem svo að fyrst voru það fasteignaeigendurnir sjálfir, þessi stóru fasteignafélög sem fóru að hafa samband og spyrja: Hvað getum við gert hjá okkur til að tryggja að byggingarnar tæmist ekki? Síðan fóru vinnustaðirnir að bætast við og þeir eru áberandi núna þar sem útgangspunkturinn er: Hvað getum við gert hjá okkur svo starfsfólkið vilji koma aftur til vinnu eða starfa hér að hluta til? Veröldin er bara breytt og í dag er bara ekkert nóg að vera með flottan vinnustað eða gæðakaffi fyrir starfsfólk. Það gerir kröfu um meira og því þarf vinnustaðurinn í heild sinni að vera mjög sterk upplifun fyrir fólk að mæta á. Annars velur það bara eitthvað annað,“ segir Kristín. Þegar viðtalið er tekið er ekki langt síðan Kristín var að hanna innanhús tvær nýjar byggingar á háskólasvæði í Aserbaísjan. Önnur byggingin er fyrir nám í arkitektúr og hönnun en hin fyrir nám í matvælaiðnaði. Aðspurð um það hvort hún starfi oft um víðan völl, svarar hún játandi. „Já, ég hef á síðustu árum unnið um gjörvöll Bandaríkin og farið víða. En líka til annarra landa og er alveg opin fyrir slíkum verkefnum. Mér þætti til dæmis bara gaman ef það kæmu upp svona eftir Covid verkefni fyrir fasteignafélög eða aðra heima á Íslandi. Það gæti bara verið mjög skemmtilegt,“ segir Kristín og brosir. Hún segist ekkert ætla að dæma um það hvort allar þær breytingar sem hafa orðið eftir Covid séu jákvæðar fyrir vinnuveitendur eða vinnumarkaðinn sem slíkan. Verkefnalega séð sé hins vegar alveg ljóst að svo miklar breytingar eru hjá fasteignaeigendum og vinnustöðum að af nægu er að taka í hennar fagi, þar sem lykilatriði er að hugsa hlutina algjörlega upp á nýtt. Fyrir fólk í mínu fagi þýðir þetta mjög mikla breytingu frá því sem áður var. Því fyrir tíu árum síðan hefði það gerst með arkitekt eins og mig að fasteignaeigendur hefðu bara spurt: Hvað getur þú komið mörgum skrifstofum fyrir í þessari byggingu og fyrir hversu marga starfsmenn? Ef ég hefði svarað 2800 manns en næsti arkitekt svarað 3000 manns, þá hefði hinn fengið verkefnið. Í dag er þetta algjörlega úrelt og allt aðrar áherslur og viðhorf sem ríkja.“
Tíska og hönnun Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Starfsframi Vinnustaðamenning Vinnustaðurinn Fjarvinna Tengdar fréttir Svansvottuð vinnuaðstaða ekki aðeins möguleg í nýbyggingum Fólk er almennt farið að þekkja ágætlega Svansvottaðar hreinlætis- og hreinsivörur, hótel og veitingastaði og fleira en síðustu misseri hefur það færst í vöxt að við séum að heyra um Svansvottaðar byggingar. Miðbærinn í Selfossi er gott dæmi um viðamikið byggingaverkefni þar sem hver einasta skrúfa er Svansvottuð og allt byggt með umhverfissjónarmið í huga. 21. september 2022 07:00 Arkitektarnir sem selja íslenska ull um allan heim „Ég fór til föðurömmu minnar, Katrínar Gunnarsdóttur, á hverjum laugardegi í mörg ár frá því að ég var um það bil níu ára. Þá gekk ég frá Álfheimum í Efstastundið til hennar, sat hjá henni í litla eldhúsinu hennar og við prjónuðum saman með útvarps-gufuna í bakgrunninu. Amma eldaði saltfisk með hamsatólg í hádeginu, brauðsúpu með rúsínum eða rabbabaragraut í eftirmat og bakaði svo vöfflur klukkan þrjú,“ segir Kristín Brynja Gunnarsdóttir arkitekt og annar eigandi fyrirtækisins Einrúm um aðdragandann að því að Einrúmbandið varð til. 3. maí 2021 07:01 Móbergið mögulega jákvæð lausn fyrir heiminn en ekki íslenska bókhaldið Það kemur kannski á óvart að heyra hversu mikil rannsóknar- og nýsköpunarstarf fer fram hjá BM Vallá. Fyrirtækið vinnur að nokkrum nýsköpunarverkefnum þessi misserin, þar sem hver steypuuppskriftin á fætur annarrar er blönduð, prófuð, rannsökuð og mæld. 9. nóvember 2022 07:00 Ný rannsókn: Ekki launahækkun sem skiptir starfsfólk mestu máli heldur ánægjan Um allan heim fer sú vitundavakning vaxandi að það sem skipti fólk mestu máli í starfi sé ánægjan og því hvernig fólki líður. Já, að fólk upplifi hamingjuna í vinnunni. 27. janúar 2023 07:01 „Ég held við séum öll föst í að vera við sjálf“ „Sagan af Öskubusku er kannski besta dæmið. Um konu sem er í mjög slæmri stöðu en með nýjum kjól þá getur hún blekkt og orðið „önnur“ og nær sér í prinsinn og kemst út úr ósanngjörnum aðstæðum og bætir líf sitt stórkostlega,“ segir Linda Björg Árnadóttir doktorsnemi í félagsfræði við Háskóla Íslands þar sem hún er að rannsaka félagsfræði tísku. 19. september 2022 07:01 Mest lesið Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Svansvottuð vinnuaðstaða ekki aðeins möguleg í nýbyggingum Fólk er almennt farið að þekkja ágætlega Svansvottaðar hreinlætis- og hreinsivörur, hótel og veitingastaði og fleira en síðustu misseri hefur það færst í vöxt að við séum að heyra um Svansvottaðar byggingar. Miðbærinn í Selfossi er gott dæmi um viðamikið byggingaverkefni þar sem hver einasta skrúfa er Svansvottuð og allt byggt með umhverfissjónarmið í huga. 21. september 2022 07:00
Arkitektarnir sem selja íslenska ull um allan heim „Ég fór til föðurömmu minnar, Katrínar Gunnarsdóttur, á hverjum laugardegi í mörg ár frá því að ég var um það bil níu ára. Þá gekk ég frá Álfheimum í Efstastundið til hennar, sat hjá henni í litla eldhúsinu hennar og við prjónuðum saman með útvarps-gufuna í bakgrunninu. Amma eldaði saltfisk með hamsatólg í hádeginu, brauðsúpu með rúsínum eða rabbabaragraut í eftirmat og bakaði svo vöfflur klukkan þrjú,“ segir Kristín Brynja Gunnarsdóttir arkitekt og annar eigandi fyrirtækisins Einrúm um aðdragandann að því að Einrúmbandið varð til. 3. maí 2021 07:01
Móbergið mögulega jákvæð lausn fyrir heiminn en ekki íslenska bókhaldið Það kemur kannski á óvart að heyra hversu mikil rannsóknar- og nýsköpunarstarf fer fram hjá BM Vallá. Fyrirtækið vinnur að nokkrum nýsköpunarverkefnum þessi misserin, þar sem hver steypuuppskriftin á fætur annarrar er blönduð, prófuð, rannsökuð og mæld. 9. nóvember 2022 07:00
Ný rannsókn: Ekki launahækkun sem skiptir starfsfólk mestu máli heldur ánægjan Um allan heim fer sú vitundavakning vaxandi að það sem skipti fólk mestu máli í starfi sé ánægjan og því hvernig fólki líður. Já, að fólk upplifi hamingjuna í vinnunni. 27. janúar 2023 07:01
„Ég held við séum öll föst í að vera við sjálf“ „Sagan af Öskubusku er kannski besta dæmið. Um konu sem er í mjög slæmri stöðu en með nýjum kjól þá getur hún blekkt og orðið „önnur“ og nær sér í prinsinn og kemst út úr ósanngjörnum aðstæðum og bætir líf sitt stórkostlega,“ segir Linda Björg Árnadóttir doktorsnemi í félagsfræði við Háskóla Íslands þar sem hún er að rannsaka félagsfræði tísku. 19. september 2022 07:01