Sviptingar á toppnum: Dortmund nýtti sér tap Bayern Aron Guðmundsson skrifar 22. apríl 2023 19:06 Vandræði Bayern Munchen hafa verið helst til of mikil að undanförnu fyrir stuðningsmenn félagsins Vísir/Getty Það urðu heldur betur vendingar á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í dag og eftir úrslit dagsins er það Borussia Dortmund sem situr á toppi deildarinnar. Bayern Munchen missteig sig á útivelli gegn Mainz. Fyrir leiki dagsins sat Bayern Munchen á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar. Eftir að hafa dottið út úr Meistaradeild Evrópu í miðri viku vonaðist Thomas Tuchel, svo til nýráðinn knattspyrnustjóri Bæjara, vafalaust eftir því að lið sitt myndi rétta úr kútnum í dag en svo varð ekki raunin. Bayern Munchen komst yfir í leik dagsins með marki frá Sadio Mané á 29.mínútu eftir stoðsendingu frá Joao Cancelo og reyndist það eina mark fyrri hálfleiksins en í þeim seinni hrundi leikur lærisveina Tuchel. Á níu mínútna kafla náðu leikmenn Mainz að skora þrjú mörk og snúa töpuðum leik yfir í sigur, hreint út sagt ótrúlegar vendingar en svo fór að leikar enduðu með 3-1 sigri Mainz. Fagmannleg frammistaða Dortmund Leikur Mainz og Bayern fór fram í hádeginu í dag og lauk nokkrum klukkustundum áður en leikur Dortmund og Frankfurt hófst. Með sigri myndi Dortmund hrifsa toppsætið af Bayern og sú varð raunin. Dortmund vann afar þægilegan 4-0 sigur á Frankfurt. Það var Jude Bellingham sem skoraði fyrsta mark leiksins á 19. mínútu og mörk frá Donyell Malen og Mats Hummels í kjölfarið sáu til þess að Dortmund fór með þriggja marka forskot inn til búningsherbergja í hálfleik. Donyell Malen bætti síðan við öðru marki sínu og innsiglaði 4-0 sigur heimamanna á 66.mínútu. Donyell Malen fagnar marki í dagVisir/Getty Sigur Dortmund sér til þess að liðið situr með eins stigs forystu (60 stig) á Bayern Munchen (59 stig) á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar þegar að bæði lið hafa leikið 29 leiki. Í öðrum leikjum dagsins í þýsku úrvalsdeildinni ber þar helst að nefna að Werder Bremen bar sigurorðið af Herthu Berlin á útivelli 4-2, Köln hafði betur gegn Hoffenheim 3-1 og Wolfsburg skoraði fimm mörk í 5-1 sigri á Bochum Þýski boltinn Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Enski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Sjá meira
Fyrir leiki dagsins sat Bayern Munchen á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar. Eftir að hafa dottið út úr Meistaradeild Evrópu í miðri viku vonaðist Thomas Tuchel, svo til nýráðinn knattspyrnustjóri Bæjara, vafalaust eftir því að lið sitt myndi rétta úr kútnum í dag en svo varð ekki raunin. Bayern Munchen komst yfir í leik dagsins með marki frá Sadio Mané á 29.mínútu eftir stoðsendingu frá Joao Cancelo og reyndist það eina mark fyrri hálfleiksins en í þeim seinni hrundi leikur lærisveina Tuchel. Á níu mínútna kafla náðu leikmenn Mainz að skora þrjú mörk og snúa töpuðum leik yfir í sigur, hreint út sagt ótrúlegar vendingar en svo fór að leikar enduðu með 3-1 sigri Mainz. Fagmannleg frammistaða Dortmund Leikur Mainz og Bayern fór fram í hádeginu í dag og lauk nokkrum klukkustundum áður en leikur Dortmund og Frankfurt hófst. Með sigri myndi Dortmund hrifsa toppsætið af Bayern og sú varð raunin. Dortmund vann afar þægilegan 4-0 sigur á Frankfurt. Það var Jude Bellingham sem skoraði fyrsta mark leiksins á 19. mínútu og mörk frá Donyell Malen og Mats Hummels í kjölfarið sáu til þess að Dortmund fór með þriggja marka forskot inn til búningsherbergja í hálfleik. Donyell Malen bætti síðan við öðru marki sínu og innsiglaði 4-0 sigur heimamanna á 66.mínútu. Donyell Malen fagnar marki í dagVisir/Getty Sigur Dortmund sér til þess að liðið situr með eins stigs forystu (60 stig) á Bayern Munchen (59 stig) á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar þegar að bæði lið hafa leikið 29 leiki. Í öðrum leikjum dagsins í þýsku úrvalsdeildinni ber þar helst að nefna að Werder Bremen bar sigurorðið af Herthu Berlin á útivelli 4-2, Köln hafði betur gegn Hoffenheim 3-1 og Wolfsburg skoraði fimm mörk í 5-1 sigri á Bochum
Þýski boltinn Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Enski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Sjá meira